Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Síða 15
LAUGARBAGUR 10. OKTÓBER 1992.
15
s. Jli ^,,_ m
íj'CjP I f' y\ \^Ján\í
Skottúr til Valkenburg
Ég átti Hopper-reiðhjól í æsku.
Þetta var vandað hjól og entist mér
meðan ég þurfö á því að halda.
Hopper þótti ekki alveg eins fínt
og DBS en klassa fyrir ofan Möve.
Þá tegund hefur Þórarinn Eldjárn
reyndar gert ódauðlega í kvæði
sínu. Langt er síðan ég reið Hopp-
emum um ailar grundir og hafa
hjólhestar lítt komið við sögu í
mínu lífi frá þeim tíma nema þegar
keypt hafa verið hjól fyrir bömin.
Reiðhjól vom að mínu mati fyrir
böm og unglinga og auk þess full-
orðna sérvitringa eða þá sem fá
skyndilega löngun til líkamsrækt-
ar.
Þannig minnist ég þess að tengda-
mamma keypti sér dáfagurt reið-
hjól, rautt og hvítt, fyrir nokkrum
árum. Hún ætlaði að taka upp
bætta lifnaðarhætti og hjóla í stað
þess að fara allra sinna ferða í bíl.
Tengdó heimsótti okkur einu sinni
á hjólinu og ömmubömin slógu sér
á lær þegar amma kom á hjólinu.
Þegar hún fór fylgdu krakkamir
henni eftir á hjólum og tengdason-
urinn þorði ekki annað en keyra á
eför hersingunni til þess að sjá öl
þess að allir kæmust öl síns heima.
Síðan hefur hjólið staðið í bílskúm-
um.
Hjólaó í bæinn
Ég var því óviðbúinn á dögunum
þegar eiginkonan stakk upp á því
að við skryppmn í smáferð á reið-
hjólum. Við dvöldum þá nokkra
daga í sumarhúsi í Hollandi og lét-
um fara vel um okkur. Ég sam-
þykkö í andvaraleysi og sakleysi
að leigja hjól daglangt. Allt var það
í þeirri góðu trú að við myndum
hjóla í kringum húsið og í mesta
lagi út í búð. Hjólin vom þriggja
gíra. Hopperinn minn var ekki hú-
inn gírum en ég taldi víst að ég
gæö lært á þijá gíra vitandi það
að hjól bamanna era ýmist meö 10,
18 eða 21 gír.
Eigum við ekki að hjóla niður í
bæ? spurði konan þegar hún sté á
bak við hjólaleiguna. Mér þótö dá-
lífið gaman að hjóla þama á gáng-
stétönni og vissi að ekki var langt
í bæinn þannig að ég samþykkö
þessa uppástungu. Viö hjóluðum
af stað og gekk bara vel. Gírarnir
léku í höndunum á mér og ég skipö
upp og niður. Hollendingar hugsa
vel um hjólreiðamenn. Sérstakar
brauör era fyrir reiðhjól og við
vorum því ekki í sömu hættunni
og ég taldi tengdamúttu vera í þeg-
ar hún hjólaði eför Nýbýlavegin-
um um árið með bamabömin á
eför sér.
Dúkkuvagn í glugga
Þegar í miðbæinn kom lögðum
við hjólunum í sérstaka standa og
læstum. Fyrir öllu var séð. Konan
kíkö í búðir og ég taldi að rólegur
dagur væri framundan. Sjáðu
þennan fallega dúkkuvagn, sagði
konan og benö á vagn í búðar-
glugga. í huganun hrósaði ég happi
að vera á hjóli en ekki bíl. Ég sá
ekki að hægt væri að flytja þennan
vagn heim á hjólinu. Eg gerði því
engar athugasemdir þótt konan
skoðaði vagninn í bak og fyrir og
dásamaði á alla lund. Við verðum
að kíkja hingað aftur, sagði konan.
Ég gaf ekkert út á það og vonaði
að hún gleymdi þessu leikfangi.
Galin hugmynd
Þegar við höfðiun dvahð nokkra
stund í bænum fékk minn betri
helmingur hugmynd. Eigum við
ekki að skreppa öl Valkenburg?
spurði hún eins og ekkert væri.
Má ég minna þig á það að við erum
á reiðhjólum en ekki bíl? sagði ég
og óttaðist um minn hag. Ég veit
nefnilega af langri reynslu að kon-
unni dettur margt í hug og viU þá
framkvæma það strax. Eg vissi líka
að 13 kílómetrar vora að stórum
gatnamótum þar sem vegvísir
sýndi að 7 kílómetrar væra til
Valkenburg. Þessi hugmynd fraar-
innar var því upp á eina 40 kíló-
metra fram og tU baka. Ertu galin?
spurði ég, en konan lét þaö ekkert
á sig fá. Við höfum ekkert annað
að gera, sagði hún. Ég hef líka heyrt
að Valkenburg sé fallegur staður
og þangað sé gaman að koma.
Mér varð hugsað til þeirra út-
lendinga sem ég ek fram á að sum-
arlagi á íslandi á reiðhjólum. Mað-
ur sér þá um allt land og í hvert
skipö, sem ég sé þá, undrast ég um
leið og ég vorkenni þeim. Mér
fannst ég vera í sömu sporum og
þessir brjóstumkennanlegu ferða-
langar þegar ég steig á bak reið-
skjótanum og setö steftiuna á Val-
kenburg.
Eymsli í göm
Það vill öl að Holland er flatt
land. Þó var það svo að fyrsö hluö
leiðarinnar var heldur undan
brekkunni. Ég tók því gleði mína á
ný enda var lífið fyrir þessu að
hafa meðan hjólið rann sjálft.
Hæsta „fjalT Hollands er einmitt á
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
þessum slóðum, eitthvað ríflega 300
metrar. Þó varð mér hugsað öl
þess er ég rann niður brekkumar
að þetta ætö ég eftir að hjóla öl
baka og allt upp í móö.
Við hjóluðum og hjóluðum.
Stundum á jafnsléttu, stimdum upp
og stundum niður. Það mátö sjá.
að þar sem við fórum voru sveita-
menn á ferð. Annað slagið var
flautað á okkur þar sem við hjóluö-
um hlið við hlið. Þar vora garpar
á kappreiðahjólum sem þutu fram
úr okkur. Upp brekkumar var
einnig flautað á okkur. Þar vora
gjaman á ferð húsmæður með inn-
kaupatöskur áhjólum með hjálpar-
mótor. Ekki get ég neitað því að þau
hjól freistuðu mín mjög eför því
sem hjólreiðatúrinn lengdist.
Á einum stað-spurði ég innfædda
konu öl vegar. Eg æöaði ekki að
brenna mig á því að villast og þurfa
að snúa öl baka. Konan var alúðleg
og sagði okkur á réttri leið. í upp-
hafi ferðar óttaðist ég að fætumir
gæfu sig, gersamlega óvanir. Mér
öl létös fann ég að sennilega þyldu
lappimar álagið en annað og verra
var það að afturendinn á mér var
mjög vanbúinn til slíkra ferðalaga.
Ég sá það í hendi mér að ég yrði
ríkur ef ég hannaði mýkri og breið-
ari hnakka á reiðhjól. Það er und-
arlegur andskoö að framleiða reið-
þjól með mörgum gírum og flniríi
en um leið með mjónuhnakk sem
skerst upp í óæðri endann.
Við hjónin lögðum að baki 13
kílómetrana að vegamótimum og
létum okkur hafa kílómetrana sjö
sem eför vora þaðan öl Valken-
burg. Konan blés ekki úr nös en
nokkuð var farið að draga af eigin-
manninum. Einkum kenndi hann
eymsla í endagöm. Hvíldin var því
vel þegin og ekki síður bjór og
kleina á gangstéttarveitingahúsi.
Kleinan og ölið hresstu mína örmu
önd þannig að ég var jafnvel öl í
að skoða kastalarúsör í Valken-
burg. *Eitthvað varð líka að gera
fyrst við vorum búin að leggja þetta
á okkur. í miUiöð hringdi konan í
móður sína heima á íslandi og
sagði, eins og það væri sjálfsagður
hlutur, að við værum á hjólreiöa-
ferðalagi um Evrópu.
Kappreiðar til Epen
Ég setö ákveðin skilyrði áöur en
haldið var öl baka. Ég vildi koma
reglulega viö í kaupfélögum og
búllum öl þess að setja í mig bjór.
Eitthvað varö að deyfa gömina.
Skítt með það þótt ég væri tekinn
mildur á hjólreiðabraut í Hollandi.
Ég var reiðubúinn að fóma hjól-
reiðaleyfi mínu í þessu landi.
Sennilega hafa þetta verið mistök
hjá mér því rétt áður en við komum
að gatnamótunum stóra skellö ég
í mig einum Heineken. Ég var því
ekki á varðbergi þegar konan kom
auga á vegvísi á gatnamótunum
sem benö öl Epen. Þangaö vora sex
kílómetrar en í aðra átt en sumar-
hús okkar hjóna. Það væri gaman
aö skreppa þangað, sagði konan,
rétt eins og við værum í sunnu-
dagsbíltúr en ekki á reiðhjólum.
Ég lét slag standa. Tólf kílómetra
krókur öl viðbótar skyldi það vera.
Réö handan gatnamótanna bar
að flokk hjólreiðamanna og fór
geyst. Fylgjum þeim, sagði ég viö
konuna og keppnisskapið kom upp.
Ég skipö úr fyrsta gír í annan og
síðan í þriðja. Þungt varð að söga
hjólið en hraðinn óx. Fram að
þessu hafði konan yflrleitt verið
heldur á undan en nú dró í sund-
ur. Ég þjólaði ákaflega og á hraða
hollenskra atvinnumanna. Gleymd
var nú gömin. Þetta gat auðvitað
aðeins endað á einn veg. Ég sprakk,
Hollendingarnir hurfu í jóreyk og
konan náði mér.
Skákogmát
Löng var leiðin öl baka og ég játa
það að allar brekkur eför þeysi-
reiðina teymdi ég hjólið. Ég var því
feginn er hillö undir bæinn þar
sem ferðin hófst um morguninn.
Ég æflaöi að taka fyrstu beygju
heim í sumarhúsið og í heitt bað.
En enn mátaöi konan mig. Eigum
við aðeins að skjótast í búðina þar
sem dúkkuvagninn er? spurði hún
kankvíslega. Og hvað getur maður
sagt? Ég rogaðist með stóran kassa
út úr búðinni og setö á bögglaber-
ann. Konan viröst halda að þjól-
hestur minn væri öl vöruflutninga.
Skottúr frúarinnar varð því yfir 50
kílómetrar og síðustu kílómetrana
var eiginmaðurinn með aðra hönd
á stýri og hina á dúkkuvagninum
á bögglaberanum.
Hvaö ætli henni detö í hug næst?
Úr því sem komið er óttast ég að-
eins eitt: Að hún panö fyrir okkur
hjónatíma í dansi.