Alþýðublaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 4
1 ílOEKSttD Ritstjóri: Benetiikt Gröndal. Simar 14000 — 14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hveríisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþ.vðublaðsins, Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — ÚtgeXandi: Alþýöuíiokkurijui. J---------------------------------....... ; Um valdið KOSNINGABARÁTTA er hafin hér á landi og mun nú fara vaxandi með hverri viku fram til kjördags — eftir þrjá mánuði. Átök um framboð einstakra manna hafa verið með mesta móti, og nokkur eftirvænting virðist um það, hvort kjósendur muni enn fylgja hin- um troðnu slóðum síðasta aldarfjórðungs, eða gera toreytingar á íslenzkum stjórnmálum, sem um munar. !É>að er athyglisvert, að mörg umræðuefni, sem fram hafa komið í upphafi kosningahríðarinnar, eru ný. Alþýðublaðið talaði síðastliðinn sunnudag um aukinn þátt unga fólksins í stjórnmálum og lækkun kosninga aldurs. Þjóðviljinn réðist á þá tegund ungra stjórn- málamanna, sem blaðið kall'ar atvinnupólitíkusa og telur þá óþarfa nýjung. Morgunblaðið veltir vöngum yfir „valdafrekju“ og tilgangi manna, flokka og ríkja i stjórnmálabaráttu. Loks fjallar Tíminn um hina nýju fjöldamiðla og ræðst á misnotkun þeirra hér á landi. Af öllu þessu má sjá, að ýmsar breytingar eru að gerast í íslenzkum stjórnmálum, hvort sem áhrif þeirra verða meiri eða minni í alþingiskosningunum í vor. Ungt i'ólk dagsins í dag er af árgöngum, sem fæddust á stríðsárunum eða eftir þau. Það þekkir ekki kreppu, fátækt, atvinnuleysi. Þessi kynslóð er vel menntuð og myndarleg, en hvernig skyldi hún Jbeita þeim völdum, sem hún nú fær í landinu? Ýmislegt er til í gagnrýni Þjóðviljans á ungum póli .tíkusum. En þó verður varla komizt hjá því, að menn leggi pólitík fyrir sig eins og önnur fög, enda þótt það hafi verið óhugsandi hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Og meðal atvinnupólitíkusa eru formenn og mestu valdamenn ALLRA núverandi flokka, nokkr ir tugir manna. En hvernig á að tryggja, að fjárhag- ur stjórnmálamanna hafi ekki áhrif á stefnu þeirra? Iivernig á 'að forða flokkum og flokksblöðum frá ó- eðlilegum áhrifum aðila, sem vilja leggja þeim til fé? Þetta eru vandamál, sem krefjast úrlausnar, áður en langt um líður. Skyldi hin nýja kynslóð skilja þenn an vanda betur en þær eldri? Umræður um valdafrekju eru nýstárlegar hér á landi, af því að tiltölulega lítið hefur verið reynt að skilgreina valdið í íslenzku nútímaþjóðfélagi, finna hvar það er og hver uppspretta þess er, hverjir ná því í sínar hendur og hvað þeir gera við það. Stundum hefur það verið sagt, að vegna smæðar og menntunar séu íslendingar ágæt tilraunadýr í félagslegum efn- um. Ætti því að vera unnt að finna valdið og athuga, hvort því er beitt af frekju eða hroka eins og um er talað í öðrum löndum. Alþingi er án efa helzta miðstöð valdsins á íslandi, enda þótt mikið vald sé víðar en í húsinu við Austur- völl. Þess vegna er vel við eigandi að slíkar umræður eigi sér stað fyrir þingkosningar. 14. marz 1967 == ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÚTSALA á karlmannaskóm Geysifjölbreytt úrval Verð frá kr. 398.- Skóbúð Austnrbæjar Laugavegi 100. á krossgötum ★ ÍSLENZKAN BÆTTI MYNDINA. Mér varð ósjálfrátt á að brosa, skrifar V. K., þegar ég heyrði blessaðan þjóð- leikhússtjórann okkar lýsa því yfir í sjónvarpinu síðastliðinn sunnudag í fúlustu alvöru, að Danir héldu þvi fram, að kvikmyndin Rauða skikkjan liefði batnað við það, að við hana var sett íslenzkt tal! Danir eru þekktir fyrir sína ágætu kímni- gáfu, en líklega verðum við íslendingar aldrei þekktir fyrir slíkt. Að minnsta kosti ekki meðan menn misskilja svonalagað. Annars datt mér í hug, að við ís- lendingar ættum lireinlega að bjóða Dönum að hressa upp á kvikmyndagerð þeirra með því að lána þeim slangur af íslenzkum leikurum. Eins og allir vita framleiða Danir talsvert mikið af kvikmyndum og eru þær ekki allar góðar. Nu hefur hins vegar fundizt heillaráð til þess að bæta þessar myndir. Það er ekki annað en setja bara við þær íslenzkt tal. Þá hætta Danir að skilja vitleysuna og úr verða ágætis kvikmyndir. Þá þótti mér sannarlega ekki verra, að nú skuli þjóðleikhússtjóri vera búinn að skrifa kvikmyndahandrit eftir Njálu. Það verð- ur líklega ekki kvikmynd af verri endanum og allra sízt, ef myndin á að kosta heilar tuttugu milljónir króna. Ég held ég hafi þetta bréf til ykkar þá ekki lengra, en ég vona bara, að ekki þurfi til þess að koma að setja þurfi danskt tal við þá mynd, þegar hún verður sýnd hér 1 Reykjavik. — V. K. ★ LÍF í LI.STUM. Það væri sannarlega ekki satt, ef reynt væri að halda því til streitu, að starf- semi íslenzka sjónvarpsins hefði á einhvern hátt lamað listalíf í höfuðborginni í vetur. Mál- verkasýningar eru hver á fætur annarri og met> aðsókn að sumum. Uppselt er á margar sýning- ar fram í tímann lijá Leikfélagi Reykjavíkur. Þjóðleikhúsið sýnir nú við mikla aðsókn Marat /Sade, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Það er næstum engu líkara, en óvenjulega mikið líf sé í lista- og menningar- starfsemi allri um þetta leyti. Hafa hrakspár þær sem sjónvarpsandstæðingar lengi höfðu uppl síður en svo rætzt, en sumir þeirra virtust þeirr- ar skoðunar, að ef íslenzkt sjónvarp yrði sett á stofn, mælti næstum leggja niður leikhúsin ís- lenzku, og ekki þyrfti meira að hugsa um bóka- útgáfu. Raunin hefur orðið önnur. — K a r 1. Auglýsið í Alþýðublaðinu Aglýsingasími AiþýðublaÖsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.