Alþýðublaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 6
 ós BORGARALEG SAMVI TILHEYRIR FORTÍÐ : NÆSTU dagar verða afdrifa- ríkir í dönskum stjórnmálum og geta ráðið úrslitum um sam- starf minnihlutastjórnar jafn- a'ðarmanna og hins sósíalist- 'íska þjóðarflokks Aksel Lar- sens, sem stutt hefur stjórn- ina síðan í kosningunum 22. nóvember í fyrra. Það eru kjaramálin sem efst eru á baugi. Kjarasamningarn- ir eru uppsegjanlegir í vor og vofir yfir hætta á stórfelldri vinnudeilu, sem þegar í stað 'mun ná til 200.000 launþega og ígetur smám saman snert 800.- 800 lauiiþega til viðbótar og fjölskyldur þeirra. Ríkissátta- semjarinn hefur lagt bann við vinnustöðvun fyrir 15. marz og reynir að finna lausn á síðustu stundu. Tilraunir hans hafa staðið yfir í margar vikur. Nú hefur verið lögð fram sáttatil- laga, en verður hún samþykkt? Þá valda skattmálin erfið- leikum. Stjórn jafnaðarmanna hefur á prjónunum áætlanir um að breyta skattalöggjöfinni og á það að gerast í þremur áföngum. Fyrst er ætlunin að koma á staðgreiðslukerfi. Þá á að breyta niðurjöfnun útsvara og setja nýjar reglur um skattafrádrátt til þess að létta byrði þeirra, sém hafa lágar eða meðalstórar tekjur og loks á að koma á 10% verðauka- skatti. Stjórnin hefur gefið frest til 20. marz til þess að hægt verði að komast að sam- komulagi. í viðtali við Arbeiderbladet norska segir Jens Otto Krag forsætisráðherra, að nauðsyn- legt sé að koma lagi á skatta- málin. Danska skattakerfið er fyrir löngu orðið úrelt, og í kosningunum í fyrra veittu kjósendur stjórninni umboð til að endurskipuleggja skatta- málin. Þó að ef til vill takist að fá borgaraflokkana til samvinnu um lausn þessara erfiðu mála þá er mikið komið undir af- stöðu Sósíalistíska þjóðar- flokksins (SF). Fréttaritari Arbeiderbladets hefur því haft ; eftirfarandi viðtal við Jens Otto Krag, forsætisráðherra um efnið: Hvemig er sam- 'skiptum SF og jafnaðarmanna í Danmörku háttað? ★ HÖFNUÐU SAM- 1 VINNU. í byrjun viðtalsins minnti Krag á að kosningaúrslitin liefðu komið borgaraflokkun- um mjög á óvart og þeir hefðu heldur ekki átt von á því að þing yrði rofið og efnt yrði til nýrra kosninga. Ég tel, að borg- araflokkarnir hafi gert sér von- ir um og trúað á „norska lausn,” sagði Krag. En þvert á móti fengu verkalýðsflokkar hreinan þingmeirihluta í fyrsta skipti í sögu Danmerkur. Arbeiderbladet: — Hvernig munduð þér lýsa sambúð jafn- aðarmanna og SF eins og mál- in hafa þróazt? Krag: Við tókum afleiðing- um kosninganna og buðum SF þátttöku i ríkisstjórn. Þetta tilboð var sett fram í fullri einlægni. Þetta segi ég til að leiðrétta þann misskilning að liér hafi verið um herbragð af okkar háifu að ræða. Við hörm- uðum það, að tilboð okkar fékk ekki hljómgrunn. Þar sem jafn- aðarmenn og SF hafa saman- lagt meirihluta teljum við að báðir flokkarnir verði að taka á sig ábyrgð þannig, að hún komi jafnt niður á báða flokk- ana. Arb(: — Án tillits til fyrri afstöðu flokkanna í stjórn- málum? Krag: Já, án tillits til fyrri afstöðu flokkanna. Og bezta og sanngjarnasta lausnin og sú lausn sem komið hefði jafnast niður á flokkana hefði verið sú, að þeir hefðu gengið til stjórn- arsamvinnu. En það tókst ekki Krag og Larsen cftir kosningarnar. Larsen. að koma því til leiðar. Arb.: Hvers vegna? Strand aði það á. Aksel Larsen per- sónulega? Eða fékk hann ekki stuðning í flokknum? Krag: Ég tel að það hafi ekki strandað á persónulegum mót- þróa Aksel Larsens. Ég tel, að hann hafi meint af einlægni að koma á stjórnarsamvinnu. En það voru nokkrir menn í flokknum, sem voru honum til trafala. Sumir þeirra eru ung- ir og óreyndir og þekkja ekki hvernig unnið er í pólitík. Og þeir eru með öllu óvanir því að taka á sig ábyrgð. Ég er ekki að reyna að verja þá, en ég skil mjög vel þessa erfiðleika, sem SF átti við að stríða. Arb. — Hvað munu stjórnin og jafnaðarmenn taka til bragðs, ef ekki tekst að koma á sáttum í launadeilunni? . Krag: Það veit ég ekki. Enn er allt reynt til að koma á sættum. Á meðan vonar maður það bezta. Arb. — Hefur SF að yðar dómi áhuga á verkalýðsmálum og gætir áhrifa SF-manna á vinnustöðum? Krag: Ég held að það sé mjög mismunandi. Á sumum vinnustöðum taka þeir þátt í verkalýðsbaráttunni, á öðrum ekki. Arb. — Rejma jafnaðarmenn að koma sér í mjúkinn hjá SF- mönnum eða halda þeir uppi andróðri gegn þeim? Krag. Ég held að jafnaðar- menn reyni ekki að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Hér er um að ræða menn, sem vinna á sama stað og eru starfsbræð- ur og félagar. Að sjálfsögðu ræða þeir saman um hlutina. En einnig í þessu er þetta mjög mismunandi á hinum ýmsu vinnustöðum. Sums staðar er háð barátta um trúnaðarstöð- ur. Hvernig þetta þróast í fram tíðinni er að miklu leyti kom- ið undir allri stjórnmálaþró- uninni. Arb. — Teljið þér SF sam- stæðan flokk? Krag. Nei, við vitum til- tölulega lítið um uppbyggingu SF og þjóðfélagslegan upp- runa stuðningsmanna flokks- ins. Það er ljóst, að þar sem jafnaðarmenn töpuðu 7 þing- i. sætum og SF vann 10 þing- sæti hljóta nokkrir af kjósend- um okkar að hafa kosið SF. En ekki er eins ljóst hvort fylgi SF stendur á breiðum grund- velii. í SF eru friðarins menn, sem eru á móti herþjónustu, fólk, sem er á móti kjarnorku- sprengjunni, fólk, sem er á móti Atlantshafsbandalaginu. Arb. — Þetta er þá kannski aðallega neikvætt fólk, sem er á móti öllu? Krag. Já, einmitt. Þetta er þessi flögrandi hópur óá- nægðra kjósenda, sem oft stendur utangarðs, sem í svip- inn hefur fengið athvarf til bráðabirgða hjá SF. Arb. - Teljið þér, að SF sé stundarfyrirbrigði i dönskum stjórnmálum? Sameinast SF kannski jafnaðarmönnum? Krag. Það held ég að sé of mikið sagt. Ég þori að minnsta kosti ekki að hafa nokkra jskoð- un á því í dag. Arb. — Teljið þér að SF hafi nokkra möguleika á að þróast úr mótmælaflokki í ábyrgan stjórnmálaflokk? Krag. SF er nú á slíku að- lögunarskeiði. Hvað sem ö'ðru líður er það skylda flokksins gagnvart hinum sósíalistíska þingmeirihluta að fara þá braut. Síðan lieimsstyrjöldinni lauk hafa risið upp nokkrir smáflokkar í Danmörku, fyrst kommúnistar, síðan til dæmis Réttarsambandið, en báðir þessir flokkar áttu stutt blóma- skeið — sumpart á kostnað okkar. Nú eru þeir gersamlega horfnir og rísa varla upp á ný. Lengst til hægri höfum við séð Óháða flokkinn blómgast og síðan deyja út. Um framtíð SF er engu hægt aö spá, en að minnsta kosti einhver hluti stuðningsmanna flokksins kem- ur frá þessum óánægðu hóp- um. Arb. — Er SF og Aksel Lar- sen eitt og hið sama eða held- ur SF áfram að þróast án þess að Aksel Larsen hafi þar nokk- ur áhrif á? Krag. Ég tel að SF gæti komizt af án Aksel Larsens. Hins vegar hefur Aksel Larsen átt mikinn þátt í þeirri vel- gengni, sem flokkurinn á að fagna í svipinn. Arb. — Hvaða framtíð á Jafnaðarmannaflokkuriun í Krag. vændum í Danmörku að yðar dómi? Krag. Jafnaðarmannaflokk- urinn stendur traustum fótum sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann gætir í hyí- Framhald á 10. síðu. ^%-%%-%>%*%>%'W%-%«%-%-%-%-%-%^%-%-%-%-%>« £ 14. marz 1967 = ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.