Alþýðublaðið - 14.03.1967, Síða 11

Alþýðublaðið - 14.03.1967, Síða 11
Margt efnilegra unglinga og mjög skemmtileg keppni UNGLINGAMEISTAR^.MÓT 'ís- lands í skíðaíþróttum var háð í nágrenni Reykjavíkur um helgina Skíöaráð Reykjavíkur sá uin mót ið, sem tókst í alla staði vel, en þetta er í annað sinn, sem TJngl ingamót í skíðaíþróttum fer fram. Keppendur eru á aldrinum 13 — 16 ára. Stefán Kristjánsson, for- maður Skíðasambands íslands setti mótið á föstudagskvöld. Að setn ingu lokinni sýndi Valdimar Örn ólfsson skiðakvikmyndir í Skíða skálanum í Hveradölum. Keppendur voru víðsvegar að af landinu , flestir frá Akureyri eða 21, 8 frá ísafirði, 10 frá Húsavík, 9 frá Siglufirði, 10 frá Reykjavík og 3 frá skíðaráði Fljótamanna. Þrátt fyrir frekar óhagstætt veð lir voru áhorfendur allmargir og talið er að nærri 2 þúsund manns hafi fylgst með keppninni á sunnu dag . ★ Efnilegir skíðamenn. Á mótinu komu fram mjög efni legir skíðamenn og haldi ungling arnir sem kepptu á þessu móti á- fram að æfa af dugnaði í framtíð inni má búast við góðum árangri skíðafólks okkar í keppni við er- lenda skíðamenn eftir nokkur ár. Á laugardag var keppt í stór svigi í Suðurgili í Jósepsdal. Her bert Marks, austurískur þjálfari, sem hér hefur dvalið lagði braut ina og var hún skemmtileg. Norð an kuldi og snjófjúk háði kepp endum, auk þess var fáeri erfitt Keppt var í 7,5 km. skíðagöngu á sléttunni fyrir ofan Flenginga- brekku, færi var erfitt en rok og kuldi háði einnig keppendum mjög. Svigkeppnin fór fram í Hamra gili á sunnudag. Herbert Marks lagði brautina, sem var skemmti leg en grófst illa sumsstaðar. Veð ur var heiðskirt, en allhvasst. Keppnin var sérstaklega skemmti leg og jöfn og margt efnilegra pilta tóku þátt. Langt er síðan stökkkeppni hef ur farið fram hér sunnanlands, en stökkið var háð í Flengingabrekku við Hveradali. Stökkpallurinn var byggður úr snjó og leyföi 28 — 30 m. stökk. Erfitt var að undirbúa keppnina og þeir sem það fram- kvæmdu stóðu sig með ágætum. ÚRSLIT: Stórsvig drengja 13 — 14 ára. Hliðafjöldi 26 Hæðarmismunur' 210 m. Brautarlengd 1100 m. Unglingamet Tómas Jónss. R. 36,6 2. Guðmundur Frímanns. A 36,9 3. Þorsteinn Baldvinss. A. 38,1 4. Albert Guðmundsson í. 39,1 5. Óskar Erlendss. A 40.1 6. Haukur Jóhannsson A. 40,3 Stórsvig stúlkna 13—15 ára. Hliðafjöldi 26 Hæðarmismunur 210 m. Brautarlengd 1100 m. Unglingam. Barbara Geirsd. A. 42,7 2. Sig’rún Þórhallsdóttir HSÞ 48,3 3. Áslaug Sigurðard. R. 48,7 4. Guðríður Sigurðard. í. 68,8 5. Auður Harðarlóttir R. 75,0 6. Jóna Bjarnadóttir R. , 78,0 Sigurffur Dágsson, Val, í góðu marktækifærl f leiknum við Hauka, in er af henni i keppninni. Stórsvig drengja 15—16 ára: Hliðafjöldi 36 Hæðarmismunur 330 m. Brautarlengd 1100 m. Unglingamet Bjarni Jensson A 57,3 2. Eyþór Haraldsson R. 59,8 3. Jónas Sigurbjörnss. A 60,6 4. Björn Haraldsson HSÞ 61,8 5. Sigurjón Pálsson HSÞ 62,8 6. Bergur Finnsson A 65,4 7,5 km. ganga drengja 14—16 ára: Unglingam. Sigurður Steingrs. S. 34.00.0 mín. 2. Ingólfur Jónsson Sigl. 34.40,4 3. Ólafur Baldursson Sigl. 35,27,5 4. Magnús Eiríksson F 35,34.2 5. Eyþór Haraldsson R. 35,45,9 6. Guðjón Höskuldsson í. 37,17,8 .{ Svig drengja 13 — 14 ára: Hliðafjöidi 32 Hæðarmismunur 90 m. Brautarlengd 300 m. Unglingam. Tómas Jónsson 57,3 2. Þorsteinn Baldvinsson A. 59,1 3. Guðmundur Frímannsson A. 59,7 Framhald á 14. síðu. Börnin hafa vel kunnað að meta skíðasnjóinn og skautasvellið^ sem við höfum orðið aðnjótandi undanfariö oð það hefur fuHorðnir reyndar gert líka. Hér á myndinni sjáum við svipmynd af Tjörninni í Reykjavík. Það eru aðallega börn, sem við sjáum á skautum, e» þó hefur það aukizt, að þeir, sem eldri eru, fari líka niður á Tjöm á skauta. Nokkur orð um lands liðið í körfubolta MÖNNUM gerist nú æði tíðrætt um landsliðið í körfuknattleik á íþróttasíðum dagblaðanna. Sýnist þar sitt hverjum og er það vel, að menn skiptist á skoðunum, því alltaf er fróðlegt að heyra, hvað þeir hafa til málanna að leggja, sem bezt þekkja. Hreiðar Heimski er afbrýðisam ur í garð ÍR-inga, sem hann telur að njóti of mikillar hylli þjálfar ans. Hreiðar vill að allt snúizt um KR-inga og að þeirra leikaðferð ir verði notaðar af landsliðinu, vegna þess að landsliðsmenn séu flestir KR-ingar. Ég vil benda Hreiðari á, að um þessar muiidir er ekki einn einasti KR-ingur í landsliðinu, því það hefur ekki ver ið valið enn. Landsliðið verður ekki valið fyrr en í lok þessa mán aðar og það er alls ekki víst að meirihluti þess verði KR-ingar. Það er því ástæðulaust að krefj ast eins eða annars í því sambandi Ekki er mönnum fyllilega ljóst hvað vakir fyrir Hreiðari Heimska með þessum skrifum sínum, en helzt er álitið að hann vilji benda fólki á það, að hafi það farið fram hjá einhverjum, að KR-ingar séu beztir og séu það, sem koma skal. Satt er það, að KR-ingar eru mjög gott körfuknattleikslið á ís lenzkan mælikvarða, og þeir hafa unnið tvö síðustu íslandsmót, sem er út af fyrir sig ágætis árangur en ég minnist þess, að ÍR-ingar unnu bæði Reykjavíkur- og íslands mót fimm ár í röð, en aldrei sáu þeir ástæðu til að hlaupa með lýs ingar á ágæti sínu í blöðin. Svo ég snúi mér að aðalefninu, sem er bréf vinar míns suður með sjó, sem birtist í Alþýðublaðinu á sunnudaginn var, undir nafninu Ingunn, vil ég benda á eftirfarandi í sambandi við val manna til lands liðsæfinga. Hann er óánægður með, að ekki hafa verið valdir neinir utanbæjar menn til þessara æfinga og talar um þröngsýni og félagapólitík í því sambandi. Álítur hann vera til ein hvern „gamlan lista”, sem rennt er í gegn ár eftir ár og sé þessi listi algerlega lokaður utabæjarmönn um. Ég vil benda honum á, að engum ,,lista“ hefur verið „rennt í gegn“ heldur hefur landsliðsnefnd valið þessa 20 menn að vandlega athug uðu máli og eru allir meðlimir nefndarinnar á einu máli um það, að þessir menn eigi öðrum fremur rétt til að vera valdir til æfinga. Með því áliti er ekki verið að kasta rýrð á einn eða annan, utan Reykja víkur eða innan. Utan Reykjavikur eru margir ágætir leikmenn, menn, sem fara vaxandi að hæfni með hverri raun. Nægir að benda á íslandsmótið í ár til marks um það. Þeir mega líka vera þess fullvissir, að þeir eru hafðir í huga. þegar valið er í landslið og önnur úrvalslið og verð ur örugglega ekki hlunnfarnir af landsliðsnefnd vegna félagapólitík ur eða klíkuskapar. Má í því sam bandi nefna, að öllum þeim sem Ingunn nefnir í bréfi sínu, auk fjölmargra annarra, hefur verið sent bréf með fyrirspurnum varð andi væntanlega Ameríkuferð seinb á þessu ári. Hitt er svo annað mál að landsliðsefnd mun ekki velja menn til æfinga gegn sinni eigin sannfærigu, til þess eins, að láta þá vita að þeir séu til, eins og. Ingunn kemst að orði. Um það mun hlutlaust mat á getu og leik* reynslu hvers og eins ráða mestu. Það er virðingarvert, og öðrum til eftirbreytni, að Ingunn vill vekja athygli á sínum mönnum. Þeir hafa staðið sig vel til þessa í íslandsmótinu og það er mér sönn ánægja að geta frætt Ingunn (i) á því að „listinn" okkar er lang ur og á honum eru allir, sem orðið gætu landsliði til styrktar, en held ur engir aðrir. , Guðmundur Þorsteinsson. form. landsliðsnefndar. Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Rankastræti 12. 14. marz 1967 = ALÞÝÐUBLAÐIÐ ||j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.