Alþýðublaðið - 14.03.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 14.03.1967, Síða 13
aeSrbíS Síml 5018«, w 'jsassc^z t Heimsfræg ný, amerísk stór- mynd í litum og CinemaSeope ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Allra síðasta sinn. Sket í myrkri Snilldarvel gerð ný amerísk gam anmynd í litnm. íslenzkur texti. Peter Sellers Sýnd kl. 6.45 og 9. FJOLSOJAM • ÍSAFIROS L EINANGRUNÁRGLER FIMM ÁRA ABYRG® Söluumboff: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Póstliólf 373. IVSassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR láta yfirfara og gera vi5 vélarnar fyrir vorið. Massey Ferguson-víð- Nú er rétti tíminn tll að gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662. Framhaldssaga eftir Astrid Estberg ÉG ER SAKLAUS Auglýsið í ISþýðublaðinu FYRSTI KAFLI. LESTIN hægði ferðina og Merete leit út. Bros lék um varir hennar. Hún hlakkaði til að kynnast hinu óvænta, sem beið hennar. Um stund komst hún aftur í það gó.ða skap, sem hafði einkennt hana fyrir ári. En brosið dó og andlit hennar varð aftur grímu líkast. Hún var stíf, óhreyfanleg og andlit hennar fölt undir rauð- brúnu .hárinu. Hún tók töskur sinar og gekk til dyra. í gang- inum var spegill og þar sá hún magurt, lokað andlit með háum kinnbeinum og alltof stórum munni. Hún gekk nær. Var ekki und- arlegur glampi í augum henn- ar? Hvað — ef Norman óðals- bóndi áliti nú að henni væri ekki treystandi? Þá fengi hún aldrei stöðuna sem einkaritari hans! Hún sá lítið sem ekkert út. Það rétt mótaði fyrir trjám og húsum. Hér og þar var ljós í gluggum. Venjulegt landslag og alls ekki þéttbýlt. Gat hún leyft sér að vona, að enginn þekkti hana í sjón eða kannað- ist við nafn hennar? Að vísu voru næstum tvö ár síðan það gerðist — það, sem henni var kennt um, að hún hefði gert en dagblöðin höfðu skrifað grein eftir grein um slysið. — Svartar fyrirsagnir og ásak- andi orðin eltu hana enn. „Brjálæðislegur akstur 19 ára stúlku — stakk af frá slysstað, ók á tré fáeinum kílómetrum síðar. Merete Ravnsborg neitar öllu. Heldur því fram, að ó- þekktur maður hafi ekið bíln- um. Óhugsandi, segir lögregl- an Merete sat í framsætinu undir stýri, þegar komið var að og hún hélt um stýrið. Bílstjóri veldur dauðaslysi og reynir að ljúga sig frá því. Óþekkti mað- urinn fyrirfinnst ekki” — Ég sver að ég segi satt! Ef hún hefði aðeins látið það vera að setjast inn í bílinn eftir að hún fór frá tannlækn- inum. En henni lá á að komast heim, hana langaði til að hatta. Það var langt og liún ætlaði að aka varlega. Hún keyrði líka löturhægt, en hana svimaði æ meira. Þegar hún gat ekki ekið leng- ur, nam hún staðar og kom auga á mann, sem stóð við vegarbrúnina. Hann var ber- höfðaður, snyrtilega búinn og hélt á skjalatösku. Hann flýtti sér til hennar og varð fyrir vonbrigðum, þegar hann sá að kona sat undir stýri. Hún myndi áreiðanlega ekki þora að taka ókunnan mann upp í bílinn! Hann hafði misst af lestinni og þarna var enga leigubíla að fá. Hann gekk eftir þjóðvegin- um í þeirri von, að komast á- fram á þumalfingrinum. En enginn bíll hafði numið staðar fyrr en nú. Merete hafði virt hann fyrir sér eins vel og henni var unnt í veikri birtunni. Hann leit út fyrir að vera elskulegur og kurteis og liann kom sem send- ur frá himnum, því hún gat ekki ekið lengur. Hún spurði hann hvort hann hefði bílpróf. Jú, það liafði hann. Hann tók fram ökuskírteinið og sýndi henni það, svo stakk hann því aftur í vasann. Hún spurði hvort hann vildi aka bílnum og þegar hánn kinkaði kolli fór hún undan stýri og lét honum það eftir. Hann ætlaði að aka henni heim og hringja svo það- an á ieigubíl. 1 — Ég heiti .... sagði hann. En hún hafði engan áhuga fyr- ir að vita hvað hann hét. Hún liafði ekki einu sinni hlustað á nafn hans — hvað þá munað það. Þegar hann kom út á aðal- brautina herti hann ferðina. Henni fannst hann keyra alltof hratt. En hann þurfti máske að hraða sér til að ná í ákveðna lest og hann langaði til að kom- ast heim. Fáeinum mínútum síðar varð slysið. Hún hafði lifað það aftur og aftur undanfarin tvö ár. Hún hafði fengið taugaáfall og var ekki enn búin að jafna sig. — Henni varð kalt við tilhugsun- ina og hana svimaði. Hún sá fyrir sér „kattarauga” á hjóli, heyrði brest, hentist áfram og sá líkama hjólreiðamannsins hend- ast í loft upp og liggja hreyf- ingarlausan á veginum. Hún veinaði og skipaði mann- inum að nema staðar, en hann virtist óður. Hann steig benz- ínið í botn og hélt áfram, en vegurinn var háll og hjólbarð- arnir sleipir og hann missti stjórn á bílnum. Merete sá í Ijósunum hvernig trén virtust nálgast þau með ó- endanlega miklum hraða. Hún heyrði rúðu brotna og fann til hræðilegs sársauka. Svo yfir- gnæfði svart myrkur allt. Þegar bíllinn fannst, sat Me- rete undir stýri og ókunni mað- urinn var horfinn. Enginn trúði því, að hann hefði nokkru sinni verið til, og síðast var hún sjálf farin að efast um það. Hafði hana dreymt að hann stæði á vegarbrúninni og að hún hefði boðið honum far og beðið hann um að aka? Var þetta aðeins ímyndun og ofsjónir sem und- irmeðvitund hennar hafði skap- að til að varna því að hún missti vitið? Var það hún, sem hafði drepið drenginn á hjólinu? Hún mundi vel eftir vanga- — Nei, ég gerði það ekki. Nei, sagði hún stundarhátt. svip mannsins við bílrúðuna. Það var ósköp venjulegt andlit, en hún myndi þekkja hana aft- ur, ef hún sæi hann. í tvö ár hafði hún leitað að honum og virt fyrir sér hvern mann sem hún mætti, en enn hafði hún ekki séð hann. Hún þekkti líka liendur hans, grannar og velsnyrtar og handarbökin þétt- vaxin stríðu, svörtu hári. En að eins fingraför hennar voru á stýrinu! Hann hlaut að hafa þerrað það vandlega og sett hana undir stýri, þegar hann sá að hún var meðvitundarlaus. Frá þeirri stundu hafði hún orðið „morðingi.” ANNAR KAFLI. Jafnvel Hákon hafði ekki trú- að henni. Hann hafði fengið nýja stöðu á stórri verkfræði- skrifstofu í Kaupmannahöfn meðan hún lá á spítalanum., — Annað fólk hafði sagt henni að hann hefði margsinnis ferðast utan. Merete dró andann djúpt. Hafði hún elskað Hákon Gram? Hún mundi það ekki. Það var svo langt frá því að þetta gerðist eins og það hefði gerzt í öðru lífi. Minningin um hann var lík- ust öri eftir sár, sem eitt sinn hafði verið aumt, en nú var gróið. Og nú var hún komin hing- að. Merete leit umhverfis sig. Lítill grasbali með blómum og runnum var fyrir framan stöðv- arhúsið. Ef hún hefði aðeins getað farið aftur í tímann, — hefði hún brosað. En það var vonlaust að hugsa þannig. Ungur maður í ljósgráum buxum og sportjakka kom til móts við hana. Hann var ljós- hærður með hvítar augnabrún- ir, livít augnahár og ljósblá augu. — Eruð þér ungfrú Ravns- borg? spurði hann á mállýzku sveitarinnar.' - Já. —v Er mikill farangur? — Nei, ég er aðeins með þessa Iitlu tösku og svo handtösku. Ég kom aðeins til að ræða við óðalsbóndann. Ég á að vera komin aftur í núverandi stöðu mína á morgun. — Jæja, já. Ég skal muna það, þá get ég ekið yður aftur á stöðina. Ég er þúsund þjala- smiður óðalsins og þar á meðal er ég bílstjóri. Ég heiti Per Ol- sen og þér getið kallað mig Per. Dumbrauður Volvo beið eftir þeim. Merete settist í framsætið Svetlana Framh. af 1 síðu. ræmi við svissneskar venjur yrði að virða óskir hennar um friðhelgi einkalífsins. von Moss staðfesti að Svet- lana hefði fengið þriggja mán- áða landvistarleyfi. en sagði að hún hefði ekki beðið gm hæli sem pólitískur flóttamað- ur. Hún liefði farið lil Ind- lands til að vera viðstödd jarða för eiginmanns hennar. og þegar indversk yfirvöld hefðu ekki viljað veita henni dvalar- leyfi hefði hún snúið sér til bandaríska sendiráðsins. Sendi ráðið hefði gert henni kleift að ferðast til Rómar, en þegar hún kom þangað var henni sagt að hún fengi ekki að fara til Bandaríkjana. Meir vildi von Moss ekki segja. Forsætirráðherra Indlands, frú Indira Gandi, neitaði því í gær að Svetlana hefði beðið um landvist. Dean Rusk utan_ ríkisráðherra sagði, að Sv.etl- ana hefði ekki beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. í febrúar mun Svetlana hafa sagt við Indverja nokkurn að hún vildi setjast að á Indlandi. Bálferð manns hennar var gerð í desember. SALAN v/Mikiatorg Sn 2 3 ALLT TIL SAIMA |í|||il últ" llliitJ. atr'TiMWWgnw L'.'^liWgP’'' 14. marz 1967 = ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.