Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 1
MiSvikudagur 15. marz 1967 — 48. árg. 62. tbl. - VERÐ 7 KR, Vínlandskortið er komið til landsins Rvík. — AKB. Vínlandskort Tale-háskóla er nú komi'ð hingað til lands. Árni Gunnarsson, fulltrúi í Mennta- málaráðuneytinu sótti kortið í fyrradag til Noregs, þar sem það hefur undanfarið verift sýnt á- samt ýmsum öðrum ffögnum, er varða víkingaöldina. Kortið kom hingað til lands með Loftleiðaflug vélinni Leifi Eiríkssyni klukkan :: Hvaðan koma nýju íslenzku borgaramir? FRUMVARP um veitingu rík ' | isborgarréttar er nú á leið í (igegnum Alþingi — og fjölgar i1 nöí'num í frumvarpinu við 1 hverja umræðu. Á lista frum varpsins um, nýja borgara á íslandi eru nú 53 nöfn og er f þó ekki útilokað að þeim fjölgi á Hvaðar. eru þessir 53 nýju ís lendingar? Þeir eru samkvæmt^ i J frumvarpinu fæddir á eftirtöld 1 um stöðum. ' Þýzkalandi ...... 15 i1 Danmörku ........... 9 '1 íslandi ............ 6 Framhald á 14. síðu. fimm í gærmorgun og klukkan hálf fimm síðdegis í gær hafði kortinu verið komið fyrir í Þjóð minjasafninu á þeim stað, er það verður sýnt almenningi til 30. marz nk. frá kl. hálf tvö til 10 daglega. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason opnar sýning- una klukkan fjögur í dag og á- vörp flytja við það tækifæri am- bassador Bandaríkjanna, James K. Penfield og dr. Konstantine Reichardt, prófessor við Yale- háskóla. í dag verður sýningin, opin fyrir almenning frá klukkan 6 til 10. Fréttamönnum var sýnt kortið í gær og voru þá viðstaddir Krist ján Eldjárn, þjóðminjavörður, Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, og Ámi Gunnarsson, full- trúi er kom með kortið hingað til lands. Einnig voru viðstaddir tveir lögregluþjónar, en lögreglu þjónar munu skiptast á um að gæta kortsins og standa tveir vörð um það í einu, en kortsins verður gætt allan sólarhringinn. Mikil leynd er viðhöfð í sam- bandi við allt er snertir kortið, og er t. d. ekki látið uppi, hvar kortið verður geymt um nætur, og ekki fæst heldur uppgefið, hvert kortið fer héðan 1. apríl nk. Meðan kortið er hér er það tryggt hjá Sjóvá og endurtryggt hjá Lloyds, en hver tryggingar- upphæðin er líæa leyndarmál. Sýningin á Vínlandskortinu verður opnuð almenningi klukkan sex í dag. Thalidomidefirma ákært fyrir mord Achen 14. 3. (NTB-Reuter). Hinir vestur-þýzku framleiðend ur lyfsins thalidomide voru í dag ákærðir fyrir morð a@ yfir lögðu ráði og fyrir að valda lík amlegu tjóni vísvitandi. Kennedy kallar LBJ tlkarson" NEW YORK, 14. marz (NTB-Reuter). Bandaríska fréttatimaritið „Time“ hélt þvi fram í dag, að {Rober't Kennedy öldungtadejlídari þingmaður hefði kallað Johnson forscta skammaryrðinu „son of a bitch“, það er tíkarson, á storma sömum fundi í Hvita húsinu í síð asta mánuði. Fundurinn var haldinn 6. febr- úar skömmu _ eftir að Kennedy kom úr ferðalagi sínu til Evrópu og hélt því fram að hann hefði meðferðis friðartillögur frá Norð ur-Vietnamstjóm. Blaöafulltrúi forsetans og samstarfsmenn Kenn edys neita iþví að fréttin í „Time“ sé rétt. Johnson, sem hefur gagnrýnt Kennedy fyrir afstöðu hans í Vi- etnamdeilunni, á að hafa sagt meðal annars að ef hann héldi árfam að gefa svipaðar yfirlýfcing ar og hann hefði gert hingað til kæmist hann fljótt að raun um að hann ætti sér enga framtíð í stjórnmálum. Kennedy á að hafa sagt, að hann kærði sig ekki um að liitta forsetann framar. □ Blaðið „Washington Post" hélt því fram í dag, að fjórir af hverjum fimm Bandaríkiamönn- um væru andvígir því að gert yrði nýtt hlé á loftárásum Banda ríkjamanna á Norður-Vietnam eða að þær yrðu stöðvaðar með öllu og kysu fremur að Johnson for- seti reyndi að fá Hanoistjómina til að setjast að samningaborði með því að auka hernaðaraðgerð_ irnar gegn Norður-Vietnam. Blað ið byggir þetta á skoðanakönnun, sem Lou Harris-stofnunin hefur gert. Blaðið heldur því fram, að Bandaríkjamenn séu yfirleitt fylgj andi harðari stefnu forsetans, og óvinsældir forsetans er fram hafi komið í skoðanakönnunum að und anfömu stafi ekki af ósk um að dregið verði úr styrjaldaraðgerð um heldur af ósk um að hert verði á stríðsrekstrinum í þeim tilganigi að knýja fram lausn á hinni langvarandi Vietnamdeilu, Það er ríkissaksóknarinn í Ach en sem hefur höfðað mál gegn forstjórum og tæknifræðingum við fyrirtækið Chemie Grúnenthal sem setti lyfið á markaðinn fyrir tíu árum. Þúsundir kvenna í mörgum lönd um tóku lyfið í lok siðasta ára tugs og byrjun þessa áratugs. Börn þeirra fæddust Vansköpuð, mörg með óeðlilega stutta útlimi. Evr ópskir læknar hafa kallað thalidom idemálið mesta áfallið sem lækna vísindin hafi orðið fyrir á þessari öld. Heinrich Gierlich ríkissaksókn ari sagði á blaðamannafundi í dag, að í Vestur-Þýzkalandi hefðu 5.000 börn fæðst vansköpuð þar sem mæður þeirra hefðu tekið thali domide. Taugakerfi 5.000 annarra hefði skaddast. Gierlich sagði að komið hefði í ljós í tilraunum áð ur en lyfið var sett á markaðinn að það olli skaða á taugakerfinu. Þetta væri aðalástæðan til þess að sakbomingar væru ákærðir um að valda líkamlegu tjóni. Gierlich sagði, að fyrirtækið hefði átt að draga lyfif til baka um leið og hin skaðsamlegu áhrif þess komu í ljós. Fyrirtækið Chemie Grúnenthal sagði í yfirlýsingu í dag, að ekki mætti telja neinn sekan fyrr en dómur hefði verið upp kveðínn. Ákæruskjalið er 952 síður og því fylgja gögn sem eru 60.000 siður. Hér er um að ræða umsagnir sér fræðinga frá Bretlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og fleiri löndum Réttarhöldin hefjast væntanlega á næsta ári og munu standa í 12 mán uði .Fjöldi sérfræðinga og 352 önn ur vitni koma fram í réttarhöld unum. Banaslys í Grindavík Banaslys varð í Grindavík í gpermorgun um kl. 10. Drengur á, þriðja ári, Þorfinnur Haraldsson, varð fyrir sorpbíl staðarins og lézt hann samstundis. Mun dreng múnn hafa verið að leika sér viff heimili sitt aff Víkurbraut, er sorp' hreinsunarbílinn bar aff og senni lega hefur hann hlaupiff á bQiun og orffiff undir öffru aflurhjóllnu. Þorfinnur var sonur hjónanna Rannveiafar Þorfinnsdóttur og Haraldar Gíslasonar, Víkurbraut. 13, Grindavík, og var hann eina. bam þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.