Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 15
Lúðrasveit Framhaia ai J. síðu. stjórnandi er tékkneski fagottleik arinn Jankisa. Stjórn Lúðrasveitarinnar skipa nú: Sigtryggur Helgason form., Lárus Zophoníasson varaformað ur, Hannes Arason ritari og Guð laugur Baldursson gjaldkeri. Lúðrasveit Akureyrar mun minn ast afmælisins með tónleikum í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri 21. marz n.k. Nemendaskipti Framhald af 6. síðu. félagar úr ÆFAK koma suður og endurgjalda með því heim- sóknina. Meðfylgjandi mynd var tekin í Skíðaliótelinu í Hlíðarfjalli, og á henni eru reykvísku gestirnir (talið frá vinstri): Stefán Frank- lín, Þórey Björnsdóttir, Svan- laug Jónsdóttir, Lúðvík Hall- dórsson og Vigfús Þór Árnason. kína Framhaid af 2. siðu. 9g fordæmdi sovézku leiðtogana Le onid Bresjnev og Alexei Kosygin. — Hengjum Bresjnev og Kosy gin, hrópaði mannfjöldinn og brenndi pappírsbrúður, sem áttu að tákna sovézka leiðtogana. Mót mælaaðgerðirnar virtust vel skipu lagðar. Ekki virðist ætlunin að he'fja nýtt umsátur um sendiráð ið. Mótmælaaðgerðirnar gegn Rúss um í Peking hófust á ný fyrir tveim dögum vegna staðhæfinga Kín- verja um að sovézkir landamæra verðir hefðu stöðvað kínverska- járnbrautarlest og misþyrmt áhöfn inni. . ★ Þjóðernissinnar studdir? Fréttastofa kínverskra þjóðern issinna hermdi í dag, að her- menn og öryggisverðir hlýntir iVIao hafi leyst upp samtök fjad manna Maos í Innri-Mongólíu og handtekið ýmsa leiðtoga samtak anna. Þetta á að ’hafa gerzt á sunnudaginn. AFP hermir, að leiðtogar komm únistaflokksins í Shansihéraði í Norður-Kína hafi verið sakaðir um að standa í tengslum við yfirvöld kínverskra þjóðernissinna. í grein í Pekingtímaritinu „Austrið er rautt“ 28. febrúar segir, að „upp reisnarmenn" lilynntir Mao hafi leyst upp njósnahring, en einn af leiðtogum hans er sagður hafa ver ið landstjórinn í Shansihéraði, Wei Heng. í fórum hans liafa fundizt myndir af leiðtoga kín- verskra þjóðernissinna Chiang Kai-shek og ýmis bréf frá For- mósu. / / / VELSTJORAPROF Á AKUREYRI Prófum fyrsta stigs vélstjóra- menntunar er nýlokið í Reykjavík og á Akureyri. Undir prófin í Reykjavík gengu 27 nemendur en 14 á Akureyri. 3 nemendur í Reykjavík stóðust ekki prófið. Af þeim 41 nemanda, sem undir prófið gengu á stöðunum hlutu 23 framhaldseinkunn og geta sezt í fyrsta bekk Vélskólans en hinir, sem stóðust prófið án fram haldseinkunnar geta gengið undir inntökupróf í september nk. Námskeið þessi eru þau fyrstu er Vélskóli íslands heldur samkvæmt lögum frá 1. júlí 1966, en sam kvæmt 5. gr. þeirra laga eru inn töku skilyrði á námskeiðin: a) Að umsækjandi hafi náð 17 ára aldri. b) A0 umsækjandi sé ekki hald inn næmum sjúkdómi eða hafi Jíkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans., c) Að umsækjandi kunni sund. Rottu- plága í París ÞAÐ greip um sig mikil skelf ing meðal íbúanna í húsi nokkru við Montmartre í Par- ís þegar stórar ræsarottur réð ust inn. Kalla þurfti á lög- regluna og gátu lögregluþjón- arnir ráðið niðurlögum margra af rottunum, en fjöl- skyldan var flutt í burtu. Herferðin gegn rottum mun brátt hefjast í París. Þó at) notuð séu öll hugsanleg eit- urefni og gas, þá eru rott- urnar stöðugt vandamál í Par ís og álitið er að þar séu nú um fjórar milljónir af rott- um og það þýðir að þær eru fleiri en mannfólkið í borg- inni. Það er óskaplega erfitt að ráða niðurlögum þeirra, þar sem sorpræsin undir borginni eru ákjósanlegur felustaður fyrir þær, en þau eru um eitt þúsund mílur að lengd. Rotturnar eru sérlega marg ar í Les Halles, en þar eiga þær greiðan aðgang að rusli og matarleifum frá hinum stóru mörkuðum, þar sem seldur er alls konar matur. Borgarstjórn Parísar mun brátt taka þetta vandamál til umræðu og þegar markaðirn- ir ver.ða fluttir frá París á næsta ári vérður þáð ef til vill til þess, að rotturnar munu dreifast í leit að fæðu. Sagnir hérmá, að stóru ræsarotturnar, sem eru meira en pund að þyngd, séu komn- ar af þeim rottum, sem fóru yfir Evrópu á fjórtándu öld eftir jarðskjálftana í löndun- um við Kaspíahaf. Gamla fólkið í París segir, að ekk- ert geti hindrað rottufaraldr- ana sem verði alltaf á 15—20 ára fresti. Fay Werrner balletmeistari. BALLET í LINDARBÆ Þann 22. þ.m, frumsýnir Þjóð leikhúsið fjóra balleta í Lindarbæ undir stjórn Fay Werner ballet meistara Þjóðleikhússins og: hefur hún samið og æft alla balletana. Dansarar eru sjö nemendur úr Lst dansskóla Þjóðleikhússins og þeir eru: Ingunn Jensdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Guðbjörg Björgvins dóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sig ríður Sigurðardóttir, Helga Magn úsdóttir Einar Þorbergsson. All- ir þessir nemendur hafa verið í 5 — 10 ár í Listadansskóla Þjóðleik hússins. Nemendur í Listdansskólanum eru nú um 140, en skólinn hefur verið starfræktur á vegum Þjóð- 'hússins í sl. 16 ár. Fay Werner hefur verið ballet meistari hjá Þjóðleikhúsinu sl. 3 ár og stjórnaði hún sjálfstæðri bal etsýningu fyrir tveim árum með nokkrum nemendum úr LiLstdans skólaanum í Lindarbæ. Auk þess hefur hún samið og æft dansa í mörgum leiksýningum hjá Þjóðlei húsinu á sl. 3 árum og nú síðast í barnaleiknum Galdrakarlinn í Oz. Fay Werner er mjög dugandi kenn ari og hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir dansa, sem hún hefur æft og samið fyrir ýmsar sýning ar hjá Þjóðleikhúsinu að undan förnu. Eins og fyrr getur verður frum sýningin á þessum fjórum ballet um í Lindarbæ. Tveir eru í klass ískum stíl og tveir eru nútíma ball etar. Sá fyrsti heitir „Kærasta í hverri höfn“ samin við tónlist eftir Malcolm Arnold, þá kemur „Stúlkan sem grætur“ v‘ið tónlist eftir Paul Hindemith, „Silkiborð arnir“ við tónlist eftir Jacques Ib ert og ,,Pípuhatturinn“ samin við tónlist eftir Don Gilles. Undirleik annast „Kvintett" en í honum eru hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljóð færaleikarar eru Gunnar Egils- son. Simon Hunt, David Ince, Kristján Stephensen, og Sigurður Markússon. Ný S. Þ. frímerki í tilefm þess hve mörg ríki hafa hlotið sjálfstæði á síðustu misser um og gerzt aðilar áð Sameinuðu þjóðunum, hafa samtökin ákveðið að gefa út nýtt frímerki til þess að minnast sjálfstæðisbaráttu hinna nýju- þjóða, Mun frímerki þetta gefið út í aðalstöðvum S.þ. í New York 17. marz n.k. Mun það hafa tvenns konar verðgildi 5 cent og 11 cent. Jafnframt hefur verið ákveðið að 17. marz verði lýstur dagur frí merkis Sameinuðu þjóðanna og; hans minnzt um heim allan. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 13. marz 1967. Einþáttungarnir, Eins og þér sáið og Jón gamli hafa nú veriff sýndir 18 sinnum á litla sviðinu í Lindarbæ við góða aðsókn. Nú er aðeins eftir ein sýninig- á einþátt- ungnum og verður hún n.k. fimm tudajr þann 16 þ.m. Þetta eru fyrstu leikritin, sem sýnd eru á leiksviði eftir Matthías Jóhannes sen en .áður hefur komið út eftír hann eitt leikrit Sólmyrkvi árið 1962. Aðallilutverkin í einþátt- ungunum eru leikin af Val Gíslá- syni og Lárusi Pálssyni. Myndin er af Val Gíslasyni í hlutverki sínu í Jóni gamla. rA” mmm VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og tt. HVERFISGÖTC EFRI OG NEÐRI ESKIHLÍÐ LÖNGUHLÍÐ GNOBARVOG RAUBARÁRHOLT LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEBRI LAUFÁSVEG ÁLFHEIMA KLEPPSHOLT vmiii SlMI 14900 15. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÍ) ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.