Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 7
ÞYRLUFLUININGAR Á VARAHLUTUM Reykjavík, Hdan. Hjá Bílaprýði hf. að Kársnesbraut 1 í Kópavogi er þessa dagana að hefjast varahlutaþjónusta. Fyrir- tækið hefur umboð fyrir fyrirtæk- ið HAMOS í New York, sem útveg- ar hverskonar varahluti og tæki á skemmri tíma, en liingað til hefur verið hægt að bjóða upp á. Grétar Bergmann eigandi Bíla- prýði hf. boðaði blaðamenn á sinn fund fyrir skömmu og skýrði frá þessari nýjung í starfsemi fyrir- tækis síns. Kvaðst hann hafa feng- ið til samstarfs við sig Andra Heið berg, vélsmíðameistara, flugmann og kafara, sem mun fara á þyrlu sinni, er hann keypti. í haust, með varahluti hvert á land sem er og jafnvel til skipa á hafi úti, ef þess er óskað. Auk þess mun Andri annast aðstoð við ísetningu vara- hiuta og annarra viðgerða. Grétar sagðist til að byrja með SKÓLATÓNLEIKAR NÆSTKOMANDI miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 15., 16. og 17. þ.m., halda skólatónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands áfram. Á miðvikudaginn kl. 14 verða tón- ieikar fýrir framhaldsskólafólk, D- flokkur, og verða flutt eftirfar- andi verk: Nótt á nornastóli eftir Mússorgský, Ský og Hátíð eftir Debussy og ,,Le Tombeau de Cou- perin“ eftir Ravel. Verk þessi eiga fleira sameiginlegt en í fljótu bragði virðist, þótt þau séu samin af gerólíkum mönnum á ólíkum tímum. Á fimmtudaginn verða svo tón- leikarnir fyrir skólabörnin tólf ára og yngri, E-flokkur, fyrir hádegi kl. 10.30 og eftir hádegi kl. 2.30 og aftur á föstudaginn kl. 2.30. Þá verða fluttar nokkrar ævintýra- legar tónsmíðar. Fyrst heyra börn- in um furðuverumar Baba-Jaga og Kikimora og síðan um Hnotubrjót- inn eftir Tsjækovský. Stjórnandi allra tónleikanna verður Páll P. Pálsson, en kynnir Þorkell Sigurbjörnsson. panta hlutina, annað hvort með símtali eða símskeyti til hins bandaríska fyrirtækis, sem síðan afgreiðir þá á 24—48 klst. frá því að pöntun berst til þess. Síðar kvaðst hann nota Telex til pönt- unar á varahlutum, en Telex er mikið notaður af fyrirtækjum er- lendis og er hér um að ræða síma sem ekki er talað í, heldur vélrit- að. Oft kemur fyrir, að skip og bát- ar þurfi að liggja dögum og vikum saman vegna þess, að varahluti vantar og má því gera ráð fyrir að útvegsmenn taki þessári þjónustu fegins hendi. Lúðrasveit Akureyrar 25 ára gömul Akureyri, — SJ — Hdan. Lúðrasveit Akureyrar verður 25 ára á þessum vetri. í því tilefni boðaði stjórnin blaðamenn á sinn fund í félagsheimili lúðrasveitar- innar að Laxagötu 5. Formaður lúðrasveitarinnar, Sig tryggur Helgason gullsmiður skýrði þar frá starfi sveitarinnar á sl. aldarfjórðungi en áður hafði starfað á Akureyri Lúðrasveitin Hekla, er stofnuð var árið 1924 og starfaði til ársins 1934 með mikl um dugnaði. Lúðrasveit Akureyr ar sem um aldarfjórðungs skeið hefur verið styrkur fyrir menning ar- og skemmtanalíf bæjarbúa, var stofnuð af gömlum félögum úr Heklu. Má sérstaklega nefna þá Ölaf Tr. Ólafsson og Sigtrygg Helgason, sem gegnt hefur for mennsku frá uppliafi. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar var Jakob Tryggvason er gegndi því starfi í 20 ár. Aðr ir stjórnendur hafa verið, Ársæll Jónsson, Wilhelm Lansky Otto, Skotinn Ebeneser Dunipaee, Sig urður Jóhannesson. Núverandi Framhald á 15. síðu. FLVCFÉLAC ÍSLANDS Vorið vekur ferðaþrá Tlmamót í Islenzkum flugmálum Vorið er fegursti tími ársins í Evrópu; náttúran vaknar af dvala og allt iðar af lífi og fjöri. Þá hefst tímiferða- laganna og Flugfélag íslands býður yður sérstakan afslátt af flugfargjöld- um til 16 stórbórga í Evrópu. Vorfar- gjöld Flugfélagsins eru [25% lægri | en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðúm og gilda á tímabilinu 15. marz til 15. maí, Flugfélagið og IATA ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. 15. marz 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.