Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 4
mmm
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Simar 14000—14903. — Auglýsingasfml:
14906. — Aðsetur: Aiþýðutn'isið við Ilverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa*
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Dönsk stjórnmál
MESTA DEILUMÁL danskra stjórnmála um tæp-
}Iega áratugs skeið eru skattamál. Má af þessu marka,
'hve þýðingarmikið það er fyrir velferðarríki nútím-
ans að koma skattheimtu fyrir á sanngjarnan hátt, svo
að meiri hluti landsfólksins — að minnsta kosti —
telji skattakerfið viðunandi. Stórfelld skattsvik verð
Hur einnig að losna við — þau eru óþolandi meinsemd,
setn grefur undan tiltrú almennings til alls ríkisvalds
vins.
Astæða þess, að skattamálin verða nú meira vanda-
'mal en nokkru sinni fyrr, er hinn mikli og vaxandi
hlutur ríkisins í þjóðarbúskapnum. Nú þarf miklar
ujiphæðir til tryggingamála og almennrar tekjujöfnun
ar, sem áður voru óþekktar. Nú er krafizt-stórfelldrar,
opinberrar þjónustu á sviði vegagerðar, hafnargerðar,
flúgvalla, gatna og íbúðarhverfa, sjónvarps og hljóð-
varps, svo að nokkuð sé nefnt. Undantekningalítið
eru þetta aðgerðir, sem fáir eða engir leggja til, að
aðrir taki að sér en hið opinbera. Má því segja að
þetta volduga ríkisframtak snerti varla hinar gömlu
deilur um þjóðnýtingu atvinnutækja.
Danir leysa nú skattamál sín með samkomulagi
vinstriflokkanna, jafnaðarmanna og flokks Aksels Lar
sen. Aðrir flokkar eru ekki óánægðir með samkomu-
lagið, enda búið að vinna lengi að því með þátttöku
þeirra allra meira eða minna.
Um leið og samkomulag náðist um skattamál var
upplýst, að jafnaðarmenn hefðu gert samkomulag um
samvinnu við Larsen. Jens Otto Krag forsætisráð-
herra bauð flokki Larsens stjórnarsamvinnu eftir
kosningar, en það boð var ekki þegið - aðallega vegna
reynsluleysis margra hinna nýju þingmanna í liði Lar
sens. Nú ætla þessir flokkar að koma upp samstarfs-
nefnd sín á milli og vinna að lausn ýmissa aðkallandi
mála auk skattanna. Meðal annars ætla þeir að
styrkja jarðalögin til að fyrirbyggja lóðabrask, sem er
að verða útbreitt og erfitt í Danmörku. Þá ætla þeir
að herða lögin um skattgreiðslur af fasteignasölu —
einnig til að hindra brask og óeðlilegan gróða. Loks
ætla þeir að- auka verulega íbúðabyggingasjóð lands
ins.
Samkomulagið milli jafnaðarmanna og SF mun án
efa reynast sögulegur atburður í danskri pólitík. Þv’
erjætlað að hindra djúpstæðan klofning í vinstra armi
stjórnmálanna, eins og gerzt hefur í ýmsum öðrum
löhdum. Slíkur klofningur í Danmörku mundi gera
myndun ríkisstjórnar enn erfiðari en verið hefur —
ef til vill færa hægriöflum meirihluta fyrr eða
síðar eins og í Noregi.
4 15. marz 1967 -
Tvöfalt gler - Tvöfalt gler
Þið fáið tvöfalda einangrunarglerið með ótrúlega stuttum
fyrirvara.
GLUGGAÞJÓNUSTAN
Hátúni 27 — Sími 12880.
í Gluggaþjónustunni Hátúni 27:
Allar þykktir af rúðugleri, litað gler, falleg munstur
Sjáum um ísetningu á öllu gleri.
Sími 12880.
Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900
Aug/ýsið í Alþýðublaðinu
Aglýsingasímg Alþýðublaösins er 1400®
★ BANN VIÐ TÓBAKSAUG-
LÝSINGUM.
Þá er fram komið á Alþingi frum-
varp til laga um bann við tóbaksauglýsingum, og
er það góðra gjalda vert, en kemur þó vonum
seinna. Ber að þakka flutning þessa máls á hinu
háa Alþingi, en þar finnst mér á skorta að jafn-
íramt hefði verið í frv. þessu kafli um það,
að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins skyldi vera
skylt að láta prenta á alla vindlingapakka aðvör-
un til allra þeirra, er vöruna kaupa. Bandaríkja-
menn eru nú þegar byrjaðir á þessu og sannarlega
væri ekki vanþörf á að taka hér upp sömu aðferð.
Það mun nú vera almennt álit
hinna fróðustu lækna og vísindamanna að hinn
svonefndi lungnakrabbi stafi af langmestu leyti
af vindlingareykingum. Þegar þetta er svo almennt
viðurkennt, þá getum við með fullum rétti kallað
vindlingana eitraða vöru, og það er beinlínis skylda
að vara kaupandann við skaðsemi hennar og það
er ábyggilega mjög sterkt til árangurs að láta
prenta á hvern einasta pakka orð, sem minntu
á að varan bæri i sér hættulegt eitur. Læknar
láta á lyfseðilinn orð, sem gefa til kynna að varúð
skuli beita við notkun sumra lyfja og dettur eng-
um í hug, að áfellast þá fyrir það, en gerðu þeir
það ekki, brygðust þeir þeim trúnaði, sem þeim
er sýndur og myndu fá ámæli. Að þessu athuguðu
hljóta menn að geta fallizt á að minna alla þá
er kaupa vindlinga, á skaðsemi þeirra.
Ég vil skora á flutningsmann
fyrrnefnds frumvarps eða einhvern annan alþing-
ismann að flytja breytingartillögu við frumvarpið,
eða fella inn sérstakan kafla í það, ef það skyldi
vera þinglegri aðferð, sem gengi í þá átt, sem hér
hefur verið stungið upp á.
En í öllu falli mega alþingismenn
ekki svæfa þetta frumvarp, til dæmis með því
að vísa því til ríkisstjórnarinnar, sem jafnan er
sama og að kála máli með fyrirferðarlitilli aðferð.
Það verða áreiðanlega margir, sem fylgjast tel
með framgangi þessa máls á Alþingi og það skyldu
núverandi alþingismenn vel muna.
Óvinur vindlinganna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ