Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 16
Ekkert er bissniss nema EINI BISSNISS sem um er tal andi í dag er sjóbissniss, enda yerða menn varla heimsfrægir fyrir annað, nema þá helzt að einhverjum endemum. Nú er það eftirsóknarverðast af öllu að vera á einhvern hátt til sýnis. Áður strengdu menn þess heit að ganga á Vífilfell eða vaða yfir Elliða- árnar í frosti eða liggja dauður ■ella. Nú sverja menn hátíðlega eiða við ógreiddan lubba síð- Ihærðra unglinga að líkjast þeim í smáu og stóru. Allir hlutir hafa fengið nýtt gildi. Nú eru konur með fætur sem ekki eru fyrst og fremst til ítð ganga á og tennur sem ekki ■eru fyrst og fremst til að tyggja ineð, heldur er hvort tveggja sýn ingarvara á borð við po.stulíns- Iiunda og leirkýr sem endur fyrir löngu voru höfð uppi á hillu í stofum góðborgara til þess að færa sönnur á að maður mætti sln nokkurs í þjóðfélaginu. Mest um vert er þó að geta sungið og spilað á hljóðfæri. Og er það þó út af fyrir sig ekki dóg því að músík er óskaplega leiðigjörn til lengdar ef ekkert er útálátið. Ber að taka tillit til þess að áheyrendur eru gjarnan Iiáværari en músikantinn. Fyrir bragðið hafa menn tamið sér að brydda músikina með fettum og fjrettum, skælum og hristingi. Enginn maður getur sungið ál- minlega sem ekki getur hrist sig. Hann verður að geta skekið skrokkinn á sér af slíkri ergi að áhorfendur (því að á þennan söng er fremur horft enn hlustað) sannfærist um það að hann sé staðráðin í að snúa sig af öllum liðamótum, og æpa þeir þá mjög og finnst harla mjög til um slíka prestasjón. Hefur enda komið fyr ir á þessum hátíðum listarinnar að menn hafa hrist undan sér lappir og farið úr liði á hand- leggjum og kjálkum. Er slíkt í frásögur fært og þykir til fyrir myndar. Þá skiptir það miklu fyrir söng menntina hvernig snillingurinn hreyfir sig á senunni. Skal hann sveifla um sig hljóðfærum, en ef 'hann er ekki með hljóðfæri er rétt að hafa míkrófóninn með- ferðis og nota hann á sama hátt og galdranornir stafi á fyrri tíð Ekki er neitt aðalátriði að hann standi í þann endann sem vana lega er látinn niður snúa. Cfæti jafnvel farið betur á að standa á haus, og er þá allt við hæfi. Aðrar tegundir af sjóbissniss eru minna virði, En þó er ein stórmerkileg og ekki fyrir aðra en gáfaða menn. En hún er fólgin í því að standa einn uppi á senu og gera grín að sjálfum sér j'af því að það er eina ráðið til að vekja athygli á hve maður er sniðugur). í því tilfelli, og mörgum öðrum, ■er þáttur áhorfendanna eigi lít- ill. Þeirra hlutverk er að hlæja, hrópa og klappa þegar það á við. Skiptir miklu að þetta starf sé viðurkvæmilega af hendi leyst, því að annars fer sýningin út um þúfur og verður ekkert skemmtileg. Hefur það stundum orðið miklum snillingum að falli í sjóbissniss að áheyrendur (á- horfendur) brugðust með því að þekkja ekki sinn vitjunartíma að verða hrifnir þegar við átti. Þeir verða auðvitað að gera sitt og skemmta skemmtikröftunum. í þessu sambandi hafa sumir skemmtikraftar tekið upp þann sið að hlæja sjálfir á réttum stöðum í sýningunni til að gefa tóninn. Og er þá áheyrendum (áhorfendum') vorkunarlaust að láta sér þykja gaman. Þið kannizt öll við braginn um hann afa minn í móður- ættina sem við SUGUM( fyrir hana Ásu litlu í Barma hlíðinni.... MOGGI. Þessi sænski kommi æítlaf að tala á iokuðum fimdi hjá '((lct.l jfisræðnun sinum hér. Líklega er hann kominn hing að sem sáttasémjari.... Hvað ætli þeir geti stoppað ávísanafals með því að heim ta nafnskírteini. Eins og það sé nokkur vandi að falsa þau líka.... Auðvitað er tizkan andstyggi leg, en hún hefur þó þann kost við sig, að hún fer fljótt úr tízku.... i * * $ * ! * $ * * I Arnagaröi í göfugum Árnagarði geymd skulu sagnrit merk, skráð í skini frá kolu á skinn af munk eða klerk. Og afrek forfeðra okkar í orðsins list eru ræmd. Og þeim ber þökk og virðing og þeim ber heiður og sæmd. En jafnframt sýnist mér sjálfsagt, að séum við minnug þess, að baksíðuimbanum okkar ber einnig virðingarsess, því hann hefur hlutverki að gegna, sem hæfir þvílíkri vist, og einmitt í afrekum nýjum í orðsins og tungunnar list.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.