Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Síða 5
ÞMÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992.
5
Fréttir
Einar Sanden rnn gögnin sem Efraim Zuroff hefur undir höndum:
Vitnin þrjú komi fram
- enginn þrýstingur á þau í dag af hálfu KGB eins og áður var
„Varðandi þau núlifandi vitni
sem ríkissaksóknaraembættið í
Eistlandi segist vita um er Ijóst að
þau verða að koma fram. Hvar eru
þau? Ég þekki ekki þau þrjú nöfn
sem nefnd hafa verið en við verð-
um að bíða og sjá hvað Zuroff gerir
næst. Við verðum að hafa í huga
að réttarhöldin á sínum tíma fóru
að miklu leyti fram fyrir tilstilli
KGB. Vitnin í máiinu sögðu allt
sem KGB vildi að þau segðu, jafn-
vel til að sleppa við Síberíuvist.
Núna er þaö atriði alveg breytt þvi
að í dag er ekki þrýstingur af hálfu
KGB. Þess vegna verðum við að sjá
hvort þessi vitni koma fram og
hvað þau segja. En það ber að var-
ast það sem Zuroff segir. Hann hef-
ur mikla peninga undir höndum
og á það til að leika á menn,“ sagði
Einar Sanden, maðurinn sem
skráði ævisögu Eðvalds Mikson, í
samtali við DV í gær.
Einar var spurður um þær nýju
upplýsingar sem hafa komið fram
um að Efraim Zuroff, forstöðumað-
ur Simon Wiesenthal stofnunar-
innar, hafi fengið um 700 blaðsíður
af gögnum vegna stríðsréttarhalda
fyrir um 30 árum í Eistlandi. Þar
var m.a. að fmna framburð þriggja
sjónarvotta, núlifandi, sem báru
vitni og gáfu upplýsingar um Mik-
son.
„Ég get ■ekki ímyndað mér að
þessi skjöl eigi beinlínis við Mik-
son. Það voru sýningarréttarhöld í
Eistlandi fyrir 30 árum. Þar var
Mikson í raun ekki ásakaöur mn
neitt. Gögn Zuroffs hljóta að vera
ffá þessum réttarhöldum. Hins
vegar eru ásakanir Zuroffs á hend-
ur Mikson alfarið byggðar á Ervin
Martinsson. Engjnn í Eistlandi tek-
ur Martinson alvarlega enda var
hann áróðursmaður hjá KGB.
Hann bjó til hluti sem voru ekki
byggðir á staðreyndum. Þetta hef
ég rannsakaö. Ég héf átt ýmis sam-
töl við aðila í eistneska utanríkis-
ráöuneytinu og þeir segja mér að
engar sannaiúr séu fyrir hendi
gegn Mikson," sagði Einar Sandén.
Efraim Zuroff vinnur um þessar
mundir m.a. að því að fá framan-
greind skjöl og skýrslur frá Eist-
landi þýdd á stofnun sinni.
-ÓTT
Eggjaverð
hækkar á ný
Kílóverð á eggjum hækkaði í flest-
mn verslunum í gær.
í Hagkaupi fór kílóið út 198 krónum
í 353 krónur, í Miklagarði úr 149
krónum í 353 krónur og 342 krónur
með 3% staðgreiðsluafslætti. í Bón-
usi var eitthvað til af eggjum á gamla
verðinu, þ.e. 132 krónum hvert kíló,
en búist var við að verðið yrði komið
upp í 340 krónur í dag eða á morgun.
í síðustu viku hefur verið lítil
hreyfing á eggjasölu vegna þess að
fólk hamstraði gífurlega þegar verð-
hrunið varð sem mest. -JJ
Súðavik:
Stálu dráttarvél
og óku ölvaðir
Þrír ölvaðir menn voru teknir á
stolinni dráttarvél í Súöavík í gær-
morgun. Þeir áttu ófama nokkra
metra að ákvörðunarstað þegar lög-
reglan stöðvaði aksturinn. Reyndi þá
einn sökudólgurinn að flýja á hlaup-
um upp í nálæga hlíð en náðist þó
við eftíríör.
Mennimir vom fluttir í fanga-
geymslu lögreglunnar á ísafirði og
látnir sofa úr sér. Þeirra bíður ákæra
um auðgunarafbrot og ölvunarakst-
ur. -kaa
Slæmtatvinnu-
ástandá
Seyðisíirði
Pétur Kristjánssan, DV, Seyöisfirði;
Undanfamar vikur hefur verið
mikið atvinnuleysi á Seyðisfirði. í
síöustu viku vom 77 manns á at-
vinnuleysisskrá og svipað vikumar
þar á undan. Hér er svo til eingöngu
um að ræða verkafólk sem er í verka-
lýðsfélaginu Fram en meðlimir fé-
lagsins em 220 talsins.
Hallsteinn Friðþjófsson hjá Fram
sagði að líklega mætti kenna gæfta-
leysi og aflaleysi um hversu slæmt
ástandið væri. Hallsteinn sagði að
samningar væm lausir þar sem
menn hér hefðu fellt miðlunartillög-
ur sáttasemjara í síðustu samning-
um. Samt hefur verkafólk á Seyðis-
firði yfirleitt fengið greidda hækkun-
ina sem var í tillögum sáttasemjara.
Leiðrétting
Við frágang á handrití að þættinum
„Erlend tíðindi" í laugardagsblaði
DV víxluðust nöfn bræðra sem urðu
Englandskonungar á síðustu öld og
bera sömu raðtölu. Þar var eignað
yilhjálmi IV það sem á við Georg IV.
Ég bið lesendur afsökunar.
Magnús T. Ólafsson
Góðar
‘DagBóf^
Bamsins
ROSIRIMJOLL
GETTU NU
SPURNINGABOK
Ragnheiður Erla
Bjarnadóttir
Fróðleg og skemmtileg
spurningabók fyriralla
aldurshópa.
Verb: Kr. 1.480,-
Ljóðasafn Vilhálms
frá Skáholti
í þessari vönduðu
bók er heildarsafn
Ijóba skáldsins.
Verð: Kr. 2.800, -
DAGBOK
BARNSINS
Ný íslensk bók fyrir
minningar frá fæbingu
til fyrsta skóladags.
Verð: Kr. 1.380,-
ARNI
JOHNSEN
OC
SICMUNO
. GAMANMAL OG SKOPMYNOfR
V AF STJORNMAtAMONNUNL-
ENN HLÆR
ÞINGHEIMUR
LIFSGLEÐI
Árni Johnsen og
Sigmund jóhannsson
Ný gamanmál og skopmyndir af
stjórnmálamönnum, skemmtiefni fyrir fólk á
öllum aldri. Bók sem er engri annarri lík.
Sannkallað krydd í tilveruna.
Verb: Kr. 2.980,-
ALLSHERJARGOÐINN
Viðtöl og frásagnir um líf
og reynslu á efri árum.
Þórir S. Gubbergsson skrábi
í þessari bók greina sjö eldri borgarar frá
ánægjulegri reynslu á efri árum. Einnig eru
í bókinni upplýsingar og leibbeiningar fyrir
fólk á eftirlaunaaldri. jákvæb bók um efni
sem snertir marga.
Verb: Kr. 2.480,-
Sveinbjörn Beinteinsson og
Berglind Gunnarsdóttir
Sveinbjörn Beinteinsson skáld, bóndi og
kvæðamaður hefur verið umdeildur og
misskilinn, en hver er hann? í þessari
forvitnilegu bók rifjar hann upp mörg atvik
ævi sinnar, hjónaband og kynni af
samtíbarfólki.
Verb: Kr. 2.980,-
HORPUUTGAFAN
Stekkjarholti 8 -10, 300 Akranesi
Sföumúli 29, 108 Reykjavík
Wn'rS. Cudficfjjwm
bækur
be trl
gj< jf