Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. 9 Utlönd Rússlandsforseti lét undan þrýstingi íhaldsmanna: Borís Jeltsín rak Gajdar Borís Jeltsín Rússlandsforseti lét loks undan þrýstingi íhaldsmanna vegna efnahagsumbóta sinna og rak Jegor Gajdar forsætisráðherra. Jeltsín dró tilnefningu Gajdars í embætti forsætisráðherra til baka í gær og stakk þess í stað upp á Vikt- ori Tsjemómyrdín orkumálaráð- herra. Þingmenn á fuiltrúaþinginu, þar sem íhaldsmenn ráða lögum og lofum, féllust á tilnefninguna með yfirgnæfandi meirihluta. Tsjemómyrdín, sem var tekinn inn í ríkisstjómina síðasthðið sumar til að friða iðnframleiðendur, boðaði þegar stefnubreytingu í efnahagsum- bótunum og sagði að Rússland ætti að einbeita sér að því að koma í veg fyrir frekari samdrátt í framleiðslu. „Ég tel að umbætumar eigi að taka á sig aðeins aðra mynd,“ sagði hann við fréttamenn eftir fyrsta ríkis- stjómarfund sinn. Uppgjöf Jeltsíns var bæði skyndi- leg og óvænt og hefur hún vakið spumingar um framtíð efnahagsmn- bótanna sem hafa verið lofaðar mjög á Vesturlöndum en óvinsælar heima- fyrir. Það var einnig ólíkt Jeltsín að gefa eftir þar sem hann er þekktur fyrir að standa fast á sínu. „Þetta er gífurlegt áfall. Jeltsín hef- ur látið undan. Hann hefði ekki átt Viktor Tsjernómyrdín, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands. Simamynd Reuter að fóma Gajdar," sagði vestrænn erindreki. Jascques Attali, yfirmaður evr- ópska þróunarbankans, sagði í Lon- don að það hefði mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir Rússland ef hætt yrði við efnahagsumbætumar eða dregið verulega úr þeim. Svo virtist sem Jeltsín hefði bjarg- að Gajdar undan þinginu á laugardag þegar hann samdi um vopnahlé við Khasbulatov þingforseta. En í ræðu í gær sagðist hann ætla að tilnefna Tsjemómyrdin í embætti forsætis- ráðherra þótt Gajdar væri líklega betri kostur. Reuter Við framleióum KEDJUR G.Á. Pétursson hf snjókeðjumarkaðurinn Nútiðinni Faxafeni 14. simi 68 55 80 Höfrungar fremja sjálfs- morð í saédýra- söfnum Breskir vísindamenn halda því fram að höfrungar fremji sjálfsmorð leiðist þeim vistin í sædýrasöfnum. Að sögn láta höfrungarnir sig drukkna í kerum sínum. í gærkvöldi var sýndur í Bretlandi sjónvarpsþáttur þar sem þessu var haldið fram. Sögð var saga af nafn- kunnum sirkushöfrungi sem drukknaði af ókunnum orsökum. Sagt var að hann hefði látið sig falla til botns í keri sínu og hætt að anda. TT Tveirjóla- sveinarrændu veitingahús Tveir menn í jólasveinabúningum rændu í gær veitingahúsið Mama Rosa í Ósló. Þeir réðust inn á skrif- stofu staðarins og höfðu þaðan á brott með sér 100 þúsund norskar krónur. Það eru um 900 þúsund ís- lenskra krónur. Trúlega eru jólaveinamir útlendir því þeir töluðu bjagaða norsku. Ann- að veit lögreglan ekki um mennina fyrir utan það að þeir eru jólasveinar og óku á brott í stolnum Chevrolet. Á Mama Rosa eru bakaðar pitsur. NTB LaToya Jackson rekinúrvinnuí LasVegas Búið er að reka LaToyu Jackson, systur stórpopparans Michaels, úr vinnu við söngskemmtan á. hóteh í Las Vegas. LaToya hafði komið fram sex kvöld í röð áður en stjómendur sýningarinnar gáfust upp á henni. LaToya hefur nú höfðað mál á hendur hótelinu og krefst 2,3 mihj- óna Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir áhtshnekkinn sem hún hefur orðið fyrir. Það er jafnvirði um 140 mihjóna íslenskra lo-óna. Kusufyrirfjar- staddaþingmenn Ákveðið er að láta kjósa að nýju um fjárlög næsta árs á pólska þing- inu. Ástæðan er að sjónvarpsupptök- ur sýna að margir þingmenn svindl- uðu við atkvæðagreiðsluna. Upptakan sýnir svo ekki verður um vihst að kosið var fyrir fjarstadda þingmenn og mátti sjá hikandi fingur teygja sig yfir á auð borð og styðja þar á hnappa. Reuter Bækur og blöð framleidd á Islandi skapa störf í landinu H Nú hriktir í stoðum íslensks atvinnulífs, atvinnuleysi er verulegt og fer vaxandi. ■ Við þurfum að sína samstöðu og velja ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU. ■ Bækur og blöð, sem unnin eru á íslandi, skapa störf í landinu. íslensk bók er meira en góð gjöf VELJUM ISLENSKT! Félag bókagerðarmanna / Félag íslenska prentiðnaðarins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.