Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. Afmaelisveisla varðstjórans Helgi John Fortescue, varðstjóri í stjómstöð lögregluimar í Reykjavík, varð fimmtugur um dagiim. Vegleg veisla var haldin í tilefni þessa og að sjálfsögðu var hún í félagsheimili lögreglumanna í Brautarholti 30. Margt góðra gesta leit inn hjá Helga og þá ekki síst félagar úr lögreglunni en þar hefur afmælisbamið starfað í meira en tvo áratugi. Margar ræður vora fluttar en þess á milli gæddu gestir sér á veitingum en boðið var upp á kalt borð. Félagar úr lögreglunni mættu i veisluna. F.v. Erlendur Jónsson, Heimir Ríkarðsson, Sigurður Jónsson, Þorfinnur Finnsson, Einar Björnsson og Björn Einarsson. DV-myndir Sveinn Löggur æfa skotfimi Lögreglumenn á höfuðborgar- svæðinu og víðar voru á námskeiði í skotfimi í síðustu viku undir leið- sögn sænska þjálfarans Bertils Ols- son. Kunnáttu sína ætla löggurnar þó ekki að nota á almenna borgara enda snerist kennslan ekki um það. Svíinn kom hingað á vegum Skot- sambands íslands og íþróttasam- bands lögreglumanna en töluverður áhugi ríkir hjá mörgum lögreglu- mönnum á þessari íþrótt sem er ein af keppnisgreinum ólympíuleik- anna. Olsson, sem hefur m.a. þjálfað skotlandshð sænsku lögreglunnar, kenndi mönnum hvemig munda á skammbyssur og loftbyssur en ís- lenskir lögreglumenn áforma að keppa á Norðurlandamótinu í skot- fimi sem haldið verður í Helsinki á næsta ári. Lögreglumennirnir sem voru á námskeiðinu. Bertil Olsson er fjórði frá vinstri. DV-mynd Sveinn Mezzoforte aldrei betri Strákamir í Mezzoforte eru ekki dauðir úr öllum æðum eins og marg- ir héldu. Hljómsveitin hefur ekkert spilað hér heima síðustu þrjú árin en geröi breytingu þar á sl. fimmtu- dagskvöld á Tveimur vinum. Fullt hús var á tónleikunum og stemning- in eftir því. Mezzoforte lék gamal- kunnug lög og sveitarmeðlimir sýndu að þeir hafa aldrei verið betri. Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnars- son, Jóhann Ásmundsson og Gunn- laugur Briem skipa Mezzoforte sem fyrr en á Tveimur vinum tefldu þeir einnig fram norska saxófónleikaran- um Kare Kalve. í samtali við DV lof- aði Friðrik Karlsson að ekki væri jafn langt í næstu tónleika Mezzo- forte hér heima og gat þess einnig að hugsanlega kæmi plata frá þeim á næsta ári. Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir hljómsveitinni að undanfórnu hafa strákarnir haft nóg að gera. Friðrik og Jóhann hafa verið að spila með Stjóminni og Eyþór og Gunnlaugur með Bubba Morthens. Þráðinn er þó búið að taka upp aftur en Mezzoforte hélt fema tónleika í Noregi áður en landsmenn fengu að heyra í henni á Tveimur vinum og sl. sunnudag lék hljómsveitin fyrir gesti á norrænu hátíðinni í Lundúnum. Það er því ekki hægt að segja annað en þar fari víðforlir tónlistarmenn. Gítarleikur Friðriks Eyþór Gunnarsson lék Karlssonar fékk hárin á af fingrum fram og eins höfði viðstaddra til að og sjá má var einbeit- risa. ingin í fullkomnu lagi. Norðmaðurinn Kare Kalve blés í saxófóninn af miklum krafti. DV-myndir GVA 13 Sviðsljós Helgi með eiginkonu, dætrum og barnabarni. Frúin heitir Kristjana Einarsdóttir, dæturnar Oddný Inga og Ingi- björg Helga og barnabarnið Helga Sjöfn Ottósdóttir. -1993- I 9 Á S T Æ Ð U R Fjarstýrðar samlœsingar Rafdrifnar rúður Fjarstýrðir útispeglar Samlitir stuðarar Snúningshraðamœlir Luxus innrétting Vökvastýri Veltistýri Litað gler Olíuhœðarmœlir 460 lítra farangursgeymsla Þokuljós að framan og aftan Höfuðpúðar á aftursœtum NiðurfelUinlegt aftursceti FjölstilUinlegt bílstjórasœti Bein innsprautun á vél 3 ára verksmiðjuábyrgð 8 ára ryðvarnarábyrgð ..og kostaraðeins Kr. 1.249.000* * Verð með ryðvörn og skráningu Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 Reykjavík Sími686633 Kringlusporti, Borgarkringlunni Kaupstað í Mjódd Mikiagaröi við Sund Músík og sport, Hafnarfirði Sportbúó óskars, Keflavík Sportbæ, Selfossi Óðni, Akranesi Borgarsporti, Borgarnesi Litlabæ, Stykkishólmi Sparta, Laugavegi Sportbúð Kópavogs Skógum, Egilsstöðum Kaupfélaginu, Akureyri Kaupfélaginu, Dalvík Kaupfélaginu, Húsavík Kaupfélaginu, Blönduósi Sþortmaðurinn, Hólagarði Kaupfélaginu, Vopnafirði Kaupfólaginu, ísafirði Kaupfólaginu, Höfn, Hornafiröi Rafsjá, Bolungarvík LAUGAVEGUR 178 SÍMI 68311

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.