Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992.
27
dv Fjölmiölar
Stöð 2 á lof fyrir að gera keil-
unni skil í íþróttaþætti sínum á
sunnudögum. Ekki fer á milli
mála þegar horft er á keiluna að
íþróttin er stunduðaf fjölda fólks
því Stöð 2 sýnir aðeins frá fyrstu
deild karla en ekki frá neðri
deildunum né frá keppni kven-
fólksins.
Þeir sem starfa viö að skrifa eða
segja íþróttafréttir hafa oft verið
gagnrýndir fyrir að segja aðeins
frá fáum íþróttum en Stöð 2 tók
greinilega áhættuna á að færa sig
út fyrir þetta þrönga svið með
keilunni og það er óhætt að segja
aö vel haíi til tekist.
Talandi um íþróttir þá hefur
Stöð 2 tekist að stinga keppinaut
sinn, Ríkissjónvarpið, rækilega
af. ítalski boltinn hefur betur en
sá enski í öllum samanburði og
sama er að segja um íslenska
handboltann, liann hefur betur
en íslenski körfuboltinn, enda
■ eru íslendingar meðal þeirra
bestu í handbolta en aldeilis ekki
í körfubolta. Stöð 2 býður körfu-
boltaunnendum og öðrum
íþróttaáhugamömium upp á NBA
körfuboltann bandaríska, sem
óumdeilanlega er sá besti í heim-
inum, það er nefnilega þannig að
fólk þarf ekki að vera áhugasamt
um körfubolta til að hafa gaman
af NBA-deiIdinni.
Þáð virðist sem sjónvarjismenn
láti sér vel líka þó þeir tapi fyrir
keppinautum sínum, það virðist
reyndar eiga við á íleiri sviðum
en hvað varðar íþróttaumgöllun.
Sigurjón M. Egilsson
Andlát
Hallfríður Marta Böðvarsdóttir,
Löngubrekku 4, Kópavogi, andaðist
á heimih sínu 12. desember.
Jóhanna Magnúsdóttir, Heiðmörk
20 H, Hveragerði, andaöist í Borgar-
spítalanum 13. desember.
Kristinn 0. Oddsson, Shouldice
Lodge, Calgary, Kanada, er látinn.
Rúnar Jóhann Norðquist andaðist í
Borgarspítalanum þann 10. desemb-
er sl.
Eva Jónsdóttir, Ásvallagötu 20,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
13. desember.
Jarðarfarir
Benoný Björgvin Kristjánsson pípu-
lagningameistari, Frostafold 5, er lést
aöfaranótt 12. desember, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju fóstu-
daginn 18. desemtier kl. 15.
Kristín Blöndal, sem lést í Landspít-
alanum 11. desember, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 17. desember kl. 15.
Kristín Valdimarsdóttir, Keilusíðu
5 C, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 12. desember. Jarðarforin
fer fram frá Akureyrarkirkju fostu-
daginn 18. desember kl. 13.30.
Jóhann Sebastian Kjartansson lést á
heimili síni 12. desember. Jarðarför-
in fer fram í París, Frakklandi, mið-
vikudaginn 16. desember.
Katrín Þórisdóttir, sem lést í Borgar-
spítalanum aðfaranótt sunnudagsins
6. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn
15. desember, kl. 13.30.
Sveinn Jónsson frá Neskaupstað,
Boðahlein 9, Garðabæ, verður jarð-
srmginn frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði miðvikudaginn 16. desember
kl. 10.30.
Útför Sigríðar Sigurðardóttur, sem
lést á elliheimilinu Grund 9. desemb-
er, fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 18. desember
kl. 10.30.
Útför Jakobs Gunnlaugssonar, Móa-
barði 6, Hafnarfirði, fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
16. desember kl. 13.30.
© 1991 by King Features Syndcate. Inc Wortd nghts reserved
7/5
||oEst«S
íteiNEK ___
Það kemur sko ekki til greina að ég selji
hlutabréfin mín í Pósti og síma.
Lalli og Lína
Spákmæli
Að vilja vita þýðir oft að læra að efast.
Antoinette Deshouliéres
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan simi 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreiö
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan simi
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavik 11. des. til 17. des., að báðum
dögum meðtöldum, verður í Borgarapó-
teki, Álftamýri 1-5, sími 681251. Auk
þess verður varsla í Reykjavíkurapó-
teki, Austurstræti 16, sími 11760, kl. 18
til 22 virka dagaogkl.9til22á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga ífá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fostudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteld
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öörum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11000,
Hafnaifjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöövarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni i síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartírni
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild efdr samkomulagi.
Borgarspitalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: AOa daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl.
15.30- 17.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
iö daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júni, júlí og ágúst
alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi,
funmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súöarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud.,
fimmtud., laugard. ogsunnud. kl. 12-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavik og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnaríjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er viö tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öörum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoö borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál aö stríöa, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvik., sími 23266.
Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Vísir fyrir 50 árum
Þriðjudagur 15. desember
Ný tilraun til myndunar þingræðis-
stjórnar mistókst.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 16.desember
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Það eru ákveðin merki í kringum þig þess efnis að þú viljir helst
flýja undan sjálfum þér og komast í nýtt umhverfi. Reyudu að
byggja upp andiegt ástand þitt.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Ferðalög ganga ekki snuðrulaust. Það gæti borgað sig að fara
lengri leiðina á áfangastað og forðast umfram allt allar stytting-
ar. Þær valda seinkunum og vonbrigðum.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Hæfileikar þínir liggja í miðlun og tjáskiptum við aðra. Þú nýtur
þin í samskiptum við aðra. Forðastu aÚar rökræður í dag því
einhver nákominn tekur allt svo persónulega.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Alls konar vinna utan dyra á vel við þig í dag. Enda veitir ekki af
að hrista af sér slenið í fersku lofti. Gefðu þér tima fyrfr einhvem
sem vill vera með þér. Happatölur eru 5,15 og 26.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Þú ert fullur af orku og lífsþrótti. Gættu þess bara að ofgera þér
ekki. Sérstaklega ekki andlega. Og umfram allt hafðu taumhald
á hroka þínum.
Krabbinn (22. júni-22. júlí):
Þú ert mjög eirðarlaus og festist ekki við neitt. Því getur verið
afskaplega erfltt að búa með þér um þessar mundir. Reyndu að
slaka á í kvöld.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú hefur áhyggjur af eyðslusemi þinni að undanfómu og þarft
að spá í hvemig þú átt að ná þér út úr þessu ástandi. Það er þó
huggun að þú stendur ekki einn í þessu.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú ert um það bil að taka nýja stefnu í lífi þínu. Horfðu fram á
veginn en ekki til baka þegar þú sérð eftir einhverju.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Skipuleggðu allt sem þú gerir mjög vandlega. Ástarsamband,
ekki endilega þitt eigið, gæti valdið taugatitringi í nánasta vina-
hópi.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Hvort sem það er tfl góðs eða ifls em afleiðingar af ákveðnum
aðgerðum að koma í ljós núna. Að minnasta kosti gerirðu ekki
sömu mistökin tvisvar hver sem útkoman er.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þér gengur best meö því að reyna að halda þig í samvinnu við
aðra í dag. Njóttu þess sem félagslífið hefur upp á að bjóða.
Steingeitin (22. des.~19. jan.):
Þú átt í dálitlum vanda. Það togast á í þér hvort þú átt að gera
það sem þig langar eða hjálpa einhveijum sem gerir kröfur til
þín. Vertu dálítið sjálfselskur. Happatölur em 3, 23 og 30.