Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Svipmyndin Hver var hann? Allir sýna áhuga á ástinni. Það átti ekki síður við þann sem svip- myndin er af heldur en aðra. Hann hafði mikinn áhuga á ástinni í öll- um hennar myndum. Þess vegna varð hann skelfdur yfir tillögu sem ungur rússneskur aðalsmaöur kom með. Hann vildi eiga við hann samfarir í endaþarm en losa síðar hægðir í andhtið á honum. Ungi aðalsmaðurinn hét Sergei Konstantínóvítsj Pankejéff. Hann var forríkur. En hann var ekki hamingjusamur. Þess vegna leitaði hann til þess sem hér er lýst. Þeir hittust á þeim tíma þegar sá sem svipmyndin er af var að öölast frægð. Og hann hafði mikið gagn af þessum fundi síöar á starfsævi sinni. Sá sem hér er lýst fæddist í htla bænum Freiberg þar sem veriö hefur Tékkóslóvakía. Faðir hans var ullarsölumaður og fjölskyldan bjó við kröpp kjör. Sá sem svipmyndin er af var mjög duglegur í skóla. Hann lauk menntaskólanámi með hárri ein- kunn og þeim vitnisburði að hann hefði verið besti nemandi skólans. í fyrstu hafði hann í huga að lesa lög. Síðan gældi hann við þá hug- mynd að gerast stjórnmálamaöur. En loks valdi hann sér annað fag. Hann fór aö lesa læknisfræði og varð læknir. Sá sem svipmyndin er af ferðað- ist til marga landa. Hann fór til Englands, Frakklands, ítahu og Grikklands. Á þessum árum þjáöist hann af fælni sem gerði honum erfitt að ferðast. Einn af þeim mönnum sem hann dáði hvað mest var herforinginn Hannibal. Og eins og Hannibal dreymdi hann um að fara til Róm- ar. En vandinn, sem hann hélt leyndum, hindraði hann í aö kom- ast þangað. Það var fyrst eftir margar til- raunir að honum tókst það. Hann skrifaðist á við Einstein Sá sem svipmyndin er af kvænt- ist og varð sex bama faðir. En hann tók aldrei konuna sína með í ferða- lög. Þess í stað fékk systir konunn- ar, Minna, oft að fara með honum. Þeir sem kynnt hafa sér ævi mannsins sem hér er lýst hafa lengi velt því fyrir sér hvað hér hafi búið að baki. Árið 1909 fékk hann tilboð um aö halda fyrirlestur í Bandaríkjunum. Þar var hann útnefndur heiöurs- doktor við Clark-háskólann í Massachusetts. En honum leist ekki á það sem fyrir augun bar í Bandaríkjunum. Hann fékk andúð á Bandaríkjunum og gætti hennar aUt til ævUoka. „Bandarikin eru gífurleg mis- tök,“ sagði hann. Sá sem svipmyndin er af var mjög starfsamur og skrifaði margar bækur. Hann skrifaðist einnig á við Ein- stein. Bréfm, sem þeim fóru á mUli, urðu síðar að bók sem fékk nafnið „Hvers vegna stríð?“ Sá sem hér er lýst fékk þá hug- mynd að senda Mussolini eintak af henni. í hana skrifaði hann: „Frá gömlum manni sem sendir menn- ingarhetjunni kveðju sína.“ Arið 1933 komust nasistar til valda í Þýskalandi. Þeim leist ekki á þann sem hér er lýst og starf hans. Bækur hans urðu með þeim fyrstu sem lentu á bókabrennun- um. Hættkominn í tíð nasista Nokkrum árum síöar komust nasistar til valda í landi því þar sem sá sem svipmyndin er af starfaði. Nú var Ula komið fyrir honum. Einungis fyrir eindregin tilmæU njálsmetandi manna erlendis tókst honum að komast úr landi með fjöl- skyldu sína og bjarga þannig lífinu. Fyrst varö hann þó að þola mjög erfiðar yfirheyrslur hjá Gestapo. Nasistamir vUdu komast yfir fé hans. Var honum loks gert að greiða háa upphæö í svonefndan flóttaskatt til ríkisins. Þá varð hann að gefa um það skriflega yfirlýsingu að þýsk yfir- völd hefðu farið vel með hann. Lauk meðmælum hans með þess- um orðum: „Ég get af einlægni mælt með Gestapo viö hvern og einn.“ Sá sem svipmyndin er af fékk að fara til London. Þá var hann orðinn gamail og sjúkur. Alla ævi sína hafði hann gUmt við að komast að því hvenær hann yrði aUur. Honum tókst margt. En svarið við þessari spumingu fann hann aldrei. Fyrst hélt hann að hann dæi fer- tugur. Síðan reiknaði hann sig fram til 51 árs aldurs með stærð- fræðUegri formúlu. En hann varð eldri en það og hélt áfram aö verða enn eldri. Hann varð því stöðugt að breyta þeirri tölu sem hann hélt sig hafa fundið. Loks taldi hann sig myndu deyja áttatíu og eins og hálfs árs. Svo gamaU hafði faöir hans orðið. Þótt- ist hann nú viss um aö eldri yrði hann ekki. En þessi útreikningur stóðst heldur ekki. Sá sem svipmyndin er af lést 23. september 1939, áttatíu og þriggja ára og fjögurra mánaða. Hann er mjög þekktur. Komið hefur verið upp söfnum á heimUum hans, bæði í Vín og London. Hver var hann? Svar á bls. 64 Kjúklingaréttur „Tortilla" „Þetta er mjög góður og auðveld- ur réttur sem hentar vel þegar von er á gestum. Réttinn er hægt að útbúa með góðum fyrirvara. Þá er hægt að stinga honum beint í ofn- inn þegar gestirnir koma og sitja síðan óstressaður og spjalla við þá,“ segir Sesselja Pétursdóttir í Grindavík sem er matgæðingur vikunnar. Hún býður lesendum upp á mjög góðan kjúkUngarétt. í réttinn þarf 1 kjúkhng eða unghænu 1-1 /i poka Tortilla Chips 1 dós Cream of Chicken Soup 1 dós Cream of Mushroom Soup (Campbells) 1 lauk 1 stóra rauða papriku (eða 2 Utiar sína í hvorum Utnum) 200 g ferska sveppi eða hálfdós af niöursoðnum 1 tsk. salt Vi tsk. pipar karrí á hnífsoddi 1 poka mozzareUa ost (eða annan rifinn ost) KjúkUngurinn (unghænan) er soðinn, kældur og brytjaður niöur. TortiUa Chips er sett í soðið eftir að það hefur verið kælt og vætt þar um stund, sigtað úr og sett í botn á eldfostu móti. KjúkUngurinn er settur yfir. Þá er laukurinn, sveppirnir og paprikan steikt á pönnu þar tU grænmetið er orðið mjúkt. Súpun- um er blandað saman og síðan er grænmetið sett út í. Blöndunni er síðan hellt yfir kjúkhnginn og ost- inum stráö yfir. Rétturinn er bakaður í ofni við 175 gráður í 30 mínútur. Með hon- um eru borin fram hrísgrjón, Tor- tUla Chips og heitt hvitiauksbrauð. Sesselja ætiar að skora á Frí- mann Ólafsson, kennara í Grinda- vík, að vera næsti matgæðingur. Hún vonar síðan aö aUt gangi vel og óskar lesendum gleðUegra jóla. -ELA Sesselja Pétursdóttir, matgæöingur vikunnar. DV-mynd Ægir Már Hinhliöin Gott að lesa bók í heitu baði - segir Helga Gudrún Johnson, einn af metsöluhöfundum jólabókanna Jónsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Egill Ólafsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Á engan. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: Laga- flækjuþættir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég vUdi óska að hér þyrfti ekki að vera vamarlið - hvorki fjárhagslega né vegna öryggisástands. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta bæði á Bylgjuna og rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hulda Gunnarsdóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Get ekki gert upp á miUi fyrrverandi kollega minna en tel þó að Hulda Gunnarsdóttir sé efni í frábæran sjónvarpsmann. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn í augnablikinu. Uppáhaldsmatsölustaður: Gejas er frábær fondue-staður í Chicago. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Fyrir utan að gera Lífsgöngu Lydiu að metsölubók stefni ég að því að gefa dóttur minni gott uppeldi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Við hjónin fórum um Vesturland og Vestfirði. Næsta sumar ætium við að skoða okkur betur um á Vest- fjörðum og ferðast um Norðurland. -ELA Einn af metsöluhöfundum nú fyrir jólin er Helga Guðrún John- son. Hún hefur skrifað bókina Lífs- ganga Lydiu sem er byggð á ævi- minningum Lydiu Einarsson sem giftist listamanninum Guðmundi frá Miðdai. Helga Guörún er best þekkt sem sjónvarpsfréttamaður á Stöð 2 en hún er hætt störfum þar. Hún segir að eftir áramótin sé ýmislegt í deiglunni hjá sér. Hvort hún skrifi aðra bók ráðist af viötök- um á Lífsgöngu Lydiu. Það er Helga Guðrún Johnson sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Helga Guðrún Johnson með oi en margir vilja kenna mig við Áma Johnsen. Fæðingardagur og ár: 27. ágúst 1963. Maki: Kristinn Gylfi Jónsson. Börn: Auöur sem er sextán mán- aöa. Bifreið: Mazda 323F, árgerð 1991. Starf: Ýmis fjölmiðlastörf. Laun: Mjög mismunandi. Áhugamál: Uppeldi dóttur minnar, laxveiði, feröalög og aö lesa góða bók í heitu baði. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef fengið þrjár tölur mest sem gáfu fimm hundruð krónur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fylgjast með viðbrögðum dóttur minnar þegar hún uppgöt- var eitthvað nýtt, eins og til dæmis jólin núna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til. Uppáhaldsmatur: Svínakjöt að Helga Guðrún Johnson. sjálfsögðu, við erum með svínabú. Uppáhaldsdrykkur: Kaaber-kaffi og heitt súkkulaði með rjóma. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Hef ekki hugmynd um það en hann hlýtur að vera KR-ingur. Uppáhaldstímarit: Ég hef gaman af flestum tímaritum, jafnt inn- lendum sem erlendum. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan eiginmanninn? Ég veit ekki, nema ef vera skyldi tvíf- ari Kristins ef hann er til. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? No comment. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ommu mína sem er látin. Uppáhaldsleikari: Örn Ámason. Uppáhaldsleikkona: Ólafía Hrönn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.