Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 9
PRISMA LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Menriing Gull- fiðrildi á Þorsteinn Stefánsson heitir íslenskur rithöfundur sem búiö hefur í Danmörku frá unga aldri. Hann á að baki allnokkum rithöfundarferil en er nú orðinn áttræður. Skjaldborg gefur út á afmælisári Þorsteins skáldsögu sem heitir Horft til lands og hefur undirtitilinn Úr sjóði bern- skuminninga höfundar. Þetta er stytt saga -140 blaðsíður - en alllipurlega skrifuð og á góðu máli þrátt fyrir langa útivist höf- undar. Á undan sögunni er formáh Sigrúnar Klöru Hannesdóttur um höfundinn. Þar er vakin með les- endum hugmynd um feril Þor- steins og vitnað tii ummæla um ritverk hans. Formáh þessi hefði mátt vera miklu greinarbetri því flestir ís- lendingar vita ekkert um Þorstein og varla meira en aö fólk hafi heyrt hans getið. Sigrún vitnar til orða Halldórs Laxness um Jón Sveins- son - Nonna - þegar honum þótti landar hans sýna verkum hans tómlæti: „Hér eigum við íslending- ar gulifiðrildi á flögri suður í lönd- um,“ sagði skáldiö. Hrós frá Oxford Þorsteinn Stefánsson hefur búið í Danmörku frá árinum 1935 og fengist við ritstörf. Þorsteinn fór til Danmerkur árið 1935 eftir að hafa gefið út eina bók hér á landi. Sú heitir Frá öðrum hnetti. Hann fékk H.C. Andersen verðlaunin árið 1942 fyrir skáldsöguna Dalinn, sem kom út tveimur árum síðar í íslenskri þýðingu. Þorsteinn hefur jöfnum höndum fengist við skáldskap, þýðingar og kennslu. Bækur hans hafa komið út á ýmsum tungumálum og m.a. gaf háskólaforlagið í Oxford út tvær bækur hans í enskum þýðingum árið 1974 og 1976. Þar fékk Þorsteinn loflega dóma hjá aðalritstjóra forlagsins. Bókmenntir Gísli Kristjánsson Hér heima virðist Kristmann Guðmundsson einkum hafa reynt að halda nafni Þorsteins á lofti. Hann vissi á sínum tíma vart hvort fremur ætti að líkja honum við Hamsun eða Hemingway. Ekki koma þessir höfundar þó upp í hugann við lestur nýjustu bókarinnar. Hún er ósköp dæmigerð íslensk minningabók og raunar vandséð hvers vegna höfundur kýs að skrifa skáldsögu um æskuár sín. Þríeinn bróðir Mannanöfnum er breytt en staðanöfn halda sér. Ég sé ekki af hverju fólkið má ekki halda nöfnum sínum líka. Sagan gerist öll á Austfjöröum, í Loðmundarfirði og Reyðarfirði. Minningar höfundar eru alfajafna ljúfar ef frá er tekið hugarangur móður hans sem nær kostaði hana heilsuna. Aðalpersónurnar eru þrír bræður og er höfundur sýnilega sá sem kallað- ur er Þorvaldur. Sagan er sögð til skiptis út frá sjónarhomi þeirra bræðra á víxl þannig að lengi vel renna þeir eins og saman í eina persónu. Það er rétt í lokin að leiðir skilja. Móðirin í sögunni heitir Halla. Ég veit ekki hvort það var nafn hennar sem olli þvi að mér kom Jón Trausti í hug við lesturinn fremur en þeir Hamsun og Hemingway. Þorsteinn Stefánsson: Horft til lands Skjaldborg 1992 159 blaðsiður PERLUFESTAR Hinar þekktu japönsku Namida perlufestar, sem búnar eru til úr skeljum sem perlur eru ræktaðar í. Þær fást í lengdum: 42 cm, 45 cm, 50 cm, 60 cm, 70 cm, 80 cm og 90 cm bæði í 6 mm og 7 mm perl- um, verðið er frá 4.600 til 10.700 kr. Allar festarnar eru með silfurlás. Einnig armbönd, einföld og tvöföld, á verði frá kr. 3.200 til 9.700. Einnig eyrnalokkar með silf- urpinna á 1.550 og 1.700 kr. LAUGAVEGI 49 SÍMI 17742 OG 617740 UR & KLUKKUR GJAFIH SEM QLEÐJA OQ GERA GAGN PIERPOÍIT CASIO. CITIZEN ÆEO i J L-j citizen kvenúr, gylltur kassi, -J*—' U t hert gler. Kr. 20.765 Citizen eldhúskl., nýtt útlit. Kr. 1.837 rvn t í H ^ i \ ». «9* sé 5. Citizen tölvuúr, 50 m vatnsþétt m/vekjara og skeiðklukku. Kr. 3.200 2. Rhythm hilluklukka, gyllt. Kr. 5.880 4. Citizen klukka m/pendúl, falleg gjöf, svört og gyllt. Kr. 5.865 <1 Citizen gullhúðað kvenúr ‘s«' m/skýrri skífu. Kr. 9.355 Opið í dag frá 9-22 - Sunnudag frá 13-17 Ur & skartgripir Strandgötu 37 - S. 650590 - Hafnarfirði NYJAR BÆKUR iíuúiácela luUunda; Theresa Charles Barbara Cartland Erik Nerlöe SKUGCSjá BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.