Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. 29 >v_______________Meiming Hvemig á að lifa? Setrið er ein af ættarsögum Isaacs Singer. Þessar sögur fjalla um örlög pólskra gyðinga á 19. og 20. öld. Setrið er skrifað á jiddísku á árunum 1953-1955 og er merkilegasta og mikilvægasta skáldsagan sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Verkið er á borð við stór- virki eins og Sjálfstætt fólk, Sölku Völku og Gerplu. Singer er pólskur gyðingur sem fluttist til Ameríku. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1978, ekki síst fyrir hinar margslungnu ættarsögur sínar. Setrið segir frá gyðingnum Kalman Jakob, afkom- endum hans og tengdafólki. Kalman er bóndi og at- vinnurekandi í pólsku sveitaþorpi og efnast vel. Setrið skiptist í þrjá hluta og eru Kalman og Ezríel, tengdasonur hans, mest áberandi i fyrsta hlutanum og svo einnig í niðurlagi sögunnar. Efasemdir Ezríels eru hugmyndafræðilegs eðlis og snerta ekki síst trúar- brögð. Framhjáhald og heilindi Sagan sem sögð er i Setrinu gerist á árunum 1864 til 1890. Skáldsagan sem leiðir Setrið til lykta, Eignin - sem ekki hefur komið út á íslensku - gerist svo á síðasta áratug 19. aldar. Þegar Setrið hefst er Kalman 39 ára og hefur eignast íjórar dætur með fyrri konu sinni. Þegar kona hans deyr er hann hvekktastur yfir því að hafa ekki eignast með henni son. Kona hans var kynköld og það er ekki síst þess vegna sem Kal- man velur sér kynsterka konu sem hentar óstýrilátum kynkrafti hans sjálfs. Með síðari konu sinni, Klöru, eignast hann langþráðan son sem reynist svo vera hálfgerður vilhmaður og því rökrétt afleiöing af éfn- hliöa holdlegum girndum í hjónabandinu. En Klara reynist þurfa meiri útrás fýsna sinna en rúmast innan hjónabandsins og fær sér því viðhald í Varsjá stúdent að nafni Zipkin. Þegar hún verður ólétt í annað sinn veit hún ekki með vissu hvort Zipkin eða Kalman er faðirinn. Annar hluti Setursins, sá lengsti og sísti, fjallar að Bókmenntir Árni Blandon miklu leyti um Klöru og svo Lucjan, greifasoninn sem strauk með Miiju, dóttur Kalmans, til Parísar. Þar lifa þau lífi fátæklinga í lítilli íbúð ásamt rottum og kakkal- ökkum. Eftir misheppnaöa uppreisn Pólveija gegn Rússum árið 1863 „voru margir pólskir aðalsmenn hengdir" eins og segir í upphafsmálsgrein sögunnar. Lucjan var dæmdur til dauða og fór huldu höfði til að halda lífi. Kona sem skaut þá yfir hann skjólshúsi varð ástkona hans eins og Kasja, dóttir hennar, síðar. Lucjan getur „stjúpdóttur" .sinni barn þegar hún er fimmtán ára og heldur framhjá konu sinni, Mirjam, með Kösju. Hugmyndafræði í þriðja hluta Setursins segir m.a. frá því hvemig Lucjan heldur framhjá viðhaldi sínu og draumum hans um að mega sænga með viðhöldunum báðum í einu. Lucjan fremur Mka morð og er þannig lifandi sönnun máltækis sem kemur fram í verkinu: Aidrei verður svínseyra aö silkipyngju. Meginhugmyndafræðilegur þungi verksins er í næstsíðasta kaflanum, hinum tuttugasta og sjöunda (heilög tala í þriðja veldi). Þar er annar tengdasonur Kalmans, geðlæknirinn Ezríel orðinn brokkgengur í ástamálum. Það er e.t.v. ekki neitt undarlegt því „Eig- inlega var heihnn í honum lítið geðveikrahæh, alveg Isaac Bashevis Singer. Flókið og margslungið verk. út af fyrir sig“ (bls. 348). Einnig segir á sömu blaðsíöu: „Sami óskapnaðurinn hafði alltaf verið fylgifiskur lífs- ins; sjálfið hafði ætíð heimtað aht fyrir sig - peninga, frægð, kynnautn, völd, ódauðleik.“ Þegar Ezríel rekst síðan á hest úti á götu, verður honum á að hugsa á svipaðan hátt og Nietzsche gerði líklega þegar hann gekk inn í geðveikina faðmandi hest: „Hesturinn stans- aði „Dásamlegar eru skepnur, bomar saman við menn! Allt er þeim gefið, - undirgefni, alvara, tryggð, innri skilningur og hleypidómaleysi..(367). Setrið er margfalt flóknara og margslungnara verk en þessi yfirborðslegi útdráttur gefur til kynna og er ekki annað til ráða en að vísa fólki á lesa þetta meist- araverk. Þýðing og frágangur Hjörtur Pálsson þýðir Setrið á nær óaðfinnanlega íslensku. Þetta er tíunda verk Singers sem Hjörtur þýðir á íslensku og Setberg gefur út. Lofsvert menning- arframtak. Þýðingin er gefin út með styrk úr þýðingar- sjóði og hefði þurft að lesa eina prófórk í viðbót til þess að prentvúlur yrðu innan við tuginn. Ekki er síst til vansa að tvær prentvillur eru á hlífðarkápu. Ef Eignin kemur út á íslensku væri góð þjónusta við les- endur að láta fylgja orðalista eða stutta ritgerð með, þar sem óútskýröum orðum og hugtökum í gyðing- dómnum eru útskýrð. í Setrinu svarar Singer ekki spumingunni um það hvemig á að lifa. En eins og allir góðir rithöfundar svarar hann spurningunni Hvernig á að skrifa?. Á honum brenna mál sem honum tekst að koma til skila með list sinni. Hann setur sál sína í verk sitt. Loka- málsgreinar Setursins lýsa þessu á táknrænan hátt: „Innan um þessar hillur með helgiritunum fannst Kalman hann njóta vemdar. Yfir hveiju bindi sveif sál höfundarins. Á þessum stað vakti Guð yfir hon- um.“ Setrið, 390 bls. Isaac Ðashevis Singer. Þýðandi: Hjörtur Pálsson. Setberg, 1992. Opið 10 til 10 - Allar almennar matvörur. - Kjötvörur beint á pönnuna, einnig vörurnar góðu frá Fjallalambi. - Allt konfekt á sérstöku jólatilboði. - Úrval gjafavara og leikfanga. Rennið í Rangá Sagan sem markaði UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUM HJÓNABANDS DÍÖNU OG KARLS Það er engum blöðum um það að fletta að höfundurinn Andrew Morton vissi lengra nefi sínu! __________________________^ / Úrbreska blaðinu Daily Telegraph: „Svo virðistað bókAndrews Mortons um ævi Díönu, sem gefin varútfyrrá árinu, hafiráðið úrslitum um hjónabandið. Orðrómur komst á kreik um að Díana hefði sjálf heimilað útgáfu bókarínnar og varhann staðfestur aðeins þremurdögum eftirað fyrsti útdrátturínn varbirturí breskum dagblöðum... Fáireiginmenn hefðu getað þolað þá auðmýkingu sem þessi bók var fyrír Karl, hvað þá tilvonandl konungur. “ Díana - óþœgilega sönn saga! 'é ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF -góð bók um jólin! Stafahálsmen Þessi skemmtílegu stafahálsmen fást i Gullhöllinni, Laugavegi 49. Þau eru úr 14 karata gulli með dem- anti sem er 0,01 'A ct. Verð án festar er 4.600,- <$uU Plötur tíl að grafa á 1 Gullhöllinni fást plötur úr gulli og sílfri sem tílvalið er að grafa á. Verðíð á gullplötunum er 3.700,- til 20.000,- og silfurplötunum 1.200,- til 2.500,- með festum. <$uU Hálsmen Þessi hálsmen eru með áletruninni, ,Ég elska þig' ‘ og eru bæði til úr 9 karata gulli og silfri. GuIIhálsmen- in kosta 3.400,- til 5.990,- með festi. Silfurhálsmenin kosta 1.300,- til 1.800,- cQdl oilin LAUGAVEGI 49, SÍM117742 OG 617740 ollin oiun LAUGAVEGI49, SÍM117742 OG 617740 LAUGAVEGI49, SÍM117742 OG 617740
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.