Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Page 38
46 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Helgarpopp Egill Ólafsson um sólóplötuna sína, Bláttblátt: Eg sem ekki fyrir markhópa - hyggst segja skiliö við rokktónlist fyrir fullt og allt Tæpir tveir áratugir eru liðnir síð- an EgUl Ólafsson kom fyrst fram á hljómplötu. Síðan hefur hann verið iðinn við kolann. Með Stuðmönnum, Spilverkinu, Þursum og fleirum. Fyrsta sólóplata Egils, Tifa tifa, kom þó ekki út fyrr en í fyrra og á dögun- um kom sólóplata númer tvö út. Hún hlaut nafnið Blátt blátt. Egill tekur dræmt í að stífla sé brostin og hér eftir einskorði hann sig við sólóplöt- urnar. „Ég hef þó fullan hug á að gera aðra á næsta ári ef fólk tekur þessari vel,“ segir hann. „Mig langar að halda áfram að þróa vissa hluti sem ég fit|a upp á á nýju plötunni. Það er að segja að halda áfram með leik- hústónlistina, þessa revíu- og kaba- retttónlist sem ég er með dálítið af að þessu sinni. AUt ræðst þó af við- tökunum. Ef vel gengur get ég haldið mínu striki. Ef ekki, ja, þá verð ég að athuga minn gang.“ Egill er fyrst og fremst leikari. Tón- hstin er aukabúgrein. „Hún er hobbíið mitt, frístundaiðj- an. Það er ekkert upp úr tónlistinni að hafa nema ofurlítil stefgjöld. Ef stund er milli stríöa er gott að setjast niður og slappa af við að semja lög og texta. Eg hef þetta svipað og þeir sem dunda við frímerkjasafnið sitt. Hugmyndimar koma víða að. Stund- um skrifa ég niður eitthvað sem ég heyri fólk segja eða sem mér dettur sjálfum í hug. Svo smákemur lagið og textinn. Oft þarf ég að nudda efni- viðinn dálítið áður en ég verð ánægð- Umsjón Ásgeir Tómasson ur með útkomuna. Og stundum stekkur þetta alskapað fram í dags- ljósið eins og því hafi aldrei verið ætlað að verða öðmvísi. Þá virka ég bara eins og einhvers konar milli- stykki. Hef ekki hugmynd um hvað- an lag og ljóð kemur. Það er sem sé allur gangur á þessari tónlistarsköp- un.“ Hverjirhlusta? Egill Ólafsson hefur farið víða und- anfarna daga og áritað Blátt blátt. Hann hefur gaman af að sjá framan í kaupendurna. „Mér sýnist meiri hlutinn vera á mínum aldri og ívið yngra fólk,“ seg- ir hann. „Annars er ég búinn að árita plötur fyrir fólk á öllum aldri. Ég var spurður að því fyrir skömmu hver markhópurinn minn væri. Ég læt slíkt lönd og leið. Ég hef það fyrst og fremst að markmiði að vera ég sjálfur og bjóða upp á tónlist sem ég hef gaman af. Ég hef aldrei neinn ákveðinn hóp fólks í huga öðrum fremur þegar ég er að semja og vinna tónlistina mína. Ég veit ekkert um hvort aðrir tónlistarmenn semja fyr- ir markhópa eða eftir hvaða leikregl- um þeir fara í sinni sköpun. Ég hef bara ekki áhuga á að kynna mér það. „Auðvitað er maður misánægður með endanlega útkomu platnanna,“ heldur Egill áfram. „Manni tekst aldrei að ljúka plötunni alveg. Yfir- leitt verður maður að skilja við hana áður en allt er fullklárað. Daginn sem ég verð fullkomlega ánægður með plötu sem ég vinn að þá...ja, þá held ég að ég geti hætt og pakkað saman fyrir fullt og allt! Ég er ánægð- ur með sumt á Blátt blátt og óánægð- ur með annað eins og gengur. Platan er dálítið ólík Tifa tifa að því leyti að nú leyfi ég mér dálitlar tilrauxúr. Egill Ólafsson. Tónlistin er fristundaiðjan hans. Þar á ég við leikhústónlistina og einnig kórinn, Kór Langholtskirkju, sem syngur með mér í nokkrum lög- um. A Tifa tifa fór ég öruggu, hefð- bundnu leiðimar. Enda var hún fyrsta sólóplatan mín. Þar sem henni var tekið vel gat ég leyft mér dálitla tilraunastarfsemi að þessu sinni.“ Rokkið kvatt Á Blátt blátt eru ellefu lög. Vel þekktir tónhstarmenn leika þau með Agh. Ásgeir Óskarsson sér um slag- verk og forritun. Björgvin Gíslason leikur á gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa og einnig spha Jónas Þórir, Ohvier Monoury og Richard Korn á plötunni. Berglind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir syngja með Agh ásamt Langholtskirkju- kómum. Ríkarður Öm Pálsson ann- aðist útsetningar fyrir kórinn sem og annan söng. Egill segir að vissu- lega þyki sér vænna um sum lög en önnur á plötunni. „Ég get nefnt Jómfrúin gleður. Þar skírskota ég til gamalla hefða, ítal- skra madrígala, danskvæða og fleiri þátta. Ég er ánægður með Hvers vegna? sem myndbandið var gert við. Einnig þykir mér vænt um Ég horfi niður. Þaö er í kabarett- eða revíust- ílnum sem höfðar svo mjög til mín um þessar mundir. Ef ég fæ ein- hveiju um ráðið vonast ég til að geta unnið áfram í þeim stíl. Ég er að slíta mig lausan frá þeim rokk- og ry- þmablúsþáttum sem hafa verið mjög ráðandi í tónlist minni á undanforn- um árum. Ég er orðinn þreyttur á þess háttar tónlist og finnst tími kominn til að kveðja hana.“ Síðan skein sól gefur út blað Hljómsveitin Síðan skein sól sendi í vikunni frá sér blað. Tutt- ugu og átta blaðsíður að stærð í dagblaðsbroti. Og hverju eintaki fylgir geislaplata með tveimur lög- um hljómsveitarinnar. „Þetta er ekki blað um Síðan skein sól,“ segir Helgi Bjömsson söngvari. „Við komum reyndar aðeins við sögu. Fyrr á árinu áskotnaðist okkur nefnilega titih sem okkur þykir mjög vænt um. Við vorum útnefndir verst klædda hljómsveitin í skoðanakönnun í Pressunni. Því komum við fram á myndum í tískuþætti blaðsins og erum að sjálfsögðu í fötum sem hæfa titlinum." Ýmsir skrifarar láta ljós sitt skína í blaði Sólarinnar. Gunnar Hjálm- arsson, tónhstarmaður og gagn- rýnandi, leggur tíl smásögu. Birt em verk eftir Sindra Freysson, Kristínu Ómarsdóttur og fleiri skáld af yngri kynslóðinni. Þá era í blaðinu greinar um ýmis málefni. Lögin tvö á diskinum era Toppur- inn að vera í teinóttu og Blómin þau sofa. Fyrmefnda lagið er í rappstfl, hið síðara hefðbundiö rokk. „Okkur datt í hug að gefa út blað tU að minna á okkur. Við höfum lítið haft okkur í frammi undan- fama mánuði. ÖU okkar orka og einbeiting hefur farið í að vekja á okkur athygh á erlendum mark- aði,“ segir Helgi. „Við höfðum ekki tíma til að taka upp lög á stóra plötu og fannst spennandi að útvíkka hljómsveitarformið með því að ger- ast blaðaútgefendur. Við hefðum getað vahð eitthvað annað og hefð- bundnara eins og myndband, bækl- ing um hljómsveitina, plakat eða boli. En okkur fannst skynsam- legra að bjóða upp á eitthvað upp- lýsandi og fróðlegt frekar en að láta mynda naflana á okkur og rass- kinnamar aö hætti Madonnu og gefa út í bók. Blaðið verður aðeins gefið út í þxjú þúsund eintökum og selt á 'gjafverði. Því er ætlað að verða virkUegur safngripur í fram- tíðinni." Erlend útgáfa framundan Síðan skein sól hefur átt annríkt síðustu mánuði við að vinna að nýjum lögum með enskum textum. Áformað er að gefa tónhstina út á næsta ári. Fyrst smáskífu í febrúar eða mars. Hljómsveitin hefur gert samning við óháð útgáfufyrirtæki í Englandi, Diva Records. Til stend- ur að gera dreifmgarsamning eða jafnvel útgáfusammng við stórt fyrirtæki á næstunm. Það er hins vegar á umræðustiginu ennþá. „Við höfum verið að vinna að tíu lögum. Þxjú til fjögur þeirra eru tílbúin og þeir sem heyrt hafa ytra era ánægðir með útkomuna," segir Helgi. Ásamt hljómsveitinni vinna að verkinu þrír Bretar, upptöku- stjóri, textahöfundur og umboðs- maður sem jafnframt er upptöku- stjóranum til aðstoðar auk þess sem hann er í fullu starfi við að koma hljómsveitinni á framfæri erlendis. „Við höfum tekið þessi nýju lög upp hér á landi. Hluti þeirra varð til ytra. Einnig fórum við aUir sjö í vinnubúðir að Hótel Búðum á Snæfellsnesi og sömdum og æfðum eftir því sem andinn blés okkur í bijóst. Við vorum einir á hótelinu og gátum hagað vinnuhraðanum eins og okkur sýndist. Þarna hrist- umst við saman ef svo má segja og dagarnir á Búðum skiluðu mjög góðum árangri." Helgi Björnsson leggur áherslu á að margir endar eru enn óhnýttir í Bretlandi hvað varðar útgáfu á efni Sólarinnar. Hljómsveitin ætlar hins vegar að taka hljómleikarispu hér á landi á fyrstu mánuðum næsta árs, fara í skóla og víðar og spUa fyrir þá sem heyra vUja. „Fyrstu tvö ár hljómsveitarinnar spUuðum við nær eingöngu á hljómleikum. Seinni árin tvö sner- ist dæmið við og dansleikirnir urðu aðalatriðið hjá okkur,“ segir Helgi. „Það er hljómsveitunum hættulegt þegar þær hafa starfað í nokkur ár að festast á vissum brautum: gefa út plötu, fylgja henni eftir, koma svo aftur með plötu og kynna hana. Okkur langar að ijúfa þenn- an hring með því að leita út fyrir landsteinana - já, og gefa út blað í staðinn fyrir plötu. Það er hverri hljómsveit hoUt að hjakka ekki í sama farinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.