Alþýðublaðið - 17.03.1967, Page 3
27 BÁTAR TEKNIR
LANDHELGIIÁR
Rvík, SJÓ.
Um hádcgisbilið sl. rniðvikudag
voru 6 bátar teknir að ólöglegum
veiðum í landhelgi við Vestmanna
eyjar. Var það þyrla landhelgis-
gæzlunnar, sem. fyrst veitti bát-
unum athygli. Fimm þessara báta
voru frá Vestmannaeyjum og einn
frá ísafirði.
Mislingarnir
aukast enn
Hvík—AKB.
Alþýðublaðið hafði í gær sam-
band við Braga Ólafsson, aðstoð-
arborgarlækni og spurðist fyrir
um mislingafaraldurinn, sem nú
gengur yfir hér, en í vikunni frá
26. febr. til 4. marz urðu mislinga-
tilfelli 195 samkv. skýrslum 19
lækna, en voru vikuna áður 125.
Sagði Bragi, að þetta væri mesta
aukning á mislingatilfellum, sem
enn hefði orðið á einni viku og
virtist svo sem mislingatilfellum
fjölgaði enn. Bragi sagði, að yfir-
leitt væru mislingarnir ekki
svæsnir núna og ekki mikið um
fylgikvilla, alltaf væri þó eitthvað
um kvefiungnabólga eftir misl-
inga og sérstök ástæða væri til
að fara mjög vel með sig eftir
sjúkdóminn.
Nokkuð langt er síðan misling-
Framhald á 14. síðu.
Þessir bátar, sem teknir voru í
landhelgi eru Magnús Magnússon
VE 112, Gylfi VE 201, Heimir VE
38, Sævar VE 19, Haförn VE 23
og Páll Pálsson ÍS 101.
Hafa þá bátar alls verið teknir
27 sinnum innan landhelgi það
sem af er þessu ári og sumir
þeirra oftar en einu sinni, t.d.
Gylfi VE 201 þrisvar sinnum og
Magnús VE 112 tvisvar sinnum.
Fjórir voru teknir í janúar, 10 í
febrúar og 13 það sem af er þess-
um mánuði. Enginn togari hefur
enn verið tekinn í landhelgi, á
þessu ári. Bátar þessir hafa að-
allega verið teknir í landhelgi í
Faxaflóa og fyrir sunnan land.
Eftir þrjá fyrstu mánuðina í
Tra höfðu 18 bátar verið tekn-
'r í landhelgi, 8 í febrúar og 10
marz, en enginn í janúar.
Samtök Svarf-
dælinga 10 ára
Svarfdælingar í Reykjavík
minnast þess um þessar mundir,
að liðin eru 10 ár frá því að stofn-
að var til félagsskapar þeirra, sem
þeir nefna Samtök Svarfdælinga
í Reykjavík. Það var 22. maí 1957
að boðað var til stofnfundar og
tilgangur félagsins kynntur.
Snorri Sigfússon námsstjóri var
helzti hvatamaður að stofnun sam-
Framhald á 15. síðu.
Frá gatnagerð á Akranesi (Mynd: Hdan)
Samþykkt
áætlun á
fjárhags-
Akranesi
Reykjavík — Hdan .
Á fundi bæjarstjórnar Akraness
3. marz sl. var samþykkt fjárhags
áætlun Akranesskauþstaðar fyrir
árið 1967.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun
ar bæjarsjóðs eru kr.-38.140>000.00
en voru á sl. ári 34.800.000.00 og
hafa því hækkað um 10.9%.
Helztu tekjuliðir eru: (tölurnar
í svigunum eru sambærilegar töl
ur frá 1966.)
F *r
Alit framkvæmdanefndar hægri umferðar:
Slysahættan minnkar
Framkvæmdanefnd liæjri um-
ferðar á íslandi boðaði blaða
menn á sinn fund og kom þar m.
a. fram, að' breytingin úr vinstri
umferð yfir í liægri mundi þýða
raunvcrulegan sparnað til lengri
tíma og jafnframt draga úr slysa
hættunni, þar eð fólk myndi yfir
leiltt verða ^arjicáraraj, er þessi
breyting kæmi til. Framkvæmda
stjórn þessarar nefndar er Bene
dikt Gunnarsson, tæknifræðingur.
Valgarð Briem hafði orð fyrir
nefndinni og sagði að mikil gagn
rýni hefði komið fram á þessa
breytingu nú síðustu daga. Sagði
hann, að þar eð þessi mótmæli
kæmu helzti of seint mundu þau
litlu ráða um gang mála. Gat
hann þess, að þeir sem skrifuðu
um þessi mál almennt skorti nægi
legar upplýsingar til að taka raun
verulega afstöðu til þeirra. Sagði
'hann, að þessar breytingar mundu
koma til í apríl — júní 1968. Einn
ig gat Valgarð þess, að einkum
Kappræöufundi frestaö
Fyrirhuguðum kappræðufundi Félags ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík og Heimdallar um fundarefnið „Þjóðnýting, opin
ber rckstur og verðgæzla“ verður frestað vegna ófyrirsjáan-
Iegra ástæðna til 2. apríl. Ræðumenn fundarinn verða til-
kynntir að nokkrum dögum liðnum.
væru það tvö atriði. sem notuð
væru til að mótmæla þessari breyt
ingu; annars vegar að miklu fé
yrði kastað á glæ og í öðru lagi
að fjölmörg slys mundu fylgja í
kjölfar þessarar breytingar.
Einar Pálsson, vfi(rkfr‘ætl|i'ngur
ræddi um þá hlið málsins er við
kæmi kostnaðinum og vildi hann
undirstrika það, sem komið hefði
fram hjá FÍB, að þessi breyting
þýddi raunverulegan sparnað til
lengri tíma. Sagði hann, að kostn
aður við breytingu úr vinstri um
ferð í hægri næmi alls 49 millj.
og 400 þús. kr. Breytingar á al
menningsbifreiðum verða % þess
kostnaðar. Þessir peningar verða
síðan fengnir á fjórum árum, 1967
— 1970 með því að sérstakur skatt
ur verði tékin af bifreiðum og lagð
ur í ríkissjóð og mundi nema á
fólksbifreiðum 1104 kr. á þessum
fjórum árum, fyrsta árið 240 kr.
og færi síðan lækkandi.
Framhald á 15. síðu.
Útsvör kr. 25,5 m. (23.0 millj.)
Framl. jöfnunarsj. 5,5 m. (5,1 m.)
Aðstöðugjöld 4,1 m. (3,8 m.)
Fasteignaskattur 2,1 m. (2.0 m.)
Útsvarsupphæðin hækkar nú um
11.1% fná í fyrra.
Helztu rekstrargjöld bæjarsjóðs
eru:
Lýðtr. og framf. kr. 8,062 þús.
Menntamál 5.334 þús.
Stjórn kaups. 1.998 þús.
Þrifnaður 1,285 þús.
Löggæzla 1.125 þús.
Til framkvæmda er áætlað:
Til varanlegrar gatnagerðar og
holræsa kr. 4.500 þús.
Til sjúkrahúss 2.000 þús.
Til íþróttahúss 2.000 þús.
Til Akraneshafnar 1.000 þús.
Til jarðliitarannsókna 1.000 þús.
auk smærri liða 2.110 þús.
Til viðbótar þessum framlögum
koma mótframlög ríkissjóðs og
lántökur svo helidarframkvæmdir
eru ráðgerðar meiri m.a. við vatns
veitu og höfnina.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt ítarleg áætlun um fram-
kvæmdir á árinu 1967, þar sem
nánar er kveðið á um hvernig
verja skuli framkvæmdafénu í ein
stökum atriðum. Er þar helzt að
geta:
a) Gagnfræðaskóli.
Hafin verði bygging 2. áfanga
skólans skv. samþykkt bæjar-
stjórnar frá 4. nóv. 1966 og við
það miðað að taka megi í notk
un hluta hans árið 1968, en áfang
inn verði fullgerður haustið 19
69.
b) Sjúkrahús:
Áfram verði unnið við smíði
sjúkrahússins og kappkostað að
Framhald á 15. síðu.
Nýr bankastjóri
Dómur í póst-
mannadeilunni
í gærmorgun féll úrskurður
í félagsdómi um yfirvinnu-
skyldu póstmanna, og var nið
urstaða dómsins sú, að þeir
skyldu lúta sömu ákvæðúm um
yfirvinnu og( aðrir opinberir
starfsmenn, en ekki vera háðir
ákvæðum um skyldu til að
vinna 5 yfirvinnutíma á viku
eins og gilt hefur til þessa.
Á fundi bankaráðs Útvegsbanka
íslands 16. þ.m. var Jónas G.' Rafn
ar ráðinn bankastjóri Útvegsbanka
íslands í stað Jóhanns HafSteins,
sem hefir nú sagt starfinu lausu.
Jónas G. Rafhar hefir tvívegis
verið settur bankastjóri Útvegs-
banka íslands í forföRum Jóhanns
Haftseins.
17. marz 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3