Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993 Utlönd Notaði táragas tílaðræna skeHinöðru Fimmtán ára unglingur í Landskrona í Svíþjóð hefur verið dæmdur til að greiöa andvirði 100 þúsunda íslenkra króna í sekt fyrir að ræna skellinöðru af jafn- aldra sínum. Ræninginn notaði táragas til að yfirbuga félaga sinn. Við húsleit hjá hinum dæmda fannst skammbyssa og tekur dómurinn því einnig til óiöglegr- ar vopnaeignar. SkelUnöðrunnar var leitað um tíroa áður en hún fannstheima hjá hinum dæmda. Ástralsktsíma- klámseturfjöl- skylduríMoldóvu áhausínn Nokkrar fiölskyldur í Ástraliu hafa lent í verulegum fiárútlátum eftir að símakerfi landsins var tengt við alþjóðlegt gervihnatta- net. Unglingar á þessum heímil- um hafa uppgötvað möguleikann á að hringja í simaþjónustu hjá vændiskonura i ÁstraUu. Timafrek síratöl til ÁstraMu eru verulega kostnaðarsöm og því hafa foreldrar hinna forvitnu unghnga fengið himinháa síma- rcikninga. Rússneska fréttastofan Itar- Tass segir aö frá áramótum nemi kostnaður vegna símtalanna við ÁstraUu árslaunum 21 verka- manns. Moldóva er eitt af lýð- veldum fyrrum Sovétríkjanna. Dönsk sígarettu- gerð kærð vegna krabbameins Svíinn Harry Hákansson hefur kært dönsku tóbaksverksmiðj- una, sem framleiðir Prins sígar- ettur, fyrir aö bera ábyrgð á krabbameini sem hann fékk eftir aö hafa reykt þessa tegund í meira en tuttugu ár. Ekki er víst hvort málið kemur fyrir dóm þvi framleiðandinn heftir boðað Hákansson á sinn fund í lok þessa mánaðar þar sem ræða á kröfitr um bætur. Ekki er þó vitað hvort boðnir verða peningar fyrir að faUa frá kær- unni. Hákansson segir að hann hafi látið blekkjast af augiýsingum íyrirtækisins áriö 1971 og neytt framleiðslu þess upp frá því. Munaði hálfum metraaðflugvél- arrækjustsaman Rannsóknamefnd flugslysa í Noregi hefur komist að þeirri niö- urstöðu aö aöeins hafi munaö 50 sentímetrum að DC-10 þota með 376 fkrþega um borð rækist á Utla einkaflugvél. Atvik þetta varð á flugvellinum í Gardemoen, norðan Óslóar, í október í haust. Þotan var þá aö lenda eflir flug frá Rhodos. Nið- urstaða rannsóknarinnar var að veruleg hætta hefði verið á alvar- iegu flugsiysL Fjögunra millj- arðagróðiáút- gerðskemmti- ferðaskipa Norsk-bandaríska útgerðarfé- lagiö Royal Caribbean Cruises gráeddi jafiiviröi fiögurra milij- arða íslenskra króna á síöasta ári á skemmtisighngum um Karíba- hafið. Níu skip voru í fórum og er nú ákveðiö að láta smíða þrjú ÍVÍÖbÓt. TTogNTB Suðurskautslandið hafði betur: Landkönnuðirnir nær dauða en líf i - urðu að hætta við ferðina vegna sjúkdóma og hungurs Sir Ranulph Fiennes og félagi hans drógu allar vistir sínar á sleöa en þær dugðu ekki til. Bresku landkönnuðumir tveir, sir Ranulph Fiennes og dr. Michael Stroud, hafa ákveðið að binda enda á tilraun sína til að verða fyrstir manna til að fara einir og óstuddir yfir Suðurskautslandið, frá ísrönd til ísrandar. Tvimenningamir hafa þegar sett tvö met í ferð sinni, fyrstu gönguferð yfir Suðurskautsmeginlandið og lengstu heimskautagönguna án ut- anaðkomandi aðstoðar, en urðu loks að láta í minni pokann fyrir sjúk- dómum, hungri og frosti. „Þeir sögðust vera nær dauða en lífi þegar þeir sendu okkur skha- boð,“ sagði David Harrison, talsmað- ur leiðangursins. „Þeir eru óhuítir á þeim hluta Suð- urskautslandsins sem ekki er eins ógnvekjandi og við höfum fylgst með framgöngu þeirra," bætti hann við. Mennimir tveir hafa ferðast 2.170 kUómetra án allrar aöstoðar en þeir áttu aðeins eftir um 560 kílómetra leið að Scott stöðinni þar sem skip beið til að flytja þá heim. Twin Otter flugvél mun nú sækja þá út á ísbreiðuna og flytja til byggða þar sem þeir verða rannsakaðir tíl að komast aö raun um áhrif erfiðra aðstæðna og streitu á þá. Harrison sagðist ekki vita hvert farið yrði með þá, það færi eftir veðri. Fiennes þjáist af mikilH ígerð í öðr- um fæti en fúkkalyf höfðu ekki áhrif á hana. Landkönnuðimir hafa misst um þriðjung þyngdar sinnar frá því þeir lögðu upp þann 6. nóvember. Þá vom þeir orðnir matarlithr. Stroud var kalinn á höndum. Fiennes, sem er fyrrum sérsveitar- maður í breska hernum, missti hluta af tá og sjón hans dapraðist þar sem hann var ekki með hlífðargleraugu í fyrri leiðöngrum sínum. Tvímenningarnir ætluðu að safna nærri tvö hundmð mUljónum króna fyrir MS félagið breska með ferð sinni. Reuter Kartprinsmeð samkvæmií Brittaníu Karl Bretaprins ætlar að bjóða til samkvæmis um borð í Brittan- íu, snekkju móður sinnar, undir lok mánaðarins. Snekkjan verðu þá dregin í shpp í Kingston á Jamaíka. Elísabet drottning vih fá nýja snekkju en ríkisstjórnin viU ekki leggja fram fé Ul kaupanna, sér- staklega þegar haft er í huga að Brittanía var aðeins 27 daga á sighngu á síðasta ári. Breskastjórnin villseljaöl! listaverkin Listráðgjafar bresku ríkis- stjórnarinnar eru mjög uggandi um aö John Major geri alvöru úr þeirri hugmynd að selja flest eða öll listaverk í eigu ríkisins til að aíla fiár í ríkissjóð. Markviss Ustaverkasöfnun hófst á vegum sfiómarinnar á síðustu öld og veit enginn nú hve verðmætt safnið er. Listaverkun- um hefur verið komið fyrir i opin- berum hyggingum og prýða t.d. mörg ffæg verk skrifstofur ráö- herra. Ráðgjafarnir segja að með sölunni sundrist eitt verðmæt- asta Ustaverkasafii í heimi. Forsioa New Yorker móðgaðl bæði gyðinga og blökkumenn, Eldgos haíiö í Mayon á Filippseyjum: Þetta er ekki stóri hvellur- inn sem við erum að bíða eftir Eldgos hófst í eldfialhnu Mayon á FiUppseyjum í morgun og þeyttust aska, sandur og grjót hátt í loft upp. Þykk reykjarský Uðuðust sex Mló- metra upp í himininn og féUu aska og sandur niöur gil í hlíðum fiallsins. Raymundo Punongbayan, aðaleld- fiallafræðingur FUippseyja, kaUaði gosið í meðallagi en bætti svo við: „Þetta er ekki stóri hvellurinn sem við höfum verið aö bíöa eftir.“ Ekki höfðu borist neinar fréttir af mannskaða vegna gossins. Flestir íbúanna á hættusvæðinu nærri eld- fiaUinu höfðu þegar flúið heimih sín eftir að sprenging varð í fialUnu í síðustu viku. Þá fórust rúmlega sex- tíu manns. EldfiaUafræðingurinn Rolando Ar- boleda sagði að margir þorpsbúar, sem höfðu óhlýðnast fyrirskipunum um að halda á brott, væru í hættu. Arboleda og tveir félagar hans urðu að hraða sér í skjól þegar sprenging varð í fiallinu klukkan rúmlega þrjú í nótt að íslenskum tíma. Önnur sprenging fylgdi í kjöl- farið skömmu síðar. „Við heyrðum drunur. Ég hélt að það væri bara steinskriða og sagði félögum mínum að vera rólegir," sagði hann. „En svo litum við um öxl. Við sáum dök ský stefna á okk- ur. Við tókum til fótanna og litum aldreitilbaka." Reuter Ólga í ítalska Sósíahstaflokknum: Craxi segir af sér f ormennsku Bettino Craxi. Simamynd Reuter Giorgio Benevenuto, 55 ára gamaU lítt þekktur háttsettur embættismað- ur í ítalska fiármálaráðuneytinu og fyrrum verkalýðsleiðtogi, veröur væntanlega kjörinn formaður ítalska Sósíahstaílokksins í dag í stað Bettin- os Craxis sem sagði af sér í gær vegna mútuhneykslis. Leiðtogar sósíahsta, þar á meðal GiuUano Amato forsætisráðherra, héldu neyðarfund í gærkvöldi til að reyna að finna eftirmann sem gæti hreinsað ímynd flokksins. Þátttak- endur sögðu að þeir hefðu komið sér saman um aö stinga upp á Benven- uto. Craxi var hrærður mjög þegar hann skýrði þingheimi frá því aö hann ætlaði að segja af sér embætt- inu, sem hann hefði haft í sextán ár, til að honum gæfist meiri tími til að hreinsa mannorð sitt af spillingará- kærum. Hann hvatti sósíalista til að sýna einhug sinn þegar þeir veldu sér nýjan formann. Undanfarin vika hefur verið mjög stormasöm í ítölskum stjómmálum. Claudio MarteUi dómsmálaráðherra sagði af sér ráðherraembætti á miö- vikudag og sagði sig jafnframt úr Sósíahstaflokknum þar sem hann sætir nú rannsókn vegna meintrar spillingar. Hann hafði verið efstur á blaði yfir hugsanlegan eftirmann Craxis sem sjálfur er undir smásjá rannsóknardómara í Mílanó vegna mútuhneykshs. Reuter Allirreiðirvegna forsíðu sem átti aðsæfta Hópar gyðinga og hlökku- manna í New York brugðust ókvæða við þegar nýjasta tölu- blað tímaritsins New Yorker birt- ist. Á forsíðunni er teikning þar sem gyðingur úr hópi strangtrú- aðra kyssir blökkukonu. Síöustu mánuði hafa verið deil- um milli þessara tveggja minni- hlutahópa eftir að gyðingur var myrtur á götu af ungum blökku- manni aö því er gyðingar telja. Blökkumenn segja að sök hafx verið komið á unga manninn. Ritstjóri New Yorker vildi hvefia til sátta með forsíöunni og réð kunnan Ustamann úr hópi gyðinga til aö teikna hana. Hann gleymdi að strangtrúaðir gyðing- ar mega ekki kyssa á almanna- færi. Þeir mega kyssa konuna sína i leynum og hún verður að vera af þeirra eigin kynþætti. vildiróognæði Ungur sænskur heimspekingur vildi hafa ró og næði til að hug- leiða lífiö og tilveruna í lest á mhli Gautaborgar og Stokk- hólms. Aðrir .farþegar voru á öðru máll Hann greip í neyðarhemil lest- arinnar og dugði það til aö fa fólk- ið til að hætta skvaldrinu og ró skapaðist eftir aö aUir þustu út. Lögreglan ræddi á ettir við spek- inginn um ábyrgð manna á gerð- um sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.