Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993. 35 dv Fjölmiðlar Fyrir albiokkru var birt niður- staða könnunar þar sem gerður var samanburður á umfiöllun Qölmiðla um íþrótíir karla og kvenna. Samkvæmt henni var hlutur kvenna afskaplega rýr þó ekki muni ég nákvæmar tölur í þessu sambandi. Eftir bikarúr- slitaleikina um síðustu helgi velti ég þessum málum fyrir mér og þá um leið hvort einhverbreyting hefði átt sér stað kvenfólkinu í hag. Þeirri spumingu get ég reyndar ekki svarað þar sem þessi dálkur gefur tæpast svigrúm til þess. Þaö var því meira í gamní sem ég bar saman umfjöllun DV um bikarúr- slitaleiki kvenna i handknattleik í ár og fyrir tveimur árum. Það fyrsta sem vekux athygli er að plássið, sem leikirnir fá, er nán- ast hið sama, hálf blaðsíða. Til samanburðar fékk þýska knatt- spyma svipað pláss i sama blaði 1991 og í ár má taka ensku knatt- spyrnuna sem hhðstætt dæmi en undir hana var lögð u.þ.b. hálf blaðsíða á mánudaginn var. Varla þarf að taka fram að miklu meira pláss var lagt undir bikarúrslitaleikinn hjá körlun- um í ár líkt og undani'arin ár. Margir íþróttafréttamenn vilja meina að þetta sé réttlætanlegt. Þeir segja að fleiri karlmenn stundi íþróttina, áhorfendur á karlaleikjunum séu miklu fleiri o.s.frv. Auk fréttanna um keppn- isfólkið í meistaraflokkunum má flnna sérstaka unglingasíðu í DV sem birtir úrslit og viðtöl ætluð yngstu keppendunum. Þar hygg ég að munurinn á þessari kynja- skiptingu íþróttafrétta sé miklu minni. Hvort slík vnmubrögö væru æskilegri á íþróttasíðum blaðsins er nokkuð sem ég læt iesendum eftir að dæma um. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Jarðarfarir Árni Jón Gunnarsson, Túngötu 31, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Stóra-Laugadalskirkju, Táiknafirði, laugardaginn 13. febrúar kl. 14. Valdimar Valdimarsson, fyrrverandi brunavörður, sem lést af slysförum þann 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 15. Jón Jónsson, Söndu, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14. Þórunn Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju laug- ardaginn 13. febrúar kl. 14. Þórður P. Sighvats, Skagfirðinga- braut 35, Sauðárkróki, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laug- ardaginn 13. febrúar kl. 14. Útfor Agnars Helga Vigfússonar frá Hólum í Hjaltadal, sem andaðist í Landspítalanum þann 3. febrúar sl., fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Hólakirkjugarði. Útfor Guðnýjar Jennýar Marteins- dóttur frá Sjónarhóli, Neskaupstað, til heimilis í Fannborg 1, Kópavogi, verður gerð frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14. Jón Guðjónsson, Elliheimilinu Grund, lést þann 3. febrúar sl. Útfór- in fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð þann 20. febrúar nk. kl. 14 og jarðsett verður í heimagrafreit í Múlakoti í Fljótshlíð. Minningarat- höfn fer fram í Langholtskirkju þann 19. febrúar nk. kl. 15. STÖÐVUM BÍLINN ef viö þurfum aö tala í farsímann! ^ iixferdar y\ ‘í) 1991 by Kirxi FMturos Sv>'i1icato. Inc Woild riqhts inservod ©KFS/Distr. BULLS o-w Ég ætla að segja þér dálítið, Lalli. Það klúðrar örugglega enginn hlutunum eins og þú. Lalli og Lína SpakmæH Raunverulegt hugrekki er eins og flugdreki, mótbyrinn lyftir honum hærra. J. Petit Senn. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan S. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkviliö s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 12. febr. til 18. febr. 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður 'í Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40a, sími 21133. Auk þess veröur varsla í Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími 680990, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um lækna- þjónustu eru gefnar 1 síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10—14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opiö mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir þörn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sól- heimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið aila daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriöjud. -laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatns veitubilai i ■ r: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tUkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,' Rvík., simi 23266. Lífiínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Vísir fyrir 50 árum Föstudagurinn 5. mars. Stórkostlegt slys í London 158 menn farast í þrengslum í loftvarnarbyrgi. -60 fluttir í sjúkrahús. Sljömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 13. febrúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú verður að vera skipulagður og fylginn sjálfum þér til að hlut- imir gangi upp. Láttu ekki fólk pirra þig. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nýttu þér skilning og velvild meðal ættingja þinna til að ræða mikilvæg mál. Vertu fylginn sjálfum þér og framkvæmdu það sem þér fmnst nauðsynlegt. Hrúturinn (21. mars-19. april): Hugsaðu áður en þú framkvæmir tii að forðast mistök og mis- skilning. Þér gengur vel með eitthvað nýtt sem þú tekur þér fyr- ir hendur. Happatölur eru 3,16 og 17. Nautið (20. april-20. maí): Það er ekki víst að hlutimir gangi eftir þínu höfði. Láttu það ekki valda þér of miklum vonbrigðum. Byrjaðu frekar upp á nýtt. Tvíburarnir (21. mai-21. júni): Samstarf við aðra auðgar andann og opnar þér nýjar leiðir. Var- astu að vera of kröfuharður við þína nánustu. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú ert mikill sáttasemjari og leggur þig niður við að ná sáttum á milli fólks sem þér er annt um. Happatölur em 20, 24 og 34. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Hikaðu ekki við að taka stjónina í þínar hendur ef einhverjar vöfiur eru á mönnum. Kannaðu vel það sem þú hefur áhuga á áður en þú byrjar á einhverju. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Láttu ekki spennu í loftinu eyðileggja neitt fyrir þér. Notaðu skiln- ing þinn til að ná árangri í starfi. Umræður era af hinu góða þótt þér finnist hiö gagnstæða. Vogin (23. sept.-23. okt.): Gakktu í þau mál sem setið hafa á hakanum hjá þér áöur en þú tekur þér eitthvað nýtt fyrir hendur. Happatölur em 10,15 og 29. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Víkkaðu sjóndeildarhring þinn og sjáðu málin í víðara samhengi en áður. Fólk er þér sérstaklega innan handar sem auðveldar þér stöðuna í dag. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Sýndu ekki þeim sem þú elskar of mikla sjálfselsku. Gefðu ööram tækifæri á að tjá sig og taktu tillit til óska þeirra. Viðskipti ganga eftir áætlun. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Endurskoðaðu viðhorf þitt til ákveðinnar persónu. Það er ekki víst að þú hafir gefið henni það tækifæri sem hún á skilið. Reyndu að eiga tíma fyrir sjálfan þig í dag. Stjðm Ný stjörnuspá á hverjura degi. Hringdu! 39,90kr. mínútan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.