Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993. Norðurland eystra hefur átt tvo samgönguráðherra í röð: Haf nir kjördæmisins með f immtung allra framlaga Norðurlandskjördæmi eystra hef- ur notið þess að þaðan hafa komið tveir samgönguráðherrar 1 röð. Þannig hefur um fimmtungur til fjórðungur allra framlaga ríkissjóðs tíl hafnabóta runnið til kjördæmis- ins. Þar búa hins vegar einungis ríf- lega 10 prósent þjóðarinnar. I valdatíð Steingríms J. Sigfússon- ar og Halldórs Blöndals í samgöngu- ráðuneytinu, eða frá og með árinu 1988, hefur verið ráöist í ýmsar stór- framkvæmdir við hafnir kjördæmis- ins fyrir ríflega milljarð króna. Með- al þeirra staða sem notíð hafa góðs af framtakssemi ráðherranna eru Húsavík, Akureyri, Grenivik, Gríms- ey, Dalvík, Árskógströnd, Ólafsfjörð- ur, Þórshöfn og Raufarhöfn. 200 milljónir I ár Að sögn Hermanns Guðjónssonar hafnamálastjóra hefur stóraukin togaraeign Eyfirðinga á undanfóm- um árum kallað á aukna fjármuni tii hafnagerðar á Norðurlandi eystra. - Húsavíkurhöfnúthlutaö344mllljónumásexárum Allt að fjórðungur togaraflota lands- manna er á þessu svæði. í ár áætlar ríkið að verja um 800 milljónum í hafnagerð víðs vegar um landið, þar af fara um 200 milljónir í kjördæmi þeirra Steingríms J. og Halldórs. Athygli vekur að frá árinu 1988 hefur Húsavíkurhöfn fengið um 350 milljónir til framkvæmda. Þetta jafn- gildir því að hver íbúi á staðnum hafi fengið um 140 þúsund krónur í sinn hlut. Framkvæmdirnar hafa að hluta verið réttlættar með þjónustu- hlutverki hafnarinnar við Kísilverk- smiðjuna við Mývatn, en einnig þótti nauðsynlegt að dýpka hana vegna strandsiglinga. Framkvæmdimar hafa hins vegar sætt gagnrýni og telja margir að Akureyrarhöfn sé ekki síður vel fallin til að vera útskip- unarhöfn fyrir Kísilverksmiðjuna. Hátt I milljón á mann I Grímsey Ráðist hefur verið í ýmsar fleiri stórar hafnaframkvæmdir í kjör- Stórhafnamenn í ráðherrastól — Stffirri hafnatramkvæmdlr í t(ð núverandi og fyrrverandi samgönguráðherra dæminu á undanfórnum ámm. Frá árinu 1988 hefur til dæmis verið var- ið 266 milljónum í höfnina á Akur- eyri og í ár er áætlað að veija 102 milljónum í framkvæmdir þar. Á 6 árum hefur hver Akureyringur því aö meðaltali fengiö um 25 þúsund krónur til hafnarbóta úr ríkissjóði. Á árunum 1989 til 1991 fóru ríflega 87 milljónir í höfnina í Dalvík og á áranum 1991 og 1992 fóru tæplega 40 milljónir til Grenivíkur. Á 5 árum hafa um 100 milljónir farið í höfnina í Grímsey en þar búa einungis um 120 manns. Það jafngildir því að hver íbúi hafi fengið á níunda hundrað þúsund krónur til hafnarbóta. Alls era um 70 hafnir á íslanch, þar af 14 á Norðurlandi eystra. Á tólf þessara hafna kemur aldrei fiskur. Hjá Hafnamálasofnun fengust þær upplýsingar að einungis ein höfn, á Eyrabakka, hafi lagst af á síðasta áratug þrátt fyrir stórbættar sam- göngur á landi. Engin áætlun er tíl umfækkunhafna. -kaa Páll Eggertsson afhendir Ellert Eiríkssyni bæjarstjóra listana. Mótmæla fyrirhuguðu safhaðarheimili í Keflavík: Viljum vemda þetta fallega svæði Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Það eru flestir á mótí þessari byggingu, einkum eldra fólkið í bæn- um. Með því að byggja safnaðar- heimiliö á kirkjulóðinni og tengja það við kirkjuna eyðileggst allt um- hverfið í kring en þar era gömul hús. Safnaðarheimilið á að vera 1000 m2 svo það er engin smásmíði - ný- tískulegt hús í gömlu hverfi. Kirkjan sjálf er ekki nema 250 m2. í lögum um kirkjuna segir að fæstir í söfnuði skuli vera 100 en flestir 4000. Hér er söfnuðurinn orðinn 7500 manns og ég held að það sé tímabært að byggja nýja kirkju og safnaðarheimili þar. Við viljum vemda þennan stað þar sem svæðið er mjög fallegt og opiö,“ sagði Páll Eggertsson, talsmaður áhugahóps um vemdun kirkjulóðar- innar í Keflavik, viö DV. Hópurinn afhenti Ellert Eiríkssyni, bæjarstjóra í Keflavík, undirskriftar- lista með nöfnum um 800 manna sem mótmæla því að bæjaryfirvöld leyfi byggingu safnaðarheimilis á lóðinni umhverfis kirkjuna og annan lista með nöfnum 100 manna sem búa í næsta nágrenni við kirkjuna. „Fjallað verður um þessa undir- skriftarlista í bæjarráði Keflavíkur og bæjarstjóm samkvæmt skipu- lagslögum um athugasemdir sem koma fram við auglýstar breytingar á deiliskipulagi. Bæjarstjóm ber að fjalla um þessar tillögur og athuga- semdir og síðan, hvort sem hún sam- þykkir eða hafnar, þarf bæjarstjórn- in að gera grein fyrir afstöðu sinni skriflega," sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík. Kirkjulóðin þar sem byggja á safnaðarheimilið. DV-myndir Ægir Már Akureyri: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ráðherra hefur ekki skrifað undir það samkomulag sem gert var við Atvinnuleysistrygginga- sjóð varðandi átaksvinnuna og við getum ekki sett þetta í gang fyrr en undirskríft hans liggur fyrir. Ég reikna meö að það verði strax eftir helgina" segir Sigrún Bjömsdóttír h)á Vinnumiðlunar- skrifstofunni á Akureyri. Akureyrarbær hefur fengið heimild til að ráða 50 manns i þriggja mánaða vinnu við ýmis átaksverkefni og verða þeir sem þessa vinnu fá sérstaklega valdir af Vinnumiðlunarskrifstofunni eftír ákveðnum reglum. Verkefn- in, sem vinna á við, era verkefni sem eru utan fjárhagsáætlunai- bæjarins og má í því sambandi neftia ýmsa vinnu viö skóla, íþróttahús og söfn í bænum. Atvinnulausir á Akureyri era nú um 530 og hefur lítillega fækk- að frá því sem var þegar þeir vora flestir. Sú hreyfing sem hef- ur verið á fólki í vikunni hefur hins vegar verið í rótta átt og nokkuð um að fólk hafi veriö aö tilkynna Vinnumiðluninni um að það hafi fengið vinnu. Kostaði 90 milUónir að gera við Harðbak Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Viögerð og endurbætur á Harðbak, togara Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem unnar vora í Póllandi, kost- uðu um 90 milljónir króna en ekki 37 milljónir eins og pólska tilboðið hljóðaði upp á. Nokkur styr var um það á sínum tíma að pólska tilboðinu var tekið en ekki tilboði Slippstöðv- arinnar á Akureyri sem bauðst til að vinna verkið fyrir 63 milljónir. „Það var unnið miklu meira við skipið en fólst í útboðinu á sínum tíma og það var einnig skipt um tæki í brú skipsins sem félagið keypti sjálft milliliðalaust. Það skýrir þann mun sem var á tilboði Pólverjanna og þessum 90 milljónum. Skipið var einnig sandblásið sem ekki var gert ráð fyrir," segir Sverrir Leósson, formaður stjómar ÚA. „Við Útgerðarfélagsmenn segjum að peningalega séð hafi pólska tilboð- ið algjörlega staðist og verkið var vel unniö. Kjami málsins er að það stóð eins og stafur á bók sem sneri að Pólverjunum en ef við hefðum boðið þetta allt út hefði það kostað miklu meira,“ segir Sverrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.