Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR15. MARS1993
Fréttir
Tölvunefnd veitti Reiknistofunni hf. leyfi fyrir „svörtu skránum
«.
Fangelsisdómur eigandans
leiðir til endurskoðunar
- liggur beint við nú að skoða málið, segir Jón Thors
Tölvunefnd mun endurskoöa
starfsleyfi sem það veitti Reiknistof-
unni hf. í Hafnarfirði til að skrá nið-
ur upplysingar um fjárhagsmálefni
og lánstraust einstaklinga hér á landi
og selja þær - svokallaðar svartar
skrár. Ástæðan er að viðskiptafræð-
ingur, sem veitir fyrirtækinu for-
stöðu sem stjómarformaður og
framkvæmdastjóri, var á fimmtudag
dæmdur til að sæta fangelsi.
Eins og fram kom í DV á fóstudag
var maðurinn dæmdur fyrir að hafa
búið til málamyndaafsal og sölunótu
fyrir prentvél og tækjum upp á 2,3
milljónir króna í þeim tilgangi að
svíkja út úr ríkinu tæplega háifa
milljón króna í innskatt. Viðskiptin
fóru í raun aidrei fram en skjölin
voru úthúin til málamynda og var
skilaö til skattyfirvalda.
Fram kom í dómsmálinu aö þetta
var gert í þeim tilgangi að koma und-
an eignum frá gjaldþroti prent-
smiðjueiganda sem var í vitorði með
eiganda Reiknistofunnar hf. Við-
skiptafræðingurinn fékk 6 mánaða
fangelsi, þar af 4 skilorðsbundið en
eigandi prentvélarinnar fékk 4 mán-
uði skilorösbundið.
Að sögn talsmanns Tölvunefndar,
Jóns Thors hjá dómsmálaráðuneyt-
inu, er ljóst að nefndin mun taka
mál Reiknistofunnar hf. fyrir:
„Þetta er hlutur sem nefndin hefur
ekki fengiö tækifæri til aö skoða enn-
þá. En við verðum að gera það,“ sagði
Jón. Aðspurður hvemig nefndin
mundi kynna sér málið sagði Jón:
„Ég býst við að við notum frétt DV
til að byija með. Meira hef ég ekki
séð í augnablikinu. Við skoðum mál-
ið að sjálfsögðu, ég held að það liggi
beint við því þarna er ákveðið vanda-
mál. En til hvers það leiðir er of
snemmt að spá í núna,“ sagði Jón.
Samkvæmt starfsleyfi frá Tölvu-
nefnd var Reiknistofunni hf. veitt
starfsleyfi frá og með 4. september
1990 og gildir það til ársloka 1994.
Meginverkefni fyrirtækisins hefur
verið að veita upplýsingar um van-
skil, nauðungaruppboð og gjaldþrot.
Upplýsingamar eru sóttar til dóm-
stóla. Þar sem fyrirtækiö annast það
kerfisbundið að safna og selja per-
sónulegar upplýsingar um einkahagi
einstaklinga komu á sínum tíma
mjög sterk mótmæh og gagnrýni á
starfsemiþess. -ÓTT
Jón Magnússon, lögfræðingur VSÍ:
Erum í viðræðum við f imm kónga
- undirmenn koma í veg fyrir samkomulag, segir Grímur Gíslason
Nefnd um nýja vinnutilhögun
í viðræöum við öll stéttarfélög
áhafnarinnar var komið samkomu-
lag um aö skipa nefnd fulltrúa stétt-
arfélaga áhafnarinnar og stjórnar.
Átti nefndin að komast að niðurstöðu
um nýja vinnutilhögun um borð og
nýtt launakerfi. „Þetta voru allir
sammála um. Til að tryggja að niður-
staða fengist vildum við að skipuð
yrði nefnd þriggja héraðsdómara til
að úrskurða í málinu ef við kom-
umst ekki að samkomulagi. Þetta
samþykktu allir nema fulltrúar und-
irmanna. Ég held að ef þeir hefðu
samþykkt þetta fyrirkomulag hefði
það nægt til að koma skipinu af stað,“
sagði Grímur. Meðal hugmynda sem
ræddar hafa veriö, samkvæmt heim-
ildum DV, er breytt vinnutilhögun
með því að fækka þemum um eina
og Sölga hásetum um einn. Hásetar
Jónas Ragnarsson, formaður stýrimannafélagsins, Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari og Magnús Jónasson,
framkvæmdastjóri Herjólfs hf. ' DV-myndÓmar
hafa fengið greidd laun eins háseta
með yfirtíð, sem félli þá niður. Þar
með væru stýrimenn komnir með
þann launamun sem þeir telja eðli-
legan, en þar stendur hnífurinn í
kúnni. Bæjarstjóm Vestmannaeyja
hefur fylgst grannt með Heijólfsdeil-
unni og m.a. skoraö á deiluaðila að
finna lausn. Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri sagði við DV að hann
ætti von á að bæjarráð ályktaði í
málinu í dag. „Þá verður hugsanlega
ákveðið aö halda aukafund í bæjar-
stjóm þar sem deilan yrði tekin fyr-
ir. Við hörmum þetta ástand sem er
orðið það alvarlegt að allir verða aö
leggjast á eitt til að það leysist sem
fyrst.
Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmafiyjum:
„Við erum í viðræðum við fimm
kónga. Sumir vilja að ef farið verði
út í viðræður um nýja vinnutilhögun
yrði tryggt að niðurstaða fengist. En
sum stéttarfélögin treysta engum en
virðast ekki geta leyst deiluna sjálf,"
segjr Jón Magnússon, lögfræðingur
VSÍ, en hann segir að fjöldi stéttarfé-
laganna geri Heijólfsdeiluna erfiða.
Grimur Gíslason, stjómarformað-
ur Heijólfs hf., sagði að því miður
hefði ekki tekist aö leysa deiluna í
þessari lotu. Stjórnin hélt fund í gær
þar sem samþykkt var að óska eftir
heimild framkvæmdastjómar VSÍ til
verkbanns á alla áhöfn Heijólfs. Er
það boðað með viku fyrirvara.
Grímur segir að í þessari töm hafi
í raun strandað á undirmönnum.
Hundmð emstaklinga a höfuð- Samkvæmt Heimilislækninum
borgarsvæðinu, mest böm, hafa koma sjúkdómseinkennin fram
sýkst af skarlatssótt á undanfóm- nokkrum dögum eftir smit. Hár
um vikum. Á læknavaktinm í hiti, rauðar og sárar kverkar og
Reykjavík fengust þær upplýsingar skán á tunguna. Á öðmm degi
að fyrstutilfeffin heföu gert vart myndast blárauð útbrot á andliti
við sig skömmu fynr jol. Nú sé svo og á þriðja degi breiðast þau út um
komiö að um farsott sé að ræða. allan líkamann. Hitinn lækkar þá
okarlatssott hefur um langt skeiö og tungan verður eldrauö. Næstu
verið mjög sjaldgæfur sjúkdómur daga og vikur flagnar himna af
hér á landi. Fynr tilkomu sýklalyfa tungu og húð. Helstu fylgikviUar
varsjúkdómurinntalinnhættuleg- skarlatssóttar eru gigtsótt og
ur og sjúklingar einangraðir f nýmabólga og koma þeir fram
nokkrar vikur meðan smithætta tveim til þrem vikum eftir aö út-
var fyrir hendi. brotinkomafram. -kaa
Samkomulag náðist ekki í Herjólfsdeilunni:
Of mikið bar á milli
- segir ríkissáttasemjari - óskaö eftir verkbanni á áhööiina
Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum:
„Ég harma aö menn náðu ekki
saman. Mikill tími fór í að ræða
vinnutilhögun um borð en í lokin
strandaði á kröfum stýrimanna. Um
miðnætti skiptust þeir og stjórn Herj-
ólfs á tillögum en of mikið bar á
milli," sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari. En hann sagði
ennfremur í samtali við DV að full-
reynt væri í bili að ekki næðist sam-
komulag en hann sleit fundi um kl.
hálfeitt í fyrrinótt. Lauk þar með
samningalotu sem staðið hafði frá
því á miðvikudag. Málið strandaði á
tveimur þáttum, annars vegar launa-
kröfum stýrimanna og hins vegar að
undirmenn neita að sett verði yfir-
nefnd á viðræður um nýja vinnutil-
högun og launakerfi um borð.
Deilan tók nýja stefnu í gær þegar
stjórn Herjólfs hf. ákvað að óska eft-
ir heimild til verkbanns á alla áhöfn-
ina. Herjólfur hefur legið bundinn
við bryggju í Eyjum í bráðum sex
vikur og ekki sér enn fyrir endann á
verkfallinu. Guðlaugur ætlar ekki að
boða til fundar næsta hálfa mánuð-
inn nema deiluaðilar óski þess.
Stuttar fréttir
Muðbyggirofdýrt
Opinberar byggingar eru mun
dýrari en efni standa til vegna
þess að rítöð byggir á þrisvar
sinnum lengri tíma en þörf er á.
Fjármálaráðherra telur að ríkis-
sjóöur tapi allt að 4 milljörðum
króna á hverjum ártug vegna
þessa. Þetta kom fram á nýafstað-
inni ráðstefnu um útveggi.
Forsetaheimsókn
Algirdas Mykolas Brazaukas,
forseti Litháens, kemur í vinnu-
heimsókn í boði Davíðs Oddsson-
ar um næstu helgi. Hádegisverð:
ur með forsetanum og viðræður
við íslenska ráðaraenn og aðila
úr atvinnulifi er á dagskránni.
Tjaldur kominn til Eyja
Tjaldurinn kom til Vestmanna-
eyja um helgina. Samkvæmt
fréttastofu RÚV lét fuglinn heyra
duglega í sér við komuna af hafi.
Margeir Pétursson stórmeistari
varð í gær íslandsmeistari í hrað-
skák. Hann náði 17 vinningum
af 18 mögulegum.
HöggmyndtilLondon
Listakonurmi Guðrúnu Nielsen
hefur veriö boöið að stilla upp
höggmynd við Design center í
London. Samkvæmt Bylgjunni er
vertöð Lundúnabúum ekki
ókunnugt því það var sýnt á norr-
ænni sýningu í haust.
Læknar á móti tilvísiin
Læknafélag Reykjavíkur hefur
lýst yfir andstöðu við það tilvís-
anakerfi sem heilbrigðisráðherra
hyggst innleiða. Bylgjan hafði eft-
ir formanni félagsins aö hið nýja
kerfi væri skerðing á valfrelsi.
Sparnaðarleið
Talið er að spara megi 5 til 6
milljarða á 12 árum með því aö
reka 100 vagna almenningsvagna
kerfi í Reykjavik. Þetta er niður-
staða Hagfræðistofnunar H.i.
sem gert hefur úttekt á arðsemi
þess aö sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu taki sig saman
um almenningssamgöngur.
Þvottahústilsölu
Stjórnvöld ætla sér aö selja
Þvottahús Ríkisspítalanna fyrir
allt að 200 milljónir króna. Alls
starfa 55 maims í þvottahúsinu,
Á Landspítalanum óttast menn
að þjónustan muni hækka í veröi
við einkavæðingu en þvi vísar
heilbrigðisráðherra á bug. Stöð
tvö skýrði frá þessu í gær. -kaa