Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Page 8
8
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993
Útlönd
Fjögurraára
fangelsifyrirað
nauðga barni
Sænskur karl á fimmtugsaldri
hefur verið dæmdur 1 i]ögurra
ára fangelsi fyrir endurteknar
nauðganir á ungri telpu. Stúlkan
var átta ára þegar maðurinn
nauðgaði henni fyrst. Nú er nú
hún ellefu ára.
Maðurinn var náinn vinur for-
eldra stúlkunnar. Hann ógnaði
henni með hníf en dómstóllinn
dæmdi hann fyrir nauðgun en
ekki hótanir um líflát.
Ferðamaður
myrtur í Flórída
Þjóðverji á fimmtugsaldri var
skotinn til bana fyrir utan hótel
sitt á Flórída á fostudag. Tildrög-
in voru þau að eiginkona Þjóð-
verjans var að reyna að verjast
tveimur þjófum sem ætluðu aö
stela af henni veskinu.
Eiginmaðurinn ætlaði að koma
henni til hjálpar en þá drógu þjóf-
arnir upp byssu. Þetta var fimmta
morðið á ferðamanni á Flórída á
tiltölulega skömmum tíma.
Dóttirin kostaði
4000krónur
Kazungu Nyule í bænum Ma-
lindi í Kenýu hugðist selja níu ára
gamla dóttur sína fertugum
manni fyrir liðlega fjögur þúsund
íslenskar krónur og tvo nautgripi
að auki.
Peningana ætlaði Nyule að nota
til að greiða sekt sem sonur hans
átti að greiða fyrir hórdóm.
Blómlegur trúariðnaður sprettur upp 1 Texas:
Eyðnisjúkhóraí
Fólk kaupir allt
með nýja Kristi
. fá að vita um kostina
Bill Powers, minjagripasali í Texas, hefur fest upp boli með myndum og
slagorðum tengdum ofsatrúarhópnum í Waco. Powers segist hafa selt 500
boli á siðustu tveimur dögum. Húfur eins og hann ber sjálfur eru líka til
sölu og raunar hvað eina sem tengist trúarhópnum á búgarðinum.
Símamynd Reuter
Kaupmenn og framleiðendur
minjagripa í Texas hafa fundið upp
mikinn gróðaveg í að selja almenn-
ingi alit sem tengist ofsatrúarhópn-
um á búgarðinum við Waco. Ungl-
ingarnir vilja helst ganga í bolum
með slagorðum hins nýja Krists.
Líkön af búgarðinum eru einnig
vinsæl og raunar allt sem nöfnum
tjáir að nefna. Búið er að breyta nafn-
inu Waco í skammstöfun fyrir „We
aint coming out“ eða við komum
ekki út.
David Koresh, leiðtogi hópsins og
sjálfskipaður Jesús Kristur, neitar
enn að gefast upp en hefur lagt fram
fyrirspum tii lögreglunnar um hvað
bíði eftir upgjöf. Þetta þykir boða
gott um lok umsátursins við búgarð-
inn því til þessa hefur Koresh haldið
sig við tilvitnanir í biblíuna.
Lögreglan hefur látið ijúfa allt
símasamband við búgarðinn enda
voru símaviðtöl við fólkið þar orðið
mjög vinsælt útvarpsefni og jók mjóg
á áhuga manna á því sem var að
gerast á búgarðinum.
Umsátrið hefur staðið í 15 daga og
er talið að 105 manns séu á búgarðin-
um. Lögreglan er með mikið lið í
umsátrinu og hefur öfluga skrið-
drekatilsóknarefafverður. Reuter
einangrun
Eyðnisjúk vændiskona hefur
verið úrskurðuð í einangrun í
Málmey í Svíþjóð. Konan smitað-
ist árið 1985 en hélt áfram að
sinna starfi sínu,
Fyrír háifum mánuði fóru
læknar fram á að konan yrði sett
í einangrun til að koma i veg fyr-
ir að hún útbreiddi sjúkdóminn.
Hún var svipt sjálfræði með dómi
og verður vistuö á sjúkrahúsi.
Karólína prinsessa með nýju
hárgreiðsluna. Simamynd Reuier
Karólínagefur
skipinafn
Karólína, prínsessa af Mónakó,
tók að sér að gefa nýju skipi toll-
gæslu föður síns, furstans af
Mónakó, nafn. Fórst henni verkið
vel úr hendi.
Hitt þótti þó merkilegra að
prinsessan er búin að fá sér nýja
hárgreiðslu. Hún þykir fullorö-
inslegri en áður en þó glæsileg
eins og alltaf.
@> TOYOTA
Tákn um gœði
B'n
i fU
V E R Ð f R A K R . 9 3 9 . ö ö 0 A G 0 T U II A