Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Side 2
2 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Fréttir Stuttarfréttir dv Skoðanakönnun D V: Níu af hverjum tíu vilja hvalveiðar - af þeim sem taka afstöðu Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi því að íslend- ingar hefji hvalveiðar aö nýju. Stuöningur landsmanna við hval- veiðar hefur vaxið. Þetta kom í ljós í skoðanakönnun sem DV gerði síð- asta mánudags- og þriðjudagskvöld. Af öllu úrtakinu sögðust 83,8 pró- sent vera fylgjandi hvalveiðum. Að- eins 8,5 prósent voru andvíg, 6,5 pró- sent óákveðin og 1,2 prósent vildu ekki svara. í sambærilegri skoðana- könnun fyrir tæpum tveimur árum voru 69,7 prósent fylgjandi hvalveið- um, 15 prósent andvíg, 14,7 prósent óákveðin og 0,6 prósent svöruðu ekki. Þetta þýöir að 90,8 prósent þeirra, sem nú taka afstöðu, eru fylgjandi hvalveiðum en 9,2 prósent andvíg. Fyrir tveimur árum voru 82,3 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, fylgjandi hvalveiðum og 17,7 prósent andvíg. Skoöanakannanir hafa sýnt yfir- gnæfandi stuðning við hvalveiðar, jafnt meðal kvenna og karla, íbúa höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. ísland hefur nú sagt sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. DV spurði í skoö- Niðurstööur skoðanakönnunar DV urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður sambærilegrar DV-könnunar frá maí 1991. Maí Nú 1991 Fylgjandi 69,7- 83,8- hvalveiðum % % Andvigir 15% 8,5% Óákveðnir 14,7- 6,5% % Vilja ekki 0,6% 1,2% svara Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurn- ar þessar: Maí Nú 1991 Fylgjandi 82,3- 90,8- % % Andvígir 17,7- 9,2% anakönnun í desember 1991 hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt úr- sögn úr ráðinu. Þá reyndust 63,2 pró- sent fylgjandi úrsögn, 13,5 prósent voru andvig, 21 prósent óákveðið og 2,3 prósent vildu ekki svara. í skoðanakönnuninni nú var úr- takið 600 manns, og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg- ur því að íslendingar hefji hvalveiðar að nýju? Skekkjumörk í skoðanakönnun- inni eru 3-4 prósentustig. -HH Ummæfi fólks f könnuitinni „Auövitað á að veiöa hval í kreppu,“ sagöi karl á höfuðborgar- svæðinu. „Fylgjandi. Þaö er nauö- syrúegt að halda stofninum í skefj- um,“ sagði kona úti á landL „Það er löngu tíraabært að fara aö veiöa hval,“ sagði karl útí á landi. „Það á að veiða. Nóger af hvalnum sjón- um,“ sagði karl úti á landi. „Ég er andvígur af ótta við hefndaraö- geröir,“ sagði karl á landsbyggð- inni. „Hvalveiðar eru okkur nauð- sjm,“ sagöi kona á landsbyggðinni. „Ég er fylgjandi hvalveiðum með kvóta," sagði karl á landsbyggð- ixmi. „Ég er enginn sérstakur hvalavinur og raér finnst hvalur góður og ómissandi á þorrabákk- ann,“ sagöi kona á landsbyggðinni. „Ég vil veiðar undir eftirliti," sagöi kona á höfuöborgarsvæðinu. „Já, af hvalnum fáum viö gott kjöt,“ sagði kona úti á landi. „Eg er hlut- laus. Það er betra að hafa vaðiö fyrir neðan sig,“ sagði karl á höfuö- borgarsvæðinu. „Fylgjandi hval- veiöum - með skynsemi,“ sagði kona á höfuðborgarsvæðinu. „Hvalveiðar hafa veriö stundaðar síðan landiö var byggt og við eígum afi halda þeim áfram,“ sagði kona á höfuðborgars væðinu. „Ég er bara fylgjandi hrefnuveiðum," sagði karl á höfuðborgarsvæðinu. -HH Vaxandl fylgl hvalvelða Niðurstöðurskoðanakönnunar DV urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður sambærilegrar DV-kðnnunar frá maí 1991. 83,8% ■ Maí '91 □ Nú 15% 14,7% | 8,5% ■■ 6,5% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: 90,8% 82,3% 17,7% 9,2% Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Maí '91 Nú □ Fylgjandi □ Andvígir Þoi’steinn Pálsson segir aö fækka verði opinberum starfs- mötmum takist ekki að lækka vexö og hemja útgjöld ríkisins. 7000ánatvinnu 7000 raanns eru skráðir án at- vípjiu, þar at' hafa 2000 verið at- vinnulausir í þrjá til sex mánuði. Zuroffgefstekkiupp Forstöðumaður Wiesenthal- stofunarinnar ætlar að berjast áfram fyrir að fá Eðvald Hinriks- son fyrii- dóm. Eistneskir sagn- fræðingar segja engar sannanir fyrir að Eövald hafi framið stríös- glæpi. Arsenal-Tottenham Sjónvarpið sýnir leik Arsenal og Tottenham í undanúrslitum bikarkeppninnar á morgun, sunnudag, kl. 11.15. Afþeim sök- um fellur útsending í dag niður. Akurnesingar fá að reka skoö- unarstöð Biíreiðaskoðunar ís- lands í bænum ákveði Bifreiða- skoöun að loka stöðinni. Þyrla Landhelgisgæslimnar sótti slasaðan sjómann um borð í Viðey RE um hádegiö í gær. Maðurtnn lærbrotnaöi. Rannsókn sýnir að flöldi bama með greinda hjartagalla hefur farið vaxandi undanfarin ár. Búast má við fleiri skyndilok- unum í kjölfar rarmsókna Hafró. Tugir lenda í alvarlegum vinnuslysum hjá Pósti og sima á ári hverju. Bréfberar eru helsti áhættuhópuriim þvi oft er erfítt að fóta sig í hálkunni. Verjandi Stefáns Einarssonar, sem dæmdur var í 4 ára fangelsi fyrir hasssmygl, ætlar með máliö fyrir mannréttindadómstólinn. AUantafær2júmbó Atlanta hefur samið við Saúdí- Araba um rekstur 2 júmbóþotna. Þetta mun skapa um 100 íslend- ingum vinnu. Stöð 2 greindi frá. AuríBláalónið íslenskir aðalverktakar hafa ákveðið að leggjasex miJijónahlut- afé í Heilsufélagið við Bláa lónið. Sparisjóðirgræða Allir sparisjóðir landsins nema tveir skiluðu hagnaði á síöasta ári -Ari AP-fréttastofan um Kristján Jóhannsson: Bifvélavirkinn sem nú tryllir óperuunnendur næsti stórtenór á eftir Domingo, Pavarotti og Carrera „Nú þegar óperuhúsin þurfa sár- lega á tenórum að halda fyrir ítölsku óperumar er söngvarmn með vík- ingablóð forfeðraima í æðum sann- kallað raddorkuver," segir í nýlegri grein frá bandarísku fréttastofunni Associated Press um Kristján Jó- hannsson. í greininni sem ber fyrirsögnina, Kristján Jóhannsson: Söngrödd frá landi víkinganna, er fariö afar lof- samlegum orðum um Kristján og framistöðu hans í Metropolitan óperuhúsinu í New York. Þar segir að Kristján sé komin vel á veg með að verða næsti stórtenór- inn þar sem Pavarotti og Domingo séu komnir á sextugsaldur og Carr- era sé að draga sig í hlé í Kjölfar veik- inda. Kristján eigi einungis eftir að leggja eitt stórsviðið að fótum sér, sem sé Covent Garden í London, en þar mun hann syngja árið 1994. í greininni segir að Kristján hafi í upphafi unnið fyrir sér sem bifvéla- virki í Utium bæ á íslandi. Eftir aö sönghæfileikar hans uppgötvuðust þurfi hann hins vegar ekki lengur að vinna fyrir sér með því aö stilla dísilvéiar; hann sé orðinn tenór í heimsklassa sem trylli alla fjögur þúsund áhorfendur Metropolitan með sínum háu tónum. Fjallað er um sýninguna á Cavall- eria Rusticana og Pagliacci í Metro- politan þar sem Kristján og Placido Kristján Jóhannsson með konu sinni, Sigurjónu Sverrisdóttur, og tengda- móóur, Rannveigu Guðmundsdóttur. Myndin var tekin eftir frumraun Krist- jáns í Metropolitanóperunni. DV-mynd Anna Domingo sungu í sömu sýningu. Seg- ir að Domingo hafi fengið hávært lófatak en allt hcifi ætlaö vitiaust að verða þegar Kristján var hylltur. Höfundur greinarinnar segir að ís- land sé græn eldfjallaeyja í Norður- Atlantshafi þar sem 250 þúsund manns búi ásamt 2 milljónum rolla. Minnst er á sagnahefðina, yfirráð Dana og sjálfstæðið sem fékkst 1944. Sagt er að þrátt fyrir ítalskar aríur sé Kristján í engu búinn að gleyma tónlist fóðurlandsins því nýjasta platan hans sé með íslenskum lögum.' „Platan sló í gegn heima og komin inn á fjóröa hvert íslenskt heimili," segir Kristján, stoltur í lok viötalsins. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.