Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Fréttir Þríhliða kjarasairmingaviðræðiirnar komnar á ystu nöf: Okkur er gert að benda á fjármögnunarleiðir - getur verið að slitna upp úr, segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ „Þaö getur alveg verið að það sé að slitna uppúr þríhliöasamninga- viðræðunum. Það eina sem ég hef fengið frá ríkisstjóminni í dag er að hún kvaðst tilbúin að hlusta á nýjar tillögur frá okkur ef við hefðum ein- hverjar. Viö erum aö sjáifsögöu ekki tilbúin með þær. Það er kannski ekki beint hægt að segja að búið sé að hafna tillögum um lækkun matar- skatts og annað sem við höfum verið að ræða undanfarið. Ráðherramir tóku þó ekki nógu mikið tiliit til þeirra á síðasta fundi okkar með þeim. Nú segja þeir að við verðum að benda á fjármögnunarleiðir fyrir ríkisstjómina ef hún eigi að verða við kröfum okkar. Við erum nú á leið á fund með vinnuveitendum til að sjá hvort einhver leið er fær,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, síödegis í gær að loknum fundi 7 manna samninganefndar Alþýðu- sambandsins. í gær var fyrirhugaður fundur að- ila vinnumarkaðarins með ríkis- stjórninni en ekkert varð af honum af fyrr greindum ástæðum. Benedikt sagði að ríkisstjómin hefði hafnað leiðum til fjármögnunar sem þegar hefur verið bent á, svo sem ákveðinni útfærslu á fjármagns- tekjuskatti. Rétt aö viö tökum þá við „Það sem menn hafa verið að ræða um í kjarasamningaviðræðunum aö undanfómu er ekki grundvöllur fyr- ir nýjum kjarasamningi. Mér dettiu- ekki í hug að reyna að bera það upp á félagsfundi í Dagsbrún sem nýjan kjarasamning. Ef ríkisstjómin vill að við stjórnum fjármögnun þessara kjarasamninga, þá er alveg eins gott að við tökum alveg við stjóminni. Þeir geta að vísu haldið eftir sumar- bústaðnum á Þingvöllum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, form- aður Dagsbrúnar, síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV, innan úr herbúðum sfjómarflokkanna, ætlar ríkisstjómin ekki að ganga að kröfum aðila vinnumarkaðarins nú um lækkun matarskatts, lækkun lyfia- og lækniskostnaðar og að láta aukið fé til atvinnusköpunar, eins og atvinnumálatillögurnar gera ráð fyr- ir. Því er haldiö fram að ríkisstjómin meti stöðuna svo að ef uppúr slitnar nú, hafi verkalýðshreyfingin enga stöðu til aðgerða. Þá verði hægt að taka upp þráðinn á ný eftir nokkrar vikur og semja um það sem ríkis- stjómin vill semja um. -S.dór í 3. bekk MK í Setbergsskóla i Hafnarfirði var að finna mestu lestrarhestana meðal 8 ára grunnskólanema í lestr- arkeppninni miklu. Á myndinni benda nemendur hreyknir á stjörnur sem settar voru upp fyrir hverja lesna bok. Með á myndinni eru María Kristjánsdóttir umsjónarkennari, Margrét Finnbogadóttir uppeldisfulltrui og Loftur Magnus- son skólastjóri. DV-myndÞÖK 6,6 miUjónir blaðsíðna lesnar í lestrarkeppninni miklu: Keppnin hefur haft mjöggóðáhrif - segir kennari 3. MK í Setbergsskóla „Þessi lestrarkepni hefur haft mjög góð áhrif á krakkana. Við erum reyndar með átak í lestri á hveijum vetri en þetta er öðravísi þegar skól- ar af öllu landinu taka þátt. Það var mjög gaman að sjá hvemig lestrar- keppnin híföi þau upp sem em slak- ari í lestri. Þau lögðu mjög hart að sér og lásu mun meira en þau gera ella,“ sagði María Kristjánsdóttir, kennari 3. bekkjar MK í Setbergs- skóla í Hafnarfirði, viö DV. 3. MK sigraði í keppninni í sínum árgangi. f bekknum em 20 krakkar sem lásu alls 14.637 blaðsíður sem samsvarar 732 blaðsíðum á hvem nemanda. Fjöldi bóka var 316 eða að meðaltali 15,6 á hvem nemanda. Flestar bækur í 3. MK las Sólrún Haraldsdóttir sem las 43 bækur. Flestar blaðsíður las hins vegar Jó- hannes Haraldur Proppé, 1708. Krakkamir í 3. MK höfðu flest heyrt fréttir af úrshtunum þegar þau mættu í skólann eftir hádegiö í gær og því var glatt á hjalla er DV kom í heimsókn. „Við áttum eiginlega ekki von á þessu, úrslitin komu okkur öllum á óvart. En þetta er keppnisfólk sem hefur uppskorið eins og það sáði. Þaö verður ekki lært mikið í dag,“ sagði María. Alls vom lesnar 6.647.145 blaðsíður í lestrarkepninni miklu en fjöldi les- inna bóka var 71.505. Alls tóku 1106 bekkjardeildir í 166 skólum þátt í keppninni. Bestu bekkir í hverjum árgangi em dreifðir um landið en athygli vekur þó aö bekkir frá Selfossi vom dugleg- astir að lesa í þremur árgöngum. Eins og fram hefur komið tóku grunnskólamir í Reykjavík ekki þátt ílestrarkeppninni. -hlh Fjöldatakmörkunarf rumvarp ekki lagt fram Þingflokkur Alþýðuflokksins hef- nema við Háskóla íslands. andstöðu krata hafi hann ákveðið að ur ákveðið aö hafna frumvarpi Ólafs Menntamálaráðherra hugðist gera ekkert frekar í málinu. G. Einarssonar menntamálaráð- flytja frumvarpið að ósk ráðamanna -S.dór herra um að takmörka fjölda ný- Háskólans. Ólafur segir að vegna 18 ára menntskælingur hannar fyrir Lego: FyrsG erlendi hönnuðurinn hjá fyrirtækinu Jóhann Breiðfjörð, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, hef- ur gert samning við danska leik- fangarisann Lego um hönnun leik- fanga í tækniseríu Lego, svokölluðu Tækni-Lego. Jóhann mun þá hanna leikföng fyrir Lego í samstarfi við fyrirtækið en annars hafa tiltölulega fijálsar hendur. Er Jóhann fyrsti erlendi hönnuðurinn sem ráðinn er til Lego. „Ég kom mér sjálfur á framfæri en það var mjög erfitt að komast í sam- band við forráðamenn fyrirtækisins. Þeir em mjög vandfýsnir þegar ráðn- ingar em annars vegar, ekki síst þar sem ég er fyrsti erlendi hönnuðurinn sem viimur fyrir þá.“ Jóhann segist hafa fengist mikið við að byggja úr og gera tilraunir með Lego sem strákur. Hann var farinn að hanna og byggja sér sína eigin hluti úr Lego og vakti töluverða at- hygli fyrir vélmenni sem hann sýndi á tölvusýningunni í Bókhlöðunni á dögunum. „Eg sýndi forráðamönn- um hjá Lego myndir af vélmenninu og fleiru og þeim leist vel á það sem ég var aö gera.“ Þegr við forvitnuðumst um vél- mennið sagði Jóhann það rifið í hluta; hann væri að vinna að bygg- ingu nýs. Jóhann gat ekki sagt til um fjölda verkefna fyrir Lego en það skýröist fljótlega. -hlh Hæstiréttur þyngir dóm fyrir árás og rán; Héraðsdómur gleymdi reynslulausninni Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraösdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir vora fyrir líkamsárás og rán í sept- ember í fyrra. Hæstiréttur dæmdi mennina í 18 mánaða fangelsi hvorn og eigin- konu annars þeirra í 6 mánaöa fangelsi. Fólkið var allt á reynslu- lausn þegar afbrotið var framið og gleymdist að taka tillit til þess þeg- ar dómur var kveðinn upp yflr öðr- um manninum og konunni í Hér- aðsdómi. Málsatvik em þau að fólkiö var gestkomandi á heimili kærandans í september í fyrra og sat þar við drykkju. Til átaka kom við húsráð- andann og þótti sannað að menn- imir tveir hefðu slegið hann í höf- uðið og sparkað í hann. í framhaldi af átökunum söfnuðu mennimir og konan saman verðmætum í íbúðinni og höfðu á brott með sér. Fólkið bar að upphaf átakanna hefði mátt rekja til þess að húsráð- andinn hefði áreitt konuna. Máls- atvik em öll mjög óljós og ósam- ræmis gætti í frásögn hlutaðeig- anda. Pétur Kr. Hafstein hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði og taldi ekki sannaö aö um ásetning um rán hrföi verið aö ræða. Auk fangelsisdómanna vom þre- menningamir dæmdir til að greiöa sakarkostnað. -ból Skothríð á Eyjafirði: Dauðir f uglar um allan sjó Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrír ungir menn vom hendteknir á Akureyri í fyrrakvöld eftir ólöglegar skotveiðar á firðinum við bæinn. Þeir vom ekki að skjóta sér til matar held- ur skutu þeir aðallega fyl og ritu og létu fuglana liggja dauða um allan sjó. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri sagði að um sóðalegar aðferðir hefði verið að ræða og kvartað hefði verið undan mönnunum. Tekið var af þeim eitt skotvopn er þeir komu í land en þeir munu hafa komið ein- hveijum skotvopnum undan. Þá er óvíst með byssuleyfi þessara manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.