Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Bridge íslandsbankamótið í sveitakeppni 1993: Úrslitin á Hótel Loft- leiðum 7.-10. apríl íslandsmeistararnir 1992, sveit Landsbréfa. Endurnýjuð sveit mun reyna að verja titilinn i dymbilvikunni. Úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni verður spiluð á Hótel Loftleiðum um bænadagana og er fyrsta umferðin á miðvikudag kl. 11 árdegis. Átta sveitir spila um hinn eftirsótta titii en þær voru í efstu sætum undankeppninnar sem spiluð var um síðustu helgi. Búið er að draga um töfluröð og hugsanlega verður úrslitaleikur mótsins spilaöur i fyrstu umferðinni á miðvikudag. Þá eigast við sveitir Glitnis og Landsbréfa en í þeim spila margir af bestu spilurum landsins. Aðrir leikir fyrstu umferðar eru milli sveita VÍB og Roche, Hjólbarðahall- arinnar og Tryggingamiðstöövarinn- ar og Sparisjóðs Siglufjarðar og DV. 2. umferð miðvikudagskvöld: Landsbréf-DV, Tryggingamiðstöðin- Sparisj. Siglufjaröar Roche-Hjólbarðahöllin, Glitnir-VÍB 3. umferð skírdag kl. 11: VÍB-Landsbréf, Hjólbarðahöllin- Glitnir, Sparisj. SigluQarðar-Roche, DV- Tryggingarmiðstöðin 4. umferð skírdagskvöld: Landsbréf-Tryggingamiðstöðin, Roc- he-DV, Glitnir-Sparisj. Sigluíjarðar, VÍB- Hjólbarðahöllin 5. umferð kl. 11 fóstudaginn langa: Hjólbarðahöllin-Landsbréf, Sparisj. Sigluíjarðar-VÍB, DV-Glitnir, Tryggingamiðstöðin- Roche 6. umferð fostudagskvöld: Landsbréf-Roche, Glitnir-Trygginga- miðstöðin, VÍB-D V, Hj ólbarðahöllin-Sparisj. Sigluíjarðar 7. umferð kl. 11 laugardag: Sparisj. Siglufjarðar-Landsbréf, DV- Hjólbarðahöllin, Tryggingamiðstöðin-VÍB, Roche- Glitnir Það vekur athygli að sveit Reykja- víkurmeistaranna, S. Ármann Magnússon, komst ekki í úrslitin að þessu sinni, en hún varð að lúta í lægra haldi fyrir sveit Roche og missti þar með af sætinu. Sveit Roche komst því í úrslitin ásamt sveit Glitnis. Við skulum skoða eitt spil frá leik þessara sveita í undanúrshtakeppninni. A/Allir * D1092 V ÁG762 ♦ - + KD63 * 5 V K2 * 1076 * G1097542 ♦ ÁG873 V 9853 ♦ KD85 Þar sem ísak Sigurðsson og Sigurð- ur B. Þorsteinsson sátu n-s fyrir Roche, en Bjöm Eysteinsson og Aðal- steinn Jörgensen a-v fyrir Glitni, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 tígull dobl 21auf 31auf pass 4hjörtu pass 5hjörtu! pass pass pass Norður náði að stoppa í fimm hjört- um en líklega missa þeir ekki margar slemmur í úrslitakeppninni. Eins og spilið lá var erfitt að tapa spilinu, en norður varð samt að passa sig að spila ekki öryggisspúamensku í trompinu. Austur spilaöi út laufi, trompað í blindum, þá tígulkóngur, ás og trompað. Lítið lauf, trompað og ásinn frá vestri. Þá kom tromp, tían frá vestri og ísak passaði sig að drepa á ás og spila meira trompi. Eftir opn- unina gat vestur hæglega átt tromp- hjón og tíu, en væri sú raunin, þá var líklegt aö austur ætti spaðakóng. Bridge Stefán Guðjohnsen í síðasta þætti gerði ég árangri okk- ar manna á Evrópumótinu í tví- menningskeppni nokkur skil en mér láðist að minnast á árangur Eiríks Hjaltasonar og Ragnars Hermanns- sonar. Þeir urðu í þriðja sæti í und- ankeppninni, efstir íslendinganna, og náðu síðan 36. sæti í úrslitakeppn- inni. Ágætisárangur það, hjá þessum ungu spilurum sem spila í úrslitum íslandsmótsins í sveit Hjólbarðahall- arinnar. Páskabridge hjá BSÍ Bridgesamband íslands hefur ákveðið að gefa spilaþyrstum. tæki- færi til spilamennsku yfir páskahá- tíðina. Spilaður verður Mitchell - með sama fyrirkomulagi og í sumar- bridge - á skírdag, 8. apríl, fostudag- inn langa, 9. apríl, og annan í pásk- um, 12. apríl. Spilamennska hefst stundvislega klukkan 19 þessa daga. ¥ DIO ♦ ÁG9432 -t. Á O Skák Landskeppni íslendinga og Frakka: Sigur lidsheildarinnar Frakkar sigruðu naumlega í lands- keppninni í skák sem lauk í Digra- nesskóla í Kópavogi sl. laugardag. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu skák keppninnar, milli Héðins Stein- grímssonar og Jean-René Koch. Með sigri hefði Héðinn náð að jafna en Frakkinn hafði betur og lokatölur urðu 51 vinningur þeirra gegn 49 vinningum íslendinga. Gunnar Birgisson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi, hafði á orði í loka- hófi mótsins - sem haldið var í boði bæjarstjómar Hafnarfjarðar - að lita mætti á úrslit keppninnar sem sigur fyrir Elo-stigakerfið. Á pappírunum höfðu þjóðimar nákvæmlega jafn- sterkum mönnum á að skipa, með 2480 Elo-stig að meðaltali og taflið var enda hnífjafnt. Þessi naumi sigur Frakka lýsir aðeins eðlilegum frávik- um. Að mínu mati réð úrslitum góð samstaða Frakkanna, sem reyndust sterkari sem heild en kunnátta ein- staklinganna gaf tilefni til að ætla. Þeir stóðu sig allir vel en hræddur er ég um að á venjulegu alþjóðlegu móti hefðu einhveijir þeirra verið skotnir á bólakaf. Þótt skákin sé fyrst og fremst einstaklingskeppni má ekki vanmeta gildi liðsheildarinnar. Þetta var einkum áberandi í fyrri hluta mótsins. Undirbúningur keppninnar miðaðist fyrst og ffemst við frönsku gestina og vissulega var vel tekið á móti þeim og öllum til sóma. En íslenska liðið hreinlega gleymdist. Ræðuhöld við setningu mótsins fóru meira að segja fram á frönsku. íslenska liðið hittist aldrei fyrir keppnina. Fyrsti liðsfundurinn var haldinn aö loknum fimm umferð- um. Jóhann Hjartarson og Bachar Kou- atly náðu bestum árangri einstakl- inga, fengu 7 v. af 10 mögulegum. Jóhann var einkar ófarsæll í næst- síöustu skákinni við Renet en ekki þótti einleikið að Kouatly skyldi sleppa taplaus. Karl Þorsteins og Manuel Apicella komu næstir með 6,5 v. Karl fór hægt af stað en er hann vann Dorfman í fimmtu umferð komst hann á bragðið. Endasprettur- inn var frábær, fimm vinningar úr sex síðustu skákunum og aðeins hálfur vinningur frá stórmeistara- áfanga. Margeir, Helgi og Hannes Hlífar áttu allir góða spretti en voru mis- tækir og undirritaður tefldi í hálf- gerðu tómarúmi. Þröstur tefldi frísklega en Róbert var heillum horfinn. Ljósi punktur- inn var jafntefli hans við Dorfman í erfiðu endatafli. Björgvin og Héðinn þurftu að vinna síðustu skák sína til að ná lokaáfanga að alþjóðameistar- atitli en hvorugum heppnaðist það. Héðinn átti nokkur eftirminnileg- ustu augnablik mótsins, frá sjónar- hóli áhorfenda, auk úrslitaskákar- innar sem áður er nefnd: - Þeir Dorfman þráléku snemma tafls en er sama staðan var komin upp þrisvar sinnum vildi hvorugur bjóða jafntefli. Eftir fiórtán leikja þóf missti Dorfman loks þolinmæðina, undirritaði skorblaðið, fleygöi því yfir borðið til Héðins og rotaði hvíta kónginn í leiðinni. - Heiftarlegt tímahrak var í skák Héðins við Chabanon í áttundu um- ferð. Á síðustu sekúndunum kom Héðinn auga á sterkan drottningar- leik en fátið var svo mikið að drottn- ingin flaug út á gólf í stað þess að lenda á g4 með skák. „Héðinn tók risastökk á eftir henni og tókst að koma henni á réttan reit innan tíma- marka,"' eins og segir í vönduðu mótsblaði tímaritsins Skákar. Þessi óverfiulangi drottningarleikur var vinningsleikur og raunar var þetta eini sigur íslendinga þann daginn. Áhorfendur hefðu gjarnan mátt vera fleiri en þeir sem komu voru á einu máli um að sjaldan hefðu þeir fylgst með svo skemmtilegri keppni. Landskeppnin var sannarlega ánægjuleg nýbreytni. Keppnin var haldin af Skáksambandi Islands, í samvinnu við bæjarfélögin í Hafnar- firði og Kópavogi, með dyggum stuðningi Búnaðarbankans, Flug- leiöa og fleiri aðila. Mótsstjóm skip- uðu Haraldur Baldursson, Ágúst Sindri Karlsson, Ríkharður Sveins- son, Sæbjöm Guðfinnsson og Ásdís Bragadóttir. Aöaldómari var Jóhann Þórir Jónsson og blaðafulltrúi Eyj- ólfur Ármannsson. Þessi fiöruga skák var tefld í síð- ustu umferð: Hvítt: Eric Prie Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7. De2 Rc6 8. Rc3 d6 9. Be3 Rf6!? Bandaríski stórmeistarinn Larry Christiansen hefur dálæti á þessari leikaðferð. Hér í eina tíð var skipt upp á e3 í stöðunni, þá sjaldan þetta var teflt. 10. 0-0-0 b5 11. f4 b4 12. Ra4 e5 13. Bxa7 Hxa7 14. f5 0-0 15. g4 Bd7! Riddarinn á a4 er undir smásjánni. Hann stendur völtum fótum. 16. g5 Re8 17. Hhgl!? Þessa sömu stöðu hafði Hannes á borðinu með hvítu gegn Schlosser á skákmóti í Altensteig í Þýskalandi í fyrra og raunar tefldu Speelman og Lobron svona einnig í Munchen í fyrra. Þar var leikið 17. De3 Hb7! 18. Bxa6 Hb8 og hvítur má gæta sín vegna riddarans rangstæða. Frakk- inn hafði nú notað mikinn tíma en með síðasta leik hyggst hann leggja allt í sölumar: Sækja fram á kóngs- væng en láta riddarann lönd og leið. 17. - Rb8! 18. Dh5 Bxa4 19. Hg3 Bb5 Annars nær hvíti biskupinn að hreiðra um sig á c4. 20. Hh3 h6 1 * w* I á i i A i A i & s A A A A * s A A A B A c s D E F G A H Eftir þennan leik rennur hvíta sóknin út í sandinn og svartur snýr taflinu sér í vil. Eftir skákina komst Hannes að þeirri niðurstöðu að í þessari athyglisverðu stöðu þyrfti hvítur að þræða einstigi til þess að halda jafntefli. Lítum á tvo mögu- leika: 1) 21. gxh6 RÍ6! 22. Dg5 g6 23. fxg6 fxg6 24. Dxg6+ Kh8 25. Hgl (hótar Umsjón Jón L. Árnason 26. Dg7+!) He8!! og ekki er að sjá hvemig hvitur fær haldiö áfram sókninni. 2) 21. Hgl! Db6 22. Hg2 f6 23. gxh6 Bxd3 24. cxd3 Hc7+ 25. Kbl Rc6 26. hxg7 Hxg7 27. Dh7+ Kf7 28. Hxg7+ Rxg7 29. Dg6+ Kg8 30. Dh7+ með þráskák og jafntefli. 21. - Rxf6! 22. gxf6 Dxf6 Með því að gefa manninn til baka er allt púður úr hvítu sókinni og svartur á tvö peð til góða. 23. Hf3 De6 24. Hgl Kh7 25. Rd2 Hc7 26. Kbl Rc6 27. Hfg3 g6 28. Dh4 De7 29. Dg4 Rd4 30. h4 h5 31. Ddl Dxh4 32. H3g2 Bxd3 33. cxd3 Hfc8 34. Rc4 Hxc4! 35. dxc4 Dxe4+ 36. Kal Hxc4 37. b3 Rc2+ 38. Kb2 Re3 39. Dxd6 Hc2+ 40. Hxc2 Dxc2+ 41. Kal Dc3+ 42. Kbl Rc2! - Og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.