Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993
Spumingin
Hver er uppáhaldsmatur-
inn þinn?
Guðmunda Bjarnadóttir: Piparsteik.
Margrét Lára Viðarsdóttir: Pitsa með
pepperoni.
Viðar Elíasson: Góðir fiskréttir.
Sindri Viðarsson: Pitsa með öllu.
Ólafur Harðarson: Kjúklingar.
Gunnar Þór Guðmundsson: Nauta-
fiUet að hætti mömmu.
Lesendur
Fjármagnstekju-
skattur er fjarstæða
um skatt á fjármagnstekjur
13%
2%
Hl Andvígir
J|Óákveðnir
Q Vilja ekki
DV
í skoðanakönnun DV nýlega var spurt um fylgni og andstöðu við skattlagn-
ingu á fjármagnstekjur.
J.M. skrifar:
í nýlegri skoðanakönnun DV var
m.a var spurt um fylgni og andstöðu
viö skattlagningu á íjármagnstekjur.
Fj'lgjandi þeirri aðgerð voru 65,5%
en á móti 34,5%. - Hér er á ferðinni
mál sem mér finnst að margir hafi
einhvern veginn látið glepjast af.
Þannig telja sumir líklegt að með því
að leggja skatt á fjármagnstekjur sé
verið aö ná inn sköttum af þeim sem
komist hafa hjá að greiða tilskildan
skatt af tekjum sínum. Þetta er auð-
vitað fjarri lagi.
Ef litið er á ummæli sumra þeirra
sem fylgjandi eru þessari óréttlátu
skattlagningu sést best hve barnaleg-
ur hugsunarhátturinn er: „Það er
ekkert ósanngjarnt að þeir sem eiga
mikla peninga borgi meiri skatt,“
segir t.d einn þeirra. „Það má skatt-
leggja þá sem eiga of mikla peninga,
þótt ég þekki engan!“ sagði svo kona
ein aðspurð í könnuninni. - Þeir sem
andvígir voru þessari skattlagningu
sögðu sem svo: „Svona skattur
myndi eyðileggja sparnaðinn." Eða:
„Það er búið að borga skatt af þessum
eignum áður.“ - Þetta eru m.a. ein-
mitt rökin sem mæla gegn því að
taka upp fjármagnstekjuskatt.
Ríkið hefur t.d. hvatt fólk til aö
kaupa ríkisskuldabréf, jafnvel með
afborgunum. Þetta hefur verið skatt-
frjáls sparnaður og engin sanngirni
væri í þvi aö koma aftan að fólki
varðandi þennan spamað. Fólk hef-
ur og sparað á löngum tíma og greitt
skatta einnig af þeim peningum sem
síðan hafa verið lagðir til hliðar.
Engin rök era heldur til að endur-
skattleggja þá fjármuni.
Verði það hins vegar ógæfa stjórn-
valda að leggja upp með fjármagns-
tekjuskatt er enginn vafi á að sparn-
aður mun verða lítill sem enginn og
það sem verra er, fjármagn myndi
leita út úr landinu. Nær stæði ríkis-
sjóði að ná inn því fjármagni sem það
á réttmæta kröfu á; frá skattsvikur-
unum sem sagðir era skulda ríkinu
upphæðir svo skiptir milljörðum
króna, sem safnast hafa upp, bara á
allra síðustu árum.
EES: Réttur og vilji almennings
Björn S. Stefánsson skrifar:
Á Alþingi er verið að fjalla um lög
um hinn raunverulega EES-samn-
ing. Verði lögin samþykkt verða þau
sem önnur lög að hljóta staðfestingu
forseta íslands eða þjóöarinnar.
Margir eru þeirrar skoðunar að
það styrki ekki embætti fprseta ís-
lands sem tákn sameinaðrar þjóðar
að víkja sér undan því að vísa EES-
málinu til þjóðarinnar til staðfesting-
ar og vilja að embættið mótist m.a.
með tilliti til heimildar sem 26. gr.
stjómarskrárinnar veitir forseta til
að færa ráðin í tilteknum málum frá
ríkisstjórh til þjóðar.
Það er ekki nema von að kappsfull
ríkisstjóm þrýsti fast á forseta ef til
greina kemur að færa úrslit máls frá
henni til þjóðarinnar. Skrifstofa for-
seta og skrifstofa forsætisráðherra
era undir sama þaki. Það má vera
táknrænt fyrir aöstöðu forseta til að
halda hlut þjóðarinnar gegn ríkis-
stjórn ef svo ber undir. Eins og víða
hefur komiö fram urðu það mörgum
vonbrigði að frú Vigdís skyldi ekki
beita heimild stjórnarskrárinnar í
þessu efni í vetur. Með undirskrifta-
söfnun er almenningi um land allt
gefinn kostur á að taka undir yfirlýs-
ingu um að ekki megi frá þjóðinni
taka þann rétt að forseti getur visaö
staðfestingu laga til hennar og þess
óskað að sá réttur verði nýttur við
lok EES-málsins.
Með undirskriftasöfnuninni er
ekki verið aö ýfast um orðinn hlut,
heldur horft fram á við til að gæta
stjórnarskárbundins réttar almenn-
ings. Mörgum þykir líklegt, æfia ég,
að Vigdís forseti vilji nema vilja al-
mennings í málinu og láta embættið
mótast með tilliti til hans. Síðan í
janúar hafa rökræður skýrt stöðu
forseta í þessu efni; þar má einkum
minnast greinaflokks Sigurðar Lín-
dals prófessors hér í blaðinu!
Frakkar á blálöngumiðum
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Vitað er að erlend skip hafa all-
lengi stundað veiðar á djúpslóð
skammt utan 200 mílna landhelgis-
markanna. Þau sækja mikið í djúp-
sjávarkarfa og á búra- og blálöngu-
mið sem era á svokölluðu „frí-
merki“ sem er að hluta til innan okk-
ar yfirráðasvæðis. Þarna hafa m.a.
veriö nokkrir franskir togarar ásamt
íslenskum.
Landhelgisgæslan fékk pata af að
ekki væri allt með felldu hjá þeim
frönsku á svæðinu eftir að íslenskir
skipstjórar tilkynntu henni að frans-
mennimir hífðu gjarnan vörpuna
fyrir innan línuna sem dregin var
1976. Og er Gæslan kom á svæðið
kom í ljós að Frakkamir þóttust ekki
vita nákvæmlega hvar þessi lína
lægi. Þetta tel ég vera yfirklór og lé-
legan brandara hjá þeim. Gæslu-
menn leiddu þá líka í allan sannleika
varðandi það mál svo að ekki varð
misskilið. Og þannig starfar hún að
jafnaði og síöan hefst hin eiginlega
Hringið í síma
miliild. 14ogl6
-eðaskriíið
NaTn ossimanr. verður aðfylRja brélum
,Almenningur vill standa vörð um fiskveiðilögu sína,
landhelgisgæsla hennar. í þann
mund fóru að berast skringilegar
yfirlýsingar frá frönskum kapteinum
á „frímerkinu" er verkuðu á afskap-
lega illa á mig. Gerðu þeir jafnvel
tilkall til umræddrar bleyðu á þeirri
forsendu að þeir hefðu jú „fyrstir
fundið hana“.
Eitt verða menn aö muna og gera
sér ljóst, að mál þetta snýst fráleitt
um það hver fann hvað, hvar og hve-
nær, heldur um það aö umhverfis
ísland er 200 mfina Iögsaga og að ís-
lendingar hafa ekki í hyggju að semja
um eitt né neitt er lýtur að veiðum
útlendinga. - Það er að segja umfram
það sem þegar hefur verið gert meö
EES-vitleysunni.
Við verðum einfaldlega að gera þá
kröfu að lögunum verði framfylgt af
fullri einurð. Mér þótti afskaplega
vænt um þessar aðgerðir íslensku
skipstjóranna og Landhelgisgæsl-
unnar. Þær sýndu svo ekki verður
um vfilst að almenningur vill standa
vörð um fiskveiðilögsögu sína og
veija hana eftir mætti. En þó friö-
samlega.
DV
Tveir 9lstjórar“
ogannarífríi
Helgi skrifar:
Það kemur nú æ skýrar í ljós
eftir því sem nær dregur hinu
efnahagslega uppgjöri þjóðarinn-
ar aö í flestum greinum hefur
okkur skjátlast hrapallega þegar
við höfum leikið hér fullvalda og
sjálfstæða þjóð á borð við millj-
ónasamfélögin i nálægum lönd-
um. Þaö er eins og ekkert geti
kennt okkur að skapa siðaðra
manna samfélag. - Eöa hvar
þekkist það hjá opinberri stofnun
að tveir menn gegni sömu stöö-
unni á fullum launum? En þetta
á nú m.a. við Sjónvarpið, þar sem
allt næsta ár verða tveir sjón-
varpsstjórar á fullum launum -
og annar í fríi! Og svo vora þing-
menn að tönnlast á launagreiðsl-
um fyrir kvikmyndir.
Lokun álversins
Starfsmaður ísal skrifar:
Ég er mjög kvíðinn vegna
þeirra aðgerða sem sagöar eru í
nafni „starfsfóiks“ ÍSAL tfi að
mótmæla samningsleysi hér. Þaö
era alls ekki allir starfsmenn hér
þeirrar skoðunar að rétt sé sama
hvort verksmiöjunni verður lok-
aö, bara ef samningar nást um
einhvetja 1,7% hækkun launa
sem náttúrlega skiptir engu máli
til né frá. - Þeir sem hæst mót-
mæla nú eru á hvaö hæstum
launataxta og það þykir ýmsu
öðru starfsfólki hér, sem ekki vill
missa vinnuna, sárgrætilegt.
Sjómenn sýna
skynsemiogbíða
Einar Einarsson skrifar:
Það nýjasta og merkasta í um-
ræðunni um kjaramálin er það
að nú hafa sjómenn lýst því yfir
að þeir hafi ákveðið að bíða með
frekari viðræður um launamálin
og sjá hvernig málin þróast. Þeir
vita marrna best að ekki er nokk-
ur grundvöllur fyrir launahækk-
unum eins og málin hafa þróast.
Afstaða sjómanna mun að öllum
Iíkindum verða til þess að fleiri
stéttarfélög taka þessa sömu
stefnu eftir páskana þegar ekkert
annað en launamissir blasir við
meðlimum þeirra stéttarfélaga
sem ætla að láta verkföll verða
svar sitt við augljósum vanda
þjóðarbúsins.
Stereo sjaldgæft
íSjónvarpinu
I.A. hringdi:
í auglýsingum yfir sjónvarps-
tæki er gjarnan allt tínt fram til
að gera tækin útgengilegri, svo
sem textavarp, stereo o.fl. Varð-
andi nefnt stereo, eða víðóm,
sendir Sjónvarpiö bara að sára-
litlu leyti út í stereo.
Því er varla hægt að auglýsa
sjónvarpstæki hér með stereo á
þann hátt sem gert er. Margir
álita nefnilega að þeir nái stereo-
hljómburöi á öllu útsendu efni ef
þeir kaupi sér tæki sem auglýst
er að hafi möguleika til móttöku
stereo-sendinga. Sjónvarpínu ber
skylda til að auglýsa i dagskránni
hvaöa þættir eru sendir út í
stereo, notendum til glöggvunai-.
Snöggviðgerð
örnólfur skrifar:
Ég vil koma á framfæri þakk-
læti fyrir góða þjónustu sem ég
fékk hjá fyrirtækinu Verkbæ,
Hverfisgötu 103. í tæpan mánuö
var ég með bilað sjónvarp, sem
þó var mögulegt að sjá nokkuö
á. Ég lét undan þrýstingi að láta
lagfæra það, en aðeins vegna þess
aö áðurnefnt fyrirtæki býðst tfi
að sækja og senda manni að
kostnaðarlausu svona tæki eftir
viðgerð. - Þarna var sannarlega
góö þjónusta sem vert er að geta.