Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993
13
Fréttir
Talstöðvarskírteini flugmanna:
678% hækkun yf ir nótt
„Ég fékk talstöðvarskírteini 31.
mars og borgaði 354 krónur fyrir.
Daginn eftir fór annar og þurfti þá
að borga 2988 krónur," segir Guð-
mundur Pétur Bauer flugnemi.
„Það er ekkert próf og ekki þarf
að sýna fram á eitt né neitt. Maður
fyllir út eyðublað þar sem óskaö er
eftir að fá skírteinið. Starfsmaðurinn
vélritar það upp og afhendir þér. Það
tekur innan við þrjár mínútur að
gera þetta og okkur finnst þetta mik-
ill peningur fyrir svona ómerkilegt
plagg,“ segir Guðmundur Pétur.
Hann segir að talstöðvarskírteini
flugmanna sé staðfesting á að þeir
hafl vottað þagnareið um þau sam-
skipti sem fram fara í gegnum tal-
stöðvar en allir fiugmenn verða að
hafa þetta skírteini.
Þann 1. maí tók Fjarskiptaeftirlit
ríkisins lögformlega við þeirri starf-
semi Pósts og síma sem sneri að fjar-
skiptum og að sögn Guðmundar Ól-
afssonar, yfirmanns Fjarskiptaeftir-
litsins, tók þá ný gjaldskrá gildi.
„Þessi starfsemi var í raun rekin
með tapi hjá Pósti og síma og á end-
anum voru það símnotendur sem
greiddu fyrir þetta. Þegar Fjarskipta-
eftirlitið tók við þessu var farið að
athuga raunverulegan kostnað á bak
við þetta því stofnuninni er gert aö
standa undir sér,“ segir Guðmundur.
Hann segir að vegna mistaka hafi
fjórir aðilar verið rukkaðir um virð-
isaukaskatt af skírteinunum sínum.
Gjaldið fyrir skírteinið sé 2400 krón-
ur en ekki 2988 krónur og verður
mismunurinn endurgreiddur.
„Það felst meira í þessu en að vél-
rita eitt blað. Handhafar skírtein-
anna hafa rétt til að tala á alþjóðarás-
um. Við höldum skrá yfir þá og erum
bundin skuldbindingum um að gefa
upplýsingar til alþjóðafjarskipta-
stofnana. Að auki fylgjumst við með
að flugskólinn sé með alþjóðlegt
námsefni um þetta efni. Gamla gjald-
ið var einfaldlega ekki raunhæft,"
segirGuðmundur. -ból
Starfsmenn vinnuverndar á Keflavikurflugvelli. Frá vinstri Hafsteinn Hafsteinsson, Þórður Karlsson, Charles T.
Butler kafteinn, Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlitsins á Keflavíkurflugvelli, Antony A. Less flota-
foringi, Þorgrimur S. Árnason og Haukur Örn Jóhannesson. DV-mynd Ægir Már
íslenskir starfsmenn vamarliðsins:
DHLEIBSLH
Dáleiðsla getur hjálpað þér á fjölmörgum sviðum eins og t.d.: hætta að reykja, losna
við aukakílóin, streitu, flughræðslu, lofthræðslu, kynlífsvandamál, bætaminni -
einbeitingu o.m.fl.
Friðrik Páll er viðurkenndur í alþjóðlegum fagfélögum dáleiðara eins
ogt.d. Intemational Medical and Dental Hypnotlierapy Association,
American Guild Of Hypnotherapists og National Society Of
Hypnotherapists.
Fridrih Pall Rgösrsson R.P.H. C.HL
Heiðraðir fyrir
vinnuvernd
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjuiru
Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli
hlaut á dögunum viðurkenningu fyr-
ir besta vinnueftirlitið í bandaríska
flotanum. Starfsmenn vinnueftirhts
varnarliðsins eru íslenskir og er
þetta eina flotastöð Bandaríkja-
manna þar sem slík starfsemi er í
höndum annarra en bandarískra rík-
isborgara.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir
starfsmenn vinnueftirlitsins á Kefla-
víkurflugvelh sem hafa á undanföm-
um árum sópað að sér viðurkenning-
um fyrir mjög gott starf. Viðurkenn-
ing þessi er veitt árlega eftir ná-
kvæma skoðun á vinnuverndarstarfi
á öllum stöðvum bandaríska flotans.
Það var yfirmaður flugdeildar Atl-
antshafsflota Bandaríkjamanna,
Anthony A. Less flotaforingi, sem
afhenti viðurkenningu bandaríska
flotamálaráðuneytisins Charles T.
Butler kafteini, yfirmanni flotastöðv-
ar varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Varðskip til Liverpool
Landhelgisgæslan mun senda
varðskip til Liverpool í maí í tilefni
af því að þar á að minnast 50 ára
afmælis orrastunnar um Atlantshaf.
Það er breski sjóherinn sem stendur
að minningarathöfninni en íjölmarg-
ar þjóðir munu taka þátt í henni.
Landhelgisgæslunni barst formlegt
boð um að taka þátt í athöfninni fyrir
íslands hönd og hefur verið ákveöiö
aö senda eitt varðskip til Liverpool.
Athöfnin fer fram í lok maí og er
áætlað að skipið verði úti í 2-3 daga
ensiglinginmuntakaumviku. -ból
NYKOMN
brjóstahöld
A og B skálar
Útsölustaðir:
Akureyri:
- Ynja, Sunnuhlíð, s. 25977
Keflavík:
- Rósalind, Hafnargötu 24,
s. 13255
Neskaupstaður:
- Hjá Klöru, Egilsbr. 5, s. 71795
Borgarnes:
- Skóversl. Borg, Brákarbr. 3,
s. 71240
Ó()ins<’ötu 2, s. 91-13577
smátækin eru þekkt um allan heim
fyrir gæði og endingu. Hjá Bræðrunum Ormsson
bjóðast þér nú heimilistæki á sérstöku vortilboði.
Í' vj
taj&SL
Mínútugrill 1304
Verð áður kr. 8.790. Tilboð kr. 7.490 stgr.
Gufustraujárn 1418 m/spray
Verð áður kr. 4.270. iilboð kr. 3.690 stgr.
Badvog 3301 electronic m/minni
Verð áður kr. 8.351. Tilboð kr. 6.490 stgr.
Upplýsingar um
umboðsmenn 6,u
fást hjá
Kaffivél 8921 8 bolla, 1200 W
Verð áður kr. 2.730. Tilboð kr. 2.290,- stgr.
Umboðsmenn um land allt.
B R Æ Ð U R N I R
H /c t3 U H IN I H
\®i (®J ORMSSON HF
62*62*62 Lágmúla 8, sími 38820.