Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 15 Þeir einstaklingar sem eru um þessar mundir mest áberandi í því að fjaila um menningu og listir og styðja hvort tveggja með orðum, skrifum, verðlaunaveitingum og opnu spjalli í fjölmiðlum, eru yfir höfuð gæddir þeirri miklu snilld að koma aldrei neinum á óvart með skoðunum sínum, gáfum ellegar athöfnum. Allt þeirra æði einkennist af fyrr- verandi framúrstefnu eða róttækni sem hefur forpokast í álfalegum hugum stuðningsmanna sinna. Þrautpíndar bókmenntir Þetta á einkum við um bók- menntirnar. Þær er verið að þraut- pína með stuðningi þess kjaftavits sem áður var næstum aðeins hægt að finna hjá frökkum alþýðumönn- um með brjóstvit. Þeir voru yfir- íeitt meðalgreindir og léttir í lund og létu allt flakka, einkum á kaffi- stofum eða í mötuneytum. Núna er aftur á móti svipað mötuneyta- og kafíistofuvit hlaupið í langskóla- gengið fólk, sem hefur lært að vera mærðarlega hresst. Á sinni fjarlægu frumbyggjatíð var ágætt út af fyrir sig að hafa vit og viðhorf kostgangarans á lífmu og listinni, en ef fyrnun brjóstvit í mötuneytum og kafiistofukjaftæðið kemst inn í alla skóla, kennara og fjölmiðla, þá held ég að ekki nægi að biðja guð að hjálpa menning- unni, listum og skáldskap og fram- tíð þeirra á íslandi. Ekki dugar held- ur að höggva hausinn af skúmunum eða munninn vegna þess að hundr- að hausar og tenntir munnar vaxa í þeirra stað á ólíklegustu stöðum. Skýrleiki einfeldninnar Helstu einkennin á þessum þungu höfðum eru þau að heilinn í þeim er gæddur vissum bindindis- anda og hann er í ætt við trúboð. Hugsunin er þar af leiðandi rekin KjaUariim Guðbergur Bergsson rithöfundur áfram af skýrleika einfeldninnar sem gengur létt í fullorðna fólkið með barnavitið í lok þess velmeg- unartíma sem ropar nú sitt síðasta yfir minningum um horfnar krásir. Þegar ég segi að þetta séu bind- indismenn og -konur þá á ég við það að liðið sé bindindisfólk á óvenjulegar hugmyndir. Hvorugt kynið drekkur „fyrsta sopann“ af fijóum hugmyndum sem gætu ver- ið hættulegar fyrir „kerfið". Þar af leiðandi liggur enginn snjall og sprettharður fiskur undir steini fagurgalans. Bara leiður Að sjálfsögðu verður enginn ölv- aður af neinu sem þannig fólk læt- ur út úr sér. Maður verður ekki upphafinn og heldur ekki niður- dreginn, bara leiður. Trúboðið er stundað í þeim til- gangi að meðalhóf komist hvar- vetna á nema í orðaflaumnum og baktjaldamakkinu. Þaö er þess vegna pottþétt og gott fyrir aðra trúaða „úti í bæ“ sem tilbiðja öfga- leysi. Ég held meira að segja að ís- lenska menningarliðið hafi próf upp á bindindi í frumlegri hugsun og strengi þess heit að hugsa hvorki hátt - þá gæti því verið einhvern tíma hent af stalli - né bera fram „kolbrjálaða" gagnrýni eða sýna berserkslega getu. Að öðrum kosti kæmist það að sjálfsögðu hvergi í menningar- vinnu og næði engu prófi í „kjafta- sögunum“ í fjölmiðlum. Guðbergur Bergsson „Trúboðið er stundað í þeim tilgangi að meðalhóf komist hvarvetna á nema í orðaflaumnum og baktjalda- makkinu," segir Guðbergur m.a. í greininni. „ ... effyrrumbrjóstvitímötuneytum og kafFistofukjaftæðið kemst inn í alla skóla, kennara og fjölmiðla, þá held ég að ekki nægi að biðja guð að hjálpa menningunni... “ Líst best á biðleik Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna við íslendingar þurfum að vinna fleiri vinnustundir fyrir nauðþurftum, svo sem húsnæði fæði og klæði, heldur en þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við. Og þá aðallega aðrar þjóðir á Norðurlöndum. Að vísu er landið eyland í miðju Atlantshafi og langt og dýrt að sækja allar vörur sem við flytjum til landsins en það skýrir þennan mismun einungis að litlum hluta og það réttlætir engan veginn verð á íslenskum vörum þó svo að í þeim sé innflutt hráefni að hluta. Tveir meginþættir Ég held að kjör verkafólks í dag séu afleiðing af tveim meginþátt- um, og þar er þyngst á metum, að undanfarinn áratug eða svo, hefur verið samið án átaka, það hefur verið farið eins langt og hægt er hverju sinni án verkfalla. Vegna þess að þegar sverfa hefur KjaUarinn Gunnar Árni Þorkelsson stjórnarmaður i Dagsbrún átt til stáls hefur fólk valið þessa samninga frekar en að fara í verk- fall og sjá hvað út úr því kæmi. Maður heyrir oft þær raddir að verkfóll borgi sig ekki vegna þess að það sem í þau fari náist ekki í samningunum sem í kjölfarið sigla. Því vil ég minna á að margir fé- lagslegir þættir standa eftir sem náðst hafa með verkfóllum, svo sem ATVINNULE YSISTRY GG- INGASJÓÐUR sem samið var um 1955 eftir harða baráttu og verka- fólk gaf eftir, að hluti af launum þess færi í þennan sjóð og við erum að uppskera nú á þessum atvinnu- leysistímum. Og þá er það hinn meginþáttur- inn sem snýr að verkalýðsforyst- unni. Mér fmnst að hún hafi ekki verið nægjanlega hvöss og fylgin launakröfum þegar tími var til, svo sem þegar einhver þrýstingur var á vinnumarkaðnum og almennt launaskrið. Þá var tækifæri til sóknar sem mér finnst að ekki hafi verið nýtt nægjanlega. Ég minnist þess að í einum samningum, sem ég tók þátt í, (1988 að mig minnir) var skrifað undir kauphækkanir sem voru bara færðar til samræmis við greitt kaup þannig að það voru starfs- menn hinna ýmsu fyrirtækja sem höfðu náð þessu fram með ýtni og óánægjukurri en verkalýðsforyst- an kom á eftir og skrifaði undir. Þetta held ég að séu tvær megin- orsakir þess að kjörin okkar í dag eru ekki betri en raun ber vitni. Ekki tími til sóknar Núna á tímum minnkandi þjóð- artekna, samdráttar í sjávarafla, lækkandi verðs á fiski og síðast en ekki síst minnkandi atvinnu er augljóslega ekki tími til sóknar. Þessar kringumstæður leiða af sér vamarbaráttu. Nú þurfum við að veija kjörin. Það gæti svo farið að við þyrftum að grípa til aðgerða til þess eins að veijast frekari kjara- rýmun. Því það hefur ekki staðið á stjómvöldum og atvinnurekendum að nýta sér þessar aðstæður til hins ýtrasta. Sem dæmi má nefna að til em þeir atvinnurekendur sem hafa sagt upp starfsfólki og endurráðið það á lægri launum þar sem ein- hverjar yfirborganir hafa verið. Og stjómvöld lögðu á aukinn tekju- skatt einstaklinga til að hjálpa ís- lenskum atvinnurekendum að reka fyrirtækin sín. Ég er ekki í vafa um að tíminn á kynningunni á hinni dökku þjóðarspá var vandlega val- inn, af stjórnvöldum. Og kannski eiga þeir eitthvað enn í handraðanum til þess að hrella okkur með. Því líst mér best á biðleik í stöð- unni í dag, lofa öllu þessu fári að líða hjá. Halda öllum samningum lausum því þá getum við gripið til aðgerða með skömmum fyrirvara ef stjómvöld ganga lengra en við getum sætt okkur við. Gunnar Þorkelsson „Þessar kringumstæður leiða af sér varnarbaráttu. Nú þurfum við að verja kjörin. Það gæti svo farið að við þyrft- um að grípa til aðgerða til þess eins að verjast frekari kjararýrnun.“ Spíritismi Lífsskoðun „Spíritismi er lífsskoðun cn ekki trúar- brögð og er til hjá Ölium þjóðum, trú- arbrögðum og kynþátttum, burtséð frá trúararfi. heima- Spíritisminn er gefandi kærleiks- aíl til alls mannkyns sem gerir sérhverjum einstaklingi grein fyrir persónulegri ábyrgð á tilvist sinni og breytni. Mest er áberandi sú viöleitni spíritismans að sanna framhaldslíf. Minna ber á við- leitni spíritista að kynnast sjálf- um sér sem ódauðlegri sál, þroska sjálfa sig og viðhafa um- burðarlyndi gagnvart öðrum. Vitundin og fullvissan um til- vist og fegurð framhaldslífs og tilgang sköpunarverks Guðs ger- ir mannlífið fegurra og kærleiks- ríkara. Tilbeiðsla til Guðs, hvem- ig sem hann er séður eöa skil- greindur, bænir sem eru gefnar frá dýpstu hjartans rótum, til annrra og fyrir aðra, eru það þroskaail sem gerir sérhvern að spíritísta. Að gefa af sér á óeigin- gjarnan hátt, í kærleika til alls og allra, er það sem þroskar sér- hveija persónu til skiinings á iíf- inu. Spíritismi er lífsskoðun sem á virkan hátt leiðbeinir sérhverj- um til skilnings á sjálfum sér, á lífinu og tilverunni, meðvitundar um persónulega ábyrgð á orðum og athöftium, samliengis milli orsaka og afleiðinga, jákvæðs viðhorfs til alls og allra, breytir gildismati og lífviðhorfi sérhvers manns. Þess vegna er spíritism- inn gefandi og jákvæð skoðun.“ Vandmeðfarið „Oft er orö- ið spíritismi notað sem samheiti með sálarrann- sóknum og dulsálaifræði en spíritismi er trúarbrögð og hug- myndafræöi. Forsendur hennar standast ekki út frá trúnni á Jesú Krist, frelsarann krossfesta og upprisna, boðskap hans um fyrirgefningu syndanna og lífið eilífa. Forsendan, sem spíritistar gefa sér að sálir iram- liðinna þurfi lijálp okkar til að komast yfir um getur ekki staðist kristnar forsendur. Tilburöir spíritista til að ná sambandi við þá látnu hafa oft verið verkfæri loddara og svikahrappa, þó til sé einlægt og heiðarlegt fólk meðal miðla. Oft eru tilraunir syrgjenda til að halda sambandi við sína látnu i gegnum miðla skaðlegar, stuðla að óeölilegri bindingu við hinn látna og tefja eðlilega fram- vindu gegnum sorg til huggunar. Ég afneita ekki tilvist dulmagna og huiinna hcima. Stundum er fólki veitt innsýn í þá hluti og er það vandmeðfarin náðargjöf. Okkur er ekki ætlað að skyggnast þar inn um gáttir. Jesús var spurður uin framhaldslífið. svar- aði fáu en benti á leiðina til eilifs lifs: Að elska Guð og náungann eins og sjáifan síg. Að lifa með Guði hér og nú er að eiga eilíft lif. Að leitast við að auðsýna kær- leika í daglegu lífi, vera miskmm- samur, sannur og trúr. Hina dánu felum við í Guðs hendur í trausti til bans sem vakti Jesú upp frá dauðum og mtm einnig vekja okkur til lifs.“ Séra Kart Sigur- björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.