Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993
25
x>v
Mývatnssveit;
Órökstuddar
dylgjur
Gylfi KristjtaQan, DV, Akureyn:
Bændur í Mývatnssveit segja
að dylgjur Friðriks Sigurðssonar,
forstjóra Kísiliðjunnar, um öfund
bændanna í garö þeirra sem
stunda rányrkju á botni Mývatns
séu órökstuddar og honum til
vansa en Friðrik sagði í viðtali
við DV að öfund og peningag-
ræðgi réöi ferðinni hjá bændun-
um en ekki náttúruvemd.
Bændumir hafa hótað lögbanni
á verksmiðjuna og miUjóna
króna skaðabótakröfumfái verk-
smiðjan rýmkað vinnsluleyfi í
vatnínu. Ljóst sé að áhrif dæl-
Inga, er varðar setfiutninga, séu
allt aö þrefalt meiri en áður var
talið og starfsemi Kísiliðjunnar
hafi eyðilagt Ytriflóa sem silungs-
stöð. Bændumir segja aö veröi
þeim dæmdar skaðabætur vegna
þessa tjóns muni þeim verða var-
ið til að endurheimta þá náttúru-
auðlind sem Mývatn og Laxá
voru áður en starfsemi Kísiliðj-
unnar hófst.
Grásleppan:
Þadséstvaria
kvikindi ennþá
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Viö erum byrjaðir, nokkrir
laráðlingar, en það sést ekki
kvikindi ennþá. Við verðum bara
að treysta á að guð og lukkan sjái
til þess að úr þessu rætist,“ segir
Halldór Karel Jakobsson, trillu-
karl á Þórshöfn, en hann er einn
fiölmargra Norðlendinga sem
hafa hafið grásleppuveiðar.
Eins og Halldór segir er sáralit-
il veiöi enn sem komið er enda
á, ef allt er „eðlilegt“, ekki að fara
að veiðast neitt að ráði af grá-
sleppunni fyrr en kemur fram
undir miðjan apríl. „Hingað á
okkar miö á hún að ganga íyrst
upp að landinu og fyrst hún hefúr
ekki gert þaö enn þá er ekki aö
undrast þótt menn hafi ekki feng-
iö neitt annars staðar,“ segir
Halldór.
Að sögn HaUdórs er verð á grá-
sleppuhrognum nokkuö mis-
munandi. Dæmi em um að menn
fái 300 krónur fyrir kg af hrogn-
um upp úr sjó en um 350 krónur
ef hrognin hafa staðiö í 12 tíma
og eru „ofanafhellt". Niðursuöu-
verksmiðjan Strýta hf. á Akur-
eyri hefur boðið sjómönnum 48
þúsund krónur fyrir tunnuna af
hrognum og borgar að auki flutn-
ingskostnað.
Ms. Esja seld
til Noregs
Samgönguráðuneytið hefur selt
ms. Esju, eitt af skipum Rikis-
skipa, tii norska fyrirtækisins
Leca as. fjTÍr rúmlega 80 milljón-
ir íslenskra króna. Kaupsamn-
inguriim var undirritaður nýlega
en skipið verður afhent um miðj-
anapril. -GHS
Reagan og
Gorbatsjov
til íslands?
„Við ætlum að bjóða Reagan og
Gorbatsjov hingaö öl lands til að
taka upp tvo til þrjá viðtalsþætti
um leiðtogafúndinn í Reykiavík
1986 og vonumst til að þaö geti
orðið í samvinnu við ríkisstjóm
og borgaryfirvöld," segir Ingvi
Hraíh Jónsson, fréttastjóri Stöðv-
ar 2. Menningarsjóður útvarps-
stöðva úthlutaöi íslenska út-
varpsfélaginu fjórum miHjónum
krónatilþessaverkefnis, -GHS
Fréttir
Siðferði stjómmálamanna:
Spillingin úr grasrótinni
Kratar efndu til fundar fyrir
skömmu þar sem umræðuefnið var
siðferði stjómmálamanna og hvort
siðbótar væri þar þörf. Frum-
mælendur voru þeir Bjami Vest-
mann, upplýsingafuUtrúi utanríkis-
ráðuneytisins, Guðjón Friðriksson
sagnfraeðingur, Jónas Kristjánsson
ritstjóri og Karl Steinar Guðnason
alþingismaður.
Siðferðinu ábótavant
Allir voru þeir sammála um að sið-
ferðinu væri ábótavant í íslenskum
stjórnmálum, en dæmdu mishart.
Jónas Kristjánsson sagði að í raun
kæmi spilhngin ekki frá stjómmála-
mönnunum, heldur frá almenningi,
grasrótinni sjáifri. Og einmitt vegna
þess kæmust stjómmálamenn upp
með ótrúlega spiúingu. Almenningur
liti spilhngu sfjórnmálamanna ekki
alvarlegri augum en framhjáhald.
Hann nefndi dæmi af því þegar stúd-
entsárgangur, sem Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra tUheyrði, hélt upp á
30 ára stúdentsafmæU um borð í báti
úti á Breiðafirði. Þar veitti Jón sem
ráðherra skólasystkinum sínum
áfengi á kostnað skattborgaranna.
ÖUum skólasystkinum Jóns þótti
þetta sjálfsagt. Hann Jón okkar er
nefnUega orðinn ráðherra, sagði
fólkið. Jónas nefndi líka ferðahvetj-
andi dagpeningakerfi ráðherra, spiU-
ingu í sambandi við fjármögnun
landbúnaðarins og fleira. AUt þetta
léti almenningur á íslandi sig Utlu
skipta.
Hafskip/Utvegsbankamál
Bjarni Vestmann benti á Haf-
skips/ÚtvegsbankamáUð sem dæmi
um spiUingu í íslenskum stjómmál-
um. Inn í þaö mál tengdust stjóm-
málamenn, svo sem Albert Guð-
mundsson. Enginn stjómmálamaður
sagði af sér vegna þess máls. Nefndi
Bjami ýmis dæmi frá útlöndum þar
sem ráðherrar hafa sagt af sér fýrir
minna.
Guðjón Friðriksson sagði póUtíska
spillingu ekki nýja af nálinni hér á
landi. Rakti hann hvemig Hannes
Hafstein ráðherra notfærði sér að-
stöðu sína til að koma sínum mönn-
um hvarvetna að. Sömuleiðis hvem-
ig Bjöm Jónsson ráðherra, sem tók
við af honum, fór eins að. Hann
nefndi hvemig þeir Ólafur Thors og
Jónas frá Hriflu skiptu með sér völd-
um í Landsbankanum til að tryggja
veldi SÍS og Kveldúlfs á sínum tíma.
I.andsbankinn og ábyrgðin
Karl Steinar tók í ýmsu undir með
Jónasi Kristjánssyni um að spilling-
in kæmi úr grasrótinni. Nefndi hann
sem dæmi að hér á landi væri það
þjóðaríþrótt að svíkja undan skatti.
TaUð væri aö skattsvik næmu á bU-
inu 5 til 15 miUjörðum á ári. Hann
varði aftur á móti fyrirgreiðslupóUt-
ík alþingismanna, sagði ekki hægt
að komast hjá henni. Hann sagði
nauðsynlegt að gera stjómmála-
menn ábyrgari gerða sinna en nú
væri. Hann nefndi LandsbankamáUð
þar sem enginn væri dreginn tU
ábyrgðar. -S.dór
BUNAÐARBANKINN
- Traustur banki
VAXTALINAN
FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA
UNGLINGA
Fjármálaþjónusta
fyrir ungt fólk
sem vilL...
• vera sjálfstœtt ífjármálum
• létta sér skólastarfið
• frœðast um fjármálaheiminn
• gera tílveruna skemmtilegri
Vaxtalínan er ætluð fólki á aldrinum
13 -18 ára. Þessi þjónusta býður upp á
veglega skóladagbók, fjármálanámskeið,
bílprófsstyrki, hraðkort, afsláttarkort,
vaxtalínuvörur og ýmislegt fleira.