Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 33 pv________________________Merming Á Ijóðatónleikum Út er kominn hljómdiskur eða réttara sagt hljómdiskar, þvi þeir eru tveir í sama kassa, undir nafninu Á ljóðatónleikum Gerðubergs III. Útgef- andi er Menningarmiðstöðin Gerðuberg en diskarnir hafa inni að halda upptökur áf tónleikum sem haldnir hafa verið þar. Þeir sem syngja eru Bergþór Pálsson, baríton, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, messósópran, Viðar Gunnarsson, bassi, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Erna Guð- mundsdóttir, sópran, Sigríður Jónsdóttir, messósópran, Marta Guðrún. Halldórsdóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Anna Júliana Sveinsdóttir, messósópran. Píanóleik annast Jónas Ingimundarson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru hér á ferðinni ýmsir kunn- ustu söngvarar landsins. Verkefnavahð er einnig mjög fjölbreytt. Hafi það einhvem tíma verið satt að ljóðasöngvarar syngi alltaf sama efnið eru það hrein öfugmæli nú. Ekki færri en 24 tónskáld eiga verk á diskum þessum og eru þau frá ýmsum tímum og semja í ýmsum stíltegundum. Hins vegar er ekki mikið um nýja tónhst og aðeins eitt íslenskt tónskáld hefur hlotið náð fyrir augum ílytjendanna, John Speight. Sjálfsagt fmnst fólki hin eldri íslensku sönglög nokkuð ofnotuð og ekki nægilegt úrval Tórúist Finnur Torfi Stefánsson af nýrra efni. Er vonandi að tónskáldin vindi bráðan bug að bæta þar úr. Ekki gefst rúm til að fjalla um tillegg hvers einstaks söngvara. Alhr hafa þeir sínar góðu hhðar og í heild er frammistaðan mjög góð. Má segja að diskarnir séu ánægjuleg staðfesting þess hve breiddin er orðin mikil í getu íslenskra söngvara. Er ekki að efa að margir munu hafa gaman af aö bera saman raddirnar og velja sitt uppáhald. Jónas Ingimundarson leikur undir á öllum lögunum og gerir það með mikihi prýði. Framlag hans til íslensks ljóðasöngs er orðið mikið og gott. Upptakan er gerð á vegum Ríkisútvarpsins og hefur tekist mjög vel að skapa nokkurn veginn sama hljómblæ út í gegn. Alhr textar fylgja í bæklingi ásamt íslenskum þýðingum. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. Danskennsla Sig- valda kl. 20. Meinlokur, lög Jóns Halls Stefánssonar Snældan „Meinlokur" með 23 lögum Jóns Halls Stefánssonar hefur verið end- urútgefin en hún hefur ekki fengist um skeið. Höfundurinn sjálfur syngur og leikur undir á gítar eftir bestu getu. Snældunni fylgir örsmátt textahefti. Meinlokurnar kosta þúsund krónur og fást keyptar í versluninni Hljómalind í Austurstræti. Einnig er hægt aö fá snæld- una senda heim til sín á ögn hærra verði með því aö skrifa höfundinum með utan- árskriftinni, Pósthólf 7098,127 Reykjavík. Skotveiðifélag íslands minnir alla skotveiðimenn á að veiðitíma á öndum er lokið. Svo er einnig um skarfa. Tími farfugla er senn í algleym- ingi. Brjótið ekki landslög. Virðið friðun- arákvæði. Vorveiði á gæs er siðleysi. Aðeins veiöiníðingar skjóta fugla á frið- unartíma. Silfurlínan s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Kvenfélag Kópavogs Konukvöld verður í félagsheimili Kópa- vogs fimmtudaginn 15. apríl kl. 20. Gestur kvöldsins verður Heiðar Jónsson snyrtir. Allar konur velkomnar. Körfudagar - happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti KKI frá körfudögum í Perlunni um síðustu helgi 3.-4. apríl. Þeir sem hittu úr fimm skotum í fimm tilraunum í skotkeppni drengja- landsliðsins fengu að laimum happ- drættismiða ásamt fleirum. Fyrstu 5 vhmingamir voru körfuboltaspjald frá Byko og koma á miða nr. 16, 26, 394, 129 og 40.6.-10. vinningur, körfuboltaskór frá Nike, komu á miða nr. 130, 25, 264, 167 og 258. 11. vinningur, áskrift að íþrótta- blaðinu, kom á miöa nr. 165 og 12. vinn- ingur, áskrift að Bamablaðinu ABC, kom á miða nr. 39. Vinningshöfum er bent á að hafa samband við skrifstofu KKI í síma 685949. Tapað fimdið Læða tapaðist Svört læða með hvítar loppur, bringu og snoppu tapaðist frá Breiðholti fyrir ca hálfum mánuði. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkomin er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 79371. Pennavinir Pennavinir óskast Vill einhver íslendingur, karl eða kona, skrifast á við 57 ára gamla þýska konu, á þýsku eða ensku? - Síðan hún las Nonnabækm-nar í bemsku hefur hún verið heilluð af íslandi og hefúr hugsað sér að heimsækja ísland í sumar í annað sinn. Margret Simon, Mathildenstrasse 53, D- 6100 Darmstadt, Deutschland. ím ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 / Stórasvlðiðkl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel Sun. 18/4, næstsiðasta sýning, lau. 24/4, siðasta sýning. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Fös. 16/4, örfá sæti laus, lau. 17/4, upp- selt, fim. 22/4, örfá sæti laus, fös. 23/4, uppselt. Ath. Sýningum lýkur í vor. MENNIN GARVERÐLAUN DV1993 HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Simonarson. Fim. 15/4, sun. 25/4. Síðustu sýningar. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 18/4 kl. 14.00, uppselt, fim. 22/4 kl. 13.00, uppselt, lau. 24/4 kl. 14.00, upp- selt, sun. 25/4 kl. 14.00, uppselt. Litlasviðiðkl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Flm. 15/4, örfá sætl laus, lau. 17/4, lau. 24/4, sun. 25/4. Ekkl er unnt að hleypa gestum I salinn eftir að sýning hefst. Smiðaverkstæðið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Mið. 14/4, uppselt, fös. 16/4, uppselt, sun. 18/4, uppselt, mið. 21/4, uppselt, fim. 22/4, nokkur sæti laus, fös. 23/4, uppselt, lau. 24/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningar- tíma), sun. 25/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartima). Örfáar sýningar eftir. Ath. að sýningin er ekki við hæfl barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftlr að sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku fyrir sýningu eilaseldlröðrum. Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 11200. Greiöslukortaþj. -Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúsið -góða skemmtun. Sýningar Höggmyndasýning í Gerðubergi Menningarmiðstöðm Gerðuberg mum standa fyrir skúlptúrsýningu síðsumars. Sýning þessi er liður í afmælishaldi Gíerðubergs en menningarmiðstöðin varð 10 ára í mars sl. Sýningarsvæðið verðtu- torgið að norðanverðu en á þvi er útlista- verk eftír Sigurð Guðmundsson, anddyri hússins og gangstétt og garður að sunn- anverðu. Óllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka en þriggja manna nefnd velur verkin. í nethdinni sitja fuUtrúar skipaðir af Myndhöggvarafélagi íslands, Kjarvalsstöðum og Gerðubergi. Frestur til að skila inn hugmyndum og teikning- um að verkum er til 1. júní en sýningin verður opnuð á afmælisdegi Reykjavík- urborgar 18. ágúst. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Réttarstígur 1A, Eskifirði, þingl. eign Helga S. Joensen, gerðarbeiðendur Ámi Guðjánsson hdl., Húsnæðisstofii- un ríkisins, Bjami G. Björgvinsson hdl. og Magnús M. Norðdahl hdl., föstudaginn 16. apríl 1993 kl. 9.00. Hafhargata 21, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Akks hf., gerðarbeiðandi Magnús M. Norðdahl hdl., föstudaginn 16. apríl 1993 kl. 10.20._________________ Hafiiargata 42, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Sveins R. Eiðssonar, gerðarbeið- andi Magnús M. Norðdahl hdl., föstu- daginn 16. apríl 1993 kl. 11.00. Skólabrekka 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Birgis Kristmundssonar, gerðar- beiðendur Sigríður Thorlacius hdl. og Lögberg hf., föstudaginn 16. apríl 1993 kl. 11.20._________________________ Fjarðarbraut 64, Stöðvarfirði, þingl. eign Páls Hannessonar, gerðarbeið- endur Magnús M. Norðdahl hdl. og Sigríður J. Friðjónsdóttir hdl., föstu- daginn 16. apríl 1993 kl. 13.00. Túngata 8, Stöðvarfirði, þingl. eign Kristjáns Grétars Jónssonar, gerðar- beiðendur Húsnæðisstofiiun ríkisins, Tryggingastofiiun ríkisins og Val- garður Sigurðsson hrl., föstudaginn 16. apríl 1993 kl. 13.25. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Tónlist Tónleikar í Geröubergi Þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.30 heldur Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Meðleikari á píanó er Ólafur Vign- ir Albertsson. Flutt verða sönglög eftir Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Victor Urbancic, Hjálmar H. Ragnarsson, Karl O. Runólfsson, J. Brahms, Benjamin Britten, C. W. von Gluck, C. Saint-Saens og G. Verdi. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastlan. Lau. 17/4, örfá sæti laus, sun. 18/4, fáein sæti laus, lau. 24/4, sun. 25/4. ATH. Sýningum lýkur um mánaðamótin april/mai. Miðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn og fullorðna. Skemmtilegar gjaíir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stóra svið kl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. Fös. 16/4, mið. 21/4, fös. 23/4. FÁAR SÝNINGAR EFTIR. TARTUFFE ensk leikgerð á verki Moliére. 8. sýn. fim. 15/4, brún kort gilda, lau. 17/4, örfá sæti laus, lau. 24/4. Coppelía. íslenski dansflokkurinn. Uppsetning: Eva Evdok- imova. Litla sviðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Fim. 15/4, fáein sæti laus, fös. 16/4, fáein sæti laus, lau. 17/4, mið. 21/4, fös. 23/4. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslinan, sími 991015. Aðgöngumiöar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús. ÍSLENSKA ÓPERAN __liiil óardasfuMynjan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 16. april kl. 20.00. Örfá sæti laus. Laugardaginn 17. april kl. 20.00. úrfá sæti laus. Föstudaginn 23. apríl kl. 20.00. Laugardaginn 24. april kl. 20.00. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. Leikfélag Akureyrar ^LLv&uvbl&kuxi Óperetta Tónlist Johann Strauss Föstud. 16.4. kl. 20.30. Örfá sæti laus. Laugard. 17.4. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 18.4. kl. 17.00. Miðvikud. 21.4. kl. 20.30. Föstud. 23.4. kl. 20.30. Laugard. 24.4. kl. 20.30. Föstud. 30.4. kl. 20.30. Laugard. 1.5. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Síms vari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþj ónusta. Simi í miðasölu: (96) 24073. STÖÐVUM BÍLINN eff viö þurfum aö tala í ffarsímann! ||umfehoar Opið frá kl. 18 öll kvöld Síminn er 67 99 67 Laugavegi 178 - Reykjavík Ný sending á ótrúlegu verði Amsterdam Verð kr. 65.950,- staðgr. Dæmi: Visa raðgreiðslur til 18 mánaða, eng- in útborgun. Kr. 3.993,- á mán. ca. XS HÚSGÖGN Smiðjuvegi 6 Kópavogi Sími 44544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.