Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Síða 26
34
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993
Afmæli
Jón Bogason
Jón Bogason rannsóknarmaður,
Sæbólsbraut 32, Kópavogi, varð sjö-
tugur á fóstudaginn langa, þann 9.
aprílsl.
Starfsferill
Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði,
ólst þar upp og gekk þar í barna-
skóla.
Fjórtán ára gamall fór hann til
sjós og stundaði bæði sjómennsku
og verkamannavinnu víðs vegar um
landið þar til hann kvæntist og flutti
í Kópavoginn 1953 en þar hefur
hannbúið síðan.
Jón stundaði nám við Handíða- og
myndlistarskóla íslands 1946-47 og
tók á þeim árum þátt í málverkasýn-
ingum auk þess sem hann gerði
teikningar að nokkrum húsum, m.a.
því húsi sem hann byggði og bjó í í
u.þ.b.35ár.
Jón hóf störf hjá Hafrannsókna-
stofnun við rannsóknastörf 1972 og
starfaði sjálfstætt samhliða því við
söfnun skelja og annarra sjávarlíf-
vera. Hann átti um tíma atærsta
safn sinnar tegundar á landinu, sem
nú er að mestu komið á Náttúru-
fræðistofu Kópavogs, og eru sumar
tegundirnar nefndar í höfuðið á
honum í erlendum fræðiritum.
Hann hlaut ennfremur viðurkenn-
ingu HÍ1993 fyrir „Afrek við þrot-
lausa söfnun á botndýrum við ís-
land.”
Fjölskylda
Jón kvæntist 10.10.1953 Guðrúnu
Berglindi Sigurjónsdóttur, f. 19.6.
1932, ljósmóður. Hún er dóttir Sigur-
jóns Gestssonar leigubílstjóra og
Herdísar Jónsdóttur húsmóður.
Jón og Guðrún eiga fimm börn,
þau eru: Herdís, f. 28.2.1954, kenn-
ari, gift Haildóri S. Gunnarssyni, f.
21.11.1953, kerfisfræðingi og eiga
þau Berglindi Björk, Svanhiidi Sif,
Lovísu Láru og Gunnar Má; Sigur-
borg Inga, f. 10.1.1956, kennari, gift
Einari Hafsteinssyni, f. 17.10.1957,
smið og eiga þau Auði Ingu og Jón
Inga; Bogi, f. 25.5.1960, blikksmíða-
meistari, kvæntur Narumon Saw-
angjaitham, f. 14.6.1960, veitinga-
manni og á hún Charin og Nimit;
Sigurbjörg, f. 1.6.1963, dagmóðir,
gift Lárusi Hermannssyni, f. 17.9.
1960, starfsmanni SVR og eiga þau
Líf Steinunni, Jakob Elvar og Viktor
Fréy; og Berglind, f. 18.10.1967,
hjúkrunarfræðingur, í sambúð með
Ara Einarssyni, f. 25.1.1965, hljóm-
listarmanni.
Alsystkin Jóns eru: Guðmundur,
f. 2.1.1903 d. 15.2.1975, var kvæntur
Jóhönnu Þorvaldsdóttur og eignuð-
ust þau dótturina Erlu; Ólavía, dó
ung; Ólavia Guðrún, f. 13.1.1906 d.
13.4.1930; Jónína Sigríður, f. 26.11.
1907, og er uppeldissonur hennar
Kristinn Breiðfiörð; Ingvi, f. 26.8.
1909 d. 2.7.1954; Lára, f. 10.12.1910,
gift Engilberti Þorvaldssyni og eiga
þau Sigurborgu og Guðbjörgu;
Sturla, f. 5.2.1913, kvæntur Rögnu
Daníelsdóttur og eiga þau Öm, Atla,
Sigríði og Hrönn; Þórður, f. 16.5.
1915 d. 2.10.1990, kvæntur Ólöfu
Guðbrandsdóttur og eiga þau Grét-
ar, Boga og Bryndísi; Kristín, f.
29.12.1916 d. 9.1.1943, ogeignaðist
hún Kristin Breiðfiörð; og Sigur-
bergur, f. 18.12.1918, kvæntur Krist-
ínu Guðjónsdóttur og eiga þau
Margréti, Erlu og Guðjón.
Foreldrar Jóns voru Bogi Guð-
mundsson, f. 21.1.1877 d. 20.5.1965,
kaupmaður og Sigurborg Ólafsdótt-
ir, f. 7.9.1881 d. 24.9.1952, húsmóðir.
Þau bjuggu í Flatey á Breiöafirði.
Ætt
Bogi var sonur Guðmundar Ara-
sonar, f. 19.10.1835 d. 2.1.1802, b.
Klúku í Bjarnarfirði og k.h. Guð-
rúnar Jónsdóttur.
Faðir Sigurborgar var Ólafur, frá
Brandsstöðum, Ólafsson, Ögmunds-
sonar, b. á Hamarlandi, Reykh., Ólafs-
sonar, b. í Svefneyjum, Sveinssonar,
b. í Skáleyjum og síðar í Þembukoti
hjá Stað á Reykjanesi, Jónssonar, b. í
Skáleyjum, Amasonar.
Jón Bogason.
Kona Jóns Árnasonar var Guðrún
Brandsdóttir, b. í Skáleyjum,
Sveinssonar, b. sama stað, Jónsson-
ar. Kona Ólafs Sveinssonar var
Sesselja Bjamadóttir, b. í Fjósakoti
í Flatey, Brandssonar, í Skáleyjum,
Brandssonar, Sveinssonar. Kona
Ögmundar var Barbára Hrólfsdóttir
og fyrri kona Ólafs Ögmundssonar,
móðir Ólafs, var Þórdís Bjarnadótt-
ir.
Kona Ólafs Ólafssonar, móðir Sig-
urborgar, var Guðrún Guðmunds-
dóttir, sjómanns í Flatey, Halldórs-
sonar og k.h. Ingunnar Þórðardótt-
ur.
Jón Thor Haraldsson
Jón Thor Haraldsson sagnfræðing-
ur, Reynimel 72, Reykjavík, er sex-
tugurídag.
Starfsferill
Jón fæddist á Breiðumýri í
Reykjadal, S-Þing„ en ólst upp í Vík
í Mýrdal. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1954 og síðan cand. mag.
prófi frá Óslóarháskóla 1960 en
námsgreinarnar voru saga, enska
og mannfræði.
Jón nam uppeldis- og kennslu-
fræði við Pedagogisk Seminar í Ósló
1961 og árið 1982 tók hann lektors-
próf (cand. philol.) í sagnfræöi við
Óslóarháskóla. Hann lauk ennfrem-
ur 3 stigum í landafræði við HÍ1968.
Jón var blaðamaður við Þjóðvilj-
ann um nokkurra ára skeið og raun-
ar viðloðandi blaðið lengi. Hann var
sjónvarpsþýðandi 1968-82, kenndi
ensku við Iðnskólann í Reykjavík
1963-72 en réð sig þá sem sögukenn-
ara við Flensborgarskóla og hefur
veriðþaðsíðan.
Jón var varaformaður Æskulýðs-
fylkingarinnar í Reykjavík í eitt ár,
stjómarmaður og varaformaður
Félagsins Ísland-DDR um nokkurra
ára skeið. Hann er ásatrúarmaður
og Leiðvallargoði og hefur fengið
V-Skaftafellssýslu sem staðbundið
goðorö.
Jón hefur fengist við ritstörf og
em þessi rit hans helst: Mannkyns-
saga 1492-1648 (í ritröö Máls og
menningar), Ósigur Oddaverja
(prófritgerð við ðslóarháskóla, útg.
í Ritröð Sagnfræðistofnunar), Vík í
Mýrdal, myndun þorpsins og þróun
(3. stigs ritgerð í landafræði við HÍ).
Fjölskylda
Jón kvæntist 26.10.1973 Steinunni
Stefánsdóttur, f. 2.6.1938, kennara.
Hún er dóttir Stefáns Ögmundsson-
ar prentara sem nú er látinn og Elín-
ar Guðmundsdóttur húsmóður sem
núbýríReykjavík.
Sonur Jóns og Steinunnar er Stef-
án, f. 2.7.1975, menntaskólanemi.
Börn Jóns af fyrra hjónabandi með
Sigríði Láru Guðmundsdóttur bóka-
verði eru: María Kristín, f. 19.3.1963,
BA í íslensku og á hún dótturina
Katrínu Róbertsdóttur, f. 21.5.1989;
og Jóhannes, f. 2.5.1969, starfsmað-
uráHáskólasafni.
Systir Jóns er Ragnheiður Guðrún
Haraldsdóttir, f. 25.4.1937, fóstra,
gift Jóni H. Runólfssyni, f. 13.10.
1933, endurskoðanda.
Foreldrar Jóns voru Haraldur
Jón Thor Haraldsson.
Jónsson, f. 30.11.1897, d. 5.7.1967,
héraðslæknir og María Kristín
Skúladóttir Thoroddsen, f. 12.9.1906
d. 14.9.1976, húsmóðir. Þau bjuggu
lengst af í Vík í Mýrdal en síðustu
æviárin í Reykjavík.
Ætt
Haraldur var sonur Jóns Stefáns
Þorlákssonar, prests að Tjörn á
Vatnsnesi, og Ragnheiðar Pálsdótt-
ur frá Dæli.
María Kristín var dóttir Skúla
Thoroddsens, alþingismanns og rit-
stjóra, ogTheodóru Guðmundsdótt-
ur Thoroddsens skáldkonu.
Óskar Ólason.
var gift Gunnari Ragnarssyni.
Hálfsystir Óskars, sammæðra, er
Kolbrún, f. 1937, var gift Ingólfi
Magnússyni, sem nú er látinn, og
eignuðust þau tvær dætur. Kolbrún
er dóttir Láru og seinni manns
hennar, Óskars Jóhannssonar
leigubifreiðastjóra.
Faðir Óskars var Óli, f. 27.11.1892,
d. 6.10.1931, skipstjóri frá Eyri við
Reyðarfiörð, Þorleifsson, útvegsb. á
Eyri og við Reyðarfiörð, Jónssonar
ogk.h., Helgu Finnbogadóttur.
Móðir Óskars var Jóhanna Lára
Guðjónsdóttir, f. 3.10.1900, d. 17.4.
1960, húsmóðir frá Vopnafirði, en
hún og Óli bjuggu lengst af á Eski-
firði.
Óskar verður erlendis á afmælis-
daginn.
Óskar Ólason
Oskar Olason málarameistari,
Bakkavör 32, Seltjamarnesi, er sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Óskar fæddist á Eskifirði en ólst
upp bæði þar og í Reykjavík.
Hann fluttist til Reykjavíkur árið
1932 og hefur búiö þar síðan þar til
fyrir þremur ámm er hann flutti á
Seltjamarnes.
Óskar lauk námi í málaraiðn og
Iðnskólanum í Reykjavík 1948.
Hann fékk meistarabréf í iðninni
fiómm árum síðar og hóf þá sjálf-
stæðan atvinnurekstur í félagi viö
Bjargmund Sigurðsson. Seinni árin
hefur hann annast reksturinn einn.
Óskar er félagi í Málarameistara-
félagi Reykjavíkur og hefur verið
félagi í Oddfellowreglunni frá árinu
1980.
Fjölskylda
Óskar kvæntist 17.11.1951 Am-
fríði ísaksdóttur, f. 8.7.1930, hár-
greiðslumeistara. Hún er dóttir ís-
aks Kjartans Vilhjálmssonar, b. á
Bjargi á Seltjamam., og k.h., Helgu
S. Runóifsdóttur.
Böm Óskars og Amfríðar em: Óli
Þorleifur, f. 28.3.1952, húsasmíöa-
meistari og b. Flatey í A-Skafta-
fellss., kvæntur Jónínu Sigurjóns-
dóttur hárskerameistara og eiga
þau Sigrúnu Ósk og Óskar; Björg,
f. 13.1.1956, hárgreiðslumeistari, gift
Sigurði R. Jakobssyni, dagskrár-
gerðarmanni á Stöð 2, og eiga þau
Jakob Jóhannes og Óskar; Lára, f.
19.10.1960, hárgreiöslumeistari, gift
Gísla K. Birgissyni rafvirkja og eiga
þau Erlu og Amór; Helgi Rúnar, f.
31.7.1967, nemi í markaðsfræði í
Bandaríkjunum, kvæntur Ásdísi
Ósk nema og eiga þau Evu Sif og
SöndruBjörgu.
Óskar átti sjö alsystkini en á nú
eina alsystur á lífi. Systkinin em:
GuðjónBjörgvin, f. 1921, bifreiða-
stjóri, sem nú er látinn, var kvæntur
Guðríði Jónsdóttur sem einnig er
látin og eignuðust þau tvo syni, sem
báir em látnir, og flórar dætur;
Hörður, f. 1922, húsgagnasmiður,
sem nú er látinn, var kvæntur Ástu
Thorarensen og eignuðust þau einn
son og þrjár dætur. Fyrir átti Hörð-
ur tvo syni; Helga, f. 1924, húsmóð-
ir, gift Aðalsteini Þorsteinssyni
Hólm, sem nú er látinn, og eignuð-
ust þau tvær dætur og einn son.
Síðar eignaðist Helga annan son;
tvíburamir Jóhanna og Þorleifur,
f. 1926, sem bæði em látin; Erla, f.
1929, nú látin; Óla, f. 1931, nú látin,
90 ára
Björg Ólafsdóttir,
Háalundi 3, Akureyri.
Sigríður Þorláksdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
80 ára
Finnbogi Jósefsson,
Bakkavegi 8, ísafirði.
Elín Kristmundsdóttir,
Efri-Bmnnastöum, Vogum.
Helga Guðbjömsdóttir,
Hvassaleiti 24, Reykjavík.
Sigurður G. Halldórsson
rafinagnsverk-
íræðingur,
Mávanesi 11,
Garðabæ.
Sigurðurverð-
uraðheimaná
afmælisdag-
inn.
Iljallabraut 50,
Hafnarfiröí.
Eiginmaður
Þómnnarer
GesturGuð-
jónssonfráFá-
skrúðsfirði.
Þauhjónin
taka á móti
gestum í safnaðarheimili Víði-
staðakirkju frá klukkan 19 á af-
mælisdaginn.
Guðröður Jörgen Eiríksson,
Hvassaleiti34,
Reykjavík.
Eiginkona
Guðröðarer
Ingibjörg
Kristófersdótt-
ir. Þau hjónin
verðaaðheim-
anáaftnælis-
daginn.
50 ára
Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Arnartanga8, Mosfellsbæ.
Kristinn Sigtryggsson,
Laufhaga 14, Selfossi.
Sverrir Sigurðsson,
Suðurgötu 68, Hafnarfirði.
40 ára
60 ára
Anna Sigurðardóttir,
Miðtúni 54, Reykjavík.
Marinó Marinósson,
Látraströnd 32, Seltjamamesi.
Marinó veröur að heiman á afmæl-
isdaginn.
Vigdis Sigvaldadóttir,
Brennistöðum, Reykholtsdals-
hreppi.
FryolfNielsen,
Bakarastíg 6, Eyrarbakka.
Þórunn Friðbjörg
Benjamínsdóttir,
Jakobína Reynisdóttir,
Einholti 16e, Akureyri.
Guðjón Ólafur Kristbergsson,
Kelduhvammi 3, Hafnarfiröi.
Sigrún Geirsdóttir,
Hrísalundi 8f, Akureyri.
Auður Guðjónsdóttir,
Holtsgötu 18, Reykjavík.
Marinó Medos,
Stóragerði 7, Vestmannaeyjum.
Guðni Kristinsson,
Lerkihlíö ll, Reykjavik.
Jónina Ragnarsdóttir,
Jóruseli 22, Reykjavík.
TIL SÖLU BÍLASALA
Góð staðsetning, innisalur, gott útisvæði
Upplýsingar í síma 91-673769