Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR14. APRÍL1993 Merming Talaðu við okkurum BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR Auðbrekku 14, sfmi 64-21 -41 Brúðan og Svanhildur Gleðileikurinn Coppelía (upp- runalega „La Fille aux Yeux d’Email: Stúlkan með augu úr smelti") er ásamt harmsögunni um Giselle einn af homsteinum bal- lettsögunnar; gæluverkefni helstu ballettflokka í rúma öld. Nokkrar ballerínur hafa öðlast heimsfrægð út á Svanhildi, keppinaut brúðunn- ar Coppelíu um ástir piltsins Frans: BaUett Aðalsteinn Ingólfsson Giuseppina Bozacchi, Adeline Genée, Nadia Nerina og Vera Nemtchinova. En það eru fyrst og fremst þjóðdansarnir við ærsla- fulla tóiúist Delibes sem hafa hald- ið merki þessa balletts á lofti, eink- um sardasinn og masúrkinn, sem dansaðir eru í fyrsta þætti, og ít- ölsku og skosku þjóðdansamir sem Svanhildur/Coppelía dansar í öðr- um þætti en í Coppelíu vom þjóð- dansar fyrsta sinni notaðir í bal- lett. Hópdansar em aðalsmerki Coppelíu; séu þeir vel framkvæmd- ir draga þeir athygli frá helstu veikleikum sjálfrar sögunnar sem em legíó. Brúðan Coppelía, fræg hugarsmíð E.T. Hoffmanns (sjá ævintýri hans á ópemsviðinu), er í raun allt að því aukaatriði í verk- inu; samband dr. Coppelíusar og brúðunnar er lítt sem ekkert skil- greint og þátttaka doktorsins í þriðja þætti er nánast klaufalegt aukaatriði; hann er sendur á brott með peningapyngju í sárabætur. Raunar er allur þriðji þátturinn nánast aukaatriði því aö allt sem Eva Evdokimova er fremst á myndinni i hlutverki Coppelíu en hún setur einnig upp ballettinn. DV-mynd BG máli skiptir er fram komið áður en hann hefst, Enda hafa síðari tíma dansahöfimdar (t.d. Nikulás Ser- geyev) fundið hjá sér hvöt til að gefa þriðja þættinum aukið vægi með fleiri dansatriðum, þar á með- al tvídansinum fallega sem þau Eva Evdokimova og Eldar Vahev döns- uðu af svo mikilli mýkt og innlifun að nokkrir áhorfenda vötnuðu músum. Samræmdir og samstilltir En hópdansamir eru aöalsmerki Coppehu, því verður ekki á móti mælt, og í útfærslu þeirra hggja helstu kostir þessarar uppfærslu íslenska dansflokksins og Evu Evdokimovu. Ég held að ekki sé djúpt í árinni tekið að segja að aldr- ei hafi hópdansar í sígildu dans- verki verið betur skipulagðir, sam- ræmdir, samstihtir á íslensku sviði en undir (harð?)stjóm Evu Evdok- imovu og hjálparkokka hennar. Er þá sama hvort htið er til atvinnu- dansaranna, útlendra og inn- lendra, eða yngstu dansaranna. Væri óskandi að íslenski dans- flokkurinn fengi áfram að njóta kroppatemjara á borð viö Evdok- imovu. Á framsýningu vora hlutverk Svanhhdar og Frans í höndum Lára Stefánsdóttur og hins rúss- neska Valievs. Út af fyrir sig fer vel á því að dansa Svanhildi sem stelputrippi eða ærslabelg, verkið kahar beinhnis á slíka túlkun. Lára tók þann pól í hæðina og komst afar vel frá hlutverki sínu, bæði hvað látbragð og dans snerti. Fyrir vikið vantaði ögn upp á rómantíska blíðu í tvídansi hennar og Frans sem breytir ekki því að frumsýn- ingarkvöldið var hennar stóra stund. Vahev er spengilegur dans- ari og næmur, meira fyrir ljóðræn blæbrigði en fítonskraft. Kómískur skotspónn Dr. Coppehus (í úthti eins konar blendingur af dr. Saxa Laddasyni og Friðriki Þór Friðrikssyni) er fyrst og fremst kómískur skot- spónn og ekki heiglum hent að gera úr honum stóran karakter á sviði. Enda var það ekki reynt, hvorki á frumsýningu né annan í páskum. Annan í páskum gafst síðan ráð- rúm til að gaumgæfa leikmynd og búninga Hhnar Gunnarsdóttur í þjóðlegum sætabrauðsstíl sem hæfir ágætlega áherslum verksins. Feginn vildi ég sjá Hhn vinna aftur að sígildum bahett með íslenska dansflokknum. Stóra áherslubreytingin frá Framleiðandinn Kristinn Þórðarson heilsar Hjálmari Hjálmarssyni, ein- um aðalleikaranna, en á milli þeirra stendur leikstjórinn, Gisli Snær Erlingsson. DV-myndir ÞÖK Stuttur Frakki Sigurður H. Richter og fjölskylda. F.v. Margrét S. Richter, Sigurður Ingvar Hannesson, Margrét Bjarnadóttlr Richter, afmælisbarnið, Ragna S. Ric- hter, Bjarni S. Richter, Sigurður Ýmir Richter og Rósa Jónsdóttir. framsýningu var sú sem birtist í dansi Svanhildar sem nú var túlk- uð af Evu Evdokimovu. Evdok- imova er einfaldlega ekki sama „gamine" týpan og Lára Stefáns- dóttir; aht látbragð hennar ber vott um önnur og þroskaðri hfsviðhorf, blandin angurværð og vamarleysi viðkvæmrar sálar. Túlkun hennar var á ahan hátt hrífandi. Þessi sýning kemur sannarlega til móts við þær vonir sem vöknuðu í brjóstum margra velunnara ís- lenska dansflokksins eftir sýning- una á „Uppreisn" í október sl. Meira af slíku, takk. Coppelia, ballett í þremur þáttum Tónlist: Léo Delibes Uppsetning: Eva Evdokimova, Saint- Léon & Petipa íslenski dansflokkurinn, 42. verkefni Borgarleikhúsið 7. apríl og 12. apríl. Stuttur Frakki, nýjasta afsprengi íslenskra kvikmyndagerðar- manna, var framsýndur í Bíóborg- inni sl. þriðjudagskvöld. Leikstjóri er Gísh Snær Erlingsson en hand- ritið skrifaði Friðrik Erlingsson. Myndin segir frá Frakkanum André sem kemur til íslands til að fara á hljómleika í Laugardalshöh og eins og við er að húast gengur ferðin ekki áfahalaust fyrir sig. Aðalhlutverk leika Jean Phihppe- Labadie, Hjálmar Hjálmarsson og Elva Ósk Olafsdóttir. Eiríkur Hjálmarsson, Lárus Halldórsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Helgi Bjömsson mættu á frumsýninguna. Svidsljós b oK^ ®] Stilling SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 Sigurður H. Richter fimmtugur Á annað hundrað gestir komu í Rafveituheimihð í Elhðaárdal th að fagna fimmtíu ára afmæh Sigurðar H. Richter. Afmælisbamiö, sem flest- ir þekkja sem umsjónarmann þáttar- ins Nýjasta tækni og vísindi, bauð fólkinu upp á léttar veitingar en á meðal þeirra sem tóku til máls í veisl- unni vora Guðmundur Pétursson, forstöðumaður á Keldum, Eghl Eg- hsson eðlisfræðingur og Orlygur Richter, skólastjóri Fehaskóla. Sigurður sagði í stuttu spjahi við DV að töluverður undirbúningur lægi að baki þætti eins og Nýjasta tækni og vísindi en þátturinn er nú sendur út tvisvar í mánuði og er stundarfj órðungur að lengd í hvert skipti. Áður var hann nálægt hálf- tíma að lengd en var þá á dagskrá mánaðarlega. Að sögn Sigurðar hef- ur Nýjasta tækni og vísindi verið á dagskrá Sjónvarpsins í aldarfiórð- Félagarnir úr þættinum Nýjasta tækni og visindi, Sigurður H. Richter og Örnólfur Thorlacius. DV-myndir ÞÖK ungog er elsti fasti þáttur stofnunar- innar. Ömólfur Thorlacius var um- sjónarmaður þáttarins í fyrstu en síðan bættist Siguróur við en hann hefur verið einn með Nýjustu tækni og vísindi síðustu árin. tsso Sunnudaga 9:00 - 23:30 ÞVOTTASTOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.