Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR14. APRÍL1993 Afmæli Vigdís Guðlaug Sigvaldadóttir Vigdís Guðlaug Sigvaldadóttir hús- móðir, Brennistöðum í Borgarfjarð- arsýslu, varð sextug í gær, 13. apríl. Starfsferill Vigdís fæddist að Ausu í Andakíls- hreppi og ólst þar upp. Hún hlaut almenna bamaskólamenntun í far- skóla og lauk síðar gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1950. Vigdís aðstoðaði foreldra sína við búskap til tvítugsaldurs en starfaði næstu átta árin á hinum ýmsu stöð- um, m.a. við skólann í Bifröst og í Veitingaskálanum við Hvítárbrú. Vorið 1961 hóf Vigdis búskap að Brennistöðum í Flókadal og ári síð- ar stofnuðu þau hjónin nýbýli á Brennistöðum pg reistu nýtt íbúöar- hús á jörðinni. í fimm ár bjuggu þau í félagsbúskap með tengdaforeld- rum Vigdísar sem hættu að því búnu búskap sökum aldurs. Frá árinu 1970 hefur Vigdís rekið ferðaþjónustu með aðstoð heima- fólks. Síðustu tuttugu árin hafa all- mörg böm átt skjól hjá henni, sum nokkra mánuði árlega en önnur hafa dvahð allt árið og sótt þaðan skóla. Fjölskylda Vigdís giftist 31.12.1961 Árna Theódórssyni, f. 11.1.1929, smið og b. á Brennistöðum. Hann er sonur Theódórs Sigurgeirssonar, b. á sama stað, og Þóru Árnadóttur hús- móður. Sonur Vigdísar er Steindór Theó- dórsson, f. 28.7.1953, húsasmiður, í sambúð með Brynju Bjarnadóttur, búsett í Reykjavík og eiga þau tvö böm. Fyrir átti Steindór eina dóttur semnúátvöbörn. Börn Vigdísar og Árna em: Bjami, f. 29.4.1961, byggingatæknifræðing- ur, í sambúð með Emelíu Sigurðar- dóttur kennara, búsett í Reykjavík og eiga þau tvær dætur; Sigvaldi, f. 1.2.1963, vélaverkfræðingur, í sam- búð með Arndísi Bergsdóttur fata- hönnuði, búsett í Reykjavík og eiga þau tvær dætur; Steinunn, f. 9.4. 1965, tónmenntakennari, í sambúð með Gunnari Gauta Gunnarssyni, dýralækni í Andakílsárvirkjun, og eiga þau einn son; og Þóra, f. 21.5. 1967, líffræðingur og kennari við MR. Fósturbörn Vigdísar em: Kristín Birgisdóttir, f. 1960, garðyrkjufræð- ingur, í sambúð með Heiðari Sig- urðssyni feldskera og eiga þau tvær dætur; Sigurbjöm Birgisson, f. 1962, læknir í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum, kvæntur Helgu Sigurðar- dóttur og eiga þau tvö börn; og Kjartan Örn Einarsson, f. 1.4.1978, dvelur í heimahúsum. Vigdís á þtjú systkini, þau eru: Benedikt, f. 18.4.1925, lengi skóla- stjóri Héraðsskólans á Laugarvatni, kvæntur Öddu Geirsdóttur kennara og búa í Reykjavík. Benedikt var áður kvæntur konu af írskum ætt- um og á með henni einn son; Jón, f. 25.9.1927, b. Ausu, kvæntur Auði Pétursdóttur og eiga þau fimm böm; og Margrét Geppert, f. 24.12.1930, menntaskólakennari, búsett í Kanada, var gift þýskum manni og á með honum þijú böm, þau skildu, nú í sambúð með Duncan Grilty, af enskumættum. Foreldarar Vigdísar vom Sigvaldi Jónsson, f. 22.8.1892, d. 22.10.1970, b. í Ausu í Andakílshreppi, og Stein- unn Benediktsdóttir, f. 21.4.1892, d. 25.11.1959, kennari og húsmóðir. Þau bjuggu allan sinn búskap að Ausu. Ætt Sigvaldi var sonur Jóns, b. í Máva- hlíð og að Kvígsstöðum, Guðmunds- sonar, b. í Brennu, Sigurðssonar í Læknisnesi, Ásmundssonar. Móðir Sigvalda var Ragnhildur Ásmunds- dóttir, b. í Múlakoti, Gunnarssonar, Vigdís Guðlaug Sigvaldadóttir. b. aðÞverfelli. Steinunn var dóttir Benedikts, b. á Hallanda og Langsstöðum í Flóa. Móðir hennar var Margrét Guð- mundsdóttir á Flóagafli, Ármóti og íLangholti. • afmælid 14. apríl 85 ára Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir, Tunguvegi 82, Reykjavik. 75ára Kristinn Markússon, Disukoti, Djúpárhreppi. Benedikt Sigurðsson, Höfðabraut 7, Akranesi. Engilbert Sigurösson, Básenda2, Reykjavík. húsfreyja að Holti I, Stokkseyrar- hreppi. Hilmar Björnsson, Kámesbraut 103, Kópavogi. 50ára Margrét Pálsdóttir, Hraunbrún 43, Hafnarfirði. Magnús B. Bergmann, Sólvallagötu 6, Keflavík. Ester Bergmann Halldórsdóttir, Engjavegi 65, Selfossi. 70 ára Einar Ágústs- son bygginga- meistari, Laugarásvegi 4A,Reykja- vik, verðursjötug- urámorgun. Einar tekur á móti gestum milli kl. 18 og 20 á afmælisdaginn í sal Meistarafélagshúsasmiða, Skip- holti70. Sigurður Ólafsson, Austurvegi 44, Seyðisfirði. Ingibjörg J. Jónsdóttir, Vatnsholti 4, Reykjavík. 40 ára 60 ára Anna Guðrún Bjarnadóttir, Anton Viggó Viggósson, Möðrufelli 7, Reykjavík. Valdlmar Þór Gíslason, Hólagötu 44, Vestmannaeyjum. Jörundur H. Þorgeirsson, Skarðshlíð 26 D, Akureyri. Ragnar Hauksson, Langholti 25, Akureyri. Einar Kristján Þorleifsson, Holtsgötu 17, Reykjavík. Þorfinnur Steinarsson, Skipholti 42, Reykjavík. BenediktH. Benediktsson, Kvistalandi 10, Reykjavík. ÓlöfZoe...ga, Miðgaröi 16, Neskaupstað. Sigþór óskarsson, Lágmóa9, Njarðvík. Þorbjörn Pétursson, Ósi, Þingeyri. Margrét Sigurðardóttir, Háholti20, Keflavík. Björg Þorgilsdóttir Björg Þorgilsdóttir húsmóðir, Sveinsstöðum á Blönduósi, er fertug ídag. Fjölskylda Björg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún flutti að Sveinsstöðum árið 1977 og hefur búið þar síðan. Björg giftist 23.6.1979 Magnúsi Ólafssyni, f. 6.2.1946, bónda. Hann er sonur Ólafs Magnússonar, b. og hreppstjóra á Sveinsstöðum, og Hallberu Eiríksdóttur húsmóður- þar. Þau er nú bæði látin. Dóttir Bjargar og Sigurðar Hall- dórssonar er Sigríður Helga, f. 9.3. 1970, starfsstúlka á leikskóla Blönduóss, í sambúð með Einari Óla Fossdal og eiga þau Sigurð Smára, f. 15.1.1988. Börn Bjargar og Magnúsar em: Ólafur, f. 12.3.1979, nemi, búsettur í foreldrahúsum; Þorgils, f. 13.1. 1981, nemi, búsettur í foreldrahús- um; og Ehn Ósk, f. 6.2.1987, nemi, búsett í foreldrahúsum. Systkini Bjargar eru: Ingibjörg, búsett í Reykjavík, gift Þorvaldi Guðnasyni og eiga þau tvær dætur og tvo dóttursyni; Ragnar, búsettur á Djúpavogi, kvæntur Evu Garðars- dóttur og eiga þau þrjú böm; Jón, búsettur á Tálknafirði, kvæntur Ásdísi Ólafsdóttur og eiga þau íjóra syni; Anna, búsett í Reykjavík, gift Gunnari Stefánssyni og eiga þau þrjú böm; Árni, búsettur á Hvols- velli, í sambúð með Sigrúnu Jóns- dóttur og eiga þau einn son; Guð- rún, búsett á HvolsveUi, gift Einari Helgasyni og eiga þau tvo syni; Ey- vindur, búsettur í Reykjavík, ókvæntur og bamlaus. Hálfsystir Bjargar, samfeðra, er Erla, búsett í Kópavogi og á hún fjögurbörn. Faðir Bjargar var Þorgils Bjarna- son frá Hraunsmúla í Staðarsveit, f. 5.9.1914, d. 11.8.1971, verkamað- ur. Móðir Bjargar er Sigríður Jóns- dóttir frá Fremrahálsi í Kjós, f. 17.7. 1924, saumakona, búsett í Reykja- Björg Þorgilsdóttir. vík. Þorgils var sonur Bjarna Jónsson- ar og Kristbjargar Jónsdóttur sem bjuggu á Hraunsmúla í Staðarsveit. Sigríður var dóttir Jóns Sigurðsson- ar og Ingibjargar Eyvindsdóttur sem bjuggu að Fremrihálsi í Kjós. Andlát Maöur sem tók konu upp í bíl sinn: RLR óskar eftir að vitni gefi sig fram Rannsóknarlögregla ríkisins óskar eftir að komast í samband við karl- mann, vitni, sem tók konu upp í bíl aðfaranótt skírdags, á milh klukkan 4 og 5, við Háteigsveg eða í Hhða- hverfi og ók henni heim til hennar í Hafnarfirði. Ástæðan er rannsókn árásarmáls sem RLR hefur til með- ferðar og er viðkomandi maður eitt vitnanna í máhnu. Konan, sem er liðlega tvítug, var með einhveija áverka í andhti og á hálsi þegar hún kom inn í bíl manns- ins. Hún hefur ekki getað sagt deili á vitninu sem ók henni heim eða upplýst hverrar tegundar bíll hans var. Umrætt vitni er beöið um aö hafa samband við RLR í síma 44000. -ÓTT Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Dofraberg 9, 202 Hafnarfirði, þingl. eig. Reisir sf., gerðarbeiðendur Landsbanki islands, Sjóvá-Almennar og íslandsbanki hf„ 15. apríl 1993 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI Skúli Pálsson Skúh Pálsson frá Laxalóni, til heim- ilis að Efstaleiti 12, Reykjavík, lést að heimih sínu 31.3.1993. Utfór hans var gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 7.4. sl. Starfsferill Skúh fæddist á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði 8.10.1906 og ólst þar upp. Hann hóf þar útgerð um tvítugt og gerði út tólf tonna bát á reknet og handfæraveiðar. Skúh flutti til Reykjavíkur og stofnaði þá fljótlega fyrstu veiðar- færagerðina hér á landi 1933, Veið- arfæragerð íslands, við Laugaveg- inn. Hann starfrækti einn veiðar- færagerðina fyrstu árin, síðan með versluninni Edinborg en seldi síðan versluninni fyrirtækið. Skúh fór til Danmerkur 1939 og kynnti sér ítar- lega fiskeldi þar í landi en varð að fresta stofnun fiskeldis hér á landi vegna stríðsins. Hann stofnaði fyrir- tækið Laxinn hf. 1940 sem var til húsa á Klapparstíg 8 í Reykjavík en það fyrirtæki keypti bátafisk og sá um flökun hans og dreifingu í fisk- búðir og til setuliðsins. Skúli flutti með íjölskyldu sína til Suðureyrar 1946, keypti þar og starfrækti frystihúsið ísver um nokkurra ára skeið auk þess sem hann átti hlut í frystihúsinu ísfelh á Flateyri. Hann seldi frystihúsið. 1949 og rak í nokkra mánuði frysti- hús í Höfnum þar sem hann stund- aði humarveiðar fyrstur manna hér á landi en seldi fljótlega meöeiganda sínumsinnhlut. Skúh hóf laxeldi og regnbogasil- ungseldi að Laxalóni í Grafarholts- landi 1950 og varð þar með braut- ryðjandi í fiskeldi hér á landi. Hann hóf þá útflutning á regnbogasilundi til Bandaríkjanna en sá útflutning- ur var fljótlega stöðvaður vegna gruns um sýkingu í silungastofnin- um. Lengst af stundaði Skúh sölu á lax-gönguseiðum í ár en 1980 fékkst endanlega staðfest aö silungastofn Skúla hefði ekki verið sýktur. Hann starfrækti fyrirtækið Laxalón til 1990, síðustu tíu árin ásamt sonum sínum. Fjölskylda Skúh kvæntist 8.10.1939 Svövu Skaftadóttur frá Viðey, húsmóður. Synir Skúla og Svövu eru Skafti Skúlason, f. 5.3.1939, skipstjóri á Fáskrúðsfirði, kvæntur Jóninu Sig- þórsdóttur húsmóður og á hann sex böm; Sveinn Hlífar Skúlason, f. 10.4. 1944, útibússtjóri hjá íslandsbanka Skúli Pálsson. í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Er- lendsdóttur, kennara og húsmóður og eiga þau tvö böm; Ólafur Ingi Skúlason, f. 1.6.1952, framkvæmda- stjóri Laxins hf., í Reykjavík, kvæntur Hildi Haraldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Golfklúbbs Reykja- víkur, og eiga þau tvö böm. Systkini Skúla urðu þrettán og er einn bróðir hans á lífi, Páll R. Páls- son, fyrrv. bryti í Reykjavík. Foreldrar Skúla vora Páh Rós- inkransson, b. á skipstjóri á Kirkju- bóli, og kona hans, Skúlína Hlíf Stef- ánsdóttir húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.