Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
25
Meiming
H-moll messan
Langholtskórinn hélt tónleika á fostudaginn langa ásamt Kammersveit
Langholtskirkju. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran,
Signý Sæmundsdóttir, sópran, Elsa Waage, alt, Michael Goldthorpe, te-
nór, og Kristinn Sigmundsson, bassi. Konsertmeistari hljómsveitarinnar
var Júlíana Elín Kjartansdóttir. Stjómandi var Jón Stefánsson. Á efnis-
skránni var Messa í h-moll eftir Jóhann Sebastian Bach.
í myndarlegri prentaðri efnisskrá tónleikanna var meðal annars að
fmna ágæta ritgerð eftir stjómandann Jón Stefánsson, þar sem gerö er
grein fyrir tilurð messunnar. Hún var samin á löngum tíma og var ekki
lokiö fyrr en fáum árum fyrir dauða tónskáldsins. Margir telja h-moll
messuna magnaðast af trúarlegum verkum meistarans og er þá ekki jafn-
að til við neina smásmíði þar sem er Mattheusar passían, Jóhannesar
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
passían og Magnificat. Það er einkum í kóratriðunum sem Bach fer á
sínum bestu kostum í h-moll messunni. Hugmyndaauðgin og tjáningar-
krafturinn þar á sér vart hliðstteðu. Tónlistin gerir mjög miklar kröfur
til kórsins um snerpu, hraða og nákvæmni. Stundum er sagt að hún
minni meir að þessu leyti á hljóöfæratónlist en kórtónhst. Hvað sem því
líöur hljómar hún frábærlega hjá góðum kór, sem hefur lagt á sig það
erfiði sem því fylgir að ná fuhkomnu valdi á henni. Með þessu er ekki
sagt að verkið skorti í öðrum atriðum sem heillað hafa unnendur verka
Bachs í gegnum árin. Þama eru gullfallegar aríur og einleikskaflar, og
hljómsveitin fær næg tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar. Yfir öllu
hvíhr trúareinlægni meistarans, sem þrátt fyrir alvörugefinn undirtón
lýsir sér iðulega í glaðværð.
Það er ekki lítið fyrirtæki að takast á hendur flutning þessa mikla
verks. Langholtskórinn og Jón Stefánsson háfa öðlast töluveröa reynslu
í flutningi stórra verka og flutningur þeirra á verkum Bachs er orðinn
fastur liður í tónlistarlífi hér. Allt krefst þetta mikillar vinnu og ósér-
hhfni og því ánægjulegra þegar vel tekst til eins og var á þessum tónleik-
um.Einsöngvararnir áttu allir góðan dag og var þar engan veikan punkt
að finna. Hljómsveitin stóð sig með prýði og margir einleikarar úr henn-
ar röðum léku mjög fallega. Kórinn nýtti sér til fulls þau ríku tilefni sem
tónhstin gaf til að hrífa áheyrendur með sér í algleymi Bachs. Þetta voru
góðir tónleikar.
Málmblásaratónleikar
Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði á skirdag. Flytjendur voru
sextán málmblásarar ásamt tveim slagverksmönnum. Stjómandi var
Frank L. Battisti frá Bandaríkjunum. Á efnisskránni vom verk eftir G.
Gabrieh, J. Wilbye, W. Rigger, J. Koetsier, K. Husa, R. Starer og W. Hart-
ley.
Hópurinn, sem þarna lék, er að meginstofni skipaður félögum úr Sinfó-
níuhljómsveit íslands áscunt nokkmm kunnum blásumm til viðbótar.
Má segja að þarna hafi verið á ferðinni landsliðið í málmblæstri, svo að
notað sé tungutak sjónvarpsins. Þessi hópur hefur undanfarin ár haft
þann sið aö bjóða upp á tónleika á skírdag og fengið góðar undirtektir.
Má raunar segja að tónleikar af þessu tagi séu allt of sjaldan haldnir.
Tórdist
Finnur Torfi Stefánsson
Þeir eru ómissandi hður í tónlistarlífinu. Málmblásturshljóðfærin hafa
upp á að bjóða mikla fjölbreytni í hljómi og tjáningu auk hinna þekktu
sérkenna sinna, snerpu, birtu og styrks. Allt þetta fær því aðeins að njóta
sín að hljóðfæraleikur og samþjálfun sé fyrsta flokks og til þess þarf að
spila oft.
Efnisskráin var fjölbreytt og að miklu leyti eftir núlifandi höfunda.
Nýrri verkin vora flest undir meiri og minni nýklassískum áhrifum.
Meðal þeirra sem hljómuðu einna fahegast má nefna Divertimento eftir
Husa og Sinfóníu eftir Hartley. Bestu verkin vom þó hin elstu, Canzon
septimi octavi toni eftir Gabrieh og Þrír madrigalar eftir Wilbye. Þarna
nýtur sín til fuhs hin háþróaða fjölröddunarlist endurreisnartímans, út-
færð með ríkri andagift og hárfínum smekk. í verki Gabriehs er hljóðfæra-
leikurunum skipt í þrjá hópa umhverfis áheyrendur og skapar það sér-
stök rýmisáhrif sem em óaðskhjanlegur hluti verksins.
Flutningurinn var góður en ekki fullkominn. Margt hljómaði mjög fah-
ega og heildin var góð þótt ónákvæmni spihti fyrir á stöku stað. Margir
einstakhngar sýndu góð thþrif. Má þar m.a. nefna frábæran básúnuleik
Odds Björnssonar í verki Hartleys. Stjómandinn sýndi gott vald og stjóm-
aði af öryggi.
Tilkynningar
Áskirkja
Samverustund fyrir foreldra ungra
bama í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í
safnaðarheimilinu í dag kl. 17.
Dómkirkjan
Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur hádegis-
verður á kirkjuloftinu á eftir. Opið hús
fyrir eldri borgara í safnaöarheimilinu í
dag kl. 13.30-16.30. Tekið í spil. Kaffiborð,
söngur, spjall og helgistund.
Háteigskirkja
Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18.
Neskirkja
Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Seltjarnarneskirkja
Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður
í safhaðarheimilinu.
Frístundahópurinn
Hana-nú10ára
í ár á Frístundahópurinn Hana-nú í
Kópavogi 10 ára afmæli en nýlega kom
út bréf um starfsemina fram á sumar.
Þar kennir margra grasa að venju.
Kleinukvöld verður í lok aprílmánaðar,
farið verður í hölskylduferð á Ronju ræn-
injadóttur, Púttklúbbur boðar mót sum-
arsins, auglýst er uppákoma í Göngu-
klúbbi og farið verður í ferð að Kirkju-
bæjarklaustri yfir hvítasunnuhelgina.
Lokapunktur vetrarstarfsins verður sá
að farið verður í dagsferð á Njáluslóðir
laugardaginn 17. apríl. Félagar hafa sett
saman fjölbreytta samfellda dagskrá með
söng og upplestri sem byggist á Brennu
Njáls sögu. Dagskráin verður flutt í fé-
lagsheimilinu í Goðalandi í Fljótshlíð kl.
16 laugardaginn 17. april og era allir vel-
komnir.
Kvenfélag Kópavogs
Konukvöld verður í félagsheimili Kópa-
vogs fimmtudaginn 15. apríl kl. 20. Gestur
kvöldsins verður Heiðar Jónsson snyrtir.
AUar konur velkomnar.
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stórasviðiðkl. 20.00.
DANSAÐ Á HAUSTVÖKU
eftir Brian Friel
Sun. 18/4, næstsiðasta sýning, lau. 24/4,
siðasta sýning.
MY FAIR LADY söngleikur
eftir Lerner og Loeve.
Fös. 16/4, uppselt, lau. 17/4, uppselt, fim.
22/4, örfá sæti laus, fös. 23/4, uppselt.
Ath. Sýningum lýkur i vor.
MENNIN GARVERÐLAUN D V 1993
HAFIÐ effir Ölaf Hauk
Símonarson.
Á morgun, sun. 25/4.
Ath. aðelns 2 sýningar eftir.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI effir
Thorbjörn Egner.
Sun. 18/4 ki. 14.00, uppselt, fim. 22/4 kl.
13.00, uppselt (ath. breyttan sýningar-
tima), lau. 24/4 kl. 14.00, uppselt, sun.
25/4 kl. 14.00, uppselt.
Litla sviðið kl. 20.30.
STUND GAUPUNNAR eftir
Per Olov Enquist.
Á morgun, örfá sæti taus, lau. 17/4, lau.
24/4, sun.25/4.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýnlng hefst.
Smiöaverkstæðið kl. 20.00.
STRÆTI eftir Jim Cartwright.
í kvöld, uppselt, fös. 16/4, uppselt, sun.
18/4, uppselt, miö. 21/4, uppselt, fim. 22/4,
uppselt, fös. 23/4, uppselt, lau. 24/4 kl.
15.00 (ath. breyttan sýningartima), sun.
25/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartima).
Örfáar sýnlngar eftir.
Ath. aö sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i sallnn
eftir að sýning hefst.
Ósóttar pantanlr seldar daglega.
Aðgöngumlðar greiðist viku fyrir sýningu
ellaseldiröðrum.
Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
aö sýningu sýningardaga.
Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i sima
11200.
Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðlelkhúslð -góða skemmtun.
Miðstöð fólks í
atvinnuleit
Lækjargötu 14. Opið mánudaga til fóstu-
daga kl. 14-17. í dag, 14. apríl, kl. 15 mun
Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
ræöa um frumvarp til laga um breytingar
á lögum um Atvmnuleysistryggingasjóð.
Fimmtudaginn 15. apríl kl. 15 mun Gunn-
ar Sigurðsson, fulltrúi í félagsmálaráðu-
neytinu ræða um vinnumiðlun. Föstu-
daginn 16. apríl kl. 15 verður skemmti-
dagskrá.
Þýðendakvöld á
Fógetanum
Fimmta þýðendakvöldið í vetur verður á
Háalofti Fógetans fimmtudaginn 15. apríl
kl. 20.30.. Kvöldiö verður helgað ljóðum
frá fyrri tíð. Eftirtaldir þýðendur lesa úr
eigin þýðingum: Helgi Hálfdanarson,
Karl Guðmundsson, Kristján Ámason og
Óskar Ingimarsson. Að lokum les Helga
Bachmann úr þýðingum Þorsteins Gylfa-
sonar.
Fé safnað til
landgræðslumála
Um nokkurt skeið hefur á vegum Rotary
á íslandi starfað umhverfisnefnd sem
hefur það m.a. að markmiði að safna fé
til landgræðslumála. Alls hefur safnast
tæp ein milljón króna meðal Rotary fé-
laga og hefur Landgræðslunni verið af-
hent fé þetta til uppgræðslu á Haukadals-
heiði. Uppgræðslusvæðið verður auð-
kermt Rotary hreyfingunni. Myndin sýn-
ir Áma Gestsson, formann umhverfis-
nefndar, afhenda Sveini Runólfssyni
landgræðslustjóra ávisun fyrir upphæð-
inni.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra svlölö:
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren
Tónlist:Sebastlan.
Lau. 17/4, uppselt, sun. 18/4, fáein sæti laus,
lau. 24/4, sun. 25/4.
ATH. Sýnlngum lýkur um mánaðamótln
apríl/mai.
Miðaverö kr. 1.100, sama verö fyrlr böm
og fuílorðna.
Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort,
Ronju-bolir o.fl.
Stóra svlð kl. 20.00.
BLÓÐBRÆÐUR
Söngleikur eftir Willy Russell.
Fös. 16/4, mlð. 21 /4, fös. 23/4.
FÁAR SÝNINGAR EFTIR.
TARTUFFE ensk leikgerð á verki
Moliére.
8. sýn. fim. 15/4, brún kort gilda, lau. 17/4,
örfá sætl laus, lau. 24/4.
Coppelía.
íslenski dansflokkurinn.
Uppsetning:
Eva Evdokimova.
Sunnud. 18/4, fimmtud. 22/4, sunnud. 25/4.
Lítla sviðkl. 20.00.
DAUÐINN OG STÚLKAN eftir
Ariel Dorfman
Fim. 15/4, fáeln sæti laus, fös. 16/4, fáeln
sætl laus, lau. 17/4, miö. 21/4, fös. 23/4.
GJAFAKORT, GJAFAKORT
ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF!
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir i síma 680680 alia virka
dagafrákl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúslínan, simi 991015.
Aögöngumiðar óskast sóttir þrem
dögum fyrir sýn.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús.
Tórúeikar
Djass dúó á Háskóla-
tónleikum
Síðustu háskólatónleikar vetrarins verða
haldnir í dag, miðvikudag, kl. 12.30 í
Norræna húsinu. Fram koma Sigurður
Flosason saxófónleikari og Kjartan
Valdimarsson píanóleikari. Þeir munu
leika djasstónlist eftir Keith Jarett, Ric-
hie Beirach, Thelonious Monk og sjálfa
sig á baríton saxófón og píanó. Tónleik-
amir verða háffrar klukkustundar lang-
ir.
Tapaðfundið
Leðurveski tapaðist
Brúnt leðurveski tapaðist í Grafarvogi á
sunnudagskvöldið sl. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 10974.
Námskeið
Söngnámskeið
Ágústa Ágústsdóttir heldur söngnám-
skeið í skóla Estherar H. Guðmundsdótt-
ur „Söngsmiðjunni" í Listhúsinu, Laug-
ardal (bak við Ásmundarsafn). Nám-
skeiðið hefst með fyrirlestri fimmtudag-
inn 15. apríl kl. 20.30 í sal Listhússins.
Kennsla hefst kl. 13 dagana 16.-18. apríl
og lýkur með tónleikum á sama stað
sunnudaginn 18. apríl kl. 17. Fullbókað
er á námskeiöið en þeir sem vildu hlýða
á kennsluna eru velkomnir. Símanúmer
námskeiðsins er 682455.
Leikfélag Akureyrar
^LÍBihuvbl&k&xx
Óperetta
Tónlist
Johann Strauss
Föstud. 16.4. kl. 20.30. Örfá sæti laus.
Laugard. 17.4. kl. 20.30. Uppselt.
Sunnud. 18.4. kl. 17.00.
Miðvikud. 21.4. kl. 20.30.
Föstud. 23.4. kl. 20.30.
Laugard. 24.4. kl. 20.30.
Föstud. 30.4. kl. 20.30.
Laugard. 1.5. kl. 20.30.
Miðasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga kl.
14 til 18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu.
Síms vari fyrir miðapantanir allan
sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi I miðasölu:
(96)24073.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
óardasfurstyíijan
eftir Emmerich Kálmán.
Föstudaglnn 16. april ki. 20.00.
úrfá sæti laus.
Laugardaginn 17. april kl. 20.00.
úrfá sæti laus.
Föstudaginn 23. april kl. 20.00.
Laugardaglnn 24. april kl. 20.00.
Sýningum fer fækkandi.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega en til kl.
20.00 sýningardaga. SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKHÚSLÍNAN 99-1015.
Fundir
Giktarfélag Islands
heldur fræðslufund um veflagikt (fib-
romyalgi) fimmtudagskvöldið 15. apríl
kl. 20.30 í A sal Hótel Sögu. Erindi flytja
Árni Geirsson gigtlæknir og Sigrún Bald-
ursdóttir sjúkraþjálfari. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeyp-
is.
Fyrirlestrar
Opinber fyrirlestur
Fimmtudaginn 15. apríl mun dr. Kristin
Bjömsdóttir flytja opinberan fyrirlestur
á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði
og Rannsóknastofu í kvennafræðum við
Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist
„Sjálfsskilningur íslenskra hjúkrunar-
kvenna á tuttugustu öldlnni: Orðræða og
völd“. í honum íjallar Kristín um mótun
hugmynda um hjúkrunarstarfið á íslandi
í Ijósi þeirra breytinga sem orðið hafa á
heilbrigðiskerfinu á tuttugustu öldinni. í
greiningu sinni beitir Kristín m.a. kenn-
ingum úr kvennafræðum og skoðar
hjúkrunarstarfið í ljósi þess að það hefur
verið kvennastarf.
Butlertvímenning-
urB.Reykjavíkur
Miövikudaginn 14. apríl hefst 6
kvölda Butlertvímenningskeppm hj á
Bridgefélagi Reykjavíkur. Hún verð-
ur spiluð sex næstu miðvikudags-
kvöld og lýkur þann 19. maí. Keppn-
in er reiknuð út á tölvu og skráning
í hana er hjá BSÍ í síma 689360. Butl-
ertvímenningurinn er tilvalinn vett-
vangur fyrir pör til að koma sér í
form fyrir íslandsmótið í tvímenn-
ingi 22.-25. apríl. -ÍS