Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 16. APRlL 1993 Utlönd Kvikmyndum Barböru CarUand Afráðið er aö gera kvikmynd um skáldkon- una Barböru Cartland sem kölluð hefur verið „drottn- ; 1 ing ástarsagn- eL ■ I ' . já<\ anna“. Eini • ktnmn i vandinn er að gamla konan sara- þykkir enga leikkonu tll aö fara með hiutverk sitt. Baunakóngur ríkastimaðurinn Tony O’Reilley, stjórnarfor- maöur Heinz-baunafyrirtækis- ins, er ríkasti maöur á írlandi. Höfuöstöðvar fyrirlækisins eru að vísu í Bandaríkjunum en O'Reilley er írskur rfldsborgari. Eigur hans eru metnar á um 20 miHjaröa islenskra króna. Fiimland: Utanríkisráð- LjMkJUiam nerrann na&ttur Paavo Vay- rynen, utanrík- isráðherra Finnlands, hef- ur sagt emb- ætti sinu lausu og víkurúrrík- isstjórn lands- ins. Hann hyggur á talinn eiga góða möguleika á aö ná kjöri. Vayrynen er 46 ára gam- all en hefur þegar langa reynslu í stjórnmálum. Tveir atvinnumenn í „ferðamannamoröum<£ gripnir á Flórída: Lifa á að myrða erlent ferðaf ólk - Þjóðverjar gagnrýndir fyrir að vara fólk við Flórídaferðum Lögreglan í Flórída hefur handtek- iö tvo menn sem grunaðir eru um að hafa myrt Barböru Meller Jensen, 39 ára gamla þýska konu, fyrr í mán- uðinum. Menn þessir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir fleiri voöaverk og segir lögreglan að þeir hafi haft at- vinnu af því að ræna og myrða er- lenda ferðamenn. Morðið á Barböru hefur vakið meiri athygh en almennt er um morð á ferðamönnum. Hún var barin til ólífis fyrir augunum á börnum sín- um tveimur og síðan óku ræningj- amir yfir líkið. Þeir stálu veski henn- ar meö óverulegum fjármunum. Yfirvöld í Flórída hafa gagnrýnt þýsku ríkisstjórnina fyrir að vara fólk við að fara til Flórída. Heima- menn segja að ekkert sé að óttast enda hafi öryggisgæsla verið hert. Þá stendur til að hætta að merkja bílaleigubíla sérstaklega því morð- ingjar Barböru sátu um slíka bíla. Þeir notuöu jafnan þá aðferð að aka á bílana og ræna bílstjórnana þegar þeir stigu út að kanna skemmdirnar. Á síðasta ári lentu nær 4 þúsund erlendir ferðamenn í klóm ræningja og ofbeldismanna á Flórída og í vetur hafa sjö verið drepnir. Reuter Moröingjar Barböru Meller Jensen óku yfir hana ettir aö hafa barið hana til ólifis að börnunum tveimur ásjáandi. Búiö er að handtaka tvo menn vegna morósins. Þeir höfðu framfæri af ránum og morðum á ferðamönnum. FJðLSKVLOUBÍLL Verð frá hr. 834.000 puny BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ármúla 13, síml 68 12 oo • beinn síme 3 12 36 6ÓBU VERBI MJOG Grænlendingar fáeigin biskup í ár verður stofnað sérstakt biskupsdæmi á Grænlandi og verður klerkur valinní embættið fyrir haustið. Biskup hefur ekki setið á Græn- landi frá því á tímum norrænna manna þar þegar biskupar sátu i Göröum. Liklegt er að nýtt bisk- upssetur verði i höfuöstaðnum Nuuk. Kirkjan á Grænlandi hefur til þessa tilheyrt Kaupmannahafn- arstifti. Almennur vilji er meðal heiraamanna að fá eigin biskup og kirkjumálaráðherra Ðana hef- ur nú fallist á óskir þar aö lút- andi. Jeltsínferham- förumíkosn- ingabaráttunni Borís Jelísín Rússlandsfor- seti fer hamfór- um þessa dag- ana í kosninga- baráttunni fyr- ir þjóðarat- kvæðagreiðsl- una þann 25. apríl. Forsetinn leggur allt undir og segist munu vikja úr embætti fái hann ekki stuðning kjósenda við hugmyndir um forsetalýðræöi í Rússlandi. Hann hefur ákveöið að hundsa ailar ályktanir þingsins um þjóð- aratkvæðið og biöur landsmenn að koma sér og umbótastefnu sinni til bjargar. Mesti vandinn er að fá fólk til að kjósa vegna leiða á stjórnmálunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.