Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð f lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Gat / kerfinu
Samkvæmt upplýsingum Hafrarmsóknastofnunar má
reikna með að þorskafli á þessu ári fari 40 þúsund tonn
fram yfir leyfilegan kvóta. Heildarafli á þorski var á sín-
um tíma ákveðinn 205 þúsund tonn en það var verulegur
niðurskurður frá fyrra ári og ákvörðun sem byggð var
á rannsóknum um ástand þorskstofnsins. Sú ákvörðun
olli deilum en þótti óhjákvæmileg til að rétta stofninn
við og vemda þorskinn fyrir ofveiði. Minna má á að tillög-
ur Hafrannsóknastofnunar gengu lengra en endanlega
var ákveðið og hér var því teflt á tæpasta vað.
Nú er að koma í ljós að þessar takmarkanir munu
ekki standast. Þar munar mestu að línuveiðar hafa auk-
ist og þó sérstaklega bátaveiðin, sem fer sennilega 25
þúsund tomi fram úr áætlunum. Smábátar em undan-
þegnir kvóta en þeir afla á þessu ári um 14% þess þorsks
sem dreginn er á land. Það er aukning úr 3,3% frá því
fyrir áratug.
Veiðar hafa áður farið fram úr heimildum. Þetta em
hins vegar alvarlegri tíðindi en fyrr vegna þess að stofn-
inn hefur nánast hrunið, enda hefur sjávarútvegsráð-
herra gefið í skyn að afleiðingin verði sú að takmarka
verði þorskveiðar enn frekar á næsta ári til að halda í
horfinu. Það gefur og augaleið að til lítils er að setja tak-
markanir og kvóta ef ekki er eftir þeim farið. Þá em
"stj ómvaldsaðgerðir og visindarannsóknir til einskis
gagns ef takmörkun á veiði togaraflotans leiðir til þess
eins að veiðin eykst hjá smábátum og línubátum.
Tvíhöfðanefndin hefur bent á þetta gat í kvótakerfinu.
Hún vill takmarka krókaleyfin. Sú tillaga hefur mætt
andstöðu, enda á smábátaútgerð marga hauka í homi,
þó ekki sé fyrir annað en tilfinningalegar ástæður. Hér
í blaðinu hefur hanskinn verið tekinn upp fyrir smábáta-
veiðar, einkum vegna þess að einyrkjar eru dæmigerðir
fulltrúar sjálfsbjargarviðleitninnar. Sú skoðun hefur
styrkt þá afstöðu að veiðar á grunnslóð séu ekki jafn
hættulegar stofninum og veiðar á djúpmiðum og kénn-
ingar em uppi um að þorskurinn gangi upp að landi og
hér sé aðeins um að ræða afla sem ella mundi ekki nást til.
Þessar röksemdir standast hins vegar ekki þegar um
svo mikla aukningu er að ræða á aflamagni og bátaút-
gerð sem raun ber vitni. Sú staðreynd blasir við að smá-
bátum hefur fjölgað gífurlega. Eftir að kvóti var settur,
fyrir tæpum tíu árum, á aðra en smábáta, hefur fiöldi
smábáta, tíu brúttólestir og smærri, aukist úr tæplega
þúsund í tæplega tvö þúsund. AIls hafa 876 smábátar
verið teknir í notkun á þessu tímabili. Tvíhöfðanefndin
áætlar að fiárfesting hafi alls numið hátt í sex milljörðum
króna í þessari tegund veiðiskipa.
Að vísu hefur síðan verið settur kvóti á báta sem em
6 til 10 brúttólestir að stærð en áfram em smærri bátar
utan kvóta og allt hefur þetta haft það í för með sér að
veiðamar hafa færst yfir á þessa báta. Ennfremur er því
haldið fram að afli sé færður á smábáta sem komi á land
með togurum. Gatið í kerfinu leiðir þannig til svika og
undanbragða.
Eðlilegt er að halda hlífiskildi yfir áframhaldandi báta-
veiðum. En þær verða að ganga undir sama jarðarmen
og önnur veiðiskip og það verður að takmarka þann
fiölda sem sækir sjó með þessum hætti. Smábátaeigendur
verða að taka þátt í vemdun þorskstofnsins sem aðrir.
Þeir eiga ekki síður framtíð atvinnu sinnar og afkomu
imdir því að okkur takist að byggja stofninn upp að nýju.
Þar eiga allir sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Ellert B. Schram
Flugbanni framfylgt. - Gunnar segir flughernaö engu máli skipta, þaö sé á jörðu niðri sem stríðiö sé háð.
Auk þess sé flugvélum Nato bannað að elta serbneskar flugvélar inn i Serbíu.
Aumlegt yf ir-
klór í Bosníu
Svo mætti skilja að allt sé nú á
réttri leið í Bosníu vegna þess að
Nato, og það með aðild Þjóðveija,
ætlar að framfylgja þar flugbanni.
En Bosnía er ekki írak. Flughem-
aður skiptir þar engu máli og hefur
aldrei gert. Það er á jörðu niðri sem
stríðið er háð og málamyndaflug-
bann, þar sem flugvélum Nato er
bannað að elta serbneskar flugvél-
ar inn í Serbíu, er máttlaust og
gagnslaust með öllu.
Sameinuðu þjóðimar telja sig nú
hafa fundið viðunandi friðaráætl-
un, sem þeir Vance og Owens hafa
verið að beija saman og byggist á
því að skipta Bosníu-Herzegóvínu
í 10 svæði, þar sem þjóðarbrotin
eiga að fá að vera óáreitt. En þetta
samkomuiag, sem Serbar neita að
undirrita, er í rauninni lokasigur
þeirra. Þeir vilja ekki undirrita það
eingöngu vegna þess að þeim leyf-
ist ekki samkvæmt því aö sameina
þann hluta Bosníu, sem þeir hafa
lagt undir sig formlega, sjálfri
Stór-Serbíu.
Bosniuserbar bíða þess að um
hægist, þá verður draumurinn um
Stór-Serbíu að veruleika, og enda
þótt Króatar hafi undirritað sam-
komulagið með hálfum huga bíða
þeir líka aðeins færis á að innlima
sinn hluta. Múslímar neyddust til
að undirrita, en það eru þeir sem
mestu tapa. Þeir voru um 48 pró-
sent íbúanna. Þeir fá innan við 10
prósent landsins, og það í smáskik-
um hér og þar um landið.
Serbneski hlutinn hggur að Serb-
íu, króatíski hlutinn hggur að
Króatíu. Það samkomulag sem
Sameinuðu þjóðimar standa að, og
hafa fengið Nato til að verja úr
lofti, þar sem engin þörf er á vöm-
um, er í rauninni aðeins staðfesting
á sigri Serba og ósigri múshma. Það
sem meira er, ef þetta samkomulag
verður að lokum samþykkt af öh-
um í bhi er það aðeins forspil að
ennþá frekari átökum sem eiga eft-
ir að breiðast út um Balkanskaga.
KjáUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
Stríðsglæpir
Það er engin leið að framfylgja
þessu samkomulagi með efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn Milo-
sevic Serbíuforseta, eða með til-
gangslausu eftirhtsflugi Nato.
Jafnvel þótt það verði virt um sinn,
ef Bosníuserbar fást til að undirrita
það, er það aðeins staðfesting á
stórfelldum þjóðemishreinsunum
og þjóðflutningum, einhveijum
mestu stríðsglæpum sem framdir
hafa verið og það á okkar nútíma.
Og það er ólíklegt að það verði
virt.
Jafnvel það sariikomulag, sem
gert var mihi Serba og Króata í
fyrra, er að trosna í sundur. Það
er síður en svo friðvænlegt á Baik-
anskaga enda er það ekki vænlegt
til friðar að staðfesta með alþjóð-
legum hætti, eins og Sameinuðu
þjóðimar hafa gert, landvinninga
og hemaðarlegan yfirgang árása-
raðUans, sem er og hefur frá upp-
hafi verið Serbar, bæði Serbar frá
Serbíu og Serbar innan landamæra
Bosníu.
Nýtt Líbanon
Nú ætla stórveldin, með Samein-
uðu þjóðirnar að yfirvarpi og flug-
her Nato sem málamyndastuðning,
aö stórauka þátttöku sína í „friðar-
gæslu“ í Bosníu, sem hefur þann
eina tflgang að staðfesta sigur
Serba.
Skipting Bosníu er þess eðhs aö
nærri ókleift er að koma því við
að framfylgja friðarsamkomulagi
enda friðarvUji htiU. Það má ljóst
vera að frekari átök um hina nýju
skiptingu Bosníu eru óhjákvæmi-
leg. Friðargæsluhð frá Sameinuðu
þjóðunum sem nú fyrst, tveimur
ámm of seint, á að fara tíl Júgó-
slavíu, mun lenda milh tveggja eða
þriggja elda með aUa stríðsaðUa á
móti sér. Hemaðaríhlutun í upp-
hafi hefði getað stöðvað stríðið, nú
er það tækifæri glatað. Friðaráætl-
un Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
með eða án Nato, er formúla að
nýju Líbanon.
Gunnar Eyþórsson
„Það samkomulag sem Sameinuðu
þjóðimar standa að, og hafa fengið
Nato til að verja úr lofti, þar sem engin
þörf er á vörnum, er í rauninni aðeins
staðfesting á sigri Serba og ósigri mús-
líma.“
Skodanir annarra
Búmerang inn í framtíðina?
„Verðlag á helstu útflutningsvörum okkar er-
lendis hefur farið lækkandi undanfarið; þannig hafa
sjávararfurðir lækkað um 7 prósent á ári og samtím-
is hefur dregið úr afla við landið. Því miður bendir
fátt tíl að þróunin verði upp á við á aUra næstu
árum... Samningar, sem fela í sér almennar kjara-
bætur við núverandi aðstæður em ekkert annað en
búmerang inn í framtíöina, sem af hinum eigin-
gjama sjónarhóh samtíðarinnar lendir í besta falh á
næstu kynslóð en í versta falli á okkur sjálfum eftir
nokkur misseil eða ár.“ Úr forystugrein Alþbl. 15. apríl
Niðurskurður
til íslenskra mennta
„Miimi íslenskukennsla, minni stærðfræði-
kennsla og raunar skerðing skólatíma almennt er
sú skólastefna sem mörkuð hefur verið af núverandi
ríkisstjóm undir formerkjum spamaðar.. .Skóla-
æska landsins og íslenskir foreldrar þurfa því ekki
að búast við nýrri skólastefnu frá núverandi valdhöf-
um - niðurskurður og sparnaður, spamaður og nið-
urskurður verður áfram framlag þeirra tfl íslenskra-
mennta.“ Úr forystugrein Timans 15. apríl
Starffsemi fjárveitingavaldsins
„Gera þarf breytingar á starfsemi fjárveitinga-
valdsins.. .Ráðstöfun fjármagns þyrfti að beinast tfl
málaflokka og stærri verkefna í stað einstakra
óháðra verkefha. Krefja á fjárveitingavaldið í aukn-
um mæh um réttlætingu á þeim flárfestingum sem
það ákveður, um samræmingu verkefna eða áætlana
og um skýringar á fjármögnun. Máhð yrði síðan
sent þeim stofnunum sem viö eiga og væri það þeirra
aö samræma framkvæmdir og leggja tfl fjármagn í
einstök verkefni."
Tómas Hansson hagfr. i viöskiptabl. Mbl. 15. apríl