Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1993, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 13 dv_____________________________________Neytendur Spurt um lífeyris- og tryggingamál: Bætur vegna yinnuslysa Tilkynningar um bótaskyld slys verða að berast Tryggingastofnun innan árs frá því að slysið verður. Rósa ívarsdóttir spyr: Ég meiddist á hendi í vinnu hjá fyrirtæki í september 1989. Af þeim sökum var ég frá vinnu fyrst á eftir en náöi þó aldrei fullri vinnugetu. Þegar leiö á veturinn fór að bera á meira máttleysi í hendinni. Nú er búið að senda mig í tvær aðgerðir og alls konar rannsóknir en ekkert hefur komið í ljós hvað er að. Búið er að dæma 15% örorku í tuttugu ár en það er til 70 ára aldurs míns. Nú vil ég spyrja hvað ég á að fá í bætur, örorku- og skaðabætur? Svar Ástu R. Jóhannesdóttur: Rósa lendir í vinnuslysi sem er bótaskylt skv. almannatryggingalög- um. Slysabætur almannatrygginga eru slysadagpeningar sem greiðast frá og með 8. degi eftir slysið enda hafi hinn slasaði verið óvinnufær í minnst 10 daga. Sjúkrakostnaður vegna slyssins greiðist eftir ákveðn- um reglum. Reynist hinn slasaði bera varanleg mein að lokinni með- höndlun er örorka hins slasaða met- in hjá tryggingayfirlækni. Tilkynningar um bótaskyld slys verða að berast Tryggingastofnun innan árs frá því að slysið verður. Umsóknir um bætur, s.s. slysadag- peninga, eru einnig háðar tímatak- mörkunum, þ.e. það þarf að sækja um þær innan ákveðins tíma frá því að slysið varð. Reynist örorkan undir 10% greið- ast ekki örorkubætur. Reynist örork- an 10%^49% er jafnan um ein- greiðslu örorkubóta að ræða. Slysið, sem Rósa lenti í, var metið til 15% örorku og hún fékk greidda ein- greiðslu. Upphæðin er miðuð við ör- orkuprósentu og aldur hins slasaða. Rósa spyr hversu háar örorkubæt- ur og skaðabætur hún eigi rétt á. Almannatryggingar greiða ekki skaöabætur en vegna bótaskyldra slysa greiðast örorkubætur eins og fyrr getur. Hún segir að seinna hafi máttleysið í handlegg hennar aukist. Ef afleið- ingar slyssins reynast meiri þegar frá líðrn' en fram kom þegar örorku- mat fór fram er best fyrir Rósu að hafa samband við lækni sinn og ræða við hann hvort hann telji ráðlegt að ffam fari endurmat á slysaorku hennar. Fari endurmat fram og kom- ist tryggingayfirlæknir að þeirri nið- urstöðu að örorka sé meiri en fyrst var tahð getur Rósa fengið mismun örorkubóta greiddan að loknu mati. Að lokum vil ég benda Rósu á bækl- inga Tryggingastofnunar um þessi mál. í þeim er að finna frekari upp- lýsingar um bætur slysatrygginga og örorkubætur almennt. Nýtt heildsölubakarí opnað á morgun, iaugardag, þar sem allar bakarísvörur verða seldar á heildsöluverði eða með 20%-50% afslætti. Verðdæmi: Formbrauð, hvít og heilhveiti Formbrauð, hvít og heilhv., sneidd Öll gróf brauð Jólakökur Vínartertur Djöflatertur Rúnstykki m/birki Kúmenhringir Vínarbrauð Snúðar Dagsgömul brauð seld með 50% afslætti frá smásöluverði. Smá- Okkar Spam- söluv. verð aður 116,00 93,00 23,00 126,00 93,00 33,00 162,00 130,00 32,00 266,00 229,00 S7,00 295,00 236,00 59,00 668,00 S34,00 193,00 38,00 30,00 8,00 44,00 35,00 9,00 72,00 58,00 14,00 73,00 S8,00 15,00 Verðdæmi: Öll formbr., gróf og fín, sneidd Öll gróf sérbrauð, sneidd Brauðskurður ókeypis. Odýrí brauða- og kökumarkaðurínn í húsi SVR við Hlemmtorg og á Suðuriandsbraut 32. Smá- Okkar Sparn- söluv. verð aður 126,00 58,00 68,00 162,00 81,00 81,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.