Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Page 12
32 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993 Ferðir Ferðaskrifstofan Ratvís: Vínaróperan, Austurlanda- hraðlestin og framandi slóðir jgÍifVÍ! .'>1mnvii ■ ■ _ I : Rétt utan viö Kaíró í Egyptalandi eru pýramídarnir sem taldir eru með- al merkustu mannvirkja veraldar. Ratvís býður upp á ferðir til Máritíus allt árið. Ferðaskrifstofan Ratvís sérhæfir sig í ferðum sem sniðnar eru að þörfum viðskiptavinanna hverju siirni. Útvegaðar eru ferðir til fjarlægra staða og á einstakan ferðamáta. Sem dæmi má nefna heimsreisur, flug með Concord, Austurlanda- hraðlestina heimsfrægu, siglingu með glæsilegum lystisnekkjum eins og Queen EUsabeth n, safari í Afríku, menningarferðir til Ind- lands, Suður-Ameríku, Japans eða Kína svo eitthvað sé nefht. Fyrir þá sem þyrstir í ævintýri má nefna bjamarveiðar eða laxveiðar í Al- aska. Seinni hluta júnímánaðar býður Ratvís upp á ferð til Vínarborgar og tækifæri gefst til að hlýða á Kristján Jóhannsson syngja í óperuhúsinu þar. Austiurísku Alpamir lokka ekki síður ferðamenn til sín á sumrin en á vetuma og Ratvís býður nú upp á sumarhús í Austurríki auk gistingar í sumarhúsum, íbúðum og hótelum í flestum öðrum Evr- ópulöndum. Kampavínshelgi í kastala Ratvís hefur einnig mikið úrval einstakra gististaða, meðal annars kastala og hallir, í Þýskalandi og vfðar, sem breytt heftn- verið í hót- el. Boðið er upp á ýmsa hagstæða pakka þar sem dvahð er á slíkum stöðum. Sem dæmi má nefna „kampavínshelgar“ þar sem um er að ræða gistingu í tvær nætur með morgunverði, eina þríréttaða mált- íð og eina sex rétta kampavínsmált- íð. Mexíkódvöl er hægt að blanda saman við dvöl í Orlando, New York eða Baltimore. Einnig eru ferðir frá London til Mexíkó hvort heldur sem er á eigin vegum eða í fylgd með reyndum fararstjórum. Máritíus í Indlandshafi Máritíus í Indlandshafi er einn af fjarlægari áfangastöðum Rat- viss. Umboðsmenn ferðaskrifstof- unnar á eyjunni, Mauri Tours, sjá um daglegar ferðir til allra athygl- isverðustu staðanna. Ratvís býður upp á ferðir til Máritíus allt árið. Aðrir valkostir eru Egyptaland, Tæland, Brasilía og Bandaríkin. Hawaiieyjar og Jómfrúreyjar í Karíbahafinu eru vinsælir áfanga- staðir Ratvíss auk Portúgals og Madeira. Boðið er upp á fjölda Grænlands- ferða í sumar, silunga- og laxveiði- ferðir og vikuferðir um Suður- Grænland. Ratvís býðin- ferð með hvaða ferðaskrifstofu sem er í Bretlandi og er því bæði um marga mögu- leika og hagstætt verð að ræða. Einnig er Ratvís með umboð fyrir Profil Rejser frá Kaupmannahöfn. í stað þess að leggja áherslu á hefð- bundnar sólarlandaferðir til Spán- ar og annarra Evrópulanda bjóða Profil Rejser mikið úrval af ferðum til athyglisverðra áfangastaða fjær og nær. átffyát Tenerifa á Kanarieyjum er einn Ijölmargra staða sem RCI-klúbburinn býður gistingu í lúxusibuoum Framtíðarferðir: Nýr valkost- ur á ferða- markaðnum Nýr valkostur á íslenskum ferða- markaði er að fjárfesta í dvöl á eft- irsóttum orlofsstöðum um allan heim. Framtíðarierðir bjóða nú ís- lendingum aðild að stærsta sumar- og vetrarleyfaklúbb í heimi, RCI- klúbbnum. Klúbbfélagar geta vahð um frí á um 2300 dvalarstöðum í 70 löndum. Um er að ræða dvöl á sólarströndum Evrópu, á skíðahót- elum í Ölpunum, í Suður-Ameríku, Austurlöndum fjær og Grænlandi svo eitthvað sé nefnt. Allir gististaðir á vegum RCI þurfa að standast ákveðnar og mjög strangar gæðakröfur. í boði eru lúxusíbúðir með öllum þægind- um og þjónusta svo sem bama- gæsla, heilbrigðisþjónusta, bíla- leiga, flugþjónusta o.s.frv. RCI virkar að mörgu leyti eins og banki. Viöskiptavinurinn gerist aðili með þvi að leggja ákveðna upphæð inn í byrjun og tryggir sér með því rétt til orlofsdvalar vítt og breitt um heiminn, í eina eða fleiri vikur á ári til 99 ára. Framtíðarferðir eru umboðsaðili á íslandi fyrir Domino do Sol, 5 stjömu lúxusíbúðahótel í Algarve í Portúgal sem er aðili aö RCI- ferðafélaginu. Sá sem á til að mynda rétt til tveggja vikna dvalar í íbúð í Portúgal sækir einfaldlega um til RCI að fá að taka sinn gisti- rétt út á einhverjum öðram stað í heiminum þar sem félagið hefur orlofsstaði tíl umráöa. Og þar sem meðlimir RCI era sex milljónir eru möguleikamir eðlilega margir. RCI-meðlimir fá vexti á innstæð- ur sínar í formi bónusvikna sem koma til vegna þess að mikill fjöldi þáttakenda nýtir ekki rétt sinn hveiju sinni. Eignarréttur hvers og eins er ekki fastbundinn við viðkomandi aðila. Hann getur lánað öðrum or- lofsrétt sinn, leigt hann og arfleitt afkomendur sína að honum. RCI-ferðafélagiö er í beinu tölvu- sambandi við 40 flugfélög um allan heim og í samvinnu við tíu af stærstu ferðaskrifstofum heims. í boði er bæði áætlunarflug og leigu- flug til ákvörðunarstaöa. Samning- ar hafa verið gerðir um afslátt á flugfargjaldi fyrir klúbbfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.