Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1993
36
Ferðir
Beint nug til
fjölda borga
Flugleiðir:
Ítalía er einn þeirra staða sem Flugleiðir bjóða ferðir til i samvinnu við
erlendar ferðaskrifstofur. Auk þess býður flugfélagið upp á beint flug til
Milanó.
Meðal nýjunga, sem Flugleiðir
bjóða feröamönnum í ár, er beint flug
tU Barcelona á Spáni og Mílanó á ít-
alíu og ferðir til Malasíu í samvinnu
við erlenda aðila.
Flug og bíll er ferðamáti sem nýtur
stöðugt meiri vinsælda og sem fyrr
er boðin hótelgisting vítt og breitt
um Evrópu og Bandaríkin og dvöl í
orlofshúsum og íbúðum í mörgum
Evrópulöndum.
Malasía og Kenía
í samvinnu við ferðaskrifstofuna
Reliance SMAS bjóða Flugleiðir ferð-
ir fyrir einstakhnga og hópa til Mal-
asíu í Asíu. Höfuðborgin í Malasíu
er Kuala Lumpur sem er miðstöð
verslunar og fjármálalífs. Hún ber
jafnframt skemmtilegan svip frá ný-
lenduánun Breta. Frábær aðstaða er
fyrir sóldýrkendur í Penang og Pan-
kor. í fjaíllendi Malasíu þykja stað-
imir Cameron og Genting upplagðir
til hressingar og hvíldar.
Flugleiðir bjóða einnig ferðir til
Keníu í samvinnu við Kenya Airwa-
ys og Path Ltd. Náttúrufegurðin og
dýralífið í Keníu hafa heillað marga
og eru safarííerðir um háslétturnar
ógleymanlegar vegna fjölbreytts
dýralífs.
Grikkland
ogTyrkland
Sólar- og ævintýraferðir til Mið-
jarðarhafslanda eru í boði hjá Flug-
leiðum. Flogið er til Kaupmanna-
hafnar og þaðan með dönsku ferða-
skrifstofunni Fritidsrejser til áfanga-
staðar. í Grikklandi er um að ræða
17 áfangastaði. Þeir helstu eru Aþena
og ströndin suður frá borginni, Krít,
Rhodos, Santorini, Paros, Naxos,
Kos, Patmos, Samos, Mytilini og
Korfu.
í Tyrklandi er m.a. boðið upp á
dvöl í Alanya, Kemer, Antalya,
Marmaris og Icmeler sem eru vin-
sælir staðir á tyrknesku rivierunni.
Einnig eru í boði skoðunarferðir um
Tyrkland.
Egyptaland og Ítalía
Til Egyptalands bjóða Flugleiðir
ferðir í samvinnu við dönsku ferða-
skrifstofuna Stjemegaard &
Steinbeck. Um er að ræða bæði ein-
staklingsferðir og skipulagðar hóp-
ferðir.
Ítalía er einn af áfangastöðunum
sem Flugleiðir bjóða ferðir til í sam-
vinnu við Fritidsrejser. Á Sikiley er
dvalið í Naxos og Taormina, farið er
til Alghero á Sardiníu, til Terracina,
sem er 100 kílómetra sunnan við
Róm, til Garda við Gardavatn og
Arma di Taggia á ítölsku rivierunni.
Róm er að sjálfsögðu einn áfanga-
staðanna á Ítalíu og í boði em einnig
hringferðir um Róm, Flórens, Fen-
eyjar, Ravenna og Assis.
Frá Lúxemborg halda margir í ökuferð um Evrópu.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar:
Rútuferðir um Evr-
ópu og Möltuferðir
Þýskaland er eitt þeirra landa sem ekiö er um í rútuferöunum.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón-
assonar skipuleggur rútuferðir um
Evrópu í sumar þar sem sameinað
er akstur, sigling og flug.
Lengsta ferðin stendur í 24 daga og
er haldið frá Reykjavík 2.júní norður
til Mývatns þar sem gist er eina nótt.
Þann 3. júní er siglt með Norrænu
áleiðis til Færeyja og Danmerkur.
Síðan er ekið suður Þýskaland, til
Sviss, Ítalíu og Austurríkis þar sem
skoðaðir em merkisstaðir.
Á heimleiðinni er ekið gegnum
Þýskaland og Danmörku þaðan sem
siglt er til Noregs. Frá Noregi er svo
haldið með Norrænu til íslands.
Þeir sem kjósa að halda utan með
Norrænu en vera ekki nema 10 daga
í ferðinni geta flogið heim frá Sviss.
Einnig er í boði 14 daga ferð sem
haldið er í þann 12. júní. Þá er flogið
til Sviss, ekið þaðan til Ítalíu, Austur-
ríkis og Þýskalands. Frá Þýskalandi
er haldið til Danmerkur og þaðan er
siglt til Noregs. Á leiðinni með Nor-
rænu frá Noregi til íslands er komið
við í Færeyjum. I ágúst er áætluð
önnur rútuferð.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón-
assonar býður einnig upp dvöl á
íbúðarhóteli í Dannenfels í Þýska-
landi í sumar. Frá Lúxemborg er um
tveggja klukkustunda akstur til
Dannenfels og hentar staðurinn því
ágætlega til lengri eða skemmri dval-
ar þeim sem kjósa flug og bíl til Lúx-
emborgar. íbúðarhóteliö er vel í sveit
sett fyrir skemmri skoðunarferðir
um Rínarlönd. Á hótelinu erú í boði
þijár gerðir af íbúðum sem henta
allt frá tveimur til sjö gestum.
Eyjan Malta í Miðjarðarhafi er einn
af áfangastöðum ferðaskrifstofunnar
í sumar. Þó eyjan sé ekki stór er þar
ýmislegt að skoða, meöal annars
bronsaldarhof, virkisborgir frá mið-
öldum, glæsihallir frá valdatíma Jó-
hannesarriddaranna og svo sjálf höf-
uðborgin Valletta sem þeir byggðu
frá grunni. Gististaðir eru af öllum
gerðum og verðflokkum. Verðlag er
lágt á mat og drykk. Til Möltu er flog-
ið í gegnum London.
Landið helga
og Egyptaland
31. maí-17. júníl993-átján daga ferð
Verð kr. 136.600,-
HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Jcrúsalem, Betlehem, Jeríkó, Dauða
hafið, Jórdandalurinn, Galíleuvatn, Nasaret, Tel Aviv, baðstrendur við
Miðjarðarhaf. Ekið er yfir Sinaieyðimörkina og Súesskurð til Kaíró.
Pýramídarnir, gamla og nýja Kaíró, skemmtisigling á Níl.
INNIFALIÐ: Flugferðir, gisting í tveggja manna herbergjum á fyrsta
flokks hótelum með morgun- og kvöldverði, íjöldi skoðunarferða
og íslenskur fararstjóri.
SKOSKU HÁLÖSDIS,
VATSAHÉRUÐIS
OG ORKSEYJAR
Brottfbr 20. júní, heimkoma 4. júlí 1993.
I þessari 15 daga ferð gefst fólki kostur á að kynnast töfrum og
þjóðlífi skosku hálandanna, aka um fögur vatnahéruð og gista sögu-
frægar fjarðabyggðir Vestur- og Austur-Skotlands. Þá er dvalið í
stórborgunum Glasgow og Edinborg og gist á Orkneyjum þar sem
kostur gefst á að kynnast eyjunum, íbúunum og fjölda sögustaða,
sem ennþá bera norræn nöfn og er getið í Orkneyingasögu. Leitast
er við að kynnast fjölbreyttum störfum í landbúnaði.
Verð á mann í tvíbýli kr. 88.900.
Aukakostn. vegna einbýlis kr. 16.800.
Innifalið: Flug, rútuakstur, feija, gisting, morgunverður og ísl. farar-
stjóri.
Ekki innifalið: Flugvallarskattur. kr. 1.310.
faékr æ
Aðalstræti 2 (Geysishús) \/
Sími 62 30 20