Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Síða 24
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Sviðsljós Stjórn DSÍ ásamt Sigríði Ármann. Frá vinstri Henny Hermannsdóttir, Ingi- björg Róbertsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Sigríður Ármann, Guðrún Pálsdóttir og Erla Haraldsdóttir. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þver ■ Sendibílar Til sölu Renault Trafic, háþekja, 4x4, árg. ’87, sæti fyrir 9 manns, ekinn 171 þús. Uppl. í sfma 96-24119 og 96-25864. ■ Bílar til sölu •Toyota Corolla Sedan GLi, árg. '93, sjálfsk., ekinn 15 þús., verð 1280 þús. •Toyota Touring GLi, árg. ’92, ekinn 21 þús., verð 1430 þús. •Toyota Carina E 2,0 GLi, árg. ’93, sjálfsk., ekinn 9 þús., verð 1700 þús. •Toyota Touring GL, árg. ’90, ekinn 47 þús., verð 1280 þús. •Toyota Corolla DX, árg. ’87, 5 dyra, ekinn 84 þús., toppbíll, verð 430 þús. • Chevy Van, árg. ’79, húsbíll, mjög gott eintak, verð 450 þús. Vs. 92-15488 og hs. 92-15131. Cadillac Eldorado Convertíble, árgerð 1974, vél 501 cub, framdrifinn, topp- eintak, ekinn 68 þús. mílur, upphaflegt lakk. Upplýsingar í síma 98-22224 eða 98-22024. Benz 190E, árg. ’88, ekinn 83 þús., sjálfsk., topplúga, grámetalik, litað gler. Uppl. í síma 91-610430. Stórglæsilegur BMW 520i, árg. ’89, ek- inn 48 þús. km, vel búinn aukahlutum. Upplýsingar í síma 92-12064. ■ Sumarbústaöir Til sölu sumarhús i skipulögðu hverti við Gufuá í Borgarfirði. Húsið er 45 m2 og 30 m2 svefnloft, rafmagn komið í hverfið, ath. að taka bíl upp í hluta gr. Allar nánari uppl. veittar í símum 91-50413 og 91-683010. Glæsilegir arinofnar (kamínur). Þrjár gerðir, kynningarverð, 20% afsl. Verð 97.650, 98.900, 99.800. Íslensk-slóvakíska, Borgartúni la, húsi Bílakaupa. Sími 91-626500. ■ Ymislegt m yTDEILE RALLY mCROSS DEILDRiKR. Rallíkross-keppni verður haldin laugardaginn 12. júní 1993, kl. 13, á akstursíþróttasvæðinu við Krýsu- víkurveg. Lokaskráning er mánudag- inn 7. júní 1993 að Bíldshöfða 14, sími 91-674630 frá kl. 20-22. Stjórnin. Heiðursfélagi í DSÍ: Sigríður Armann Nýlega var frú Sigríður Ármann dóttur sinni, Ástu Björnsdóttur ball- Þetta er í annað sinn sem valinn ballettkennari gerð að heiðursfélaga í Danskennarasambandi íslands í til- efni af 30 ára afmæli þess. Sigríður hefur starfrækt bállett- skóla í 41 ár, nú síðustu árin ásamt ettkennara. Sigríður var einn af stofnendum Danskennarasambands íslands og hefur frá upphafi unnið ötullega að dansmennt í landinu. er heiðursfélagi i DSÍ. Áður var Her- mann Ragnar Stefánsson gerður að heiðursfélaga árið 1988. Meiming Regnboginn - Ólíkir heimar: ★★★★ Nálgun Eden Emily Eden er Bandaríkjamaður, leynilögregla, kona, New York búi af engilsaxneskum uppruna. í þessari röð. í hópi félaga í lögreglunm er hún eitil- hörð, óhefðbundin, ávallt á varðbergi. Ávallt reiðubú- in, stundum knúin til að sanna að hún sé jafngóð eða betri en þeir. Hún hefur lagt löggufélaganum, eina vini sínum, lífsreglurnar til að halda honum í hæfi- legri fjarlægð en það hefur ekki alltaf verið svo. Klæðn- aður hennar og útht er eggjandi, hún hefur eitthvað til að sýna og það er svo sannarlega til sýnis. Fas henn- ar og rödd gerir hana skotmark fyrir fordóma bæði karla og kvenna. Hún er ógift og barnlaus, komin á fertugsaldurinn. Hún er í karlmannspásu en hefur augun opin fyrir einhveriu nýju. Það líður ekki á löngu þar til hún festir augun á sætum strák. Ósjálfrátt fer hún að daðra við hann en viðbrögðin sem hún fær frá honum eru ólík nokkru öðru sem hún hefur kynnst. Ariel er maður, guðrækinn hasídi, fræðimaöur og kennari af pólskum uppruna og New York-búi. í þess- ari röð. Innan hóps trúarfélags síns er hann álitinn snillingur og verðandi leiðtogi. Hann þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir einum eða neinum, einangrað Kvikmyndir Eric Thal og Melanie Griffith Ólíkir heimar. hlutverkum sínum Gísli Einarsson trúarsamfélag hans hefur lagt honum til nokkur hundruð lifsreglur sem hann verður að lifa eftir ef hann á að vera meðlimur. Það hefur alltaf verið svo. Klæðnaður hans og útlit er teprulegt, fjarlægt og fram- andi. Fas hans er yfirvegað, sjálfsöruggt. Sannfæring og sérviska hasída gerir þá og hann að skotmarki for- dóma hjá öllum öðrum. Hann er ógiftur og barnlaus, kominn á fertugsaldurinn. Hann veit ekki hvað kven- mannspása er og það er ekki ætlast til að hann kom- ist nokkurn tíma að því. Eitthvað nýtt bókstaflega ryður sér leið inn í einangraö sjónsvið hans. Það líður ekki sekúndubrot þar til hann festir augun á þessari leynilögreglu. Nánast samstundis raskar hún ró hans og það koma brestir í sannfæringuna. Viðbrögð hans koma jafnvel honum sjálfum óvart. Ástarsaga milh þeirra er skiijanleg og óumflýjanleg fyrir báða aðila. En þetta er ekki venjuleg ástarsaga, þetta er mögulega besta ástarsaga sem hefur verið fest á filmu frá upphafi. Þessi einstaka mynd tekur það besta úr báðum heim- um, hst og afþreyingu, Ameríku og Evrópu, Hohywood glamúr, evrópskri næmi. Það er eins og tvær mann- eskjur hafi verið yfirfærðar á filmu og lifi bara sínu lífi í myndinni og aht sem komi fyrir sé afleiðing þess. Handritið kemur frá nýlegum, sjaldséðum höfundi, Robert J. Avrech, sem síðast kvaddi sér hljóðs hér í bíó með Body Double. Leikstjórinn Sidney Lumet á að baki afbragðskvikmyndaferil allt frá sinni fyrstu • kvikmynd árið 1956 þar til í dag. Afrakstur sköpunar- gleði hans sannar svo ekki verður um vihst að hann gerir helst ekki mynd nema hann ætli sér að segja eitthvað, hvort sem það kemur beint frá honum sjálf- um eða öðrum. Á hinni og löngu og torsóttu leið frá hugmynd til handrits, frá framleiðslu til dreifingar og loks til áhorf- andans þarf svo mikið að aðlaga, staðfæra, samnefna og málamiðla út af svo mörgum mismunandi ástæðum að það er minni háttar afrek að það skuli vera gerðar stórar kvikmyndir sem reyna að segja eitthvað. Það er síðan meiriháttar afrek þegar það tekst eins vel og hér. Close to Eden (A Stranger Among Us) (band. 1992) Handrit: Robert J. Avrech. Leikstjórn: Sidney Lumet (12 Angry Men, The Pawnbroker, The Verdict, Q&A). Leikarar: Melanie Griffith (Paradise, Working Girl), Eric Thal (Gun in Betty Lou’s Handbag), John Pankow (Year of the Gun), Tracey Pollan (Promised Land), Mia Sara (Legend), Jamey Sheridan (Whispers in the Dark). Petri kvaddur hálfri kveðju Tónleikar voru í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar lék Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Petri Sakari. Einleikari á fiðlu var Vasko Vassilev frá Búlgaríu. Á efnisskránni vora verk eftir Áskel Másson, Jean Sibel- ius og Johannes Brahms. Þessir tónleikar voru þeir síðustu sem Petri Sakari stjómar sem aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Hann hefur hins vegar verið ráðinn sem aðalgesta- stjómandi hljómsveitarinnar næsta ár og mun því enn láta til sín taka í tónlistarlífi hér. Tónleikarnir hófust á verki Áskels Mássonar „Hvörf* fyrir strengjasveit. Gagnrýnandi kom því miður of seint á tónleikana og missti því af upphafi verksins en heyrði þó að þetta var vel gert og áheyrilegt verk þar sem kontrapúntísk vinnubrögð vom í fyrirrúmi. Það virtist mega greina í verkinu áhrif frá Bartok, nánar tiltekið því fræga verki Music for strings, percussion and celesta og er það ekki leiðum að líkjast. Nú til dags er í tísku að leika foma tónhst á uppruna- leg hljóðfæri. Það gerir sinfóníuhljómsveitum að sumu leyti erfitt fyrir þar sem það þrengir kosti um verk- efnaval. Þeir fiðlukonsertar t.d. sem almennt era flutt- ir nú orðið era orðnir sorglega fáir og famir aö vera leiðigjamir vega ofspilunar. Konsert Sibehusar er þar ekki undantekning, þótt hann í sjálfu sér teljist fágætt listaverk. Það bjargaði að þessu sinni að einleikarinn var frábærlega fær og hreinn virtúós í orðsins fyllstu merkingu. Það hefði verið gaman að heyra hann leika ferskara verk eins og t.d. konsert Bergs, Bartoks eða Stravinskys svo nefnd séu nokkur tuttugustu aldar verk sem eru óumdeilanlega klassík. Fyrsta sinfónía Brahms endist með besta móti. Það er alltaf einkennilegt að hugsa til þess að þetta allt að því fullkomna verk var það fyrsta sinnar tegundar úr penna höfundarins. En Brahms var vel undirbúinn Tónlist Finnur Torfi Stefánsson og vissi nákvæmlega hvað hann vildi. Flutningur hljómsveitarinnar var yfirleitt góður á þessum tónleik- um og bestur í Brahms. Það var svolitið eins og menn vildu gera það Petri Sakari til heiðurs að spila reglu- lega vel. Sakari hverfur nú til annarra starfa. Er til- efni til að þakka honum frábært starf í þágu Sinfóníu- hljómsveitarinnar, en hún hefur tekið miklum frarn- fórum undir stjóm hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.