Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 5 Fréttir A götunni í Reykjavík og atvinnulaus: Eg er allur lurkum laminn Eggert Eggertsson, 43 ára og at- vinnulaus bifvélavirki, segir sínar farir ekki sléttar. Eggert hefur veriö atvinnulaus í 2 mánuði og húsnæðis- laus í einn og hálfan mánuð. Eggert segist hafa fyrst lagt inn umsókn um húsnæði sl. haust hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar en ekk- ert haíi verið gert í hans málum. Eggert hefur verið á götunni og lagst til svefns í bílnum sínum skammt frá Sjómannaskólanum. í samtali við DV sagðist hann vera orðinn dauðþreytt- ur á litlum viðbrögðum Félagsmála- stofnunar. Eggert, sem hefur verið 75% öryrki frá unglingsaldri, hefur undanfarin misseri verið á nokkrum stöðum á landinu í vinnu, síðast í fiski á Sauð- árkróki og Höfn í Hornafirði en verið sagt upp þar. Síðast hafði Eggert gistingu fyrir þrem mánuðum í gistiskýhnu við Þingholtsstræti. Áður hafði Eggert gistingu í Lækeyrarkoti í Mosfells- sveit en segir allar örorkubæturnar hafa farið í að borga þar fæði og húsnæði. „Ég hef varla í mig og á og er allur lurkum laminn. Það er dýrt að þurfa að kaupa fæði í Múlakaffi og reka bíl í ofanálag." Eggert segist vera lærður bifvélavirki og eigi von á vinnu. Hann fær rúmlega 50 þúsund krónur í bætur á mánuði og segist ráða við 25 þúsund krónur í húsaleigu. „Lög- reglan hefur vitað af mér í bílnum og leyft mér að vera þar óáreittum. - segir Eggert Eggertsson sem gistir 1 bílnum sínum „Allur lurkum laminn," segir Eggert Eggertsson sem hefur síðustu vikur þurft að sofa í bílnum sínum sem er af gerðinni Fiat Uno. Eggert, sem er atvinnulaus, vill að Félagsmálastofnun Reykjavíkur gerj eitthvað i hans hús- næðismálum. Hér sést Eggert aftur í í bilnum sínum með ullarteppi yfir sér. Þarna hefur hann lagst til svefns í einn og hálfan mánuð. DV-mynd Brynjar Gauti Hún veit hvemig mínum málum er háttað. Miðað við aht er ég sáttur við sjálfan mig en er ósáttur við Félags- málastofnun borgarinnar," segir Eggert. Margir í svipuðum sporum Þegar haft var samband við Félags- málastofnun kom í ljós að sá aðili sem Eggert segist hafa haft viðskipti við í húsnæðisdeild var í sumarfríi. Sá sem var í afleysingum fyrir hann sagöist ekkert hafa heyrt af málum Eggerts annað en að hann hefði lagt inn umsókn sl. haust um húsnæði og ein ítrekun væri skráð. Starfs- maður húsnæðisdeildar sagði marga aðila vera í svipuðum sporum og Eggert og reynt væri eftir fremsta megni að útvega húsnæðislausum þakyfirhöfuðið. -bjb Heil aíucv& heimurj íáskríft Vantar ykkur notaðan bíl á góðu verði fyrir sumarið ? Þá ættuö þiö aö kíkja til okkar og skoöa úrvalið! RENAULT19 CHAMADE sjálfsk., 1992, ek. 30. þús. Kr. 1.100.000. BMW 625IA 1983, toppeintak. Kr. 520.000. BMW 316IA 1987, ek. 85 þús. Kr. 690.000. SUBARU TURBO ST. 1988, ek. 75 þús. Kr. 920.000. NISSAN SUNNY4X4 ST. 1992. Kr. 1.100.000. HONDA CIVIC sjálfsk., 1988, ek. 67 þús. Kr. 650.000. MMC PAJERO DAIHATSU CHARADE CX NISSAN PRAIRIE dísil st. Verð kr. 980.000. 1988, ek. 85 þús. Kr. 850.000. 4x4, 1988, ek. 100 þús. Tilboð kr. 790.000. Kr. 750.000. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 Þessir bflar eru á tilboösverði! TILBOÐSLISTI BMW518 MMCGALANT PEUGEOT309 PROFIL LANCIAY-10 CHEVY MONZA, SJÁLFSK. LADASAMARA SEATIBIZA MMCL3004X4 MMCCOLTGL LADA1300 ARGERÐ STGR- TILBOÐS- VERÐ VERÐ 1982 220.000 180.000 1989 970.000 590.000 1987 390.000 330.000 1988 270.000 195.000 1987 440.000 290.000 1988 280.000 220.000 1988 290.000 190.000 1987 750.000 690.000 1985 350.000 290.000 1987 150.000 90.000 Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðslur Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17 Skuldabréf til allt að 36 mánaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.