Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1993
Fréttir
Örtröð á Fiskmarkaði Tálknaflarðar:
Þetta ævintýri er úti ef
krókaleyfið verður afnumið
- segir Helga Jónasdóttir sem rekur markaðinn ásamt manni sínum
Helga Jónasdóttir virðir fyrir sér ísaðan þorsk á planinu fyri utan Fiskmark-
að Tálknafjarðar sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum. „Þetta ævintýri
er úti ef krókaleyfiö verður afnumið," segir hún. DV-mynd hlh
„Þó að mikið sé að gera núna yfir
sumarmánuðina er ekki hægt að
segja að viö rekum stórgróðafyrir-
tæki. Þó topparnir komi á sumrin
detta viðskiptin alveg niður á vet-
urna, ná eiginlega núlli í janúar og
febrúar. En hvað sem árstiðasveifl-
um líöur þá er öruggt mál að þetta
ævintýri er úti ef krókaleyfið veröur
afnumið. Skakaramir hafa geysi-
mikiö að segja fyrir alla staði þar sem
bátar liggja bundnir af einni eða ann-
arri ástæðu. Þeir fylla upp í götin,“
segir Helga Jónasdóttir sem stjómar
Fiskmarkaði Tálknafjarðar ásamt
eiginmanni sínum, Snæbirni Geir
Viggóssyni.
Fiskmarkaður Tálknaijarðar hóf
starfsemi í ágúst 1991. Starfaði mark-
aöurinn í tvo mánuði en hlé varð á
starfseminni fram í maí í fyrra. Þau
Helga og Snæbjörn höfðu rekið
skipaafgreiðslu í eitt ár þegar fisk-
markaðurinn varð til og em einnig
með Flugleiðaafgreiðslu á sinni
könnu.
Keyptum ísvél og vildum
byrja strax
„Okkur datt í hug hvort ekki væri
hægt að þjónusta bátana sem vildu
landa hér og selja aflann annars stað-
ar þar sem tilboðsverð gilti en ekki
fast verð. Við fréttum af tölvuneti
sem Fiskmarkaður Suðumesja var
að koma á fót og fannst mjög sniöugt
að tengjast því. Við afréðum þá að
stofna fiskmarkaðinn, leigðum hús-
næði við höfnina, keyptum ísvél og
vildum byija strax vorið 1991. Þaö
stóð hins vegar á því að Póstur og
sími gæti tengt okkur og því byrjuð-
um við ekki fyrr en í byijun ágúst.
Þetta er mikill munur frá því sem
var þar sem fiskinum er miðlaö beint
frá seljendum og þeim þannig spöruð
mikil fyrirhöfn," segir Helga.
Mágur og svilkona Helgu eru með
í fyrirtækinu en þau reka vöru-
flutngamiðstöð og Olísþjónustu. Að
fenginni reynslu, þar sem eru toppar
og lægöir í rekstrinum, era þau að
reyna að hagræða í rekstri.
FTá maí til október í fyrra fóru 650
tonn um Fiskmarkað Tálknaíjarðar.
Var mikið selt til ísafjarðar, Patreks-
fjarðar og Bíldudals og fieiri staða.
Þó rólegt sé á veturna er markaður-
inn alltaf opinn. Það er selt en þau
bíða ekki við símann. Hins vegar eru
samgöngumar þá meira vandamál
en á sumrin. „Samgöngumálin há
okkur þar sem erfitt getur verið að
koma fiski af svæðinu.“
Stór dagur
Uppboðin fara fram í litlu skrif-
stofuherbergi markaðarins þar sem
kaupendur sitja nieð skilti til að
bjóða og fylgjast með tilboðum af
tölvuskjánum.
Þegar blaðamaður heimsótti Fisk-
markað Tálknafjarðar að kvöldi var
verið að lesta 15 tonn um borð í vöru-
flutningabíl sem var á vegum kaup-
enda á Árskógsströnd. Þau hjón
höfðu unnið fram á nótt kvöldið áður
við að raða fiski í körin og ísa en þau
leggja mjög mikið upp úr því að við-
skiptavinuriim fái góða vöru. Skak-
aramir höfðu verið að koma inn all-
an eftirmiðdaginn með þokkalegan
afla og sáu þau fram á aðra eins töm
þá um kvöldið. Sagði Helga þetta sér-
lega störan dag þar sem um 200 tonn
voru á leið úr höfninni með skipi um
nóttina, þar á meöal töluvert af laxi.
Helga segist hafa óskaplega gaman
af aö reka fiskmarkað en fannst að
viðskiptin þyrftu að vera mun jafn-
ari. Toppamir séu erfiðir vegan mik-
ils vinnuálags. „Þetta er vertíðar-
markaöur og maður verður að taka
því,“segirhún. -hlh
Tillögu um
Tillögu meirihluta sjálfstæðis-
manna í borgarstjóm um aö breyta
rekstri Strætisvagna Reykjavikur í
hlutafélag var vísað til formlegrar
umsagnar stjómar SVR á borgar-
ráösfundi á þriðjudag. Tillagan verð-
Borgarráð:
SVR vísað til stjórnar
ur aftur tekin fyrir í borgarráði í
næstu viku.
„Á fundinum var lögð fram skýrsla
sjálfstæðismanna sem er nokkurs
konar úttekt á starfsemi SVR. Málið
verður tekið aftur fyrir í borgarráði
eftir viku en þangað til verður maður
bara að lesa skýrsluna og sjá á hverju
tillagan er byggð,“ segir Guðrún Ög-
mundsdóttir, fulltrúi Kvennalistans
í borgarráöi.
-GHS
V
í dag mælir Dagfari
Fjármálaráðherra lofar sköttum
Ríkisstjórnin situr nú og reynir að
beija í íjárlagagat næsta árs sem
getur orðið allt að átján milljaröar
króna. Fjármálaráðherra segist
stefna að því að gatiö verði ekki
nema átta milljarðar. Hann er
bjartsýnn á að það takist, einkum
vegna þess að hann á uppi í er-
minni ýmsa möguleika til skatt-
lagningar sem ekki hafa verið
reyndir áður.
Það verður að segja ríkisstjóm-
inni og fjármálaráðherra til hróss
að skattar hafa ekki verið hækkað-
ir á landsmönnum í tíð þessarar
ríkisstjómar. Skattar hafa að vísu
hækkað um sex eða sjö milljarða
króna en það em skattar sem hafa
komið á móti skattalækkunum
ýmiss konar og þess vegna hafa
skattar ekki hækkað. Þetta veldur
því að ríkisstjómin hefur látið það
ógert að leggja á margs konar
skatta, sem auðvelt væri að leggja
á, en af tillitsseini við skattborgara
og vegna heitstrenginga ráðherr-
anna em margar ónýttar skattaá-
lögur fyrir hendi.
Fjármálaráðherra ætlar að nýta
sér þessar leiðir. Hann segir að rík-
isstjómin hafi aldrei útilokað
skattlagningu fyrirtækja og hann
minnir á að búiö sé að samþykkja
fjármagnsskatt og eins eigi eftir að
brúa þá skatta sem hafa verið
lækkaðir og valdiö tekjutapi hjá
ríkissjóði. Fjármálaráðherra hefur
þess vegna marga möguleika á
hendi án þess að þurfa að hækka
skattana sem stafar af því aö skatt-
ar hækka ekki meðan skattar hafa
lækkað á móti.
Á það má minna í þessu sam-
bandi að aðstöðugjöld voru afnum-
in í fyrra til að létta undir með fyr-
irtækjarekstri. Nú er komið að þvi
að leggja nýjan skatt á fyrirtækin
í stað aðstööugjaldsins og þá getur
ríkisstjórnin réttilega bent á, aö
skattar á fyrirtæki hækki þótt nýir
skattar komi til vegna þess að nýr
skattur er í stað gamla skattsins
sem var aflagöur.
Ljóst er að fyrirtækin í landinu
hafa notið góðs af niðurfellingu
aðstöðugjaldsins og þess vegna em
þau betur í stakk búin til að mæta
skattahækkun án þess að finna fyr-
ir því. Sömuleiðis er ljóst að skatt-
greiðendur hafa notið góðs af því
að skattar hafa ekki veriö hækkaö-
ir í tíö þessarar ríkisstjómar og
þegar harðnar á dalnum hjá ríkis-
sjóði er eðlilegt aö almenningur
taki þátt í þeim erfiðleikum í nýjum
sköttum. Þeir skattar eru í sam-
ræmi við þá stefnu ríkisstjómar-
innar að hækka ekki skatta vegna
þess að skattar hafa lækkað á móti.
Þetta sést með því einfalda reikn-
ingsdæmi að reikna út að skattar
hækka ekki þótt þeir hækki vegna
þess að það hefur enginn hækkun
orðiö ffam að þessu.
Bæði forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra hafa þá stefnu að
skattar skuli ekki hækka. Við þetta
hefur verið staðið þótt menn hafi
verið að sýna fram á að skattar
hafi hækkað. En þá gleymist sú
staöreynd að aörir skattar hafa
lækkað á móti og það er af þeim
sökum sem báðir ráðherrarnir
hafa aldrei útilokað nýjar skattaá-
lögur eða hærri skatta. Þetta er
mikilvægt að kjósendur viti enda
stendur metnaður allra stjóm-
málamanna til þess að orð þeirra
standi.
Með því að hækka skatta til að
lækka fjárlagagatið úr átján millj-
örðum niöur 'í átta milljarða eru
ráðherramir að efna loforð sín með
því að hækka skatta á móti þeim
sköttum sem hafa verið lækkaðir.
Skattarnir standa í stað sem er frá-
bær árangur í erfiðu árferði. Al-
menningur í landinu hefur orðið
fyrir verulegum búsifjum, ríkis-
sjóður er rekinn með bullandi halla
og gatið á fjárlögunum stækkar og
stækkar. En samt tekst ríkisstjórn-
inni að láta skattana standa í stað
og meira að segja hækka þá án
þess að hækka þá. Þetta er stór-
kostleg sijóm og fullkomleg ábyrg-
ir ráðherrar og svo er fólk að
kvarta og kvíða skattahækkunum
rétt eins og ráðherrarnir séu að
gera því eitthvað!
Við getum beðið róleg eftir
skattahækkununum sem fjármála-
ráðherra hefur boðað í trausti þess
að sú skattahækkun er ekki skatta-
hækkun þótt hún sýnist skatta-
hækkun á skattseðlinum. Þetta
verða skattar sem einhver hafði
áöur borgað og við borgum í stað-
inn fyrir þá! Það er engin skatta-
hækkun eins og allir sjá.
Dagfari