Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 8
8
Neytendur
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993
I>V
DV kannar verd á matvöru:
Bónus með lægsta verðið
- getur munað allt að helmingi
Að þessu sinni geröi neytendasíða
DV verðkönnun á hinum ýmsu vöru-
flokkum. Borin voru saman sömu
vörumerki í öllum verslununum og
í tilviki þar sem þau voru ekki til
(plastpokar nr. 4 í Bónusi) var þeim
sleppt. Ekki var lagt mat á gæði ýsu-
flakanna.
Könnunin fór fram í Fjarðarkaup-
um, Hagkaupi og í Bónusi og voru
eftirfarandi vörur kannaðar: kók-
flaska (2 ltr.), Nektar appelsínusafi
frá Sól (1 ltr.), Ora maískorn (430 g),
River hrísgijón (1361 g), ófrosin
ýsuflök (1 kg), Honing spaghetti (500
g), Kornax hveiti (2 kg), bréf af perlu-
geri (11,8 g), matvælapokar nr.4,
Camembert ostur og rækjuostur.
Bónus kom að þessu sinni langbest
út úr könnuninni því þar voru allar
vörumar ódýrari en hjá hinum. Gat
þar munað frá 4-47%, eða allt að
helmingi verðsins.
Ótrúlegur verðmunur
á spaghetti
Verðmimurinn á spaghetti kom
einna mest á óvart en þar kostaöi
pakkinn frá 53 og upp í 78 krónur.
Bónus var með lægsta verðið en
Fjarðarkaup það hæsta. Verðmunur-
inn er 47%.
Hagkaup selur pakkann á 62 krón-
ur og er meðalverðið því 64 krónur
pakkinn.
Verðmunur á plastpokum reyndist
vera 18%. Þar kostaði pakkinn 159
krónur í Hagkaupi en 188 krónur í
Fjarðarkaupi. Bónus átti ekki þessa
tegund plastpoka tfl. Meðalverð var
174 krónur pakkinn.
Verðmunurinn á spaghetti reyndist einna mestur, eða 47% á milli verslana. Af þeim vörum, sem kannaðar voru,
reyndist Bónus bjóða lægsta verðið í öllum tilvikum.
Hrísgrjón 35%
ódýrari í Bónusi
Pakkinn af River hrísgrjónum get-
ur kostaö frá 155 krónum og upp í
Vara Fjarðark. Bónus Hagkaup
21. kók 138 127 149
appelsínusafi 81 73 83
maískorn 94 88 94
hrísgrjón 209 155 168
ýsuflök 465 420 449
spaghetti 78 53 62
hveiti 69 65 69
perluger 22 16 18
plastpokar 188 X 159
camembert 232 195 232
rækjuostur 148 138 148
209 krónur. í Bónusi kostar hann 155
krónur, í Hagkaupi 168 krónur en í
Fjarðarkaupum 209 krónur. Munur
á hæsta og lægsta verði er 35%.
Svipað verð var á ORA maískomi
en þar var einungis 7% verðmunur
á milli verslana. Dósin kostaði 88
krónur í Bónusi en 94 krónur í Hag-
kaupi og Fiarðarkaupum. Meðal-
verðið er 92 krónur dósin.
17% verðmunur á kóki
Tveggja lítra kókflöskur reyndust
ódýrastar í Bónusi en þar vom þær
17% ódýrari en í Hagkaupi þar sem
þær vora dýrastar.
Flaskan kostar 127 krónur í Bón-
usi, 138 krónur í Fjarðarkaupum og
149 krónur í Hagkaupi. Það munar
því 22 krónum á flösku þar sem hún
er dýrust og ódýrust. Meðalverðið
var 138 krónur flaskan.
Einnig var tíu króna verðmunur á
lítrafemu af appelsínunektar þar
sem hún var dýmst og ódýmst, eða
14% verðmunur. Feman kostaði 73
krónur í Bónusi þar sem hún var
ódýmst, 81 krónu í Fjarðarkaupum
og 83 krónur í Hagkaupi þar sem hún
var dýmst. Meðalverðið var 79 krón-
ur.
Bréf af perlugeri er ódýrast í Bón-
usi þar sem það kostar 16 krónur, þá
í Hagkaupi þar sem það kostar 18
krónur en dýrast í Fjarðarkaupum
þar sem það kostar 22 krónur. Meðal-
verðið er því 19 krónur en verðmun-
urinn er einungis 4%.
Ýsuflökin misdýr
Gæði ýsuflakanna vom ekki metin.
Þau reyndust ódýrust í Bónusi, á 420
krónur kílóið, þá í Hagkaupi þar sem
kílóið kostaði 449 krónur og vom þau
dýmst í Fjarðarkaupum en þar kost-
aði kílóið 465 krónur. Meðalverðið
var 445 krónur og verðmunurinn
11%.
Lítill verðmunur var á hveitinu,
eða einungis 6%. Það var ódýrast 1
Bónusi á 65 krónur pakkinn en kost-
aði 69 krónur í hinum verslununum
tveimur. Meðalverðið var tæpar 68
krónur.
Camembert ódýr í Bónusi
Camembert kostaði það sama í
Hagkaupi og í Fjarðarkaupum, 232
krónur stykkið, en var 37 krónum
ódýrari í Bónusi, seldur á 195 krónur
stykkið. Meðalverðið var 220 krónur
og verðmunurinn 19 af hundraði.
Minni munur var á verðinu á
rækjuosti, einungis 7%. Hann kost-
aði 148 krónur í Hagkaupi og Fiarð-
arkaupum en 138 krónur í Bónusi.
Meðalverðið var því 145 krónur.
-ingo
465 kr.
420 kr.
Hæst Lægst
73 kr.
Hæst Lægst
15-20% AFSLATTUR
AF DÝNUM í SÝNINGARSAL
JTJ
209 kr
Amerísk
rúm
78 kr.
53 kr.
Hæst Lægst
155 kr.
Hæst Lægst
Mest seldu rúmin
í Bandaríkjunum.
Hágæða dýnur
í mörgum
verðflokkum.
Marco
Húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 680690.
Opið virka daga frá kl. 10-18.
149 kr.
a
Q.
127 kr
88 kr
v.
5 D>
<o
Hæst
Lægst
Hæst
Lægst____