Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1993, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1993, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 5 Fréttir Fyrirhuguð byggð frá Nesstofu — samkvæmt tillögu 3 — Þj óöminj avörður: Ö231=- Viljum að svæðið njóti verndar „Við erum með Nesstofu og Nes- stofusafn og höfum áformað upp- byggingu þar. Viö höfum átt í viö- ræöum viö bæjaryfirvöld á Seltjam- amesi um þau mál. Við höfum hug á að þetta svæði njóti sérstakrar vemdar með tilliti til þeirra fornleifa sem þama em. Við vitum ekki hvort hringimir á Seltjamamesi eru mannvistarleifar eða náttúmmynd- anir en við höfum hug á að skoða þá,“ segir Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður um möguiega bygg- ingu húsa í nágrenni Nesstofu á Sel- tjarnarnesi. MikiII golfáhugi á Patreksfiröi: Níu holu völlur gerður í sumar Framkvæmdir eru hafnar við nýj- an golfvöll Patreksfirðinga. Honum hefur verið valinn staður í Vestur- botnum sem er eyðijörð innst í Pat- reksfirði. MikiU golfáhugi spratt upp á Pat- reksfirði í vetur og hafa 65 manns þegar skráð sig í Golfklúbb Patreks- fjarðar sem samsvarar þvi að um 6500 manns skráðu sig í Reykjavík. Fljótlega var farið að huga að gerð golfvallar og var Ragnar Hannes Þorsteinsson, golfvallasérfræðingur á Akranesi, fenginn til ráðgjafar. Urðu Vesturbotnar þá fyrir vahnu. Um þessar mundir er verið að hefja framkvæmdir við brautir, flatir (green), brýr og fleira. Sunnudaginn 13. júní fjölmenntu golfáhugamenn í fyrsta sinn í Vesturbotna til að kynna sér svæðið og taka nokkur æfinga- högg. Var mál manna að staðsetning golfvallarinsværiákjósanleg. -hlh Þessir verðandi golfarar voru að æfa púttið þegar blaðamaður átti leið hjá. Þeir eru Rúnar Þorsteins- son, með kylfuna, Árni Freyr Óttars- son, með húfuna, Árni Halldór Jóns- son kylfusveinn og Þorsteinn Jóns- son. DV-mynd hlh Magnús er í persónulegum hnýtingum við bæjarstjórann á Seltjamamesi, segir forseti bæjarstjómar „Blessaður vinurinn getur ekki farið með hundinn sinn inn á þetta svæði þegar það verður búið að byggja þarna. Þetta er hans hunda- svæði,“ segir Erna Nielsen, forseti bæjarstjómar Seltjamamess, en Magnús Erlendsson, fyrrverandi for- seti bæjarsljómar, hefur gagnrýnt þá ákvörðun skipulagsnefndar Sel- tjarnamess að fá arkitekt til að gera tillögu að aðalskipulagi vestursvæð- isins svokallaða í samræmi við til- lögu þijú. „Deilan hefur aðallega snúist um suður- og suðvestursvæðið. Við sögð- umst taka tillit til skoðanakönnunar- innar frá í vor og ég held að við séum að gera það. Ég held bara að Magnús sé í einhverjum persónulegum hnýt- ingum við bæjarstjórann. Magnús Erlendsson hefur aldrei sagt orð um skipulagsmál á Seltjamamesi við mig. Hann hefur aðallega rætt þetta í DV,“ segir Ema. „Það verður hver Seltimingur að gera upp hug sinn að vori. Ef skipu- lagsmálin verða kosningamál eins og ég reikna fastlega með þá kemur það í ljós hvort meirihlutinn helst eftir kosningar. Við stöndum og fóll- um meö okkar vinnubrögðum og því sem við innum af hendi fyrir bæj- arbúa. Ég lít svo á að við séum að gera þetta til hagsbóta fyrir bæjarfé- lagið. Við erum ekki að skemma neitt þó að við fáum skipulagshönnuð til að útfæra tillögu þrjú skerta. Það er ekki búið að samþykkja neitt og við munum leggja tÚlögu fyrir bæjar- stjórn þegar hún kemur frá skipu- lagshönnuði,“segirErna. -GHS Erum fluttir að Dalsbraut 1 „Eg hef rætt þetta við forstöðu- mann Nesstofusafns og þetta verður sennilega tekið upp í fornleifanefnd. Kjarni málsins er sá að ef ástæða er til að ætla að fomminjar séu í hættu vegna framkvæmda á vestursvæð- inu eru framkvæmdirnar óheimilar án samþykkis fomleifanefndar," seg- ir Guðmundur. „Ég hef beðið um upplýsingar um þessa tUlögu sjálfstæðismanna með hugsanlegt rask á friðlýstum minj- um í huga. Þangað til hef ég ekkert um þetta mál að segja,“ segir hann. -GHS * Eldhúsinnréttingar * Fataskápar * Baðinnréttingar m. TRÉSMIÐJA » Dalsbraut 1 - 600 Akureyri Simi (96) 11188- Póstfax (96) 11189 15-20% AFSLATTUR AF DYNUM I SYNINGARSAL Amerísk rúm Mest seldu rúmin í Bandaríkjunum. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco Húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið virka daga frá kl. 10-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.