Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1993, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993
Spumingin
Hvað þolirðu verst
í fari kvenna?
Kári Tryggvason: Konur eru dásam-
legustu verur í heimi.
Davíð Már Danielsson: Óstöðvandi
rifrildi.
Guðmundur Pálmi Kristinsson: Ég
þori nú eiginlega ekkert að segja um
það.
Einar B. Einarsson: Subbuskap.
Gunnar Sveinsson: Frekju.
Lesendur
Er allt að f ara
í kaldakol?
Eggert E. Laxdal skrifar:
Ef það er nokkuð sem er að tröll-
ríða íslensku athafnalífi þá er þaö
fijálshyggjan. Smá og stór fyrirtæki
veita hvert öðru banahögg með misk-
unnarlausri samkeppni og er þá
skammt stórra högga á miUi. Eignir
og sjóðir standa ekki undir lánum,
afborgimum og öðrum kostnaði.
Bankakerfið riðar til falls af þessum
sökum og aörir sem lánað hafa vörur
og þjónustu til gjaldþrota fyrirtækja.
Starfsfólkið vinnur fyrir lítil laun
og tekur þannig beinlínis þátt í því
að lækka vöruverðið. Það má ekki
hækka launin því þá er sagt að allt
fari úr böndunum. Ef keppinautamir
lækka vöruverð sitt ijúka hinir upp
til handa og fóta og lækka sitt verð
enn meira. Þannig gengur þetta koll
af kolli uns að því kemur að allt kerf-
ið hrynur, menn standa uppi með
tvær hendur tómar og naga skinin
handarbökin niður í kjúkur.
Hefur nokkur hag af þessu? Ég
held ekki. Fyrirtækin fara á hausinn,
hundruð manna missa atvinnuna og
eru sett á atvinnuleysibætur sem
ómögulegt er að lifa af mannsæm-
andi lífi. Þrátt fyrir þennan darr-
aðardans ijúka menn í að byggja eitt-
hvert hrófatildur á rústunum sem á
að geta borið sig, samkvæmt útreikn-
ingum sérfróðra manna, en í flestum
tilfellum standa þeir ekki. *
Það sem hér að framan er ritað er
einkum stílað til kaupmanna en iðn-
aður og hvers konar atvinnufyrir-
tæki eru stödd á sama flæðiskerinu
og bíða þess aðeins að það flæði í
kaf. Hvað verður um fólkið sem þar
vinnur? Þess bíður hörð og miskunn-
arlaus gatan, með tóma vasa og von-
leysi, því aðra vinnu er ekki að hafa
í náinni framtíð.
Séu menn komnir á efri ár er von
um nýtt starf nánast útilokuð. Þetta
er alvarlegt mál og þess vegna verða
að vera einhver takmörk fyrir því
hversu mikiö menn mega lækka
vöruverðið eða vinnulaun sín því
annars fer allt í kaldakol.
————-———
ÍlÍÍISlilBllSllllllllÉÍI
,Séu menn komnir á efri ár er von um nýtt starf nánast útilokuð," segir í bréfi ritara.
Gosmagnið er rétt skammtað
Ragnar Tómass., Jarlinum, skrifar:
Svar Ragnars Tómassonar birtist í
DV sl. mánudag en vegna mistaka
féll hluti bréfs hans niður. Hér birtist
bréfið óstytt.
í bréfi til DV kvartar „óánægður
hópur“ undan því að hafa keypt hálf-
an lítra af Coca-Cola á Jarlinum,
Sprengisandi og fengið „rúmlega
hálft glas af klaka“.
Skammtastærðin á gosdrykkjum
er ákveðin með sjálfvirkri vél sem
Vífilfell leggur okkur til og annast
um alla þjónustu á, þar á meöal er
aðgætt að skammtastærðin sé rétt.
Glasið sem notað er tekur í raun um
það bil 0,65 lítra. Hálfs lítra kvarðinn
er hins vegar merktur mjög greini-
lega utan á glasiö og því auðvelt aö
sannreyna raunverulegt gosmagn
með því að fjarlægja klakana.
Að fá nógan klaka út í glas með
fullum skammti af gosi er hins vegar
þjónusta sem flestir viðskiptavinir
kunna vel að meta. Til að auka kæliá-
hrif klakanna eru þeir hafðir hohr
og opnir þannig að yfirborðsflötur
þeirra verði sem stærstur, en um leiö
virka þeir fyrirferðarmeiri.
Aðalatriöið er þetta; Það er ósvik-
inn hálfur lítri af Coca-Cola í hálfs
lítra glösunum hjá Jarlinum, klak-
inn er bara bónus. Við vonum að
þessii ágætu visðkiptavinir okkar
taki þessar skýringar gildar og að við
fáum að sjá þá sem fyrst aftur.
Ríkið f ari að spara
Bréfritari vill að kennslu 6 ára barna
verði hætt í sparnaðarskyni.
Hringið í síma
milli kl. 14 og 16-eðaskrifið
Nafn ogsimanr. vcrður aó fylgja bréfum
Jón Sig. skrifar:
Skattpíning hins almenna launa-
manns er orðin þvílík að gjaldþrot
blasir við þúsundum íjölskyldna á
landinu. Af mörgu er að taka hjá því
opinbera og má byrja á ráðuneytun-
um sjálfum og fækka þar mannskap
um þriðjung. Leggja mætti niður
annað hvert sendiráð og hafa konsúl
í staðinn.
Einn og hálfur milljarður fer í ut-
anlandsferðir og risnu hins opinbera,
þar má spara einn milljarð. Sýslu-
mannsembættum mætti fækka um
helming og má þar nefna að sýslu-
mannsembættið í Kópavogi og Hafn-
arfirði má leggja niður og færa til
Reykjavíkur og koma upp útibúum
ffá sýslumanninum í Reykjavík 1
staðinn.
Hætta á skólaskyldu 6 ára bama,
því sú kennsla skilar sér engan veg-
inn. Taka á upp samfelldan skóladag
fyrir önnur böm í grunnskóla. Ann-
ars staðar í skólakerfinu má spara
mikla peninga. Það má leggja niður
fmmgreinadeild Tækniskólans þvi
þá menntun er hægt að nema við
aðrar menntastofnanir, fjölbrauta-
skóla og öldungadeildir um land allt.
Hætta á að ausa milljörðum króna
í landbúnaðarhítina því mannkindin
er æðri sauðkindinni. Tvær björgun-
ardeildir em nú starfræktar, björg-
unarsveit vamarliðsins og Land-
helgisgæslan. Þar ætti að eiga sér
stað sameining undir sfjóm Islend-
inga. Hætta ætti mestöllum vega-
framkvæmdum hins opinbera í
nokkur ár og leggja Vegagerð ríkis-
ins að mestu niður.
Umferðarráð og Landgræðslu rík-
isins á að leggja aö mestu niður til
nokkurra ára, eða þar til fjárhagur
hins opinbera fer að skána að nýju.
Hrossarækt ríkisins í Gunnarsholti
á að hætta. Ég gæti nefnt margt ann-
að til spamaðar.
Ósmekklegur
brandari
Skarphéðixm E. skrifar:
Ég átti leið frá vinnustað min-
um aðfaranótt síðasta sunnudags
og varð það á að stilla útvarp bíls-
ins á Aðalstööina. Þar var þulur
í þann mund að segja brandara
sem hann sagði vera þýöingu úr
blaði frá Látháen. Brandarinn
hjjóðaöí eitthvað á þessa leið:
„Færasti fimléikamaður í heimi
var svo liðugur að hann skreið
upp í rassgatið á sjálfum sér og
hefur ekki sést síðan.“
Þetta þykir mér vera ákaflega
ósmekklegur brandari, sérstak-
lega þegar verið er aö útvarpa
honum yfir landslýð. Einnig
finnst mér skýring útvarps-
mannsins á dlurð brandarans
ákaflega ótrúleg.
Látið leiðin í friði
A.K. skrifar:
Ég bý fyrir austan fjall, í htlu
sjávarþorpi. í kirkjugarðinum er
leiði foður míns sem ég hef hugs-
að um. Ég set sumarblóm og
blómvendi í blómavasa á leiði
hans. Laugardaginn 4. júní ætlaði
ég með rósavönd í garðinn en þá
blasti við mér tóm hola og ljót
glerdolla á leiðinu. Einhver hafi
lagst svo lágt aö stela vasanum.
Eg verð að kaupa annan vasa,
merkja hann og vonast til að
hann verði látinn í friði- Þetta er
tilfinningamál fyrir mig og fólk
mætti. hugsa sig um áður en það
gerir óhæfu sem þessa. Slæmt
þykir mér að böm úr sumarbú-
staðabyggð í náp-enninu virðast
hafa kirkjugarðinn sem leikvöU.
Vonandi sjá foreldrar þeirra til
þess að þau hætti að leika sér þar
því þeir dánu eiga að fá að vera
í friði.
Góðþjónusta
Hannes Tómasson skrifar:
Ég má til með að koma á fram-
færi þakklæti til handa starfs-
mönnum Hjólbarðaverkstæðis
Vesturbæjar, að Ægisíöu. Starfs-
menn þar sýndu af sér óvenjuleg
liðlegheit, langt fram yfir þess
sem viðskiptavinurinn getur ætl-
ast til.
Slæmáhrif
sólarinnar
Sverrir hringdi:
Flestir landsmenn fagna því
þegar þeir fá að njóta sólargeisla
og blíðviðris. Þvf miður er þaö
svo að sólargeislarair og góða
veðrið virðist einhvern veginn
fara öfugt í margan bfistjórann. í
biíðviðrinu undanfama daga
hafa verið tíðar slysafréttir úr
umferðinni, einmitt þegar aö-
stæöur til aksturs ættu aö vera
hvað bestar.
Það er illt tU þess að vita að
ungir ökumenn skufi fyllast ein-
hverri þörf tii þess að spæna upp
malbikiö og þurfa endUega að
þenja bUvélarnar í botn þegar
sólin skin. Það er vanþroska-
merki á háu stigi.
Bresturland-
flóttiá?
Lilja hringdi:
Landsmenn hafa nú í nokkur
ár þurft að herða sultarólina í
þeirri kreppu sem hér ríður yfir.
Ekkert lát virðist á og nú berast
fréttir um það aö miklar skatta-
hækkanir séu í vændum og nið-
urskurður hvar sem því verður
við komið. Enn á jafnvel að skera
niður í heUbrigðiskerfinu og erf-
itt er aö sjá hvernig þaö er hægt.
Mér kæmi ekki á óvart þó að
landflótti brysti á. Margar fjöl-
skyldur eru komnar að mörkum
þess aö eiga til hnífs og skeiöar
og þaö er hugsanlega eina leiðin
til bjargar að flýja land og leita
betri kosta annars staðar,