Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1993, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Fjölskyldugarður
Ekki er hægt annað en hrósa Reykjavíkurborg fyrir
það framtak að reisa íjölskyldugarð í Laugardalnum.
Garðurinn var opnaður í gær og er mikið gósenland,
jafnt fyrir böm sem fullorðna. Þar er margt á boðstólum.
Bæði til augnayndis og afþreyingar. í garðinum hefur
verið komið fyrir torfæmbrautum, smábílabrautum og
litlum golfvelh, leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina og
er að öllu leyti smekklega og skemmtilega hannaður. í
framtíðinni er stefnt að uppsetningu svokallaðs Sagna-
brunns, þar sem fólk getur sótt fræðslu og upplýsingar,
sögulegs eðhs. Sjón er sögu ríkari og ættu alhr að finna
þar eitthvað við sitt hæfi þegar fram líða stundir.
Laugardalurinn er mikh vin í miðju höfuðborgarinn-
ar. Þar er miðstöð íþróttastarfseminnar í landinu, knatt-
spymuveliir, íþróttahöh, sundlaug og fuhkomin fijáls-
íþróttaaðstaða. Lagðir hafa verið gangstígar um svæðið
fyrir bæði gangandi og skokkandi fólk og ekki má gleyma
Húsdýragarðinum sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir
böm og foreldra. Grasagarðurinn er og th prýði og fróð-
leiks með allri sinni margvíslegu og fjölbreyttu flóm.
Yfirstjóm hinnar frjálsu íþróttahreyfingar í landinu hef-
ur aðsetur í dalnum og þannig má segja að tengslin milh
æskunnar, úthifsins og íþróttanna tvinnist saman í þess-
um vinalega dal í miðri Reykjavík.
Aht er þetta th mikhlar fyrirmyndar og smám saman
er Laugardalurinn að taka á sig fahega og hehdstæða
mynd útivistar og andhtslyftingar.
Sannleikurinn er sá að ekki hefur verið margra kosta
völ í Reykjavík th afþreyingar og samneytis fyrir for-
eldra með böm sín. Skipulögð útivistarsvæði hafa verið
af skomum skammti. Heiðmörkin var á sínum tíma virð-
ingarverð thraun th að bjóða Reykvíkingum upp á th-
breytingu í faðmi náttúrunnar en í Heiðmörkinni hefur
því miður htið verið gert th að laða fólk að og einhvem
veginn hefur það ágæta svæði aldrei haft mikið aðdráttar-
afl. Vemdun Elhðaárdalsins hefur aftur á móti heppnast
vel þótt ahtof fáir hafi uppgötvað þann unaðsreit.
Hvorki Hljómskálagarðurinn né Öskjuhlíðin hafa fest
rætur sem útivistarsvæði eða úölskyldureitar og helst
hafa það verið endumar á Tjörninni sem foreldrar hafa
mátt í margar kynslóðir heimsækja með böm sín á góð-
viðrisdögum. Ráðhúsið afskræmdi þá vinalegu umgjörð
sem Tjömin í Reykjavík hafði upp á að bjóða.
Peningum Reykvíkinga er betur varið í fjölskyldu-
garða heldur en ráðhús. Sagt er að kostnaður við Fjöl-
skyldugarðinn í Reykjavík nemi um þrjú hundmð mhlj-
ónum, sem er vel að verki staðið og upphæð sem á eftir
að skha sér í betri borg fyrir íbúana. Það er að minnsta
kosti ekki mikið fé miðað við mihjarðana sem fóru í
Ráðhúsið við Tjömina og gagnast engum nema þeim sem
þar starfa.
Með útivistar- og Qölskyldusvæði, þar sem fjöldinn
getur bmgðið á leik, notið leiktækja og búið við vemdað
umhverfi hreinlætis, náttúm og skipulagningar, er stigið
skref sem vert er að þakka fyrir. Ahtof rík tilhneiging
er th þess að stjómmálamenn vhji reisa sér minnismerki
í formi steinsteypu. Ahtof mikið hefur verið lagt upp úr
malbiki og ahtof mörgum auðum svæðum hefur verið
úthlutað th byggingarlóða. Segja má að Reykjavík hafi
verið að loka sig af sem borgarvirki úr snertingu við líf-
ríkið og náttúruna.
Fjölskyldugarðurinn í Reykjavík er lofsvert framtak.
Borgarstjóm og borgarbúum öhum er óskað th hamingju
með þennan fahega garð. EhertB. Scliram
„Það er smám saman að koma betur í Ijós hversu djúp þáttaskil hafa orðið með valdatöku Bills Clinton í
Hvita húsinu,“ segir i texta greinarhöfundar.
Hagsmunir og
hugsjónir
Þaö er smám saman að koma
betur í ljós hversu djúp þáttaskil
hafa orðiö með valdatöku Bills
Clinton í Hvíta húsinu. Bandarísk
utanríkisstefna er að breytast í
grundvallaratriðum og það er í
rauninni rökrétt afleiðing af því
sem á undan er gengið. Frá stríðs-
lokum 1945 hafa Bandaríkin ekki
aöeins verið sverð og skjöldur lýð-
ræðisríkja í baráttunni gegn
kommúnismanum, þau hafa verið
siðferðilega í forsvari fyrir öll þau
ríki sem hafa í heiðri hin sömu gildi
og Bandaríkin sjálf grundvallast
á. í krafti auðs síns, hemaöaryfir-
burða og fordæmis hafa Bandarík-
in verið óumdeilt forysturíki hins
vestræna heims og utanríkisstefna
þeirra hefur ekki mótast af þröng-
um eiginhagsmunum eingöngu,
eins og öðrum ríkjum er eðlilegt
og sjálfsagt, heldur ekki síöur af
hinum almennu og víðtæku hags-
munum allra vestrænna ríkja.
Meðan kommúnisminn var raun-
verleg ógnun við hinn vestræna
heim var litið á þetta sem sjálfsagð-
an og eðlilega hlut. Þau ríki sem
búið hafa í skjóli Bandaríkjanna
öll þessi ár em nú að vakna við
þannvonda draum að allt er breytt,
það er ekki lengur sjálfgefiö að
Bandaríkin hugsi um heildarhags-
muni 1 fyrsta lagi og sína eigin
hagsmuni í ööru lagi.
Siðferðileg gildi
í utanríkisstefnu Bandaríkjanna
hefur alltaf verið sterkur siðferði-
legur undirtónn. Bandaríkjamönn-
um finnst að þeirra eigin gildi og
hugsjónir, sem gert hafa Bandarík-
in að voldugasta ríki veraldar, séu
algild og eigi alls staðar að ríkja.
Kalda stríðið snerist um þetta en
nú er það búið og allt hagsmuna-
jafnvægi hefur raskast. Engin
hernaðarógnun steðjar lengur að
Bandaríkjunum, kommúnisminn
er nær útdauður. Alls staðar er
lýðræðisvakning. Ný ríki koma
fram á sjónarsviðið, sem enginn
KjaLarinn
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
mundi eftir að væru til, upp blossa
stríð þar sem Bandaríkin eiga ekki
hagsmuna að gæta. Stríðið á Balk-
anskaga mun breyta landamærum,
sem hefði kallað á íhlutun fyrir
örfáum ámm, en ekki nú. Það er
að sönnu hörmulegt að horfa upp
á grimmdina í Bosníu en hitt er
annað mál að fóma lífi þúsunda
Bandaríkjamanna til að gera til-
raun til að stöðva blóðbaðið sem
óvíst er að tækist. Ríkin á Balkan-
skaga eru ekki kommúnistaríki
lengur, að formi til að minnsta
kosti. Bandaríkin eiga ekki beinna
hagsmuna að gæta. Þetta er fyrir-
boði þess sem koma skal. Banda-
ríkjamenn munu styðja friðarvið-
leitni en bein hemaðaríhlutun er
ekki lengur inni í myndinni þar eða
annars staðar.
Beinir hagsmunir
Beinir utanríkishagsmunir
Bandaríkjanna nú em viðskipta-
legs eðhs, svo sem fríverslunarsátt-
málinn við Mexíkó og Kanada, við-
skiptahallinn við Japan og GATT-
sáttmáhnn sem snertir efnahagslíf-
iö heima fyrir beint. Þjóðemisstríð
hér og þar um heiminn eru ekki
ofarlega á forgangshstanum. Ætl-
unin er að knýja Vestur-Evrópu og
Japan til að axla meiri ábyrgð á
öryggismálum og jafnframt að efla
Sameinuðu þjóöimar þar sem
íhlutun kann aö vera nauösynleg,
eins og í Sómalíu. Clinton stefnir
greinhega að þvi að firra Bandarík-
in ábyrgð á annarra vandamálum
og skilgreina hagsmuni Bandaríkj-
anna upp á nýtt. Það er líka orðið
tímabært. Það tímabil sögunnar
sem hófst 1945 endaöi með hruni
kommúnismans og Sovétríkjanna.
Chnton er fyrsti forseti hins nýja
tíma. Utanríkisstefna hans mun
óhjákvæmilega mótast af því að ný
heimsmynd blasir við. Forsendur
bandarískrar utanríkisstefnu eru
aht aðrar en þær hafa veriö síðustu
48 ár og kaha því á annan hugsun-
arhátt. Clinton hefur verið sakaður
um að hafa enga utanríkisstefnu.
Það er ekki rétt, hann hefur tekið
upp þá nýju stefnu að láta hags-
muni Bandaríkjanna ganga fyrir
öðru.
Gunnar Eyþórsson
„Bandaríkjamönnum finnst að þeirra
eigin gildi og hugsjónir, sem gert hafa
Bandaríkin að voldugasta ríki verald-
ar, séu algild og eigi alls staðar að
ríkja.“
Skoðanir aimarra
Framboð gegn Ólaf i
„Ég veit bara um einn mann sem hefur áhuga á
því að Steingrímur J. Sigfússon verði formaður AI-
þýðubandalagsins. Sá maður heitir Steingrímur J.
Sigfússon... Þessir ungu menn eru svo metnaöar-
gjamir að þeir hreinlega ráða ekki við sig... Ég
veit ekki um nokkum mann sem bannar Kristni eða
Steingrími að bjóða sig fram. En mér finnst að við
höfum annað þarfara að gera en bítast um for-
mennsku. Ég veit ekki um neina óánægju. Þetta er
eitthvert einkamál Steingríms og Kristins."
Guðrún Helgadóttir í Alþbl. 24. júní
Gróðurlendi og kindur
„Vitanlega var gróðurlendiö hart leikið af kind-
um og mönnum, svo og af náttúruöflunum sjálfum.
En hver dirfist aö álasa mönnum á reki úti á regin-
hafi, sem rífa viöi innan úr skipi sínu th að hita upp
undir gufukathnum th að ná landi? íslenska þjóðin
náði loks th hafnar með hhðstæðu örþrifaráði. Val
hennar var löngum mhli bjarkarinnar og lífsvonar
fjölskyldunnar. Fjárfellir og mannfellir vom jafnan
fórunautar."
Jóhannes Bjömsson í Mbl. 24. júni
Lögverndun aðalsins
„Sagt er að íslenskur aðall sé ekki th og aö hér
séu allir jafnir og meö fylgja einhverjar útjaskaðar
sögur um ráðherrann og bhstjórann. Sjónvarpsfólk
er th hvatt að taka myndir af ráðherra að keyra bh-
stjóra þegar svo ber undir. En jafnréttið og alþýðleg-
heitin enda þama. Á íslandi er mikih og öflugur
eignaaðah sem nýtur slíkra forréttinda að leita þarf
til annarra heimshluta th að finna samjöfnuð. Þar
er jöfnuður og mannréttindi htin öðmm augum en
meðal svokahaðra siðmenntaðra þjóða.“
OÓ í Tímanum 24. júní