Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Ferðir „Toppurinn á tilverunni": ÆvintÝraferöir á Langjökul - á vélsleðum eða snjóbíl „Þetta er toppurinn á tílverunni,“ segja aöstandendur Langjökuls hf. sem býöur upp á útsýnisferðir upp á þennan næststærsta jökul landsins á vélsleðum eða í snjóbíl. Jöklaferðir að sumarlagi hafa átt vaxandi vinsældum að fagna að und- anfömu bæði meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Nú eru í boði slíkar ferðir á nokkra íslensku jökl- anna og nú á þessu sumri var starf- semi Langjökuls hf. endurvakin og boðiö upp á ferðir á Geitlandsjökul, en þar við jökulbrúnina hefur veriö komið upp góðri aðstöðu fyrir þá sem ætla að bregða sér í ævintýraferð á jökul. „Við reyndum fyrir okkur með svona starfsemi fyrir tuttugu árum. 1973 var sett upp skíðalyfta í Þjófa- krók og einnig boðið upp á ferðir á jökulinn með snjóbíl," segir Þórður Stefánsson, oddviti Hálsahrepps og einn stjórnarmanna Langjökuls hf. Að sögn Þóröar gekk þessi starfsemi í þrjú ár en lognaðist síöan útaf aftur. Fyrr á þessu ári var síðan hafist handa við að endurvekja starfsemina og var Kristleifur Þorsteinsson, ferðaþjónustubóndi að Húsafelli, sá sem barðist harðast fyrir því að koma þessu í gang aftur, en Kristleif- ur vinnur enn af fullum kraftí við uppbyggingu feröaþjónustu í hérað- inu þótt hann vanti aöeins fáar vikur í sjötugsafmælið. Nýir aðilar gengu til liðs við suma af eldri hluthöfunum og nú eru nokkur sveitarfélög og ein- staklingar ásamt Ferðaþjónustunni í Húsafelli aöilar að rekstrinum. Þrír skálar fyrir aðstöðuna vom fluttir upp að rótum Geitlandsjökuls, keyptir vora átta nýir Ski-doo Safari vélsleðar og snjótroðari með húsi fyrir 13 farþega var keyptur frá Bol- ungarvík. í sparifötunum ájökul Það er auðvelt að bregða sér í ferð á Langjökul því vegalengdin er að- eins um 100 kílómetrar frá Reykjavík ef ekið er um Þingvelli og Kaldadal. En fyrir þá sem em á ferð í Borgar- firði er aðeins tuttugu mínútna akst- ur frá Húsafelli í búðir Langjökuls- manna. Ekið er frá Húsafelli inn á Kalda- dalsveg og eftir honum í stutta stund þar til komiö er að vegamótum, en afleggjari er frá Kaldadalsvegj til norðausturs að rótum Geitlandsjök- uls. Afleggjarinn var endumýjaður nú í sumar og er nú svo góður að hann tekur jafnvel þjóðveginum um Kaldadal fram, þannig að fært er fyr- ir alla bíla að jöklinum. „Það er svo mikið fyrirtæki að fara í jöklaferð," gætí einhver sagt en það er síður en svo í þessu tilfelli því ferðalöngum stendur til boða allur búnaður, gaUar, skór, hanskar og hjálmar, ef þeir hyggja á jöklaferð með Langjökulsmönnum, svo það eina sem menn þurfa að gera er aö koma sér á staðinn og þá er eftirleik- urinn auöveldur, þótt menn séu nán- ast í sparifótunum. Þeim sem ekki vilja leggja fína bílinn sinn í akstur upp að jökli stendur tíl boða akstur að jöklinum frá þjónustumiðstöðinni í Húsafelli. Þá em skíði til reiðu fyrir þá sem Fyrir þá sem kjósa rólegri feróamáta er upplagt að fá sér far með snjóbílnum upp á Geitlandsjökul en hann tekur alls 13 farþega I hverri ferð. Það er fátt skemmtilegra en að bruna á vélsleða um víðáttu jökulsins i fallegu veðri. Það þarf heldur ekki mikla kunnáttu til að aka sleðanum því aðeins þarf að stýra og gefa inn bensíngjöfina með einum fingri og þá brunar sleðinn af stað. vilja og snjóþotur fyrir yngstu kyn- slóðina. Hægt er að láta draga sig á skíðun- um upp í 1400 metra hæð og síðan tekur við sjö kílómetra skíðabrekka niður aftur. Aö sögn þeirra Sigríðar Hreiöars- dóttur og Jóns Hinriks Garðarsson- ar, sem sjá um ferðirnar á jökulinn, hefur þetta gengið mjög vel og fólk verið mjög ánægt með ferðimar, þótt stundum hafi verið ekið beint upp í þokuna sem stundum hylur jökul- inn. Lengri og styttri ferðir Vinsælast er að bregða sér með Kristleifur Þorsteinsson, ferðaþjónustubóndi í Húsafelli, er í fararbroddi þeirra Langjökulsmanna og barðist fyrir þvi að endurvekja starfsemina sem upphaflega fór i gang fyrir 20 árum en lognaðist út af eftir þrjú ár. Nú er starfsemnin komin af stað aftur með miklum glæsibrag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.