Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 21 Ferðir Það geta viða leynst hættur á jöklin- um og hér er Jón Hinrik, eða „Jón úri“ eins og hann er yfirleitt kallaður af fjallamönnum, að sýna eina sprunguna í Geitlandsjökli. vélsleðunum eöa snjóbílnum upp á topp Geitlandsjökuls en þaðan er stórkostlegt útsýni til allra átta. Slík ferð tekur um einn klukkutíma. Einnig er boðið upp á lengri ferðir um jökulinn, eins og til dæmis inn að Þursaborgum, en þær ferðir taka um þijá tíma. Það kostar aðeins 1.500 krónur að fá sér far með snjóbílnum upp á topp Geitlandsjökuls en ef menn kjósa að láta sækja sig að Húsafelli kostar ferðin 2.000 krónur. Þaö kostar 4.200 krónur að taka vélsleða á leigu í eina klukkustund og 6.400 ef tveir eru um sleðann. Jón Hinrik er vélsleðamönnunum til leiðsagnar í ferðunum um jökul- inn, enda ekki vanþörf á, því sprung- ur geta leynst víða og því betra að hafa kunnuga til leiðsagnar. Þeir sem hafa hug á ferð á Langjök- ul geta fengið nánari upplýsingar og bókað ferðir í síma 91-684833 og líka hjá Ferðaþjónustunni í Húsafelli í síma 93-51378. Eins er hægt að ná sambandi við Sigríði og Jón Hinrik í farsímum 985-41432 og 41433. -JR UTIVIST Hallvcigarstíg 1 • simi 614330 Ferðir um verslunarmannahelgi Svarfaðardalur - Tungnahryggur - Hólar í Hjaltadal Bakpokaferð um spennandi og hrikalegt landsvæði Tröllaskag- ans. Núpsstaðarskógur Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl og Súlutindum. Tjaldbækistöð höfð við Réttargil. Básar við Þórsmörk Fjölbreyttar gönguferðir um Goðalandið og Þórsmörkina rfieð fararstjóra. Frábær gistiaðstaða í skála eða tjaldi. Útigrill og heitar sturtur. Fimmvörðuháls í tengslum við Básaferðina er farin dagsferð yfir Fimmvörðu- háls. Reikna má með 8-10 klst. langri göngu. Nánari uppl. og mióasala á skrif- stofu Útivistar. Við seljum •• anægju, oryggi og vellíðan ' ////; Já, já, ég veit að ég mátti ekki heyra minnst á útilegu en svo þegar maður kynnist þessu þá verður útiveran hluti af lífsstílnum. Það er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin loftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á við að vera vel búinn úti í náttúrunni. Þetta er ekkert pjatt. Maður líður áfram á góðum gönguskóm og þreytist mun minna. Þeir verða vinir manns. Bakpoki er ekki það sama og bakpoki. Það er málið. Þetta þarf allt að vera létt, traust, öruggt og einfalt. Matarlystin, maður! Það et svo gott að borða! Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu. " Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala um í Skátabúðinni því þeir hafa reynsluna. Svo kom verðið mér verulega á óvart. Sumum leiðist í rigningu en mér \ finnst ekkert betra en hola mér \ ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I og láta rigninguna sem fellur / á tjaldhimininn svæfa mig. * / -SMFtfK fRAMUK 'Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 Póstsendum samdægurs. Biðjið um mynda- og verðlista okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.